Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 2. AGUST 1996 BLAÐ B ¦UNGLINGAR OG VÍMUEFNI/2 ¦ JAFNINGJAFRÆÐSLA/3 ¦ TÆKI OG TÓL TIL LÍKAMSRÆKTAR/4 ¦ í FÓTSPORUM HAYDNS/6 ¦ TENÓRAR í GAUTA- BORG/6 ¦ GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ/7 ¦ UÓTAR LOOIR FEGRAÐAR/8B Sól í trogi og epli - ómissandi í ferðalagið .> AUSTURVELLI er Asteikjandi hiti og fólk liggur eins og hráviði í glampandi sólinni. Tíðin hefur verið alveg einstök í sumar. Það er því ekki að furða að fólk reki upp stór augu þegar það sér næpuhvítan blaðamann spóka sig í miðbænum. Það eru óskráð lög náttúrunnar að sólin skín aldrei á frídögum og þetta er í fyrsta skipti sem blaðamaðurinn fær tækifæri til að baða sig í miðbæjarsólinni á vinnudegi. Hugmyndin er sú að stefna saman ólíku fólki í myndatöku morguninn eftir og fá það til að taka eitthvað með sér sem það telur alveg ómiss- andi í ferðalagið um verslun- armannahelgina sem er að renna upp. Heldri maður á kaffihúsi varpar fram þeirri spurningu hvort allir mæti ekki með vínflöskur. „Vonandi ekki sömu tegundirnar," svarar blaðamaður og svipast um. Fyrst verður á vegi hans kasólétt stúlka, Ása Lind Finnbogadóttir, sem segist aðspurð ætla að verja einni nótt í gistihúsi á Arnarstapa um helgina. „Ég ætla ekki að vera í tjaldi," bætir hún við og brosir. Aff ræði og eyrnatappar Hún er auðfús að búa til lista yfir tíu hluti sem eru ómissandi í ferðalagið og efst á listanum stend- ur: „Kærastinn minn hann Maggi". Síðan kemur „bíllinn okkar", matur, góðir skór, þægileg föt, lopapeysan, regngallinn, tannburstinn, sódavatn og myndavél. Guðmundur Hagalín er ekki að Morgunblaðið/Golli ÁSA LIND vildi helst hafa Magga, kærastann sinn, með sér, Steinunn vinkonur sínar [á ljósmynd], Arnar Steinn vinkonu sína [á hestbaki], Guðmundur kiósett- rúllu og Heiða málverk af epli eftir Curver. kippa sér upp við það þótt sólin troði upp á Austurvelli heldur hreiðrar um sig inni á skuggsælu kaffihúsi. Hann tekur málaumleitan blaðamanns vel og segist ætla á þjóðhátíð í Eyjum. Efst á listann yfir mikilvægustu hlutina í ferðina setur hann: „Þig sjálfan". Síðan koma aukasokkar, „helst" svefn- poki, tóbak, áfengi, smokkar, regn- föt, klósettpappír, magasýrutöflur og húslyklar. Því næst gefur blaðamaður sig á tal við Heiðu Eiríks sem segist ætla á kántrýhátíð á Skagaströnd. Og hvað er mikilvægast? „Málverk eftir Curver af epli," svarar hún. Vita- skuld - þá er engin ástæða til að smyrja sér nesti. Einnig nefnir hún Encyclopaidiu Britannicu, málm- gjöll, eyrnatappa, reykelsi, stíflu- eyði, inniskó, gælugeithafurinn, stöðumæli og geimverumóttakara. Á Ingólfstorgi er Arnar Steinn Þorsteinsson með vinkonu sinni El- ínu Hansdóttur. Hann ætlar í snjó- brettaferð á Snæfell- sjökul um helgina „og það nauðsynleg- asta [í ferðina] er auðvitað vinkona mín." Einnig tekur hann með sér bjór, svefnpoka, kók, „hjólabrettið mitt", nóg af tónlist, „allar tegundir", hreinar nærbuxur, hreina sokka, nammi, höfuð- fat og Extratyggjó. Ástæða tll að brosa Loks heilsar Stein- unn Þórhallsdóttir blaðamanni með hjól sér við hlið og bros á vör. Hún hefur líka ástæðu til að brosa. Þetta verður fyrsta verslunarmannahelgi í fímm ár sem hún ferðast með öllum vinkonuhópnum. Ferðinni er heitið á Búðir á Snæfellsnesi og í farangrin- um verður „nýja frábæra silfraða tjaldið mitt", kaldar kótilettur vafðar í álpappír, sundföt og radar „sem finnur minnstu sveitasundlaugarn- ar", litir og litabók, hárteygjur í útilegutíkarspenana, norskir brjóst- dropar fyrir röddina, „nú eða eitt- hvað annað með svipuðu magni af vínanda", sól í trogi, músík með Violent Femmes, Spilverkinu og Stone Free og síðast en ekki síst „allar vinkonur mínar". ¦ t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.