Morgunblaðið - 03.08.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 03.08.1996, Síða 2
2 C LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ W ATLANTA ’96 öKtíyyn iu „VIÐBRÖGÐIN frá strákunum voru góð. Þeir hlógu mikið þegar þeir sáu mig - voru hrikalega ánægðir með þetta,“ sagði Jón Arnar er hann var spurður hvernig keppinautarnir hefðu brugðist við er hann mætti til leiks með blátt, rautt og hvítt skegg. Drakk 25 vatnslítra JÓN Arnar drakk gríðarlega mikið vatn síðustu vikurnar, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, til að búa sig undir tugþrautarkeppnina. Vökvatap keppenda er mjög mikið, ekki síst í þeim mikla hita sem getur verið í Atlanta en þegar til kom var reyndar ekki svo heitt meðan keppnin fór fram. Jón Arnar drakk engu að síður 25 lítra af vatni meðan hann var í eldlínunni. MorgunDiaoio/ivrisunn ÞAKKA þér fyrir erfiöa keppni ... getur Jón Arnar Magnússon verið að segja þegar hann ósk- ar Dan O’Brien til hamingju með sigurinn og Ólympíugulllð. Þarf að læra beturað slappa af Styrkur, kraftur, djörfung og þol er eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Jón Arn- ar Magnússon gengur fram á sviðið í bláum, hvítum og rauðum bún- ingi. Er sem sagt í íslensku fánalit- unum og ekki nóg með að búningur- inn sé þannig heldur hefur þessi sterki strákur litað skegg sitt í sömu litum; er með bláa barta, hvítt yfir- vararskegg og rauðan hökutopp. Sviðið er Olympíuleikvangurinn í Atlanta í Bandaríkjunum á mið- vikudagsmorgni. Fólk gapir af undrun, sjónvarpsmenn keppast við að beina vélum sínum að þessum litskrúðuga náunga og allir virðast hafa gaman af uppátækinu. Svo hefst keppnin og Jón Arnar Magn- ússon byijar vei. Gengið er svo nokkuð misjafnt milli greina en þegar upp er staðið er útkoman góð. Tíminn líður hratt, hver greinin rekur aðra. Fimm á miðvikudegi og jafn margar daginn eftir. Keppnin Jón Amar Magnússon er ánægður með frammistöðuna í tugþrautarkeppni á Ólympíuleikunum í Atlanta. Hann bætti eig- ið íslandsmet en kveðst engu að síður hafa viljað gera betur í sumum greinum. Segist eiga margt eftir ólært - og hann ætli sér að læra meira. Skapti Hallgrímsson fylgd- ist með jafnri og stórskemmtilegri tugþraut- arkeppni, þar sem Jón varð í tólfta sæti, og ræddi við methafann og Gísla Sigurðsson þjálfara hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.