Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Árangur gæðastarfs hjá Eimskip Gæðastjórnun Gæðaverkefni Eimskips hafa skilað góðum árangri og er beinn í]árhagslegur ávinningur félagsins af gæðastarfmu metinn á um 100 milljónir króna á ársgrundvelli, skrifar Bragi Þór Marinósson. Þá er ekki tekið tillit til þátta eins og betri þjónustu, ánægju starfsmanna og skilvirkari starfsemi á ýmsum sviðum. MÖRG fyrirtæki sem starf- að hafa markvisst að gæðastjórnun eiga erfitt með að svara spurning- unni; hvað hefur áunnist með gæða- starfinu? Sum geta bent á einstaka þætti þar sem náðst hefur ákveðinn árangur og önnur geta sagt að starfsemin sé orðin skil- virkari án þess þó að geta sagt hversu mikið. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma að koma á skipulögðu gæðastarfi í fyrirtækj- um og að nokkur tími líður þar til hægt er að mæla marktækan árangur af gæðastarf- inu. En það er ekki nóg að skynja þennan árangur, hann verður einnig að skilgreina. Þess vegna verða fyrir- tæki að mæla árangur gæðastarfs- ins, því að mæla jafngildir því að vita. Hér er átt við mælingar á ár- angri einstakra gæðaliða, árangri sem skilar sér við umbætur á vinnu- ferlum þar sem væntingar viðskipa- vinarins eru hafðar að leiðarljósi, og einnig hvað gæðastarfið er að skila í heild. Gæðastarf í fimm ár hjá Eimskip Formlegt gæðastarf hófst fyrir fimm árum hjá Eimskip. Á þessum tíma hafa starfað innan félagsins um 60 þverskipulagsleg gæðalið með þátttöku yfir 300 starfsmanna. Þessi gæðalið hafa tekist á við umbóta- eða skipulagsverkefni, ýmist til að bæta núverandi starfsemi eða til að hanna nýja þjónustu með m.t.t. þarfa og væntinga viðskipta- vinarins. Frá upphafi hefur bandaríska ráð- gjafarfyrirtækið Juran Institute Inc. veitt Eim- skip ráðgjöf um að- ferðafræði, verið til stuðnings og veitt mikil- vægt aðhald. Gæðaráð veitir gæðastarfínu hjá Eim- skip forstöðu og gegnir lykilhlutverki í sam- bandi við val á verkefn- um, skipun starfs- manna í gæðalið og eft- irfylgni við umbætur. Gæðaráð skipa for- stjóri, framkvæmda- stjórar, forstöðumaður starfsþróunardeildar og gæðastjóri. Eftir að gæðalið lýkur störfum kynn- ir liðið niðurstöður fyrir gæðaráði. Gæðaráð Eimskips hefur lagt áherslu á að gæðaliðin sjálf innleiði þær lausnir sem þau leggja til því reynsl- an hefur sýnt að það skilar bestum árangri. Engu að síður er það endan- lega á ábyrgð gæðaráðs að tryggja framgang framsettra lausna innan fyrirtækisins. Reynslan sýnir að það er mjög mikilvægt að gæðaverkefni séu vel skilgreind í upphafí, að markmið gæðaliðsins séu skýr, að kostnaður Bragi Þór Marinósson VIÐSKIPTI EIMSKIP hefur tekið upp gæðastarf í daglegum störfum starfsmanna. Á myndinni má sjá starfs- menn Eimskips í Sundahöfn fara yfir framgang vinnuferla. vegna ónógra gæða sé metinn og að árangur sé mældur eftir að gæðal- ið lýkur störfum. Gæðaverkefnin hafa skilað góðum árangri og er beinn fjárhagslegur ávinningur Eimskips af gæðastarfínu metinn á um 100 milljónir króna á ársgrundvelli. Þá er ekki tekið tillit til þátta eins og betri þjónustu, ánægju starfsmanna og skilvirkari starfsemi á ýmsum sviðum. Þetta hefur meðal annars sannfært stjórn- endur um mikilvægi þess að halda þessu starfi áfram og þróa það enn frekar. Mælingar á árangri frá degi til dags Samhliða því að starfsmenn leysa verkefni þverskipulags- lega í gæðaliðum er verið að innleiða aðferðir gæðastarfs í dagleg störf starfsmanna á einstökum starfssvæðum. Þennan áfanga í framþróun gæðamála hjá félaginu köllum við starfsgæði. Með starfsgæðum er verið að gera starfsmönnum kleift að beita gæðaaðferðum í dag- legum störfum. Um leið fá þeir auk- in tækifæri til að móta störf sín, hafa frumkvæði að breytingum og koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd á eigin starfssvæði. Starfs- gæðin beina sjónum að þeim vinnu- ferlum einstakra starfssvæða, þar sem mikilvægast er að gæði séu tryggð. Skipulag og markmið þess- ara ferla eru skýrð og mótuð með samráði stjórnenda og starfsmanna starfssvæða. Starfsmenn hafa síðan umsjón með framgangi vinnuferl- anna frá degi til dags. Samkvæmt starfsgæðum byggja starfsmenn sjálfir upp ákveðna eft- irlitsþætti til að fylgjast með árangri frá degi til dags. Hér er um að ræða mælingar á hversu vel hefur tekist til að uppfylla þarfir viðskiptavinar- ins. Starfsgæðin setja nefnilega við- skiptavininn í öndvegi á öllum starfs- svæðum, hvort sem um er ræða við- skiptavini innan fyrirtækisins eða utan. Innleiðing starfsgæða á öllum starfssvæðum Eimskips, sem eru 110 talsins, er stórt verkefni. Áætlað er að það taki um 4 ár að hanna um- gjörð utan um öll megin vinnuferli hjá Eimskip en þau eru um 800 tals- ins. Alls hafa 260 starfsmenn hafið vinnu í samræmi við starfsgæði hjá Eimskip og er markmiðið að allir starfsmenn félagsins hérlendis, er- sín í nýju ljósi og sjónarhornið hefur víkkað. Meðal starfsmanna ríkir auk- inn skilningur á væntingum við- skiptavinarins, hvort heldur um er að ræða innan Eimskips eða utan. Einnig eru starfsmenn farnir að skilja betur þær kröfur sem gerðar eru á milli starfssvæða og áhrif vinnuferla eigin starfsvæðis á heild- arþjónustuferlið. Tenging starfsgæða við gæðaverkefni Starfsgæðum er ætlað að virka sem enn ein uppspretta um- bótaverkefna og stuðla þann- ig að sífellt betri þjónustu félagsins. Eftirfylgni ein- stakra þátta gæðaverkefna mun í mörgum tilfellum fæ- rast yfir í hinar daglegu mælingar á starfssvæðum og erður þannig fylgst með ár- angri gæðaverkefna. Á þessu má sjá hvemig gæðáverkefni tengjast starfsgæðum. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Cæðas“ tæki sem hefur stuðlað að jákvæðum lendis og á skipunum hafí lokið fyrsta áfanga um mitt ár 1997. Mælingar á ýmsum starfssvæðum gefa nú þegar jákvæðar vísbending- ar. Sem dæmi má nefna að starfs- menn járnsmíðaverkstæðisins hafa endurbætt viðhaldsaðgerðir á gám- akrananum í Sundahöfn. Þessar að- gerðir hafa sparað hálfa milljón króna á ári án þess að það komi nið- ur á öryggiskröfum kranans. Þessi niðurstaða og fleiri sambærilegar, sem tengjast t.d. fækkun villna eða áreiðanleika upplýsinga, eru mælan- legar. Það eru starfsmennirnir sjálfir sem skipuleggja mælingarnar og sjá um að framkvæma þær frá degi til dags. Annar mikilvægur árangur sem náðst hefur með starfsgæðum er að starfsmenn eru farnir að líta störf breytingum hjá Eimskip. Aukin áhersla er lögð á þarfir og væntingar viðskiptavinarins og sérþekkingu starfsmanna við úrlausn verkefna. En þrátt fyrir 5 ára markvisst gæða- starf hjá félaginu er enn margt ógert. Mælanlegur árangur hefur sannfært stjórnendur og aðra starfsmenn um mikilvægi þess að sífellt sé unnið að framgangi gæðamála því árangurinn skilar sér smátt og smátt. Hins veg- ar ber að hafa í huga að gæðastarf er ekki tímabundið átak heldur við- varandi breyting á stjórnunarháttum og viðhorfum þar sem alltaf er hægt að gera betur. Höfundur starfar sem gæðastjóri Eimskips og er féiagi í GSFÍ. ÞÁTTTAKENDUR í verkefninu “Bættur rekstur" Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Kgilsstöðum Atvinnuþróunarfélag Austurlands og Iðntæknistofnun Islands hafa staðið fyrir fræðslu- og ráðgjafar- verkefninu “Bættur rekstur" fyrir stjómendur fyrirtækja á Austur- landi. Markmið verkefnisins er að treysta rekstrargrundvöll fyrir- tækja með aukinni þekkingu stjórnenda á nútíma stjórnunarað- ferðum. Fjölmargir fyrirlesarar hafa komið að verkefninu og þátttak- Ráðgjafar- verkefni á Austurlandi endur hafa unnið verkefni og tek- ið þátt í umræðum. Tekin hafa verið fyrir lykilatriðið í sljómun og rekstri fyrirtækja, s.s. stefnu- mótun, stjómun, vömþróun, markaðsmál, viðskiptaáætlanir o.fl. Verkefnið hefur verið í gangi frá því í mars en lauk nú í júní. Skipuleggjendur verkefnisins voru Kristján B. Garðarsson, verk- fræðingur Iðntæknistofnunar á Akureyri og Gunnar Vignisson ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Austurlands. Um 20 þátttakendur víðs vegar af Austurlandi tóku þátt í verkefninu. Dagbók Eru Sviar sáttir eða súrir í ESB? VERSLUNARRAÐ Islands efnir til hádegisverðarfundar í Skálan- um á Hótel Sögu næsta föstudag, 5. júlí. Þar mun Hadar Cars þing- maður Svía á Evrópuþinginu íjalla um aðild Svíþjóðar að sam- bandinu og þær umræður sem nú eiga sér stað um hvort aðildin hafi hingað til gengið þeim til góðs eða ills. Áður en Hadar Cars tók sæti á Evrópuþinginu í fyrra, hafði hann setið á sænska þinginu fyrir Fijálslynda flokkinn samfellt í áratug og enn fyrr í tvö ár, auk þess að hann var viðskiptaráðhera 1978-1979. Hann var í forystu fyrir hönd sænska þingsins í um- ræðum um aðild Svíþjóðar að ESB 1993-1994. Hadar Cars er há- skólamenntaður á sviðum list- fræða og stjórnmálafræða í Stokkhólmi, New York, Genf og Rarís. Hann var fyrir ráðherra- dóm sinn varaformaður Versl- unarráðsins í Stokkhólmi. Hadar Cars flytur erindi sitt á ensku undir heitinu „Sweden in the EU - success or failure?“ Hann svarar síðan fyrirspurnum. Fundurinn hefst kl. 12 með léttum hádegis- verði og lýkur kl. 13.30. Aðgang- ur er fijáls, en nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fýrirfram til Verslunarráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.