Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 D 5 að hverjar þarfír þeirra eru. Það er algengt að Þjóðveqi eyði 4 þús- und mörkum í íslandsferð, en þar af er flugfarið einungis 6-7 hundruð mörk. Við sjáum hins vegar um allar auglýsingar og kynningar á markaðnum. Einnig sjáum við að það vantar ákveðna hluta af markaðnum í ferð- ir til íslands. Hingað koma tiltölu- lega fáar fjölskyldur held- ur fyrst og fremst ungt fólk, námsmenn og eldra fólk. Við viljum reyna að greina þarfír fjölskyldu- fólks og fá það til að komá til íslands.“ Flugleiðir eru reyndar að nokkru tengdir ferðaheildsölufyrirtækjum því félagið er hluthafi í Island Tours sem starfar í Þýskalandi og víðar á meginlandi Evrópu. Nýlega setti það á stofn ferðaheildsölufyrirtæki í Bandaríkjunum. Sigurður bendir á að ferðaheildsala Flugleiða í Bandaríkjunum sé nánast eini aðil- inn sem selji ferðir til íslands og hún verði byggð upp. Þá vanti slíka ferðaheildsölu í Frakklandi og jafn- vel í Bretlandi. Möguleikar á fleiri farþegum í viðskiptaerindum En hvaða möguleikar skyldu vera á því að auka tekjur af farmiðasölu á viðskiptafarrými, sem eru ákaf- lega þýðingarmiklar fyrir flest áætl- unarflugfélög? „Það eru allsæmilegir möguleik- ar á því, sérstaklega eftir því sem leiðakerfið verður fullkomnara," svarar Sigurður. „Við erum t.d. með sterka stöðu í Norður-Atlantshafs- flugi frá Noregi og stefnum að því að verða næststærsta félagið á þeirri leið á eftir SAS. Flugleiðir bjóða upp á betri tengingar í Nor- egi við staði eins og Baltimore, Boston og Halifax, heldur en SAS eða önnur félög geta gert. í dreifí- kerfunum erum við mjög framar- lega að þessu leyti eða jafnvel í fyrsta sæti. Þar eru möguleikar á viðskiptum við farþega í viðskipta- erindum. Við erum einnig að ná ágætis árangri í flugi milli Skotlands og Bandaríkjanna. Margt fólk kýs fremur að ferðast með okkur milli þessara landa og skipta um vél í Keflavík heldur en að fljúga til Heathrow-flug- vallar þar sem fara þarf á milli flugstöðvarbygg- inga. Þannig eigum við ýmsa möguleika á að ná til viðskiptaaðila ef tíðnin er nægi- lega góð. Við munum auka tíðnina til Glasgow upp í sex flug á viku en þau voru tvö í fyrra og verða þijú i sumar. Þá erum við að auka tíðni til London upp í níu flug, en í fyrra vorum við með sjö flug. ís- lenski markaðurinn er okkar mikil- vægasti markaður og þar sjáum við einnig möguleika á meiri sölu á viðskiptaferðum eftir því sem efna- hagslífið kemst í gang.“ Stefnt að daglegu flugi á flesta áfangastaði En ætla Flugleiðir að auka tíðni almennt á núverandi áfangastaði eða sækja inn á nýja markaði? „í Evrópu ætlum við að auka tíðni á núverandi staði, t.d. á Bret- landseyjum og fljúga daglega þang- að á morgnana til að tengja leiðirn- ar við Norður-Atlantshafsflugið. Á Þýskalandsmarkaði fljúgum við allt árið til Hamborgar en einungis á tímabilinu apríl til októ- ber til Frankfurt. Við vilj- um mjög gjarnan halda uppi mjög góðri tíðni þangað allt árið um kring. Síðan höfum við áhuga á að fljúga dag- lega beint til Stokkhólms og beint til Óslóar. Meginmarkmiðið er að hefja daglegt flug til sem flestra núverandi áfangastaða í Evrópu og fljúga sömuleiðis daglega til áfangastaða okkar i Bandaríkjun- um. I fyrravetur voru fimm ferðir á viku til Baltimore, en við gerum ráð fyrir að þær verði sex í viku núna í vetur. Eftir eitt ár ættum við að verða komnir með daglegt flug allt árið um kring. Þá fljúgum við fjórar ferðir til Boston á viku en höfum hug á að bæta fimmtu ferðinni við á næsta ári, en síðan hefja daglegt flug. Nú þegar fljúg- um við daglega til New York.“ Nýir áfangastaðir vestanhafs styrkja Evrópuleiðir Flugleiðir ætla sér að halda 80% markaðshlutdeild í áætlanaflugi til og frá íslandi, en ná 1% hlutdeild í Norður-Atlantshafsflugi. Ákveðin skref voru stigin á þessu ári í þá átt að stækka fyrirtækið þegar flug hófst til Halifax og Boston. En sú spurning vaknar hins vegar hvort áætlunarflug á þessum nýju Ieiðum hafi skilað tilætluðum árangri? „Það er ákveðinn slaki á sumum mörkuðum eins og Þýskalandi þar sem framboð hefur aukist mikið. Ef við hefðum ekki haft þessa nýju staði í Ameríku værum við ekki að ná sama árangri í Þýskalandi og ella. Sætanýtingin hefur verið mjög góð milli Þýskalands og íslands m.a. vegna þess að við erum að bjóða flug til nýrra staða eins og Boston og Halifax." Sigurður Helgason er ekki í neinum vafa um að Flugleiðir geti keppt á erlendum mörkuðum við hlið stórra flugfélaga- samsteypa í framtíðinni. Þar skipti staðsetningin á miðju Atlantshafí mestu. „Við erum nokk- urs konar útkjálkafélag og getum nýtt okkur þá stöðu. Félagið getur hafíð flug á leiðum sem önnur flug- félög hafa lítinn áhuga á eins og t.d. til Halifax og Boston. Það er ekkert annað flugfélag sem flýgur milli Boston og Skandinavíu. Miðað við marga aðra eigum við að geta stækkað fyrirtækið ennþá tölu- vert.“ Daglegt flug á flesta áfangastaði Byggja þarf upp nýtt upp- lýsingakerfi VIÐSKIPTI Tveir risar gerbreyta um- hverfi sjónvarps í Evrópu Briissel. Reuter. UMHVERFI sjónvarpsmála í Evrópu hefur gerbreytzt vegna þess að tveir stærstu aðilarnir hafa ákveðið að koma fót band- lögum um stafrænt áskriftar- sjónvarp í framtíðinni. Tveir stórir risar munu þennig keppa sín á milli á þessu sviði. Þýzki fjölmiðlarisinn Bertels- mann AG og Audiofina SA í Lux- emborg hafa innsiglað samruna sjónvarpsdeilda sinna og boðið fyrrverandi frönskum banda- manni, Canal Plus, til samvinnu. Um leið hefur British Sky Bro- adcasting Plc skýrt frá þeirri ákvörðun að draga sig út úr sam- vinnu um stafrænt sjónvarp í Þýzkalandi, sem samið hafði ver- ið um við Bertelsmann, Canal Plus og Havas, og koma í staðinn á fót sameignarfyrirtæki um þýzkt áskriftarsjónvarp ásamt Kirch Gruppe í Þýzkalandi. Tvær stórar sjónvarpsblokkir „Þar með er komið á fót tveimur stórum blokkum á vettvangi í sjónvarps í Evrópu, CLT/Bertelsmann annars vegar og BSkyB/Kirch hins vegar,“ sagði fjölmiðla- sérfræðingur Crédit Lyonnais Securities í London, Pierre-Yves Gauthier. „Spurningin er: með hvorum aðila tekur Canal Plus afstöðu?" Gauthier sagði 66% líkur á því að Canal Plus mundi snúast á sveif með CLT/UFA, en að svo stöddu vill franska áskriftarsjónvarpið ekkert segja um bandalag BSkyB-Kirch. „Fréttin um samvinnuslit BSkyB kemur ekki á óvart,“ sagði talsmaður Canal Plus í París. „Búizt hefur verið við þessu lengi. Staða okkar er óbreytt. Sem stendur eigum við enn í viðræðum við Bertelsmann um stafrænt sjónvarp í Þýzkalandi, en við gætum að lokum komizt að samkomulagi við Kirch.“ Með því að innsigla samruna sjónvarpsdeilda sinna hafa Bertelsmann og Audiofina komið á fót stærsta sjónvarpsbandalagi Evrópu miðað við tekjur. Audiofina og Bertelsmann munu eiga 98% hlut, sem skiptist jafnt, í hinu nýja fyrirtæki, CLT-UFA -- en að því standa Compagnie Luxembourgeoise de Télédiffusion SA (CLT) í Luxemborg og fyrirtæki Bertelsmanns, UFA Film- und Fernseh GmbH & Co KG. CLTáfyrir 14 sjónvarpsrásir og 18 útvarpsstöðvar í níu löndum, en framlag Bertelsmann felst í því að það er stöndugt fyrirtæki með sterka aðstöðu í Þýzkalandi, sem er talinn vænlegasti markaður stafræns sjónvarps í framtíðinni. í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að bandalagið sé „nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að alþjóðleg fjölmiðlafyrirtæki nái yfirburðastöðu, einkum á þýzka markaðnum." Samvinna við Canal Plus Um leið var haldið opnum möguleikum á frekari samvinnu við Canal Plus. „Beretelsmann vonar með samþykki Audiofina að gagn- kvæmt traust megi ríkja á ný í samstarfinu við Canal Plus, en það samstarf hefur orðið fyrir áhrifum frá CLT-UFA samningn- um,“ segir í yfirlýsingu Bertels- manns og Audiofina. Sérfræðingar eru ekki sann- færðir um að Canal Plus sé al- vara með hótun sinni um að leggjast á sveif með Kirch og telja að fyrir Canal Plus eigi eft- ir að liggja að taka afstöðu með CLT-UFA. „Samkomnulag Canal Plus- Kirch er ólíklegt. Stjórnunarað- ferðir fyrirtækjanna eru ólíkar og þau hafa fjárfest í ólikri tækni,“ sagði sérfræðingur Créd- it Lyonnais Securities, Gauthier. Hann sagði að rökréttara væri að Canal Plus yrði minnihlutaað- ili að nýrri deild CLT-UFA, sem sæi um stafrænt sjónvarp í Þýzkalandi. Auk þess sem Bertelsmann- Canal Plus eru aðilar að Premi- ere og Vox rásunum í Þýzkalandi eru fyrirtækin samstarfsaðilar Havas í Frakklandi, sem á minni- hluta í báðum og vill ekki að þau berist á banaspjót. V\ i " 'rWmrnm* \ " , mm Öruggir Þegar þú sendir EMS hraðsendingar annast Hraðflutningsdeild Pósts og sima allar sendingar, stórar sem smáar, böggla, skjalasendingar og frakt. Þú getur verið viss um að sendingin kemst hratt og örugglega alla leið. Tenging Hraðflutningsdeildar Pósts og síma við dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggið og hraðann. hraðflutningar um allan heim 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Opið er frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00 PÓSTUR OG SÍMI T N T Express Worldwide HRAÐFLUTNINGSDEILD Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík, sími 550 7300, fax 550 7309 F0RGANGSP0STUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.