Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 C 7 Deilur um rækjuverð UM LANGT árabil ákvað Verðlags- ráð sjávarútvegsins lágmarksverð á sjávarafla. Ákvörðun ráðsins var skuldbindandi sem lágmarksverð sem fiskvinnsla skyldi borga fyrir afla. í Verðlagsráði sátu full- trúar seljenda, bæði útgerðarmanna og sjó- manna, og fulltrúar kaupenda þ.e.a.s. físk- vinnslunnar. í þeim til- fellum að aðilar gátu ekki komið sér saman var oddamaður til kallaður. Eg ætia ekki að dæma um hversu vel þetta fyrirkomulag reyndist en alla vega var horfið frá því og - hvað rækju og hörpu- disk varðar - að frum- kvæði seljenda þ.e. fulltrúa sjó- manna og útgerðarmanna. Deilur um fiskverð leiddu síðan til þess að á Alþingi voru sett lög um sér- staka úrskurðarnefnd útgerðar- manna og sjómanna - og odda- manns, ef þess væri þörf, - til þess að útkljá deilur um fiskverð. Þessi úrskurðarnefnd er auðvitað alveg sérstakt fyrirbæri í annars víðtækri flóru furðulegra ákvarðana sem teknar eru í samn- ingaviðræðum um kaup og kjör. Og túlk- anir á verksviði hennar og hiutverki í fram- haldinu eru af sama toga. Hlutverk úrskurðar- nefndar Rétt er að gera sér grein fyrir hvert hlut- verk nefndarinnar er. Samkvæmt fyrstu grein laga um hana er það hlutverk hennar að ákveða fiskverð, sem nota skal vió uppgjör á aflahlut áhafna ein- stakra skipa ef skipveijar og út- gerðaraðili ná ekki saman um þann grunn. Það er m.ö.o. verið að Deilur um verðlagningu rækju hafa blossað upp öðru hverju á undan- förnum árum, segir Pétur Bjarnason. Grein eftir Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóra Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sem birtist í Verinu fyrir skömmu, varð tilefni þessara hug- leiðinga Péturs. ákveða út frá hvaða verði fisk- vinnslan á að kaupa aflann til vinnslu. Enda á fiskvinnslan ekki fulltrúa í þessari úrskurðarnefnd. Úrskurðarnefndin á að afla gagna um fiskverð á einstökum landsvæð- um og um afurðaverð og horfur um þróun þess. Við ákvarðanir á nefnd- in að taka mið af því fiskverði sem algengast er við sambærilega ráð- stöfun afla og taka mið af fiskverði í nærliggjandi byggðalögum fyrir sambærilegan fisk að stærð og gæðum. Úrskurðarnefndinni er ekki ætl- að að taka ákvörðun um hvort út- gerðarmaður á að gera sinn bát út eða ekki og fiskvinnslan hlýtur einnig að hafa um það að segja hvort hinn vill kaupa aflann á því verði sem henni stendur til boða eða ekki. Mér virðist að Benedikt Valsson og fleiri, sem um hafa fjall- að, hafi misskilið hlutverk nefndar- innar hvað þessi síðustu atriði varð- ar. Og mér virðist einnig af lestri úrskurða nefndarinnar um rækju- verð að sjálf Úrskurðarnefndin sé að nokkru leyti einnig á villigötum í sínum störfum. Það hljómar t.d. ankannalega þegar tveir úrskurðir nefndarinnar sem gilda samtímis á sama svæði eru ósamhljóða. Miðað við að sömu rök liggja að baki úr- skurðunum er erfitt að skilja að þannig skuli vera háttað. Þá er einn- ig erfitt að skilja ákvörðun slíkrar úrskurðarnefndar þegar úrskurður kveður á um verð sem er hærra en meðalverð á viðkomandi svæði. Það er einnig erfitt að skilja að það skuli ekki hafa áhrif á úrskurð nefndarinnar hvort aðeins er verið að fjalla um minnstu rækju veiði- ferðar eða allan farminn. Og það er líka erfítt að skilja að það skuli vera notuð sem rök í máli, að verð- þróun afurðaverðs og hráefnisverðs hafi ekki fylgt sömu sveiflu fyrir ári eða tveimur, því nefndinni er ekki ætlað að meta slíkar forsendur samkvæmt lögunum. Mér virðist þó allt benda til þess að lögin um Úrskurðarnefnd sjómánna og út- vegsmanna og framkvæmd þeirra verði í framtíðinni metin sem mis- tök. Baráttan um afraksturinn Benedikt er auðvitað ljóst eins og öðrum að deilur um rækjuverð eru fyrst og fremst barátta um það hvernig eigi að skipta því sem fæst fyrir rækjuafurðir. í þeirri baráttu hafa fulltrúar sjómanna sannarlega staðið sig vel. Sjómenn hafa lítið bent á að laun þeirra eru ekki eingöngu háð verði heldur magni. Magn sinnum verð myndar þann grunn sem laun sjómanna eru reiknuð út frá. Rækjuvinnsla hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og gjaldþrot í grenndinni hafa verið tíð. Lengst af hefur einnig verið erfitt að gera út á rækju og því lítill áhugi. Allan þennan tíma voru rækjusjómenn þó með tekjuhæstu launþegum TVEGGJA SKROKKA ÁLBÁTUR STEFNT er að smíði á tvíbytnum hér á landi en talið er að þessi skip séu hentug línuveiðiskip og bjóði betri aðstöðu til aukinnar verðmætasköpunar. Myndin er af slíku skipi, sem hugmyndir eru um að smíða, og fara nokkrir útgerðarmenn til Frakklands í vikunni með fulltrúa Skipasmíðastöðvarinnar á ísafirði til að skoða slíkan tveggja skrokka álbát. Pétur Bjarnason landsins. Svo er enn. Á tímabilinu frá hausti 1994 til hausts 1995 batnaði verð á rækju- afurðum og því skapaðist tækifæri til að vinda eitthvað ofan af skulda- hala vinnslunnar. Því miður hefur verðþróun aftur snúist til hins verra. Sjómenn á rækjuveiðum, útgerðarmenn rækjuveiðiskipa og rækjuvinnslur þurfa að lifa í sæmi- legri sátt og samlyndi um skiptingu þeirra verðmæta sem til skipta eru. Það eru engin rök fyrir því að það halli á sjómenn um þessar mundir. Um það bera laun þeirra vitni. Sameiginleg verkefni Verkefni okkar allra sem í þessum geira sjávarútvegsins starfa er að tryggja að áfram verði aðstæður til þess að rækjusjómenn njóti góðra launa - líka þegar harðnar í ári eins og hugsanlega er í sjónmáli. Til slíkra verka eru samtök sjómanna velkominn. En leiðin til þess er ekki að mynda einhvers konar verðlags- ráð án þátttöku rækjuvinnslunnar, sem einnig hafi úrskurðarvald hvort gert sé út á hæpnum úrskurðum nefndarinnar og afli unninn. Þar eru menn á villigötum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. SINDRI “ - sterkur í verki BORGARTÚNI31 • SÍMI 5627222 A / ir^i /n: A £> Vélstjóri með full réttindi óskast á rækjufrystiskip á Flæmingjagrunni. Upplýsingar í síma 466 1994 milli kl. 17 og 19. Baader-menn Baader-mann vantar á saltfisktogara í sumar og haust (júlí-október). Hugsanlegt er að útgerð kosti námskeið í meðferð flatingsvéla fyrir viðkomandi. Upplýsingar gefur Darri í síma 481 3400. Vinnslustöðin hf. Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjum. KVÉíÉTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Frystiskip til sölu Óskum eftir tilboðum í togskipið m/v „DORADA" Almenn lýsing Smíðaár: 1993/Pólland. Flokkunarfélag: Lloyds Register 100AI, Fishing Vessel, LMC. Helstu mál: LOA (L) 76,60m x Beam (B) 14,60m x Depth (D) 5,60/7,80m neðra þilfar/efra þilfar. Vélartegund: Cegielski Sulzer, afl/3900 hö. Skrúfa: 3600 mm Q C/P, 4 blaða, 150 sn/mín. Hliðarskrúfa: 1 x 220 hö. Lestarrými: 3 x frystilestar, samt. 1125 M3 1 x mjöl lest 65 M3, ásamt rými fyrir sjókældar afurðir. Fiskvinnslurými: 2 x Baader 424. Mjölverksmiðja 25 tonn af hráefni/ 24 klst. Frystigera: 37,5 tonn/24 tímar í 3 x lóðréttum plötu- frystum. Vindubúnaður: 2 x vökvadrifnar togvindur, 4 x Grandara- vindur, 2 x hífingarvindur og 2 x hjálpar- vindur. Brennsluolíugeymar: 480 M3. Skoöun: Lyttleton, Nýja Sjálandi, samkv. samkomu- lagi. Lokadagur tilboða er 25. júnf 1996. Sölugögn, ásamt frekari upplýsingum, fást hjá tveimur af einkasöluskráðum söluskrif- stofum skipsins. , jiib ■■■■* B.P. Skip hf. Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Sími: 551 4160. Fax: 551 4180. Shlppjngo/s n Fiskiskiptil sölu Til sölu er ca 230 lesta yfirbyggður stálbát- ur. Skipið selst með aflahlutdeild sem er þessi: Þorskur 0.0196830; ýsa 0,0740187; ufsi 0,1199632; karfi 0,0290145; grálúða 0,0202268 og skarkoli 0,2766271. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík. sími 421 1733, bréfsfmi 421 4733. A TVINNUHÚSNÆÐI Til sölu Fiskvinnsluhús - frystihús Til sölu er fiskvinnsluhús í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tvö sambyggð hús. Grunnflat- armál bygginga eru 600 m2 og 900 m2. Stærð lóðar er 3.891 m2. Flatarmál 1. og 2. hæðar er 1.500 m2 og flatarmál 3. hæðar er 600 m2. Stórar inn- keyrsludyr eru á 1. og 2. hæð. Á 1. hæð eru frystiklefar, alls um 1.340 m3. Þar eru einnig geymslur og vinnslusalur ásamt mótorhúsi. Á 2. hæð eru vinnslusalir og 4 frystitæki. Frystigeta er um 33 tonn á sólarhring. Á 3. hæð er vinnslusalir, starfsmannaað- staða og skrifstofur. Húsið er til sölu að hluta eða heilu lagi. Upplýsingar gefur Darri í 481 3400. Vinnslustöðin hf. Hafnargötu 2, 900 Vestmanneyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.