Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 C 3 U £ F A ■ JOAQUIM Teixeira aðstoðar- þjálfari Portúgal sagði að harla ólík- legt væri að gerðar yrðu einhveijar breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Tyrkjum á föstudag frá því sem það var skipað gegn Dönum á sunnudag- inn. „A meðan liðið leikur vel er engin ástæða til að breyta til og gegn Dönum lékum við ágætlega,“ sagði hann í gær að lokinni æfíngu. ■ TÉKKNESKU landsliðsmennirn- ir fylgdust gaumgæfílega með leik Italíu og Rússa í fyrradag og telja sig að leikslokum hafa fundið veik- leika á vöm Italíu sem þeir ætla að færa sér í nyt gegn þeim á morgun þegar liðin mætast. ■ PIERLUIGI Casiraghi marka- hæsti leikmaður EM og félagi hans AJessandro Del Piero verða líklega ekki í byijunariiði Arrigo Sacchi á morgun gegn Tékkum. Casiraghi er lítillega meiddur og var tekinn útaf er tíu mínútur voru eftir af leiknum við Rússum og hinn síðamefndi þótti ekki leika eins og hann getur best. ■ ALPAY Ozalan varnarmaður Tyrkja hefur fengið hrós fyrir að sýna drengilega framkomu gegn Króötum í fyrradag. Ozalan var sá vamarmaður Tyrkja sem elti Coran Vlaovic upp allan leikvöllinn er hinn síðamefndi skoraði sigurmark Kró- ata fjórum mínútum fyrir leikslok. Alpay hafði alla möguleika á að spyma fótunum undan Vlaovic en stóðst freistinguna og reyndi að veij- ast honum á heiðarlegan hátt en án árangurs. ■ RÚSSAR brostu ekkert út að eyrum að loknum tapleik gegn Itölum og vildu meina að Casiraghi hafí verið rangstæður er hann gerði fýrra mark Itala. „Komið með mér, ég skal sýna ykkur þetta á mynd- bandi,“ sagði Vyacheslav Koloskov formaður rússneska knattspyrnu- sambandsins við fréttamenn fyrir utan hótel landsliðsins í gær. ■ ENSKA lögreglan er nokkuð ánægð með frammistöðu stuðnings- manna landsliðanna það sem af er Evrópumótsins og spár margra um slagsmál og ólæti stuðningsmanna myndu setja svartan blett á mótið hafa ekki gengið eftir, hingað til. ■ FATIH Terniin þjálfari Tyrkja segir að leikaðferð sú sem lið hans beitti gegn Króatíu hafi verið rétt þrátt fýrir að það hafí tapað leiknum. „Að markinu undanskildu gekk okk- ur vel og við vorum nærri því að skora. Leikmenn mínir misstu ein- beitingu um stund og það kostaði okkur mark, auk þess vantaði okkur meiri leikreynslu. En það er á hreinu að leikaðferð okkar var sú eina sem dugði gegn Króötum að þessu sinni,“ sagði Termin. ■ DAVID PLATT verður líklega ekki í liði Englands er það mætir Skotum á laugardag. Ástæðan er sú að hann er með brákað rifbein. „Platt var einnig meiddur í síðustu viku en gerði sér vonir um að vera á batavegi, því miður er ekki svo,“ sagði Terry Venebles. ■ STEVE Howey er einnig meidd- ur um þessar mundir og æfði ekkert með félögum sínum í gær. Hann meiddist í ökkla á æfíngu um síðustu helgi og kemur þess vegna líklega ekki við sögu það sem eftir lifir keppninnar. ■ LES Ferdinand hefur einnig átt í basli með meiðsli en Venebles sagði í gær kappann vera c ;nn góðan og kláran í slaginn. ÍÞRÓTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Toni Kukoc, Króatinn snjalli, sem leikur með Chicago Bulls, hvetur Evrópumenn til að leika í NBA Bestu leikmennim- ir staðna í Evrópu TONI Kukoc, Króatlnn snjalli í liðl Chicago, í baráttu við fyrr- um landa sinn, Vlade Divac, Serbann í liðl LA Lakers. Króatinn Toni Kukoc, leikmað- ur með Chicago Bulls og einn fremsti og sigursælasti evrópski körfuknattleiksmaður sinnar sam- tíðar, skorar á körfuknattleiks- menn sem leika utan Bandaríkj- anna að reyna sig í NBA-deild- inni. „Það er sama hvort leikmað- ur leikur á Ítalíu, Grikklandi, á Spáni ellegar í Krótaíu, möguleik- inn á framförum hjá þeim bestu er nær enginn,“ sagði Kukoc i samtali við blaðamenn á dögunum og bætti því jafnframt við eina leiðin til að bæta við sig kunnáttu væri að leika meðal þeirra allra bestu í NBA. Hann beindi ekki aðeins orðum sínum til þeirra sem eldri eru og reyndari, hinir yngri fengu sömu áskorun. „Ef þið viljið rækta hæfi- leika ykkar komið hingað. Engu máli skiptir þótt leikið sé með lak- ari liðum NBA. Þótt Minnesota og Toronto séu ekki topplið nú um stundir þá veit enginn nema að þau verði meðal þeirra bestu eftir fjögur til fimm ár. Lítum sem dæmi á Orlando, fyrir fjórum árum komust þeir ekki í úrslitakeppnina, en í fyrra léku þeir til úrslita gegn Houston. Einn, tveir eða þrír leik- menn geta breytt liðum mikið og gert þau að toppliðum á skömmum tíma. Kukoc er aðeins 27 ára og hef- ur leikið með Chicago i þijú ár í NBA-deildinni eftir að hann kom frá Evrópu þar sem hann meðal annars var þrisvar sinnum valinn körfuknattleiksmaður ársins og var í þrígang í sigurliði Evrópu- keppni meistaraliða. Þá var hann í liði Júgóslavíu sem hlaut annað sætið á Ólympíuleikunum árið 1988 og með Krótaíu sem hreppti sama sæti árið 1992. Áður en hann gekk til liðs við Bulls var hann liðsmaður ítalska félagsins Benetton Treviso. Hann segir leikmenn alltaf hafa möguleika á að spila með evrópsk- um félögum eftir að hafa verið í Bandaríkjunum. En hvergi byðist mönnum að leika gegn öðrum eins snillingum eins og Michael Jordan og Hakeem Olajuwon svo dæmi væri tekið. Og að leika gegn þeim þýddi að læra ætti af þeim um leið. „Engu máli skiptir með hvaða Longley í uppskurð LUC Longley, hinn hávaxni Ástr- ali og leikmaður Chicago Bulls, þarf að fara í uppskurð á ökkla um leið og hann fær frí að lokinni úrslitakeppninni. „Ætli ég leggist ekki inn á spítala á fimmtudag eða föstudag í næstu viku, allt fer eft- ir því hvenær við náum meistara- titlinum. Sumarleyfíð fer svo í að jafna sig,“ sagði þessi léttlyndi Ástralíumaður áður en fjórði úr- slitaleikurinn hófst í nótt. Þar mætti hann til leiks með myndar- legt glóðarauga eftir að hafa feng- ið högg frá Shawn Kemp í hita þriðja leiksins. Longley, sem er 218 sm, hefur vakið mikla athygli í vetur og m.a. hefur Phil Jackson sagt að hann vildi ekki skipta á honum og Shaq O’Neal. liði leikið er, þarna gefst mönnum kostur að leika gegn þeim allra bestu og með þeim bestu.“ Kukoc sagðist ekki fylgjast eins grannt með evrópskum körfu- knattleik eftir að hann fluttist yfir hafið og vildi ekki benda á ein- hveija sérstaka leikmenn þaðan sem ættu að koma til liðs við félög í NBA. Er hann var inntur eftir því hvort landi hans Arijan Komac- ek og leikmaður Bologna ætti að ganga til liðs við eitthvert NBA- lið svaraði Kukoc: „Það verður að sjálfsögðu að vera hans ákvörðun, en mér frnnst honum hafa lítið farið fram á undanförnum árum.“ Komacek hefur oft verið líkt við Drazen Petrovic sem meðal annars lék með New Jersey Nets, en lést um aldur fram í bílslysi eftir skamma veru í NBA. Hinn króatíski snillingur þykir vera alvarlegur á leikvelli og sýnir sjaldan gleði í leikjum, ólíkt félög- um sínum hjá Chicago, Jordan og Pippen. „Ég brosti oft er ég lék í Evrópu, þá var ég einn þeirra bestu,“ sagði kappinn og hló við. „Um leið og ég verð ánægður með frammistöðu mína í leikjum í NBA fer ég að brosa. Jordan og Pippen leika yfirleitt það vel að þeir hafa efni á því að brosa, ég er hins vegar ekki kominn í þeirra flokk ennþá.“ Hættir Jackson? PHIL Jackson þjálfari Chicago Bulls gaf það sterk- lega tíl kynna fyrir fjórða úrslitaleikinn i nótt að hann gætí vel hugsað sér að taka sér árshvíld fráþjálfun ef hann fengi ekki viðunandi samning þegar samningur hans við Bulls rennur út í sumar. Hann hefði lengi gengið með þá hugmynd að taka sérfrí og hlaða rafhlöð- urnar. Auk Jacksons er snilling- urinn Michael Jordan einnig með lausan samning í sumar og báðir hafa þeir lýst því yfír að verði samningur ann- ars ekki endurnýjaður fari báðir. Og gangi Jackson til liðs við annað félag hefur Jordan vifja til að fylgja hon- um eftir. Jordan er mjög hlýtt til Jacksons og segir hann hafa aðstoðað sig við að komast inn á réttu brautina í körfu- knattleiknum eftír hvfld. Jackson segir Jordan hafa breyst mikið og gefi líkam- legu atgerfí sínu meiri gaum og ofbjóði þvi ekki eins og áður. „Hann áttí það til að leika golf allan daginn þó úrslitaleikur væri um kvöld- ið. Nú dettur honum það ekki i hug.“ En hvað þeir félagar gera næsta vetur kemur í fjós er menn hafa slakað örlítið á eftír einstakan vetur. ailjónir 5. Króatía - Danmörk Lokastaða 6 Skotland - Sviss 7. Frakkland - Búlgai 8. Holland - England 12. ttalía - 8»ýí 13 TyrWand-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.