Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 C 7 Q99 ATLANTA ’96 Q9P ATLANTA ’96 Boldon hneigði sig FÖGNUÐUR Michaels Johnsons var að vonum mikill þegar hann kom í mark á nýju heimsmeti. Hann lyfti höndunum hátt á loft, brosti út að eyrum og bæði áhorfendur á Ólympíuleikvanginum og keppinautar Johnsons fögnuðu honum. Sá fyrsti sem Johnson faðmaði var Frankie Fredericks, sem varð f öðru sæti og síðan kom Ato Boldon, hinn ungi og fjörugi hlaupagarpur frá Trinidad, sem varð þriðji og hneigði sig fyrir Johnson á hlaupabrautinni. Boldon varð í 3. sæti á 19,80 sekúndum sem er sjöundi besti timi sem náðst hefur í 200 metra hlaupi frá upphafi. Þríðji besti tíminn hein'® Sumtnrt FRANKIE Fredericks frá Namibíu hljóp einnig é frábærum tíma, 19,68 sek. Þetta er raunar þriðji besti tími sögunnar í 200 metra hlaupi, aðeins Michael Johnson hefur náð betri tíma á vegalengdinni. Johnson bætti heims- met sitt um 0,34 sekúndur og hefur heimsmetið í greininni aldrei verið bætt eins mikið í einu. Hann varð 0,36 sekúndum á undan Fredericks og er þetta stærsti sigur sem unnist hefur á Ólympíuleikum í greininni síðan Jesse Owens vann landa sinn Marck Robinson í Berlín 1936, en þá hljóp Owens á 20,7 sekúndum en Robinson á 21,1. Rétt er að geta þess að þá var ekki rafmagnstímataka. Get bætt metið! „EF ÉG tryði því ekki að ég gæti bætt heimsmetið myndi ég ákveða að hætta að keppa í 200 metra hlaupi strax í dag. Það sem þarf er bara að hafa nógu mikla trú á því að þetta sé hægt,“ sagði Ato Bolden við Morgunblaðið á fimmtudagskvöldið á Ólympíuleikvangin- um. Bolden varð þriðji í 200 m hlaup- inu og sagðist viss um að hann gæti bætt þennan frábæra tíma eftir tvö til þijú ár. „Ég er ennþá mjög óreyndur, hef ekki æft lengi og fyrir aðeins sex árum vissi ég ekki hvað frjáls- íþróttir voru,“ sagði hann. .DROTTNING og kóngur spretthlaupanna Morgunblaðið/Kristinn Marie Josee Perec frá Frakklandi og Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson eftir glæsilega sigra í 200 m hlaupi. Hefoi veojað aleigunni Johnson sá fótfráasti „ÉG HEF sagt áður að sá sem sigrar í 100 metra hlaupi karla á Ólympíu- leikum sé fótfráasti maður jarðarinn- ar. Með fullri virðingu fyrir Donovan Bailey, vini mínum, verð ég þó að segja að ég heid að sá fótfráasti í dag sitji mér á vinstri hönd,“ sagði Ato Bolden. Nítjánda gull- ið í 200 m GLÆSILEGUR sigur Michael Johnson f 200 metra hlaupinu undirstrikaði frábæran árang- ur bandarískra spretthlaupara í greininni. Þeir hafa unnið 200 metra hlaupið I nítján skipti af tuttugu og fjórum mögulegum. í þau nítján skipti sem þeir hafa ekki farið með sigur af hólmi hafa þeir í þrigang orðið í öðru sæti og aðeins tvisvar ekki náð f veðrlaunapening. Það var í Amsterdam árið 1928 sem fjjótasti Bandaríkjamaður- inn, Jackson Scholz, varð að gera sér fjórða sætið að góðu á 21,9 sekúndum. Hitt skiptið sem Bandarfkjamenn náðu ekki í verðlaun var í Moskvu árið 1980 er sljórnvöld í Bandaríkj- unum meinuðu fþróttamönnum sínum þátttöku. í þau nífján skipti sem banda- rfskir hlauparar hafa farið með sigur af hólmi hafa þeir bætt ólympiumetið í sjö skipti og heimsmetið þrisvar sinnum. llt: litanna í 200 metra hlaupi karla hafði verið beðið lengi. Eiginlega allt frá því að Michael Johnson, þessi hnarreisti hlaupari frá Dallas f Texas, ákvað að taka þátt bæði í 400 og 200 metrunum fyrir mörgum mánuðum. Hann ætlaði sér að komast á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti karlmaðurinn til að sigra í báðum greinum á Ólympíu- leikum. Honum tókst það á heims- meistaramótinu í Gautaborg í fyrra og undirstrikaði yfirburði sína í þess- um greinum með því að endurtaka leikinn í fyrrakvöld. Johnson er ótrúlegur íþróttamað- ur. Krafturinn er með ólíkindum og þó hann þyki ekki fara sérlega vel af stað upp úr startblokkunum er hann nánast búinn að stinga mótheij- ana af eftir fáeina metra, hvort sem það er í 200 eða 400 metra hlaupi. Fyrir úrslitahlaupið í fyrrakvöld var heimsmet Johnsons 19,66 - sett fyrr í sumar á úrtökumóti Banda- ríkjamanna fyrir Ólympíuieikana, og þótti sá tími hreint með ólíkindum. Johnson sigraði með yfirburðum í úrslitum 400 metra hlaupsins á dög- unum og því var andrúmsloftið raf- magnað áður en hleypt var af byss- unni nú. Næði hann að afreka það sem engum karlmanni hafði áður tekist? Einhver undarlegur kliður fór um áhorfendur en eftir að vallarþul- urinn hafði beðið fólk vinsamlega um að hafa hljóð meðan hlaupið hæfist datt allt í dúnalogn. Söguleg stund var í vændum; skotinu var hleypt af og síðan leið varla nema augna- blik er Johnson flaug yfir marklín- una. Um leið og hann kom í mark leit Johnson til vinstri, á klukkuna, sá hvað hann hafði afrekað og fagn- aðarlætin voru eftir því. Hann var ekki lengi að skrifa nafn sitt í sögubækurnar; var eiginlega búinn að því áður en andstæðingarnir voru búnir að lyfta pennanum í sama til- gangi. Fredericks hljóp réyndar frá- bærlega og Ato Boldon, hinn ungi og líflegi hlaupari frá Trinidad varð þriðji. Þessir þrír hlupu undir 20 sek- úndum en hinna fimm verður varla minnst þetta kvöld - nema sem mannanna sem hlupu í sama úrslita- hlupi og Michael Johnson, þegar hann setti heimsmetið. „Þetta var miklu meira en ég hefði getað ímyndað mér. Ég hefði tapað öllu mínu fé ef ég hefði veðjað. 19,32 - gegn því að mértækist að hlaupa á þessum tíma, sagði Michael Johnson, eft- ir stórkostlegt 200 m hlaup, er hann setti heimsmet- 19,32sek. Einhver ótrúlegasta stund frjálsíþróttasögunnar rann upp á Ólympíuleikvanginum í Atlanta á fímmtudagskvöldið, Skapti Hallgrímsson sat agndofa eins og hinir rúmlega 80 þúsund áhorf- endur er Michael Johnson geystist í mark í 200 m hlaupinu á nýju heimsmeti - 19,32 sek. Hann og Marie-Jose Perec höfðu áður sigrað í 400 m hlaupi og franska gasellan bætti einnig gulli í safn sitt þetta kvöld, með sigri í 200 m hlaupi. MICHAEL Johnson fagnar heimsmeti sínu, sem sést á Ijósatöflunni fyrir aftan hann. Reuter sekúndur er ótrúlegur tími,“ sagði Johnson á eftir - og vildi meina að hann hefði verið tilbúinn að veðja aleigunni gegn því að hann næði að hlaupa svona hratt. „Þrátt fyrir þetta hrasaði ég eigin- lega út úr startblokkunum eins og svo oft áður. Ég veit varia hvað ég gæti gert ef ég byijaði almenni- lega.“ Mikið hefur verið fjallað um Johnson vegna þessa hlaups og beggja gullverðlaunanna og talsvert hefur líka verið fjallað um að Fred- ericks væri sá eini sem gæti veitt honum keppni. „Þegar ég var kominn að startblokkunum sagði ég við sjálf- an mig að þetta væri sá verðlauna- peningur sem ég virkilega vildi. Ég missti af þessu í Barcelona og varð á ná honum núna.“ A Ólympíuleikun- um fyrir fjórum árum fékk Johnson matareitrun og því fór sem fór. Johnson sagði að það kostaði sig líkega einhver brot úr sekúndu að byija ekki betur en raun ber vitni. „Viðbragð mitt er reyndar ágætt en samt er eins og ég hrasi, líklega í fjórða skrefi. En ég var mjög afslapp- aður og leið afar vel. Þegar 80 til 90 metrar voru að baki fannst mér ég vera með fulla stjóm á hlutunum og spretti þá úr spori eins og ég gat.“ Hlauparinn sagðist ekki hafa kynnst jafn miklu andlegu álagi í líf- inu og fyrir þetta hlaup. „Það var alveg sama hvaða blað eða tímarit ég opnaði, hvort ég labbaði úti á götu eða einhver hringdi í mig. Allt- af bar þessa tvennu, sem ég ætlaði að reyna við á Ólympíuleikunum, á góma. Fólk hringdi talsvert í mig til að minnka spennuna en það gerði sér ekki grein fyrir því að það hafði þveröfug áhrif - jók spennuna. Ég vil reyndar hafa mikla pressu á mér, þegar ég er komin í startblokkimar en ekki stanslaust“ Johnson sagðist strax eftir Ólymp- íuleikana 1992 hafa ákveðið að reyna að vinna tvenn gullverðlaun, í 200 og 400 m hlaupi, á leikunum nú, fjór- um árum síðar. „Ég var ákveðinn í því að vinna hvort tveggja hér og komast þannig á spjöld sögunnar. Það hefur kostað geysilegar æfíngar; sársauka, áföll og meiðsli og einnig minntist hann á matareitrunina í Barcelona. „Allt þetta rak mig áfram til að gera sem best nú,“ sagði John- son. Annars held ég að þetta sé allt ætlað okkur. Ég hef ekki stjórn á því sem gerist. Ég fer bara út og geri mitt besta. Það sem eftir er, er undir Guði komið.“ Perec fagnaði glæstum sigri hálf hrygg MARIE-Jose Perecfrá Frakk- landi sigraði með glæsibrag í 200 m hlaupi kvenna í Atlanta á fimmtudagskvöld. Hún hafði áður sigrað í 400 hlaupinu, þannig að afrek hennar er hið sama og Michaels Johnsons, nema hvað hann setti heims- met. Merlene Ottey frá Jamaíka var að keppa til úrslita í 200 metrum á fímmtu Ólympíuleikunum í röð. Ottey byrjaði geysilega vel og framan af leit allt út fyrir að hún myndi Ioks næla í gull í einstaklings- grein á Ólympíuleikum. En svo fór ekki. Ottey hljóp fyrri hundrað metrana á 11,28 sek. skv. millitímamælingu vallarins, Mary Onyali frá Nígeríu var í 2. sæti á 11,37 en Marie-Jose Perec þriðja, kom eftir 11,38 sek. að 100 m línunni. En franska stúlkan hljóp síðari hluta vegalendarinnar hreint stórkostlega og fékk tímann 22,12, Ottey var á 22,24 og Onyali á 22,38. „Ég beið bara eftir rétta augna- blikinu til að spretta úr spori fram úr þeim. Ég vissi að þær yrðu á undan mér fyrstu 100 til 120 metrana. Vissi að ég gæti ekki haldið í við þær því þær æfa 100 metra hlaup, en ég var viss um að eftir það gæti ýmislegt gerst. Þá er nóg eftir og ég ætti að endast lengur en þær á sprettinum, því ég æfí 400 metra hlaup." Þetta voru orð að sönnu; Ottey hafði forystu og Onialy varð önnur allt þar til um það bil 60-70 metrar voru eftir en þá brunaði Perec eins og eldflaug fram úr þeim og sigraði örugglega. Tilfinningar hennar voru þó blendndar eftir sig- urinn, þrátt fyrir allt. „Ég var auðvit- að mjög hamingjusöm þegar ég fór yfír endalínuna en samt fann ég að ég var hálf miður mín. Sorgmædd. Astæða þess er að ég dáist mjög að Merlene Ottey og ber mikla virð- ingu fyrir henni og hefði því þótt við hæfí að hún hefði unnið gullverð- laun,“ sagði Perec. Perec er mjög dáð í heimalandi sínu, Frakklandi, en fannst nóg um eftir frábæran árangur á Ólympíuleikun- um í Barcelona 1992. Hún sagðist hafa verið svo þekkt að alveg hefði verið sama hvar hún hefði komið, í verslanir eða verið á gangi úti á götu, allir hefðu þekkt hana og hún hefði ekki kunnað við að geta aldrei verið í friði. Þess segist hún hafa til flust til Los Angeles. „Ég er jafn vinsæl í Frakklandi og Michal Jordan er hér í Bandaríkjunum. Ætli fólkið heima í Frakklandi verði ekki alveg sturlað núna,“ eftir að ég vann þessi tvö gull til viðbótar. Perec er vel stemmd og segist stað- ráðin í að slá heimsmetið í 200 metra hlaupi áður en langt um líður. „Ég ætla mér það fyrir lok keppnistíma- bilsins, veit auðvitað ekki hvenær og hugsanlega fellur það ekki fyrr en á HM í Aþenu á næsta ári. 200 M HLAUP KVEIMNA Enn sér Merlene Ottey á eftir gull- verðlaunum FRANSKA stúlkan Marle-Jose Perec kemur sigrihrósandl í mark. Bretar misstu keflið í 4x100 m hlaupi ÞÁTTTAKA Linford Christie á Ólympíuleikun- um í Atlanta fékk nyög snöggan endi í gær er breska sveitin 14x100 metra hlaupi missti kefl- ið í riðlakeppni boðhlaupsins og lauk því ekki keppni. Þess má geta að Bretar höfnuðu í fjórða sæti á síðustu leikum í 4x100 metra boðhlaupi. Christie hvfldi í gær og ætlaði sér að koma inn í sveitina í dag þegar í úrslit kæmi. Af því verð- ur ekki og Jjóst að hann hleypur ekki oftar á Ólympíuleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.