Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 C 3 FRÉTTIR Suðurnes hf. vinna ferskan og frystan flatfisk í Reykjanesbæ „Áherzlan er á gæði hráefnis og afurða“ SUÐURNES hf. eru eitt þeirra fískvinnslufyrirtækj a, sem nýlega hafa haf- ið vinnslu í Reykjanesbæ. Fyrirtækið sérhæfír sig í vinnslu á flatfiski, bæði ferskum og frystum og flytur út á markaði bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Suðurnes hf. eru í eigu Seifs hf. og nokkurra einstaklinga, en Eggert H. Kjartansson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hjörtur Gísla- Morgunblaðið/HG EGGERT H. Kjartansson, framkvæmdastjóri Suðurnesja, með sýnishorn af framleiðslunni. VANUR handflakari nær betri nýtingu en vélflökunin. Hér er það Arni Hjörleifsson, sem flakar rauðsprettuna. „LEGA staðarins skiptir mestu máli við val á staðsetningu fyrirtækisins. Þannig leggja flestir þeir bátar, sem við erum í viðskiptum við, upp hér á Suðurnesjum og nálægðin við veiðisvæðin tryggir ferskt og gott hráefni. Nálægðin við flugvöllinn býður síðan upp á aukna möguleika okkar á útflutningi á ferskum flat- fiski með flugi. Nægilegt vinnuafl virtist vera á svæðinu samkvæmt atvinnuleysisskráningu og hentugt húsnæði bauðst, sem að vísu varð að gera mjög mikið fyrir. Það varð samkomulag um það milli okkar og eiganda hússins, Stakksvík hf, sem er um 80% í eigu Reykjanesbæjar að húsinu yrði breytt þannig að það fullnægði kröfum Fiskistofu um að- búnað til matvælavinnslu. Loks erum við ekki í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki hér á svæðinu, nema að litlu leyti,“ segir Eggert, þegar hann er spurður hvers vegna fyrirtækinu hafi verið valinn staður í Reykjanesbæ. Greiðum há laun í fiskvinnslunni Fyrirtækið Suðurnes var stofnað í febrúar 1995 til fullvinnslu á flat- fiski með aðaláherzlu á gæði afurð- anna. Til þess þarf góðan aðbúnað og gott starfsfólk. „Markmið okkar var að halda uppi stöðugri vinnu 5 daga vikunnar og vinna ekki meira en 40 til 50 tíma í viku hverri. Þann- ig höfum við skapað 60 ný störf á svæðinu. Jafnframt var það markm- iðið að greiða sambærileg laun og í öðrum grunniðnaði. Niðurstaðan mín er sú að við greiðum svipuð og hærri laun en í ýmsum löndum, sem við eigum í samkeppni við. Fyrir vikið ætlumst við til sömu afkasta og vandvirkni og er í öðrum löndum, sem vinna mikið af flatfiski, en þar má nefna Bandaríkin, Danmörku og Holland. í Bandaríkjunum eru launin hjá handflökurum um 14 dollarar á tím- ann en almennri vinnslu um 8 doll- arar, en launatengdu gjöldin eru hærri hér. Við erum einungis fískvinnslufyr- irtæki, erum ekkert í útgerð og greiðum samkeppnishæft verð fyrir hráefnið, því annars fáum við ekkert til vinnslu. Við höfum samið beint við bátana um ákveðið verð og erum bæði í vinnslu á ferskum fiski og frystum. Útflutnings- og sölumálin eru í samstarfi við Seif hf. í Reykja- vík. Þar sem við greiðum verð fyrir hráefni, þurfum við gott fólk til vinnu svo verðmætasköpun verði sem mest. Við í fiskvinnslunni þurf- um líka að vera í stakk búnir til að skapa fólkinu góða vinnuaðstöðu og greiða góð laun, því ánægt fólk skil- ar mun betri árangri en óánægt. Tóku mfkið af fólki á atvinnuleysisskrá í upphafi tókum við mikið af fólki af atvinnuleysisskrá, enda var um það samið við komu okkar hingað og eðlilegt að leita þangað fyrst eft- ir vinnuafli. Við rákum okkur fljót- lega á þá staðreynd, að mikið af þessu fólki hafði hvorki getu, áhuga né heilsu til þess að stunda almenn fiskvinnslustörf. Það er mikilvægt fyrir trúverðugleika þeirra, sem bera ábyrgð á atvinnuleysisskráningunni og vinnumiðluninni að þeir þekki og taki tillit til hvað hæfi fólki, sem er á skrá hjá þeim, bezt að vinna og leggi áherzlu á að útvega fólki vinnu við hæfi. Það er engum greiði gerð- ur með því að senda hann í vinnu, sem hann ræður ekki við. Því síður er vinnuveitandanum greiði gerður með því að senda honum fólk, sem hann getur ekki notað. Það vantar markvissari stjórn á atvinnumiðlunina til þess að fólk fái vinnu við hæfi og atvinnurekendur fólk við hæfi. Þá höfum við rekið okkur á, að fólk af atvinnuleysis- skránni hafi verið í svatrir vinnu og átti því ekkert erindi á skrána. Svo var þar fólk sem alls ekki vildi vinna í fiski, þrátt fyrir að kaupið væri mun hærra en bæturnar. Við höfum því þurft að grisja hópinn mikið frá upphafi, en nú tel ég að þetta sé að mestu komið í lag. Handflökunin mikilvæg Við leggjum mikla áherzlu á að kenna fólkinu réttu handtökin, eink- um handflökurunum, því þetta eru verk, sem það þekkti ekki til, þegar það hóf störf hjá fyrirtækinu. Þegar handflökun er eins og hún getur orðið bezt, næst bæði meiri nýting og fallegri flök en úr vélflökuninni. Þess vegna leggjum við mikla áherzlu á handflökunina og á að þjálfa fólkið til þeirra verka. Þetta er bæði flókin og fjölbreytt vinnsla og þarf hæfilega samblöndum vél- og handflökunar. íslendingar eru duglegt fólk, en þá skortir í mörgum tilfellum þá ögun í vinnu og vandvirkni, sem maður þekkir að utan. Þessi ögun er nauðsynleg eigi góður árangur að nást. Það hefur verið erfitt en ég held að þetta sé nú allt að takast. Þyrftum að búa við sömu kjör og sjóvinnslan Landvinnslan þyrfti að búa við sömu kjör og sjóvinnslan. Þar eru þrír þættir ráðandi; hráefnið, verðið og gæðin. Þá er allt, sem kemur í land til vinnslu talið til kvóta, en aðeins það, sem unnið er um borð. Nýtingu um borð er hægt að hafa áhrif á og þar af leiðandi einnig þann stuðul, sem ræður útreikningi á kvótanum. Ekkert slíkt er fyrir hendi í landi. Við höfum orðið að koma okkur upp mjög nákvæmu innvigtunarkerfi frá Marel hf. í sam- vinnu við Fiskistofu til að vita hvað við erum að fá inn í hús. Þetta urð- um við að gera vegna þess hve óná- kvæm vigtin er á hafnarvogum og fiskmörkuðum. Það getur hallað á hvorn veginn sem er og í þessu til- felli er ekkert að sakast við útgerðir og sjómenn heldur gæði vigtunar á fiskmörkuðum og nákvæmni hafnar- voganna. Eg leyfi mér að fullyrða að ekki sé unnt að vigta af nákvæmni 450 kíló af fiski á bíl, sem vegur um 10 tonn í hávaða roki á útivigt. Ef farið er út í verzlun og keyptur einn lítri af mjólk, er enginn sem sættir sig við að fá á bilinu 0,9 til 1 lítra af- greiddan og borga fullt verð fyrir. Landvinnslan býður einnig upp á mun fleiri atvinnutækifæri og meiri verð- mætasköpun en sjóvinnslan vegna fjölbreytni. Verðmætasköpun er einn- ig meiri við fullvinnslu afurðanna og þess ætti landvinnslan að njóta. Samvlnna við Hafrannsóknastofnun Eins og áður sagði leggjum við áherzlu á gæðin og nýtinguna við vinnsluna. Bátarnir fara út að morgni, gera að öllum fiski, ísa um borð og landa síðan að kvöldi. Hrá- efnið getur því varla verið ferskara. Fiskurinn er svo kældur niður í núll gráður í mótökunni yfir nóttina og fer í vinnslu eins fljótt og unnt er eftir forflokkun og forvinnslu. Sam- starfið við útgerðirnar er alger und- irstaða gæða hráefnisins og frekari möguleika vinnslunnar. Við vigtum hvern einasta fisk inn í vinnsluna og getum sagt til um stærð hans. Þannig fylgjumst við með stærðar- og tegundasamsetn- ingu eftir veiðisvæðum, veiðitíma og öðru, sem skiptir máli svo sem nýt- ingu. Við fáum úrþessum mælingum mikilvægar upplýsingar, sem við deilum með Hafrannsóknastofnun, en við hana höfum við gott sam- starf,“ segir Eggert H. Kjartansson. Hafðu samband við Óskar Gíslason næst þegar þú þarft á löndunarþjónustu að halda á Nýfúndnalandi eða í Reykjavík Samskip bjóða upp á heildarlausn í löndun úr fiskiskipum á athafnasvæði Samskipa í Reykjavík. Kostir þess að landa jjar eru m.a. að svæðið er vaktað, aðstaða til sýnatöku er á staðnum auk Jjcss sem á einum og sama stað er hægt að panta löndun, bóka vöru í flutning eða óska eftir frvstigcymslu- Jijónustu. Samskip bjóða upp á löndunarþjónustu í Harbour Grace á Nvfundnalandi. Harbour Grace er vel J staðsett mcð tilliti til veiða á Flæmingjagrunni Jíví talsvert styttra er |iangað frá miðunum en til annarra hafna sem bjóða upp á sambærilega þjónustu. SAMSKIP Holtobakka v/Holtavcg, 104 Rcykjavík Sími:569 8500 Fax:569 8149

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.