Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ íslendingar fjárfesta í bandarískri fiskréttakeðju HÓPUR íslenskra fjárfesta hefur keypt umtals- verðan hlut í bandarísku fiskréttakeðjunni Art- hur Treacher’s sem rekur 135 veitingastaði í þrettán fylkjum Bandaríkjanna og Kanada. Kaupin eru gerð að frumkvæði þeirra Guðmund- ar Franklín Jónssonar, verðbréfamiðlara hjá Burnham Securities í New York og Skúla Þor- valdssonar, eiganda Hótels Holts. Guðmundur Franklín átti fyrir allstóran hlut í fyrirtækinu. íslenskur þorskur hefur verið uppistaðan í fisk- réttum fyrirtækisins. Að sögn Guðmundar eru bæði fyrirtæki og lífeyrissjóðir á íslandi meðal kaupenda bréf- anna. Ekki sé hins vegar hægt að upplýsa um hvaða aðilar þetta eru en enginn þeirra starfar i sjávarútvegi. íslensku aðilarnir hafa tekið upp samvinnu við bandaríska fjárfesta í fyrirtækinu og ráða þessir aðilar samanlagt yfir 85% hiuta- bréfa. Arthur Treacher’s er nú þriðji stærsti við- skiptavinur Iceland Seafood í Bandaríkjunum Bruce Galloway og a somu- leiðis mjög mikil við- skipti við Coldwater, að sögn Guðmundar. Keðjan var stofnuð árið 1972 af ýmsum fjár- festum og var mark- miðið að koma á fót vönduðum fiskveitingastöð- um að breskri fyrirmynd, með fisk og fransk- ar. Hún var nefnd eftir þekktum leikara, bæði úr sjónvarpi og kvikmyndum, Arthur Treacher, en hann varð kunnur af því að leika breska brytann Jeeves. Keðjunni óx hratt fiskur um hrygg og um 1980 voru veitingastaðir innan hennar orðnir 770 taisins og árlega sala um 600 milljónir dollara. Þá komu upp erfiðleikar m.a. vegna hins hraða vaxtar og verðhækkana á þorski. Fyrirtækið var selt til Mrs. Paul’s, sem er stór framleiðandi tilbúinna fiskrétta og ætl- aði það fyrirtæki að nota keðjuna til að selja afurðir sínar. Reksturinn endaði með skipbroti og var fyrirtækið komið í gjaldþrot 1984. Þá var fyrirtækið keypt, reist úr rústunum og byij- aði að skila hagnaði á ný árið 1990. Bruce Galloway, samstarfsmaður Guðmund- ar Franklín hjá verðbréfafyrirtækinu Burnham Securities, keypti sig síðar inn í fyrirtækið sem hefur vaxið hratt undanfarin ár. Galloway er stjórnarformaður þess, en Skúli Þorvaldsson varaformaður stjórnar. Guðmundur sagði að gengi hlutabréfa félags- ins hefði fjórfaldast á hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum frá því þessir nýju hluthafar keyptu bréfin þann 3. júní. Nemur markaðs- virði fyrirtækisins nú um 27 milljónum dollara eða sem svarar til um 1,8 milljarði króna. Guðjón Ármann Jónsson lögmaður er orðinn meirihlutaeigandi í bílaumboðinu Jöfri hf. Vill fá nýja hlut- hafa til liðs við fyrirtækið ENDURFJÁRMÖGNUN á sér nú stað hjá bifreið- aumboðinu Jöfri hf. og verður hlutafé fyrirtækis- ins aukið í a.m.k. 60 miHjónir króna. Áður var hlutaféð óverulegt eða innan við fimm milljónir króna. Guðjón Ármann Jónsson, lögmaður cg hlut- hafi í Jöfri hf. til margra ára, hefur keypt 2/3 hluta aukningarinnar eða fyrir 40 milljónir króna og á hann því nú meirihluta í fyrirtækinu. Guðjón Ármann segir það síður en svo vaka fyrir sér að vera meirihlutaeigandi I fyrirtækinu til frambúðar. „Jöfur hefur átt í erfiðleikum að undanförnu vegna mikils samdráttar í bílainnflutn- ingi. Fyrir nokkru varð ljóst að endurskipuleggja þyrfti fyrirtækið en það var orðið mjög skuldugt. Eg tók að mér að ná saman 40 milljónum, sem er meirihluti hlutafjáraukningarinnar. Ég hef hlutinn á hendi en mun síðan selja úr honum. Ég hef mikla trú á fyrirtækinu enda er það með umboð fyrir þrjár góðar en ólíkar tegundir, sem allar eru í sókn á erlendum mörkuðum. Þá hefur bifreiðainn- flutningur aukist að nýju eftir nokkra Iægð.“ Forsljóri hættir Um þessar mundir er unnið að því að endurskipu- leggja rekstur Jöfurs og verða m.a. miklar breyt- ingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Kristþór Gunnars- son, sem verið hefur framkvæmdasljóri þess und- anfarin tvö ár lætur nú af starfi af heilsufarsástæð- um en tveir framkvæmdasljórar hafa verið ráðnir í stað hans. Guðmundur Hilmarsson, sem var áður þjónustustjóri fyrirtækisins, stjórnar nú þjónustu- deild, varahlutaverslun og skrifstofuhaldi. Jón Ármann Guðjónsson, lögfræðingur, tekur hins veg- ar að sér sölu og markaðsmál fyrir hjólbarðadeild og söludeild nýrra og notaðra bifreiða. Jöfur hf. er sjötta stærsta bilaumboðið sam- kvæmt fyrirtækjalista Fijálsrar verslunar. Það hefur umboð fyrir Chrysler, Peugeot, og Skoda bifreiðar og Firestone og Cooper hjólbarða svo eitthvað sé nefnt. Jón Ármann Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, segir að nú sé verið að leggja línur í starfsemi fyrirtækisins með það að markmiði að auka markaðshlutdeild þess, sem sé nú í kringum 6% í sölu nýrra bíla. Átak í innflutningi á atvinnustarfsemi Hlutabréfa- viðskipti námu 110 millj. ígær HEILDARVIÐSKIPTI með hlutabréf urðu ails um 110 milljónir króna í viðskiptakerfí Verðbréfaþings íslands í gær og eru það mestu viðskipti á einum degi um nokkurt skeið. Þar af nemur sala á hlut ríkisins í Jarðbor- unum hf. 32 milljónum. Verð á bréf- um í mörgum hlutafélögum hækkaði umtalsvert sem olli um 1,2% hækkun Þingvísitölu hlutabréfa. Nemur hækk- un vísitölunnar nú um 42,4% frá ára- mótum. Stærstu einstöku viðskiptin urðu með bréf í SR-mjöli sem voru seld fyrir tæpar 36 milljónir. Hækkaði gengið úr 2,55 í 2,57. Þá námu við- skipti með hlutabréf í Flugleiðum 22,3 milljónum og fór gengið í 3,05 í lok dagsins samanborið við 2,93 á þriðjudag. Eimskipsbréf hækkuðu sömuleiðis úr 6,95 í 7,15, en viðskipt- in námu tæpum 9 milljónum. „Það er óvenjulegt að svo mikil viðskipti eigi sér stað um hásumar," sagði Halldór Friðrik Þorsteinsson, viðskiptafræðingur hjá Kaupþingi hf. í samtali við Morgunblaðið. „Nú stytt- ist í að fyrirtækin birti milliuppgjör sín og menn virðast veðja á góða afkomu. Fjármagnið leitar æ meir í þennan farveg. Eins eru fjárfestar að dreifa áhættu og færa sig úr ein- hliða hlutabréfaeign. Þá hefur fjár- magnstekjuskatturinn haft heilmikið að segja, því nú leggst 10% skattur á söluhagnað í stað rúmlega 40% áður. Reyndar er ákveðið þak á því eða 6 milljónir fyrir hjón.“ Útflutningur á íslenskum húsgögnum SKRIFSTOFA Marels USA, dóttur- fyrirtækis Marels í Bandaríkjunum, verður búin húsgögnum framleiddum af húsgagnasmiðju GKS í Reykjavík. Sigurpáll Jónsson, framkvæmda- stjóri Marels USA, segir „að forráða- mönnum Marels sé mikið í mun að nýja fyrirtækið verði íslenskt. Það er því ekki einungis framleiðsla Marels ásamt helmingi starfsmanna sem kemur frá íslandi heldur einnig hús- gögnin á skrifstofuna í Kansas. Hús- gagnasmiðja GKS hefur framleitt húsgögn fyrir skrifstofu Marels á Is- landi. Verðið á húsgögnunum er vel samkeppnisfært við sambærilega bandaríska framleiðslu.“ Að sögn Rafns Rafnssonar, fram- kvæmdastjóra GKS, „starfa nokkur íslensk fyrirtæki erlendis með hús- gögn frá GKS á vinnustöðum sínum. Eimskip hafi m.a. keypt húsgögn frá GKS fyrir skrifstofur sínar víða um heim. INNFLUTNINGUR á fyrirtækjum til íslands er hluti af verkefninu „Átak til atvinnusköpunar“ sem iðn- aðarráðuneytið, sjóðir iðnaðarins og Iðntæknistofnun sameinuðust um fyrr á árinu. Bjöm Ingi Stefánsson, verkefnis- stjóri hjá Iðntæknistofnun, segir að þegar sé hafin öflug leit að vænleg- um fyrirtækjum erlendis sem líkleg séu til að vera arðsöm hér á landi. Helst sé horft til fyrirtækja sem hafi örugga erlenda markaði þannig að þau fari ekki í samkeppni við fyrirtæki sem starfi á innlendum markaði. Eitt markmið átaksins sé að flytja inn tækni sem hjálpi ís- lenskum framleiðslufyrirtækjum að standa betur að vígi gagnvart inn- fluttum iðnvarningi og styrkja stöðu sína á heimamarkaði. Hafnar viðræður um flutning Nokkur dæmi eru um fyrirtæki sem flutt hafa verið hingað til lands og má í því sambandi nefna fyrir- tækin Alpan hf. á Eyrarbakka og Límtré hf. á Flúðum. Samkeppnis- staða íslands er ekki lakari gagn- vart mörgum Evrópuríkjum á ýms- um sviðum og ódýrt raforkuverð skiptir þar miklu. Eins hversu óspiilt náttúra landsins er sem hefur mikið að segja fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í umhverfisvænni framleiðslu. Björn Ingi segir ennfremur að vel komi til greina að setja upp fram- leiðslulínu í samstarfi við erlendan aðila og framleiða fyrir ákveðinn markað. Eins að kaupa starfsemi sem lögð hafí verið niður erlendis, en komi til greina hérlendis. Hann segir að viðræður séu hafn- ar um flutning nokkurra fyrirtækja hingað til lands. Þar af séu viðræður við fjögur fyrirtæki komin lengst á veg og frekari hagkvæmnisathugun farin af stað. Eitt þeirra sé verk- smiðja, frekar ný af nálinni. Hún sé komin með lítinn markað í Evrópu og virðist eiga framtíðina fyrir sér. Því sé spurning hvort ekki borgi sig að kaupa framleiðsluréttinn, vélar og markaðshlutdeildina og flytja hana hingað til lands. Samstarf við innlenda aðila Þrátt fyrir að verkefnið „Innflutn- ingur fyrirtækja" sé samstarfsverk- efni nokkurra aðila tengdum iðnaði þá er hugmyndin að vera í sam- starfi við innlenda fjárfesta og fram- kvæmdaraðila sem vilja taka þátt í stofnsetningu nýrrar atvinnustarf- semi. Auk þess verða kannaðar svæðisbundnir möguleikar á stað- setningu einstakra fyrirtækja. Nauðsynlegt er að um fram- leiðsluhæfa vöru sé að ræða og þörf sé fyrir vöruna. Áætlað er að verkefninu „Inn- flutningur fyrirtækja" ljúki í febrúar á næsta ári og kemur þá í ljós hver áhrif þess verða á íslenska atvinnu- starfsemi. Verðbólgu- hraðinn 2,5% sl. þrjá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júlíbyijun reyndist vera 176,9 stig og hafði hækkað um 0,1% frá júní 1996. Hækkunin er 0,6% undanfarna þtjá mánuði sem jafngildir 2,5% verðbólgu á ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu neysluverðs án húsnæðis svarar til 2,9% verð- bólgu á ári, skv. tilkynningu Hag- stofu íslands. Um 18% hækkun á leikskóla- gjöldum olli 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs. Tóbak hækkaði um 3,4%, sem hafði í för með sér 0,06% vísitöluhækkun. Liðurinn „annað nýtt græn- meti“ lækkaði um 12,7%, sem lækkaði vísitölu neysluverðs um 0,06%. Lækkun á bensíni um 1,0% hafði í för með sér 0,04% lækkun neysluverðsvísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og vísitala neysluverð án húsnæðis um 2,9%. Vísitala neysluverðs í júlí 1996, sem er 176,9 stig, gildir til verðtrygging- ar í ágúst 1996. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.493 stig fyrir ágúst 1996. Verðbólgan í ríkjum Evrópu- sambandsins var 2,7% að með- altali frá maí 1995 til maí 1996., lægst í Finnlandi 0,8% og 1,0% í Svíþvjóð. Verðbólgan á Islandi á sama tímabili var 2,8% og í helstu viðskiptalöndum Islendinga 2,0%. Rammasamn- ingur um prentun RÍKISKAUP hafa gert samninga við fimm prentsmiðjur um prent- un fyrir opinberar stofnanir og ríkisfyrirtæki. Samningurinn er hluti af rammasamningakerfi Ríkiskaupa, sem standa öllum opinberum stofnunum til boða. Samið var við Hagprent hf., Prentsmiðjuna Odda hf., Ásprent - POB á Akureyri, Steindórsprent - Gutenberg hf. og Prentsmiðjuna Tarsus hf, að því er fram kemur í frétt. Rammasamningur þessi var gerður að undangengnu almennu útboði og skiluðu 12 aðilar inn tilboðum. Útboðið náði til prent- unar á bréfsefni, eyðublöðum í einriti, nafnspjöldum og kveðju- kortum, eyðublöðum, og umslög- um. Útboð rammasamninga felur í sér að ekki er tiigreind heildar- upphæð samnings eða magn heildarkaupa. I útboðinu er stuðst við notkun fyrri ára. Samning- urinn gildir í eitt ár, með mögu- leika á endurskoðun og allt að tveggja ára framlengingu. Tilboð Háfells samþykkt BORGARRÁÐ samþykkti þann 9. júlí áð taka tilboði Háfells ehf. í gijótnám í Seljadal, sem var lægsta tilboðið samkvæmt lokuðu útboði um borun og sprengingar, ásamt ámokstri og flutningi á efni til Gijótmulningsstöðvar Reykjavíkurborgar við Sævar- höfða. Tilboð Háfells hljóðaði upp á 25,4 milljónir króna eða um 58,8% af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð í verkið komu frá Borgar- taki hf., Loftorku Reykjavík hf., Sveinbirni Runólfssyni sf., Veli hf., og Klæðningu hf., sem átti hæsta tilboðið. Hljóðaði það upp á 35,3 milljónir eða um 81,7% af kostnaðaráætlun sem var upp á 43,2 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.