Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FLUGLEIÐIR hf. hafa ráð- ist í viðamiklar breytingar á innra skipulagi félagsins ásamt því að móta nýja stefnu og framtíðarsýn. Á fundi með 800 starfsmönnum nýverið í flugskýli á 'Reykjavíkurflugvelli kom fram að félagið skilgreinir sig nú ekki lengur sem flugfélag, held- ur ferðaþjónustufyrirtæki, enda þótt flugið verði áfram kjarninn í starfseminni. Flugleiðir hafa sett sér þau metnaðarfullu markmið að velta aukist um 10% á ári frá 1997 og afkoman batni þannig að hagn- aður fyrir skatta verði 5,5% af veltu um aldamótin. Þeir Flugleiðamenn segja að ekki sé verið að mæta neinum verulegum aðsteðjandi vandamálum í rekstri. Félaginu hafí reyndar ekki tekist að uppfylla markmið um afkomu, en flutningar séu miklir um þessar mundir, leiðakerfið gott, þjónustan góð á flestum sviðum og staðan góð á mörkuðum. Þá hafi lausafjárstað- an verið mjög sterk á undanförnum árum. Fyrst og fremst sé verið að horfa til fyrirsjáanlegra breytinga í framtíðinni. Félagið þurfi að búa sig undir lækkandi fargjöld og harðnandi samkeppni við stórar flugfélagablokkir í heiminum. Þeir eru ekki óvanir slíkri um- byltingu á rekstrinum því þurft hefur að stokka hann upp með ár- vissu millibili allt frá stofnun félags- ins árið 1972 til að mæta breyttum aðstæðum á ytra umhverfi. Flug- leiðir urðu til dæmis illa fyrir barð- inu eldsneytiskreppunni árið 1979 og var henni mætt með miklum niðurskurði og aðhaldi. Árið 1985 var svo komið að flest tæki Flug- leiða voru komin til ára sinna. Hót- el höfðu ekki verið endurnýjuð og þjónustan þótti ófullnægjandi. Flugleiðum var því smám saman að blæða út á þeim árum. Stjóm- endur félagsins áttu ekki neinna annarra kosta völ en að ráðast í miklar fjárfestingar og endurskipu- lagningu á leiðakerfinu. Sú djarfa og áhættusama ákvörðun var tekin að endurnýja flugflotann, hótel og önnur tæki fyrir samtals um 20 milljarða á árunum 1989-1991. í kjölfarið var ráðist í 500 milljóna niðurskurð á árlegum rekstrar- kostnaði á árunum 1992-1994. Hinn nýi floti og hagræðingarað- gerðir hafa skilað um 15% lækkun kostnaðar á hveija framleiðsluein- ingu, þ.e.a.s. af því að flytja hvert sæti ákveðna vegalengd. Fullvíst má telja að þessar að- gerðir urðu félaginu til bjargar á erfiðum tímum í alþjóðaflugrekstri, þar sem það varð í stakk búið til að verja sinn heimamarkað, mæta lækkandi fargjöldum og sækja fram á nýjum mörkuðum. Núna sjá Flugleiðamenn fram á vaxandi samkeppni m.a. leiguflug- félögum milli íslands og Evrópu og margt bendir til að sótt verði í vax- andi mæli inn á markað Flugleiða í áætlunarflugi á næstu misserum. Allar forsendur og ytri skilyrði að breytast „Við sjáum það að allar forsend- ur og ytri skilyrði eru að breytast mjög í fluginu og samkeppni að aukast," segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, þegar spurt er um aðdraganda skipulagsbreyting- anna. „Fargjöld hafa haldið áfram að lækka eins og undanfarin ár og þau flugfélög sem ekki hafa náð að lækka kostnaðinn hafa lent í miklum vandamálum. Á síðustu tíu árum hafa fargjöld flugfélaga lækkað um 40% á Norður-Atlants- hafsleiðum og um 30% á Evrópu- leiðum. Fargjöldin hafa lækkað álíka mikið hjá Flugleiðum. Tekjur félagsins á hvern sætiskílómetra hafa lækkað um 18% að raungildi á síðustu fimm árum sem jafngildir 3 milljörðum á ári. Einnig sjáum við að það eru að myndast stórar blokkir flugfélaga í heiminum eins og t.d. SAS-Luft- hansa-United Airlines og British Airways-American Airlines. Við höfum reynt að vera á undan breytingunum á undanförnum árum og endurnýjuðum flugflotann á undan öðrum flugfélögum með góð- Morgunblaðið/Sverrir „VIÐ sjáum það að allar forsendur og ytri skilyrði eru að breytast mjög i fluginu og samkeppni að aukast,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Flugleiðir hefja nýja sókn Félagið hefur mótað nýtt skipulag og nýja framtíðarsýn sem miðar að því að tryggja aukna arðsemi af rekstrinum. Ekki verður einungis einblínt á lækkun kostnaðar heldur stefnt að því að stórauka tekjur og færist þungamiðjan í rekstrinum því yfír í markaðsmálin. Kristinn Bríem kynnti sér nýja stefnumörkun og ræddi við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða. Flugleiðir ( stjórn h.f. □C nýtt skipurit frá1.maí1996 FORSTJÓRI Sigurður Helgason Framkv.stj. stjórnunarsviðs Björn Theódórsson rz Aðstoðarmaður forstjóra Einar Sigurðsson Framkv.stj. þróunarsviðs Leifur Magnússon iðsj Framkv.stj. Framkv.stj. C Framkv.stj. Framkv.stj. markaðssviðs sölusviðs fjármálasviðs framl.sviðs Pétur J. Steinn Logi Halldór Guðmundur ^ Eiriksson ^ ^ Björnsson ^ ^ Vilhjálmsson ^ ^ Pálsson J um árangri. Einnig vorum við að- eins á undan öðrum flugfélögum í kostnaðarlækkunum. Sum flugfé- lög, sérstaklega f Suður-Evrópu, hafa enn ekki lokið fyrsta áfanga í kostnaðarlækkunum t.d. Air France og Iberia. Önnur fyrirtæki sem hafa gengið vel að undanförnu eins og British Airways og Lufthansa eru byrjuð að búa sig undir næstu kreppu með enn frekari aðgerðum til að lækka kostnað og ná fram hagræðingu. Þessi fyrirtæki eru einnig byrjuð að endurskipuleggja markaðsmálin sem hafa verið að breytast gífur- lega.“ Tvær leiðir komu til greina Það kemur fram hjá Sigurði að í raun hafi félagið á síðasta ári stað- ið frammi fyrir tveimur kostum til að mæta breyttum aðstæðum. „Annars vegar kom til greina að lækka kostnaðinn mjög mikið og verða nokkurs konar leiguflugfélag á ferðamannamarkaði. Hin leiðin var sú að auka virði þjónustunnar, auka tekjur á framleiðslueiningu jafnframt því að lækka kostnað. Eftir miklar umræður á síðast- liðnu sumri var ákveðið að leita aðstoðar hjá erlendum ráðgjöfum. Niðurstaðan varð sú að við réðum Anderson Consulting í janúar sl. Þetta er stærsta ráðgjafarfyrirtæki heimsins og hefur öðlast frægð fyr- ir að breyta fyrirtækjum eftir ákveðnu ferli. Það hefur einnig mikla reynslu af ráðgjöf við flugfé- lög. Við réðumst í svokallaða ferla- uppbyggingu sem felur annarsveg- ar í sér að breyta uppbyggingunni og skipulaginu innan fyrirtækisins. Hins vegar ætlum við að breyta fyrirtækinu til að reyna að auka arðsemina. Við viljum víkka út þjón- ustuna og selja meira en eingöngu sætin á erlendum mörkuðum. Nýja skipulagið á að vera full- mótað fyrir árslok, en reiknað er með að um eitt og hálft ár taki að byggja upp ferlana og nýtt upplýs- ingakerfí. Breytingunum verði því endanlega lokið í árslok 1997.“ Markaðssvið verður aflvélin í hinu nýja skipulagi eru fjögur meginsvið sem annast reksturinn, en þijú önnur svið eiga að veita þeim stuðning. Þar fyrir utan er innanlandsflugið sem stýrt er af sérstakri stjórnarnefnd. Lang- stærsta sviðið er framleiðslusvið undir stjórn Guðmundar Pálssonar, en því er ætlað að sjá um að flug- sæti séu jafnan til reiðu, hótelher- bergi, bílaleigubílar o.s.frv. Því hef- ur verið skipt upp í svonefndar af- komueiningar („profit center“) sem þurfa að uppfylla ákveðin markmið um afkomu. Markaðssviðið, sem er undir stjórn Péturs J. Eiríkssonar, fær það hlutverk að móta og þróa þjón- ustuna í samræmi við þarfir við- skiptavinanna. í stað þess að skipta sviðinu eftir svæðum hefur því ver- ið skipt upp í deildir sem endur- spegla þessar þarfir. Ein deildin annast þjónustu vegna aðila sem ferðast á viðskiptafarrými, önnur skipuleggur þjónustu vegna ann- arra ferða Islendinga til útlanda, þriðja deildin annast síðan ferðir útlendinga til íslands í pakkaferð- um, fjórða deildin sér um markaðs- setningu á sætum í miklu magni til svonefndra miðlara og sú fimmta annast fragtflutninga. Þær verða á sama hátt og deildirnar á fram- leiðslusviðinu að uppfylla ákveðin markmið um afkomu. Nýtt svið, sölusvið, tekur hins vegar við allri sölu á þjónustu Flug- leiða og verður Steinn Logi Björns- son framkvæmdastjóri þess. Fjármálasviðið undir stjórn Hall- dórs Vilhjálmssonar mun síðan fylgjast með verðlagningu á þjón- ustunni og sjá um að henni sé hag- að í samræmi við markmið um af- komu. Til stuðnings rekstrinum er einn- ig að fínna í skipulaginu stjórnunar- svið undir stjórn Björn Theódórs- sonar og þróunarsvið undir stjórn Leifs Magnússonar, en Einar Sig- urðsson, aðstoðarmaður forstjóra, stýrir kynningar- og gæðamálum. Eðli skrifstofa félagsins erlendis breytist því þær munu hér eftir ein- göngu annast sölu og hætta að setja saman ferðir og búa til bækl- inga. Auglýsingar verða samræmd- ar og verðlagning verður öll mið- stýrð. Þessir þættir færast til mark- aðssviðsins sem Sigurður Helgason kallar aflvélina í rekstrinum. En til að markmið félagsins náist fram er mjög knýjandi að byggja upþ ný upplýsingakerfi innan Flug- leiða. Félagið selur á þessu ári hátt í eina milljón sæta á mörkuðum um allan heim og stýring á því er tölu- vert flókin. Til að hægt sé að hluta markaðinn niður ítarlegar og mæla nákvæmlega árangur deilda þarf ný kerfi. Veltan verði 27,5 milljarðar árið 2000 í stefnumörkun Flugleiða ber hæst hið nýja afkomumarkmið um að hagnaður fyrir skatta verði 5,5% af veltu árið 2000, en því til árétt- ingar hafa skipulagsbreytingarnar fengið yfirskriftina „fimm og hálf- ur“. Nátengd því eru markmiðin um að arðsemi eiginfjár verði 13,5% og eiginfjárhlutfall ekki lægra en 25%. Félagið stefnir að því að auka veltu sína um 10% á ári frá og með árinu 1997. Með svo örum vexti er ætlunin að stórauka stærðarhag- kvæmni og nýta betur fastan kostn- að. Gert er ráð fyrir að veltan verði orðin um 27,5 milljarðar króna árið 2000. Ljóst er að félagið getur mjög auðveldlega ráðið við að flytja fleiri farþega miðað við núverandi yfirbyggingu. Má í því sambandi nefna að þegar flug hófst til Boston og Halifax í vor var nánast ein- göngu bætt við flugmönnum og flugfreyjum. Núverandi mannskap- ur og tæki á jörðu niðri getur auð- veldlega afgreitt þá 60 þúsund við- bótarfarþega sem áætlað er að muni ferðast árlega með félaginu á þessum leiðum. Samkvæmt hinni nýju stefnu- mörkun er gert ráð fyrir að farþeg- um muni íjölga um 5-6% á ári, en hinn hluti veltuaukningarinnar muni koma af virðismeiri þjónustu. Til að ná þessu marki um farþega- aukningu þarf félagið að bæta við einni vél annað hvert ár á næstu árum. Þar fyrir utan verður stefnt að því markmiði að 98% af viðskipta- vinum félagsins verði ánægðir með þjónustuna og verður því fylgt eftir með könnunum. Þá muni þrír af hveijum ljórum félögum í vildar- klúbbi Flugleiða velja þjónustu fé- lagsins á samkeppnisleiðum. Um 15-20 þúsund manns eru í klúbbn- um og verður reynt að tryggja að þeir haldi áfram að skipta við félag- ið, enda er talið fimm sinnum dýr- ara að afla nýrra viðskiptavina en að halda í núverandi viðskiptavini. Vilja komast nær markaðnum Stefnt er að því að auka tekjur félagsins af erlendum ferðamönn- um í ferðum til íslands, ferðum fólks í viðskiptaerindum, ferðalög- um íslendinga til útlanda, og af fragtflugi. Aftur á móti verður minni áhersla lögð á að selja sæti í miklu magni til erlendra miðlara á tiltölulega lágu fargjaldi. Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið komast nær sínum viðskiptavinum í sölukerfinu og verða virkari þátttakandi í ferða- þjónustu almennt, aðallega erlendis. „Við ætlum að komast nær mark- aðnum í gegnum ferðaheildsölufyr- irtæki erlendis," segir Sigurður. „Önnur flugfélög hafa gert þetta til að þekkja betur þarfir viðskipta- vinanna. Áfram munum við þó vinna náið með ferðaskrifstofum, bæði á Islandi og erlendis. í Þýskalandi seljum við sæti í stórum stíl til ferðaheildsala, sem setja saman pakkaferðir og bjóða þær til ferðaskrifstofa. Við viljum stytta þessa leið og komast nær viðskiptavinum okkar, bæði til að geta gefið betri upplýsingar og vit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.