Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 B 9 ÍÞRÓTTIR BILKROSS Elías gerði keppendum skráveifu ELÍAS Pétursson gerði kepp- endum í krónuflokknum íbíl- krossi skráveifu, með þvíað mæta á bíl, sem hann hefur keppt á í öflugri flokki. Hann vann nokkuð örugglega á Fiat með Saab vél, en Garðar Þór Hilmarsson varð annar og hef- ur forystu til íslandsmeistara í þessum flokki. í flokki rall- krossbíla vann Guðbergur Guðbergsson á Porsche 911 og íflokki stórra bíla Ellert Kr. Alexanderá Ford Mustang. ég á eftir að breyta miklu. Lækka hann niður að aftan og setja öflugri vél í hann. Hugmynd mín er jafnvel að mæta með 500 hestafla vél næsta sumar. Fyrst er þó að læra á braut- ina og aksturseiginleika bílsins, sem við erum rétt að byija að smíða. Ég er ánægður með fyrstu sporin á honum,“ sagði Sigurður. Sigurður varð þriðji í keppninni, á undan voru Guðbergur, sem hefur gott forskot t.il meistara, og Ásgeir Orn Rúnarsson á Ford Mustang. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fátt markvert gerðist í rallkross- flokknum, en hinsvegar mætti nýr ökumaður á athyglisverðum bíl. Sigurður Unnsteins- Gunnlaugur son kom á nýsmíðuð- Rögnvaldsson um Volvo 244 með skrífar Volvo B23 vél. Slíkir bílar eiga góðu gengi að fagna í rallkrossi í Svíþjóð, þar sem þessi íþrótt er hvað vinsælust. Sigurður var í sinni fyrstu keppni og hafði ekkert ekið bílnum á braut- inni fyrir fyrstu umferð. „Ég ætlaði bara að læra á bíiinn og koma hon- um heilum í gegn, sló af ef einhver hætta vbar á pústrum," sagði Sig- urður í samtali við Morgunblaðið. Hann þekkir bílinn vel því hann annast viðgerðir á Volvo bílum flesta daga vikunnar á bifreiðaverkstæði föður síns. „Bíllinn er sterkur, en BRETTI og vélarhlíf er í elnu lagi á keppnistækl Ásgelrs Arn- ar í bílkrossi. Hann varð annar í flokkl rallkrossbíla á sunnu- daginn, en keppir venjulega í öðrum flokki. Þröng á þingi FÆRRI komast að en vllja í beygjunum í bílkrossi. Hér þeysa keppendur í flokki krónubíla i gegnum fyrstu beygjuna eftir ræslngu. Ásgeir keppir venjulega í flokki stærri bíla, se_m yfirleitt eru með 8 strokka vél. „Ég vildi reyna mig við Guðberg og veit að ég á eitthvað inni ennþá. Mig vantaði meiri rás- festu eftir að hafa létt bílinn fyrir þennan flokk, tapaði alltaf í rás- markinu, enda Guðbergur á bíl sem hentar brautinni mjög vel,“ sagði Ásgeir. Hann ekur bíl með 450 hest- afla vél, en kvaðst stundum hafa gefið torfærunni hýrt auga, enda með vélina í slík ævintýri. „Torfæran er tímafrekari og ég er eiginlega hrifnari af brautarkeppni, en ég sagði reyndar aðstoðarmönnum mín- um að ef ég yrði ekki meistari í ár, þá færi ég í torfæruna næsta sum- ar. Þá skaust ég á kvartmíiubrautina um daginn, fór á 12,43 sekúndum, en á að geta farið undir 12 sekúnd- urnar með bilinn rétt stilltan. Núna er hann hannaður fyrir rallkross enda er það alveg nógu tímafrekt í bili.“ Elías vann alla undanriðla í krónu- flokknum og úrslitariðilinn líka. Hann kvaðst hafa verið orðinn þreyttur á að aka í rallkrossflokkn- um í halarófu á eftir Guðbergi, því hefði hann skipt yfir í krónuflokk- inn, þar sem baráttan væri venjulega meiri. Garðar Þór fylgdi honum eins og skuggi til enda og er með góða forystu í íslandsmótinu. RALLAKSTUR Svartaþoka á séiieiðum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Afslappaðir FÉLAGARNIR HJörtur P. Jónsson og isak Guðjónsson gátu leyft sér að slaka á eftir góðan árangur í rallmóti á laugardaginn. Þelr unnu ■ flokki ódýrra keppnisbíla við erflð akstursskllyrði. ÍÞRÖmR FOLK ■ STEINGRÍMUR Ingason komst ekki langt í rallinu á Dómadalá Nissan keppnisbíl sín- um. Óhljóð heyrðist í gírkassanum og Steingrímur og Páll Kári Pálsson hættu áður en verri brest- ir heyrðust. ■ THEÓDÓR K. Sighvatsson keppti í krónukrossi um helgina á fagurlituðum Mazda sem minnti á kappakstursbíl. Theodór er að smíða fyrsta íslenska sportbílinn, Adrenalín, ásamt Gunnari E. Bjarnassyni.. Ekki varð árangur- inn sérstakur, þrátt fyrir glæsilega málningu í íslensku fánalitinum, Theódór fór ekki langt á lakkinu. ■ G UÐMUND UR FR. Pálsson mætti ekki til keppni í bílkrossinu á Ford Escort með Cosworth vél. Sauð á vélinni og ákvað Guð- mundur að draga sig í hlé. ■ GUÐBERGUR Guðbergsson vann í flokki rallkrossbíla að venju, en fékk ekki mikla keppni. Systir kærustu hans Kristínar B. Garð- arsdóttur, Linda, keppti í flokki 15-17 ára og vann. Þá var sonur Guðbergs skammt undan með eina sex Porsche leikfangabíla og klæddur forláta keppnisgalla. ■ TVÆR konur kepptu í rall- mótinu á Dómadal á föstudags- nótt.Guðný B. Úlfarsdóttir og Þóra Hjartardóttir. Minnstu munaði að þær veltu á fyrstu leið, þegar þær fóru upp á tvö hjól. Þær luku keppni með sóma á Peugeot 205, en þær bytjuðu á lítilsháttar grillveislu yfir keppni, sem kannski fleytti þeim orkumiklum á leiðarenda. DÓM ADALSLEIÐ var viðfangs- efni keppenda í rallmóti aðfara- nótt laugardags, þegar annað mótið til íslandsmeistara fór fram. Leiðin var ekin þrisvar fram og til baka og náðu feðg- arnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda bestum árangri. Sigurður Bragi Guð- mundsson og Rögnvaldur Pálmason urðu í öðru sæti á Talbot og tvíburarnir Guð- mundur og Sæmundur Jóns- synir þriðju á Ford Escort. Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson unnu flokk ódýrra keppnisbíla, Norðdekkflokkinn svokallaða, á Toyota Corolla. og því erfitt að aka á fullum hraða. ■■■■■ Stundum sá ég varla Gunnlaugur veginn, en hugsaði Rögnvaldsson sem svo að aðrir sknfar lentu í því sama og slakaði því á gjöfinni á verstu köflunum, fór mjög hægt. Það er ekki beint rallkeppni að aka við slíkar aðstæður og kannski fullmikið að aka sömu leið svona þrisvar fram og til baka, 'með til- heyrandi bið inn á milli. En við unnum, svo að við erum sáttir við árangurinn. Mér leist samt ekkert á blikuna í byijun, fannst aðstæður slæmar,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Rúnar og Jón unnu sinn annan sigur í röð á árinu og hafa ekki fengið mikla samkeppni, eru á best útbúna bílnum og litlar líkur á að þeir mæti samskonar bíl, fyrr en hugsanlega í alþjóðarall- inu í haust. Það var hinsvegar hörkukeppni í Norðdekkflokknum, þar sem átta bílar tóku þátt. Þorsteinn P. Sverr- isson og Ingvar Guðmundsson á Toyota Corolla náðu forystu og héldu henni þar til átti eftir að aka Dómadalinn í tvígang. Þá settu fé- lagarnir Hjörtur og ísak í fluggírinn þrátt fyrir þokuna og treystu á guð og lukkuna. „Við svona aðstæður verður að taka áhættu, við höfðum ágætar leiðarnótur og ég fann mig betur undir stýri á lokaleiðinni,“ sagði Hjörtur. „Við sprengdum á fyrstu leið og töpuðum tíma. Svo var færið gljúpt og bíllinn hreinlega dó ef ég setti í fimmta gír, jafnvel á beinum kafla. Þegar tvær leiðir voru eftir var Þorsteinn með 43 sekúndna for- skot. Við tókum 23 sekúndur af honum á næstu leið og svo aðrar 23 á síðustu leiðinni. Unnum því með aðeins 4 sekúndna mun eftir þokukenndan slag. Ég stillti sterka kastara fimmtán metra framfyrir bílinn til að sjá eitthvað í þokunni á lokasprettinum og svo var ekið á fullu, stundum var þetta eins og í rússíbana. Maður vissi ekkert hvað var framundan, en við sluppum í gegn, þrátt fyrir ófá stökk eftir krappar beygjur. Þetta þurfti til að vinna, en aðstæður voru hræðileg- ar,“ sagði Hjörtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.