Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Um 3.000 fyrírtæki urðu gjaldþrota hér á landi á árunum 1985-1995 samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar VIÐSKIPTI Gjörbreytt umhverfi og slök áætlanagerð taldar helsíu ástæður UM 3.000 fyrirtæki urðu gjaldþrota hér á landi á árunum 1985-1995 og var tíðni gjaldþrota fímmföld árið 1994 miðað við það sem var árið 1985. Allt að 100 milljarðar króna töpuðust eða fluttust til vegna þess- ara gjaldþrota. Á sama tíma voru hins vegar stofnuð um 7.700 ný fyr- irtæki og á seinni hluta umrædds tímabils urðu 1,5 fyrirtæki gjald- þrota en 3,5 ný voru stofnuð á degi hveijum, að því er fram kemur í niðurstöðum skýrslu sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands vann fyrir Aflvaka. í skýrslunni segir ennfremur að þessi mikli fjöldi gjaldþrota skýrist að stærstu leyti af þeim miklu breyt- ingum sem orðið hafi á umhverfi atvinnulífsins á þessum tíma og ófullnægjandi aðlögun fyrirtækja að þeim. Þessar breytingar hafi síðan komið ofan í efnahagskreppu undan- farinna ára. Dr. Sveinn Viðar Guðmundsson sá um gerð skýrslunnar að stærstum hluta og segir hann mjög sterka fylgni vera á milli aukinna gjald- þrota og samdráttar í ráðstöfunar- tekjum almennings. Hann segir tíðni gjaldþrota einnig mun meiri hér á landi en í nágrannaríkjunum. „Sveiflur í tíðni gjaldþrota eru mun meiri hér á landi en í helstu iðnríkjum, sem við höfum borið okk- ur saman við. Það að önnur lönd hafa átt í efnahagserfiðleikum á þessu tímabili segir okkur að ástæð- ur þessara auknu gjaldþrota er ekki eingöngu að finna í efnahagslífínu og stjórnun fyrirtækjanna, heldur bendir ýmislegt til að meðferð van- skilamála í kerfinu leiði til fleiri gjaldþrotamála en í öðrum ríkjum hins vestræna heims.“ 80% gjaldþrotabeiðna koma frá ríkinu í skýrslunni kemur fram að ríkis- sjóður og innheimutaðilar ríkisins fóru fram á um 80% þeirra gjaid- þrota sem áttu sér stað á þessu tíma- bili. í mörgum tilfellum hafi þar verið um lægri upphæðir að ræða en sem nam kostnaðinum við gjald- þrotabeiðnina og hafi þeir forráða- menn gjaldþrota fyrirtækja sem rætt var við kvartað talsvert undan óbilgirni og skilningsleysi inn- heimtumanna ríkisins Sveinn segir að í könnuninni hafi komið fram mjög neikvæð afstaða til hins opinbera og þá sér í lagi til skattheimtu. Full ástæða sé því til þess fyrir stjórnvöld að skoða þessi mál, sér í lagi með tilliti til þess að styrkja þurfi samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja. Meðal annars megi reyna að draga úr kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna skatt- heimtunnar, m.a. með því að draga úr pappírsflóðinu en einnig sé mjög mikilvægt að flýta meðferð vafa- mála. Afstaða gjaldþrota fyrirtækja til bankastofnana var mun neikvæðari en afstaða starfandi fyrirtækja, að sögn Sveins, og töldu rúmlega 62% stjórnenda gjaldþrota fyrirtækja að afstaða þeirra hafi haft, íþyngjandi áhrif á reksturinn. Skuldastaða þess- ara fyrirtækja hafi þó ekki endilega verið verri. „Það kom einmitt fram í könnuninni að gjaldþrota fyrirtæki hefðu mjög svipaða skuldastöðu og starfandi fyrirtæki, en marktækt minni veltu, en þetta ætti að vera athyglisvert fyrir lánastofnanir að skoða,“ segir Sveinn. I skýrslunni kemur ennfremur fram að um fjórðungur þeirra fyrir- tækja sem lentu í gjaldþroti höfðu sýnt hagnað árið á undan. Örlaga- valdurinn hafi verið háar útistand- andi viðskiptakröfur, oft á fáa en stóra viðskiptavini. Tæp 60% gjald- þrota fyrirtækja nefndi líka gjald- þrot viðskiptavina sem mikinn áhrifavald í því hvernig hafi farið. Áætlanagerð í molum Af öðrum ástæðum sem nefndar eru má nefna takmarkaðan aðgang að rekstrar- og fjárfestingarfjár- magni, þá sér í lagi í formi áhættu- fjármagns. Nærri 90% gjaldþrota fyrirtækja nefna að lausaijárhlut- fallið hafi verið mikill veikleiki í rekstri þess, en þess má geta að um 50% starfandi fyrirtækja hafa sömu sögu að segja. Þá er nefnt að lántök- ur hafi verið meiri en gert var ráð fyrir, kostnaður meiri og sala minni. Sveinn segir ljóst af niðurstöðum skýrslunnar að undirbúningi og áætlanagerð stjórnenda hafi oft á tíðum verið veruiega ábótavant. Þannig hafi í nærri helmingi tilfella engar áætlanir verið gerðar um ný- sköpun vöru eða þjónustu, sjóð- flæði, fjármagnsþörf, framleiðslu- magn, auglýsinga- og sölukostnað né vinnuaflsþörf. Þekkingu ábótavant I könnuninni kom einnig fram að aðeins um íjórðungur stjórnenda þeirra fyrirtækja sem urðu gjald- þrota höfðu háskólamenntun en um þriðjungur hafði stúdentspróf eða minni menntun og tæp 40% áttu að baki sérhæft iðn- eða tækninám. Aðeins 10% þeirra höfðu sótt námskeið um stofnun fyrirtækja, rúm 30% um bókhald og reiknings- skil og rúm 20% höfðu sótt nám- skeið í ijármálastjórn. Hlutfallið hækkaði nokkuð þegar kom að markaðssetningu, sölu og stjórnun og höfðu rúmlega 40% stjórnenda sótt námskeið á því sviði en rúmlega helmingur námskeið í tölvunotkun. Tæplega helmingur þeirra svaraði því líka til að aukin þekking á rekstri hefði getað breytt miklu eða tals- verðu um hvernig farið hafi. „Þá kom í ljós að forráðamenn þeirra fyrirtækja sem urðu gjald- þrota töldu í um 70% tilfella að ann- ir utan fyrirtækis hafi haft mikil og neikvæð áhrif á reksturinn. Þetta er fyrirbrigði sem ég hef ekki séð í rannsóknum áður og hvort þetta er séríslenskt fyrirbrigði væri gaman að rannsaka," segir Sveinn. Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Árness Margir frídagar trufla mjög reksturinn Sérútbúnir bílar til útlanda Vaxandi út- flu tningsgrein ÞEIR fjölmörgu frídagar sem laun- þegar fá almennt í apríl og maí trufla mjög rekstur sjávarútvegsfyr- irtækja, að sögn Péturs Reimarsson- ar, framkvæmdastjóra Árness hf. Á fundi Félags íslenskra stórkaup- manna á þriðjudag, þar sem Pétur lýsti sig fylgjandi beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi og auð- lindagjaldi, sagðist hann jafnframt þeirrar skoðunar að taka þyrfti til endurskoðunar skipulag á vinnu- markaði. „Mér fínnst eðlilegt að sjávarút- vegurinn standi undir öllum þeim kostnaði sem er í kringum greinina hjá hinu opinbera. Ég vil hins vegar fá ýmislegt í staðinn. Ég vil fá að geta samið við útlendinga um það að þeir komi með hlutafé inn í fyrir- tæki. Ég vil geta samið um breytt skipulag á vinnumarkaðnum. Við erum með 100 manna frystihús, þar sem þrír menn eru allan daginn í því að fara í og úr pásu.“ Benti hann á að það myndi bæta hag allra ef unnið væri á tveimur vöktum. Þannig yrði vinnutíminn styttri, hægt væri að fjölga störfun- um og auka afköst. Pétur beindi sérstaklega spjótum sínum að þeim fjölmörgu frídögum sem launþegar eiga rétt á snemma á vorin, þegar sjávarútvegsfyrirtækin væru að velta hvað mestu. „Væri ekki nær að taka þessa daga saman og gefa mönnum hálfsmánaðarfrí fyrir jól- in?“ spurði Pétur. Hann lýsti ennfremur mikilli óánægju sinni með þær kvaðir sem fylgja sjómannadeginum. „Sjómenn á minni bátum sem eru á veiðum upp við landið eru í helgarfríum aðra hveija helgi allan ársins hring. Allt í einu þurfa þeir á miðri humar- vertíð að stoppa í þijá daga. Við erum að reyna að skipuleggja físk- vinnsluna, en hráefnið hættir að berast af mannavöldum og því þarf að hafa fólk á launum við að gera ekki neitt.“ Þá væri hálfsmánaðar stopp á hrygningartíma en hráefnið dygði aðeins í viku. Því þyrfti að hafa fólk á launum við að pússa og mála í heila viku. „Síðan eru menn hissa á því að tímakaupið sé 15% hærra í Danmörku.“ -----» ♦ ♦----- Samið við Kaupþing um sölu hús- næðisbréfa HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hef- ur gengið til samninga við Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. um sölu á 1. og 2. flokki húsnæðisbréfa á þriðja fjórðungi þessa árs. Bréfín eru til 24 og 42 ára. Sameiginlegt tilboð Kaupþings hf. og Kaupþings Norðurlands hf. þótti hagstæðast í útboði sem efnt var til. Tilgangur húsnæðisbréfanna er að fjármagna félagslega íbúðarkerfíð og er því afar biýnt að sala þessara bréfa takist vel, að því er segir í frétt. Með samningnum tryggja Kaup- þing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. sölu á 1 milljarði króna í hús- næðisbréfum átímabilinu júlí - sept- ember en alls er áformað að Hús- næðisstofnun afli sér 5 milljarða króna með sölu skuldabréfanna í ár. Reiknað var með að selt yrði úr fyrsta áfanga á tímabilinu 1. apríl til 30. júní en salan gekk það vel, að henni lauk í fyrstu viku apríl. BÍLAÚTFLUTNINGUR er ný at- vinnugrein á íslandi. íslensk farar- tæki ehf., ísfar, hafa um tæplega þriggja ára skeið markaðssett sérút- búna bíla í Vestur-Evrópu, m.a. í samstarfi við Bílabúð Benna og P. Samúelsson. Jón Baldur Þorbjörns- son, framkvæmdastjóri íslenskra farartækja, segir að markaðurinn hafi stækkað jafnt og þétt. „Við höfum tekið þátt í sýningum og fengið mjög jákvæða umfjöliun í blöðum sem tengjast torfæru- og rallakstri. Aftur á móti vantar okkur að kynna starfsemi okkar fyrir fjár- sterkum aðilum." Bæði bílar o g aukahlutir Toyota umboðið á íslandi, P. Samúelsson hf., hefur nýlega hafið útflutning á sérútbúnum bílum til annarra Evrópuríkja. Bogi Sigurðs- son, þjónustustjóri P. Samúelssonar, segir undirbúning hafa staðið yfír í langan tíma og erlendir markaðir kannaðir ítarlega. „Við höfum þó ekki eingöngu horft til Evrópu held- ur erum við að flytja fyrsta bílinn til Grænlands fljótlega." Grænlenski kaupandinn er Gron- land tour, en ætlunin er að nota bíl- inn til aksturs í snjó. Að sögn Boga er um nýjan Land Cruiser að ræða sem er svipað útbúinn og þeir bílar sem Toyota-aukahlutir hafa útbúið fyrir íslenskar björgunarsveitir. „Það sem Grænlendingana vantar, eru bílar sem geta keyrt í snjó því hing- að til hafa þeir þurft að notast við snjóbíla sem hvorki komast hratt né eru liprir í akstri." Sérútbúnir bílar eru ekki eini út- flutningurinn sem framundan er hjá Toyota á íslandi því fyrirtækið er að hefja útflutning á gormafjöðrum til Bandaríkjanna. Gormafjaðrirnar eru íslensk hönnun og þykja henta vel í Toyota Hi-Lux jeppa. Lítill munur á snjó og sandi Bílabúð Benna er eitt þeirra fyrir- tækja sem hefur breytt bílum fyrir erlenda aðila. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir út- lendinga sýna mikinn áhuga á sérútbúnum bílum á sýningum er- lendis. „Það er erfitt að selja bíla frá íslandi vegna afstöðu útlendinga til Íslands og einangrunar landsins. Þess vegna erum við komnir í sam- vinnu við þýskt fyrirtæki sem sér um alla hluti þar úti og við breytum síðan bílunum hér á landi.“ Einn þeirra bíla sem Bílabúð Benna er að fara að breyta fer til Saudi-Arabíu að breytingum lokn- um. Þar verður bíllinn notaður á veiðum í eyðimörkum. Að sögn Benedikts eru aðstæður þar svipaðar og hér, nema þar er sandurinn farar- tálminn, ekki snjórinn. Ictt ik meðíærilest tæki innbyggðir hátalanir l’ínar !iu:nindir Rl' l ÍL l.jÓSI Ef þú vilt ná augum og eyrum fólks skaltu kynna þér nýja LitePro 210 inargmiðlunarvarpann frá InFocus Systems. I'ú varpar upp mynd- böndum og tölvugrafík mcð cin- stökuni myndgæðum og innbyggðir jliL hátalarar tryggja öflugt hljóð. Árangurinn læturckki á scrstanda. LitcPro 210 myndvarpinn cr tækni- lega fullkominn en samt afar ei nfaldur og þægilcgur í notkun. öflug fjarstýrin^ Og citt enn - verðið ei hagstætt. Þú getur því ól jiér tæknina og varpað ljós mcð vönduðu tæki fr framlciðanda. RADIOSTOFAN'NYHERJI SKIPHOLTI 37 - SlMI 569 7600 Alltuf skrefi á undun InFocus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.