Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 B 3 „Geymum KR eða Skagann þangað til í næstu umferð“ - sagði Jakob Skúlason, formaður knattspymudeildar Skallagríms, eftir bikardráttinn Dregið var í 16 liða úrslit bikar- keppni karla í knattspyrnu í gær og verða leikimir þar sem félög úr 1. deild munu leika saman aðeins tveir. Annars vegar sækir Stjarnan Valsmenn heim og hins vegar fer Breiðablik í heimsókn í Frostaskjólið og mætir þar bikarmeisturum KR, en skemmst er að minnast 5:2 sigurs þeirra síðarnefndu á Blikum í deildar- keppninni. „Mér líst vel á að mæta bikarmeisturunum þótt KR-ingar SÆNSKA „íslendingafélagið" í Svíþjóð, Örebro SK, sem Arnór Guðjohnsen, Sigurður Jónas- son og Hlynur Birgisson leika með, var of stór biti fyrir ungt og reynslulítið lið Keflvikinga er liðin mættust í fyrsta leikn- um í Intertotokeppninni í Örebro á sunnuag. Leiknum lauk með sigri Örebro 3:1, eftir að staðan hafði verið 2:0 í hálf- leik. Leikurinn var knattspyrnu- lega séð fremur slakur og á lágum hraða, en þó viðburðar- ríkur og mátti fréttaritari stundum hafa sig allan við með minnisbókina. Keflvíkingar, sem voru án þeirra Ragnars Margeirssonar og Ola Þórs Magnússonar, hófu leikinn HMBHi ákveðnir og léku Grétar Þór venjulega 4-4-2 Eyþórsson leikferð og lögðu skritar enga sérstaka áherslu á varnarleik, þó á útivelli væri. Virtist þetta koma sænska liðinu í opna skjöldu og tók það nokkra stund að ná áttum í leik sínum. Örebro var þó allan tím- ann sterkara liðið. Arnór Guðjohnsen var þegar að- gangsharður við mark Keflavíkur og komst í þokkalegt færi utarlega í vítateig þegar á 9. mínútu en laust skot hans fór beint á Ólaf mark- vörð. Á 13. mínútu varði Ólafur aftur vel, nú frá Daniel Tjernström sem átti gott skot eftir góða Örebro- 'sókn. Mínútu síðar sýndi Arnór Guðjohnsen glæsileg tilþrif er hann sendi óvænta hælspyrnu inn á Dan Sahlin _sem var í dauðafæri, en nú varði Ólafur frábærlega með út- hlaupi. Var hálfgerð synd að ekki varð úr mark, því sending Arnórs var með því glæsilegra sem sést á knattspyrnuvelli. En það var Ólafur Gottskálksson sem fleytti Keflvík- ingum gegnum fyrri helming hálf- leiksins með mjög góðri markvörslu. Keflvíkingar unnu síðan smám saman meira og meira inn í leikinn og áttu einstaka spretti. Á 28. mín- útu átti Jóhann Guðmundsson gott skot, rétt utan vítateigs en naum- lega framhjá. En þegar Keflvíkingar virtust vera að komast aðeins inn í leikinn náði Örebro sókn. Arnór Guðjohn- sen fékk sendingu inn á vítapunkt, valdaður af varnarmanni, en datt, stóð upp, tók knöttinn, snéri sér í hálfhring og skaut örugglega í hornið vinstramegin við Ólaf mark- vörð, 1:0 fyrir Örebro. Vel gert hjá Arnóri, en hvað var Keflavíkurvöm- in eiginlega að hugsa? Það sem eftir lifði hálfleiks hafði Örebro yfir- burði. Á 34. mínútu skaut Sahlin beint á Ólaf úr ágætu færi og 3 mínútum síðar vann hann návígi við Jakob Jónharðsson við víta- teigslínu og lyfti knettinum örugg- lega yfir Olaf markvörð sem kom hlaupandi út, 2:0 fyrir Örebro. Sænska liðið sótti síðan áfram og 1 mínútu fyrir hlé varð Ólafur enn hafi kannski ekki verið óskamóther- jarnir, en ég hef sagt það við strák- ana að ef við ætlum að vinna bikar- inn skiptir engu máli í hvaða röð við tökum þessi lið,“ sagði Guðmundur Oddsson, formaður knattspymu- deildar Breiðabliks. íslandsmeistaramir frá Akranesi fá Framara í heimsókn upp á Skaga og Vestmannaeyingar leggja land undir fót, mæta 2. deildar liði Þrótt- ar frá Reykjavík. Tveir leikir fara að taka fram sparihanskana og vetja vel skot Tjernström af 25 metra færi alveg út við stöng. Má segja að forysta Örebro í hálfleik hafi verið sanngjörn. Síðari hálfleikur var aðeins þriggja mínútna gamall er Amór geystist upp hægra megin og sendi inn í teig þar sem Johan Wallinder tók knöttinn á loft og þrumaði inn af stuttu færi, 3:0, algerlega óveij- andi fyrir Ólaf, Bjuggust nú flestir við því að nú færi í hönd „slátrun“ á íslenska liðinu, _en Keflvíkingar voru á öðm máli. Á 6. mínútu hálf- leiksins tók Haukur Guðnason einu sinni sem oftar ágæta rispu upp hægri kantinn og í þetta sinn lagði hann út á Gest Gylfason sem var við vítateigshornið. Gestur tók sér tíma, lagði knöttinn fyrir sig og skaut hnitmiðað með vinstri í.fjær- hornið og minnkaði muninn í 3:1. Það sem eftir lifði leiksins dofnaði fram á Suðurnesjum, Keflvíkingar fá FH-inga í heimsókn og Grindvík- ingar taka á móti KA-mönnum, og þá verður nágrannaslagur fyrir norð- an þegar Leiftursmenn sækja Þórs- ara frá Akureyri heim. í Árbænum taka Fylkismenn á móti Skallagrími, sem nú leikur í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn. „Ég er sáttur við að fara í Árbæinn þó svo að við hefðum frek- ar kosið að mæta KR-ingum eða nokkuð yflr leikmönnum og tókst liðunum ekki að skora meira. Arnór Guðjohnsen, besti maður vallarins, labbaði þó tvisvar í gegnum vörn Keflavíkur en Ólafur markvörður varði í bæði skiptin með góðum úthlaupum, fyrst á 60. mínútu og síðan á 87. mínútu. Virtist sem hin- ir ungu leikmenn Keflavíkur sýndu Arnóri fullmikla virðingu og horfðu fremur á tilburði hans en að reyna að stöðva hann. En Keflavík átti þó eitt ákjósanlegt færi undir lok leiksins er Gestur Gylfason stökk hæst á miðjunni og skallaði fram á Jón Stefánsson sem komst einn inn- fýrir, en hann hikaði og sænsk tá komst á milli og bjargaði í horn. Lauk því leiknum með sigri Örebro 3:1 og verður það þrátt fyrir allt að teljst sanngjarn sigur. Keflavík- urliðið átti ágæta spretti en grein- legt var að reynsluleysi háði liðinu nokkuð í þessum útileik. Liðið tefldi Skagamönnum heima. Við verðum bara að geyma það þangað til í næstu umferð," sagði Jakob Skúla- son, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms, en Skallagrímur hefur leikið mjög vel í annarri deildinni það sem af er sumri og að öllum líkindum verða þeir Fylkismönnum ekki auð- veld bráð. Leikirnir í 16 liða úrslitunum fara fram miðvikudaginn 3. júlí og fimmtudaginn 4. júlí. nokkuð djarft að leika ekki varnar- taktík. Ekki er hægt að sjá að það hafi haft úrslitaáhrif, enda létu hin- ir ungu sóknarmenn Keflavíkur vamarmenn Örebro á tíðum hafa í nógu að snúast. Á það einkum við Hauk Guðnason sem átti nokkrar góðar rispur upp hægri kantinn. Var hann einn sterkasti maður liðs- ins, en Ólafur markvörður bjargaði liðinu frá stærra tapi með góðri markvörslu. Þá var Gestur Gylfason einnig sprækur, sem og Georg Birg- isson í fýrri hálfleik. Lið Örebro var ekki sannfærandi og liðið virðist eiga í ákveðnum vandræðum með samvinnu varnar og miðju. Amór Guðjohnsen var þó langbestur leik- manna liðsins og einnig átti Daniel Tjernström mjög góðan sprett á miðjunni. Þá stóð Hlynur Birgisson fyllilega fyrir sínu, en hann lék í stöðu miðvarðar að þessu sinni. Sigurður Jónsson lék ekki með vegna meiðsla. Leikurinn var ágætt tækifæri til að bera saman sænska og íslenska knattspyrnu. Kom berlega í ljós að Keflvíkingar höfðu meiri baráttu- anda og stóðu Svíunum jafnfætis í líkamsstyrk, en nokkuð áberandi var hversu tækniatriði eins og boltamóttaka voru áberandi betri hjá sænska liðinu, auk hreyfinga leikmanna án bolta, sem voru betur út hugsaðir hjá Svíunum. Bikardráttur Eftirtalin lið drógust saman í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Miðvikudag 3. júlí: KR - Breiðablik Þróttur R. - ÍBV ÍA - Fram Keflavík - FH Fimmtudag 4. júlí: Þór Ak. - Leiftur Grindavík - KA Fylkir - Skallagrímur Valur - Stjarnan „Sýndu Arnóri of mikla virðingu" LEIKMENN Örebro var mun sterkara en við, en við spiluðum )ó alveg sæmilega og ýmislegt gott í leik okkar þrátt fyrir tap- ið. Langt og strangt ferðalag sat líka í okkur. Mínir ungu ieikmenn sýndu Amóri of mikla virðingu og hann komst upp með hluti sem aðrir leikmenn Örebro gerðu ekki!“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Kefla- víkur eftir leikinn. Gottáköflum „Þetta var gott hjá okkur á köflum, en við duttum ailtof iangt niður á milli,“ sagði gest- ur Gylfason markaskorari Keflavikur í leiknum. „Annars hélt ég að Örebro væri sterkara lið, vörnin hjá þeim var rosalega flöt í fyrri hálfleik og við hefð- um átt að beita stungusending- um meira á þá. Arnór var náttúrlega langb- estur þeirra, en mér fannst Hlynur líka standa fyrir sínu.“ Tapaði tíma „Boltinn skoppaði öðruvísi fyrir framan mig en ég hafði reiknað með og því tapaði ég dýrmæt- um tíma,“ sagði hann um það er hann komst einn inn fyrir undir lok leiksins en bjargað var á síðustu stundu,“ sagði Jón Stefánsson. ÁnægAur með slgurinn „Ég er ánægður með sigur- inn og knattspyrnulega sér- staklega fyrri hálfleikinn hjá okkur og upphaf þess seinni. Síðan datt botninn nokkuð úr,“ i sagði Sven Dahlkvist þjáifari ' Örebro. „Það kom okkur mjög á óvari að Keflavík lék ekki vamarleik. : Venjulega leika lið í Evrópu- keppni 4-5-1 í útileikjunum, I en Keflavík spilaði á köflum | 4-3-3! Við vorum því smá- stund að átta okkur í byrjun, en gestimir eiga heiður skilið fyrir að leika eðliiega knatt- spyrnu og bakka ekki í vöm með allt liðið.“ Vantaði þrjá menn „Keflavíkurliðið var af svip- uðum styrkleika og ég bjóst við, en við lékum illa þrátt fyr- ir sigurinn. Okkur vantaði líka þrjá fastamenn í liðið,“ sagði Amór Guðjohnsen. Amór vildi ekki taka undir orð margra um að hinir ungu leikmenn Keflavíkur hafi sýnt honum of mikla virðingu og hann því komist upp með meira en ella. „Maður er nú ekki nýr í boltanum og það getur komið til góða gegn óreyndum leik- mönnum. Svo hjáipaði líka til að völlurinn var blautur.“ Keflvíkingar lengi til Svíþjóðar KEFLVÍKINGAR voru 10 tíma á leið tíl Örebro, á flugi í rútu og lest og voru komnir tíl Örebro klukkan 6 að morgni leikdags- ins, en leikið var kiukkan 15.00. Tæplega ferðaáætlun til fyrir- myndar, eða hvað? Þeir taka það þó rólegar á bakaleiðinni, en liðið var um kyrrt í Örebro fram á mánudag, æfði á Eyrarvegi í gær og kemur heim í dag, þriðjudag. Keflvíkingar lágu í Orebro Morgunblaðið/Golli HLYNUR Blrglsson (t.v.) og Arnór Guðjohnsen (t.h.) fögnuðu slgrl gegn Keflvíklngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.