Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI ÚA stokkar uppspilin/4 I ÚTVEGUR Mikill uppgangur hjá Bakkavör/6 TORGIÐ Þróun í á hluta- bréfamarkaöi /8 VIDSHPn/ArVINNUllF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1996 BLAÐ c ísraelar og Kanadamenn hafa nú bæst við í hóp þeirra þjóða sem geta tekið þátt í samstarfs- verkefnum á sviði rannsókna og tækniþróunar sem Evrópusam- bandið styrkir innan 4. ramma- áætlunarinnar. Gengið hefur verið frá samningum vegna þessa að því er segir í Frétta- bréfi Kynningarmiðstöðvar Evr- ópurannsókna. Interprise Dagana 20.-21. september verður haldinn svokallaður Interprise fundur í Reykjavík. Þá gefst fyr- irtækjum í sjávarútvegi kostur á að komast í samband við evr- ópska aðila, sem starfa á sama sviði að því er segir í Púlsinum fréttablaði Iðntæknistofnunar. Brauð Bakarameistarinn í Suðurveri setti nýlega á markað nýja gerð smábrauða, sem voru þróuð í samvinnu við Iðntæknistofnun. Brauðin eru látin hefast 80% en síðan hraðfryst og pakkað í neyt- endaumbúðir. Kaupandinn lýkur síðan hefingarf erlinu í ofni og fær því glænýtt brauð að því er segir í Púlsinum. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 7. JÚI1Í 1995(sölugengi) DOLLARI +2,99% breyting Ríkissjóður endurfjármagnaði 40% af 17,3 milljarða innlausn í útboði spariskírteina Tilboðum tekið fyrir 6,7millj- arðakróna RÍKISSJÓÐUR tók tilboðum að fjár- hæð tæplega 6,7 milljarðar króna í skiptiútboði á spariskírteinum sem fram fór hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Efnt var til útboðsins í þeim tilgangi að endurfjármagna þrjá eldri flokka spariskírteina frá árinu 1986 að fjárhæð 17,3 milljarðar og fékk ríkissjóður því tæplega 40% þess fjár til baka í þessum áfanga. í framhaldi af útboðinu mun ríkis- sjóður nú bjóða þeim eigendum inn- lausnarflokkanna sem ekki voru með í útboðinu sérstök skiptikjör sem gilda á tímabilinu l.-19.júlí. Þá mun koma frekar í ljós að hve miklu leyti tekst að endurfjármagna þessa flokka. Þau skiptikjör sem verða í boði á 5 ára bréfum, 10 ára ár- greiðsluskírteinum og 10 ára skír- teinum í takmörkuðu upplagi verða 5 punktum lægri en meðalávöxtun útboðsins, enda voru það heildsölu- kjör. Jafnframt verða boðnir ríkis- víxlar og ríkisbréf með daglegum markaðsvöxtum. í útboðinu bárust 197 gild tilboð að fjárhæð tæplega 8,5 milljarðar. Meðalávöxtun spariskírteina til 20 ára var 5,19%, 10 ára skírteina 5,26% og 5 ára skírteina 5,39%. Langtímafjárfestar leituðu á önnur mið Pétur Kristinsson, framkvæmda- stjóri hjá Lánasýslu ríkisins, segir nokkrar skýringar á því að meira hafi ekki selst í útboðinu. „Þann 24. maí þegar þessi innlausn var til- kynnt kom fram að ríkissjóður væri ekki tilbúinn að selja bréf til lengri tíma en 5 ára nema í takmörkuðum mæli. Það var ákveðið að bjóða að- eins út 1 milljarð af 20 ára bréfunum og 2,5 milljarða af 10 ára bréfunum. Þetta hafði í för með sér að lang- tímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir leituðu á önnur mið og virðast hafa gert það í töluverðum mæli. Þar má nefna útboð Reykjavíkurborgar að fjárhæð 1,6 milljarðar og útboð Húsnæðisstofnunar að fjárhæð 1 milljarður, auk þess sem þessir aðil- ar hafa væntanlega keypt húsbréf o.fl. Að þessu frátöldu teljum við að stofnanafjárfestar hafi skilað sér í útboðinu. Við búumst síðan við því að hinir almennu fjárfestar muni skila sér fram að innlausn stærsta hluta bréfanna sem verður þann 10. júlí og taka tilboði okkar um ákveð- in skiptikjör. Það er líklegt að stærstur hluti innlausnarfjárhæðar- innar muni fyrr eða síðar skila sér aftur í ríkispappíra." Pétur benti á að við innlausn spariskírteina fyrr á þessu ári hefði ríkissjóður náð markmiðum sínum um lántökur innanlands fyrir árið í heild. Ríkissjóður hefði því hálft ár til stefnu til að endurfjármagna inn- lausnina í júlí. Skilyrðin á markaðn- um væru mjög hagstæð um þessar mundir þar sem mikið framboð væri á fjármagni, en að sama skapi ekki jafnmikið framboð á skuldabréfum. FJARMOGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Glitnir hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.