Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF DAGBÓK Golfmót FVH ■ FÖSTUDAGINN 21. júní nk. verður hið árlega golfmót FVH haldið í 10. sinn á Strandavelli, Hellu. Keppt verður í A og B-flokki karla og í kvennaflokki. í A-flokki spila kylfingar sem hafa forg- jöf 24 og undir en þeir sem hafa hærri forgjöf leika í B- flokki. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Keppt verður um Morgunblaðsbikarinn í A- flokki og Hard Rock Café bik- arinn í B-flokki. I kvenna- flokki er keppt um Wella-bik- arinn sem gefinn er af Heild- verslun Halldórs Jónssonar. Einnig er í boði fjöldinn allur af glæsilegum verðlaunum í öllum flokkum. Mótsnefnd hvetur sem flesta til þess að taka þátt enda er þetta stór- skemmtilegt mót sem bæði byijendur og lengra komnir geta tekið þátt í. Mótið hefst kl. 13.00. Farið verður í rútu frá Grand Hótel Reykjavík kl. 11.30 stundvís- lega. Að loknu móti verður snæddur kvöldverður í Golf- skálanum þar sem verðlauna- afhending fer fram. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til eftirtalinna aðila fyrir 20. júní. Ólafur Ó. Johnson, vs. 5624000, fax 5621878, hs. 5515281. Sigurður Ág. Jens- son, vs. 5687677, fax 5687890, hs. 5615400. Stef- án Unnarsson, vs. 5811433, fax 5811477, hs. 5689531. - kjarni málsins! ÁL dregur úr þunga ferjanna og Alusuisse ál dregur úr vinnustundum við framleiðslu ferjanna. FYRSTA álferjan er í ferðum milli írlands og Englands. ALUSUISSE er einn af helstu ál- framleiðendum heims fyrir sam- gönguiðnaðinn. Fyrirtækið er fremst í flokki í lestaframleiðslu. 80% allra neðanjarðarlesta í heimi eru úr Alusuisse-áli og álið í hrað- lestum Evrópu er að mestu frá svissneska álfyrirtækinu. Verk- smiðja þess í Sierre í Sviss sérhæf- ir sig í mótuðu áli fyrir samgöngu- tæki. Hún gerði fjögurra ára samn- ing nú í janúar um smíði grinda fyrir nýja gerð af Audi sem kemur á markaðinn 1997. En nýjasti mark- aðurinn sem fyrirtækið bindur vonir við er álskipasmíði. Fyrsta feijan sem Alusuisse framleiddi álið í var tekin í notkun milli írlands og Eng- lands nú í vor og frekari pantanir hafa borist frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Forstjóri sænska skipafélagsins Stena Line velti því upphátt fyrir sér árið 1989 hvort það væri fram- tíð í því fyrir fyrirtækið að framleiða hraðskreiðar feijur. Eftir mikla út- reikninga var finnsku skipasmíða- stöðinni Finnyards í Rauma falið að smíða fjórar feijur úr áli. Stálfeijur eru of þungar til að fara hratt, álfeij- urnar, sem eru af katamaran-gerð, komast upp í 40 hnúta og geta far- ið allt að fjórum sinnum hraðar en venjulegar feijur. Finnyards reyndi að spara við smíði fyrstu feijunnar, notaði bygg- ingarál úr nágrenninu og sauð ál- búta saman eins og það ætti lífið að leysa. Um tíma var hörgull á lærðum álsuðumönnum í Finnlandi, allir voru við vinnu hjá Finnyard eða samstarfsmönnum þess. Þessi aðferð kostaði mikla vinnu og eftirlit og átti sinn þátt í að feijan var tilbúin hálfu ári á eftir áætlun. Alusuisse í Sierre hafði gert tilboð Ferjur úráli frá Alusuisse Verksmiðja Alusuisse í Sierre í Sviss ____sérhæfír sig í mótuðu áli fyrir_ samgöngutæki. Nýjasti markaðurinn sem verksmiðjan bindur nú vonir við er álskipa- smíði. Anna Bjarnadóttlr segir frá fyrstu ferjunni sem Alusuisse lagði til álið í. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir SÉRFRÆÐINGUR Alusuisse í álskipasmíði með bút af mótuðu áli fyrir Stena Line feiju í útpressunarskálanum í Sierre. í gerð feijunnar. Fyrirtækið sérhæf- ir sig í útpressun mótaðs áls og gat útvegað mun iengri álbita en Finnarnir höfðu yfir að ráða. En til- boðið var of hátt og því ekki tekið. Þegar vinnukostnaðurinn við fyrstu feijuna reyndist allt of mikill leitaði Finnyards til Alusuisse og samstarf- ið hófst. Alusuisse hefur á undan- förnum árum reynt að vera nær markaðnum en áður og samstarfið við Finnyards er eitt dæmi um að það hefur tekist. Rétt mót voru smíðuð fyrir álið, það var pressað út í löngum lengjum og álsuðukostnað- urinn var skorinn niður um helming. Enn er ekki ákveðið hver útvegar álið í fjórðu feiju Stena Line sem verður smíðuð hjá Finnyards en Alusuisse Sierre vonast til að hreppa bitann. Það starfa 1.500 manns hjá Alusuisse í Sierre. Um fjórðungur álsins sem verksmiðjan vinnur úr kemur úr álveri fyrirtækisins í Steg sem er skammt frá Sierre. Afgang- urinn kemur frá ÍSAL eða Söral í Noregi. Álfeijurnar eru stærstu katam- aran-skipin í heimi. Þungamiðja þeirra er neðar en yfirleitt á katam- aran. Það á að auka þægindi og öryggi farþeganna. Feijan tekur 1.500 farþega og 375 ökutæki. Hún er hlaðin að aftan um sérhannaða álloku. Það á aðeins að taka hálf- tíma að fylla hana farþegum og farangri. Fyrstu álfeijur heims eru nú á ferð milli Holyhead og Dun Laoghaire. Ferðin með þeim tekur 1 klukkustund og 10 mínútur en með venjulegri ferju 3 klukkustund- ir og 30 mínútur. Orkuneyslan er þrisvar sinnum meiri en á hægfara ferjum en lágur viðhalds- og fram- leiðslukostnaður á að bæta það upp. VEITINGASTADUK VID AUSTURVÖLL ' B0RDAPANTANIR í SfMA 56211/155 nmm Forysta í faxtækjum aco SKIPHOLTI 17 • 105 REVKJAVÍK SÍMI: 562 7333 ■ FAX: 562 8622 Stálsmiðjan hf. valdi Fjölni STÁLSMIÐJAN hf. hefur ákveð- ið að velja upplýsingakerfið Fjölni frá Streng hf. fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. Sam- starfssamningur þess efnis var undirritaður nú um síðustu mán- aðamót og verður kerfið tekið í notkun strax. Fjölnir mun leysa af hólmi eldri upplýsingakerfi sem keyrt var á S/36 vél frá IBM, samkvæmt upplýsingum Strengs hf. sem leggur kerfið til. Stálsmiðjan hf. eins og hún er rekin í dag, samanstendur af dráttarbrautum Slippfélags- ins hf. sem stofnað var 1902, Vélsmiðjunni Hamri hf., sem stofnuð var 1932 og Stálsmiðj- unnar hf. sem stofnuð var 1952. í dag skiptist starfsemin í eftir- farandi meginþætti. Viðgerðir og viðhald fiskiskipa ásamt rekstri dráttarbrauta, járn- og plötusmiðju, vélaviðgerðir, rennismíði og trésmíðaverk- stæði. Ennfremur er verktaka í stóriðjuframkvæmdum stór þáttur í rekstri fyrirtækisins. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins erídagl30 manns. Fram kemur í fréttinni að hugbúnaðurinn verður keyrður á NT-miðlara og að markmiðið er að auka flæði rekstrarupp- lýsinga og aðlaga nýtt og betra JÓN Heiðar Pálsson, til vinstri, og Ágúst Einarsson. forða- og verkbókhald. Þá segir að Stálsmiðjan hafi valið Fjölni fyrir rekstur fyrir- tækisins eftir námvæma skoðun á þeim lausnum sem standa til boða á hugbúnaðarmarkaðnum. Oflugt forða- og verkbókhald Fjölnis réð valinu samkvæmt upplýsingum Ágústs Einarsson- ar forstjóra Stálsmiðjunnar hf. en auk þess hafi starfsmenn Strengs mikla reynslu í upp- setningu á einföldum lausnum fyrir flókinn og yfirgripsmikinn rekstur. Með breyttu tölvuumhverfi hjá Stálsmiðjunni hf. muni flæði rekstrarupplýsinga til stjórn- enda auka hagkvæmni og bæta þjónustu við viðskiptavini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.