Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 B 3 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRIR Þórarinsson ásamt dóttur sinni Þóreyju fyrir framan Laugaveg 76. EITT tréð á baklóðinni er þeim eiginleikum gætt að blómstra fyrr en önnur tré í garðinum og þá yfirleitt kringum afmælisdag Guðrúnar, móður Þóris og ömmu Þóreyjar, sem var 27. apríl. FORELDRAR Þóris, Þórarinn Kjartans- son og Guðrún Daníelsdóttir, sem bæði eru látin. bjuggu vestan við Læk og annan hóp sem bjó fyrir ofan Skólavörðuholtið. Þetta voru ekki ýkja illskeyttir bar- dagar og yfirleitt fóru leikir okkar fram í friði og spekt.“ Veglegur heimilisbíll Þórir segir að heimilisbragurinn hafí trúlega verið öðru vísi heima hjá sér en víðast annars staðar á þessum árum. „Faðir minn hafði brotist úr sárustu fátækt og var orðinn nokkuð vel stæð- ur þegar ég man fyrst eftir mér. Hann hafði mörg jám í eldinum, var útsjónarsamur og nokk- uð heppinn í viðskiptum. Mér fannst hann vera sívinnandi og man bara eftir að hann tæki sér stutt sumarfrí tvisvar á ári í laxveiði. Ég held að foreldrar mínir hafí ekki borist mikið á þrátt fyrir góð efni. Mamma tók slátur, bjó til sultu og saltaði kjöt í tunnu líkt og aðrar húsmæður og fór aldrei út fyrir landsteinana. Þó var alltaf til vegleg- ur íjölskyldubíll og á sunnudögum vorum við systkinin látin punta okkur upp í sparifötin og þá var stundum farið í bíltúr. Á heimilinu var mikill gestagangur og hjá okkur gisti oft fólk utan af landi. Við bjuggum á allri annarri hæðinni en í risinu voru mörg lítil herbergi, þar sem við krakkarnir gátum leikið okkur að vild. Aðrar íbúðir í húsinu voru leigðar út og þar bjuggu stundum stórar fjölskyldur við þröngan kost.“ Þórir segir að þótt systkinin hafi þurft að taka til hendinni á gúmmí- verkstæði föður þeirra og sinnt ýms- um viðvikum fyrir heimilið, hafí þau notið ýmissa forréttinda umfram önn- ur böm í hverfínu. Sem unglingur geystist Þórir um á Laugaveginum og víðar á splunkunýju mótórhjóli. „Ætli ég hafí ekki verið einn af fyrstu mótorhjólagæjunum í Reykjavík. Gripurinn vakti gríðarlega aðdáun félaga minna, en mamma var alltaf með lífíð í lúkunum og mislíkaði að pabbi skyldi gefa mér hjólið.“ Stórfjölskyldan Þar sem Þórir er langyngstur systkinanna, voru sum þeirra farin að búa þegar hann var smápatti. Þau fóru þó ekki langt því flest fluttu sig fyrst í stað aðeins um set í aðrar íbúðir í húsinu ásamt mökum sínum og bömum. Þórir segir að dyrnar á annarri hæðinni hafí alltaf staðið opnar og oft hafí stórfjölskyldan ver- ið samankomin hjá foreldrum hans. „Faðir minn lést þegar ég var þrettán ára, en ég bjó hjá mömmu þar til hún lést 1967. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og meðan hún lifði var meiri samgangur milli systkin- anna.“ Smám saman varð Þórir sá eini úr fjölskyldunni í húsinu á Laugaveg- inum. Árið 1983 varð hann fyrir því óláni að kviknaði í risinu þar sem hann geymdi flestar eigur sínar með- an hann var að endurbæta þriðju hæðina. í brunanum glötuðust ýmsir gamlir munir úr búi foreldra hans. „Ég átti varla neitt nema fötin sem ég var í og er rétt núna að koma mér á fjárhagslega réttan kjöl.“ Bruni, vaxandi umferðarniður, bílastæðisskortur, mengun og hávaði hefur ekki enn haggað Þóri úr föður- húsum og hann á ekki von á að svo verði í bráð. Honum finnst þrátt fyr- ir allt notalegt að búa við Laugaveg- inn og er vongóður um að samstaða íbúa götunnar aukist og hagsmunum þeirra verði meiri gaumur gefinn í framtíðinni. ÁRIÐ 1930 gaf danska dagblaðið Politiken út sér- stakt íslandsblað. í því birtist þessi auglýsing frá Laugavegs apóteki og Efnagerð Reykjavíkur h.f. Teikningin af húsinu er ekki alveg raunhæf því hús- ið var aldrei merkt efnagerðinni. * H/F « EFNAGERÐ REYKJAYÍKUR Kcyk)«vik, a UiM 1919 Of oib&uhh* til Ak)Ktcl»lub t igai. Det lux cn AktWu- piul pu Kt. 12yocoMx 1'inMct hw rii Uúie 1 Apot«iu«K*kmiöKm. Utugavc* 16, hvor kjgct Bttla* p« isw 0% 2<k» Sal, d*hBUvcr Þtuytwt tU Kootorfcka- Wt v« dcb ul AibiWíWwicf. Hn irccuso Bígbysnw* blivet bcnytui ol Fnbriiw- «kio ug L»t«f fot Ktov« Kcmilmlicf 0« KxydtkfWr- Fintwei dnvtt cusres-Fomt- uiojf m«d Bngcmrokkr, Krytkkcia, Fntjtct, jrrovc Kcmíkihcr, korújk- wkaiske Artvkler, HoshoWaúnswiikkrr. BoWer, (ÍJocobde osv. lin tast KcuciKk j*mt Ascntcr i I’tovmwa bcvoger «Ue I jndcts Kobnwod, *om Firm»««ned fw Uod- uceher h«r Forbiadcbc tued Forudcn cngtot-Fonctmn* Uar Firomt tðtoiMM I-'abt ik» viriuomh cd, hvor der írwxutilkj BagerUrtikWr wmBjwcpuIvci.Æiyíepufycr, Owmpttlvcf, Citrou-.VaftiBe* AUt>d*l4mhcrtnv,>kcmiík-«ckPÍvke Artikkr wra Siutívwrte, IAmIícctþuu, BonevóJt siIt lamkelic* ktttmcdtkc Aiúkkr, Hmhtdd- nla<urt»kk>r wtn Soí*, Ssfter, Hddike, Kddiknyrt, I royurvcr 0«., Bobkr “k (ioooUdc. Vi cr velforvyn*Je i»ed mod«rne Msvkiacr lil Frcru«j|ling a\ twem*ynte Vurtr. Sailcdca tr Anlagct «U FrenutUIing al Ikdiicr o* CbocvWtíc nvli* blevet yder- ligct't udvklet. Ii«t «r dei ems*te Hrnttt i I»i»í>d, *oen ftCutitiHer CV>sX>!mk ved Oj>- mbcKlAWR d RMtioffertw fr» Cinmdtn ul. Jmltil »or U» A«r >»dc» hd« uímkö íarcq lnJustrt VWMI j Kcykýarik, oum JcMt Iwr uu lorwrdret ug, 09 mu» ci LcJ I dcu industrielk Udvtklint. der mod rircndo Ha« cr (ursRMct hcr. m*» Vimm WRW « indhiae «n tnrgci wuk SiUlio*.* D< údrtc to Asr <t Onut'uuiRrtr lcmJnhict. arnar á Laugavegjnum ekki hafa verið til hins betra. Ihaldssemi borg- aryfirvalda stendur allri þróun fyrir þrifum. Með þessu áframhaldi líður ekki á löngu þar til hér verða aðal- lega skrifstofur og krár, en verslun færist í auknum mæli í úthverfin." Oddur man tímana tvenna við Laugaveginn og honum er gatan ekki jafnkær og forðum. Bílastæða- vandamál, loftmengun og gegndar- laus hávaði í bílum og drukknu fólki segir hann helstu ástæðu þess að hann er alvarlega að hugsa um að hætta rekstri apóteksins og selja húsið. Honum fínnst fráleitt að borg- aryfírvöld skuli hvetja til íbúabyggð- ar við Laugaveginn. „Markmið mitt er fyrst og fremst að veita viðskipta- vinum mínum góða þjónustu. Slíkt reynist æ erfíðara, enda virðist stefna yfirvalda hvorki þjóna hags- munum íbúa né kaupmanna og við- skiptavina,“ segir apótekarinn og kaupmannssonurinn, sem ætlaði ekki að verða kaupmaður en hefur alla ævi verið viðloðandi verslun og viðskipti á Laugaveginum. ■ N eysla fiskmetis hefur áhrif á tíðaverki kvenna KONUR sem borða mjög lítið af fískmeti eða taka ekki inn lýsi fá mun verri tíðaverki en aðrar kon- ur. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn, sem gerð var í Arósa- háskólanum í Danmörku, en nið- urstöður hennar voru meðal annars birtar í danska dagblaðinu Politi- ken nú fyrir skömmu. Nálægt 200 heilbrigðar konur á aldrinum 20 til 45 ára tóku þátt í rannsókninni. Þær höfðu allar reglulegar og eðlilegar blæðingar og notuð ekki getnaðarvarnapillur. Markmið rannsóknarinnar var að athuga samhengið á milli tíða- verkja kvenna og neyslu þeirra á fæði sem væri ríkt af fjölómettuð- um fítusýrum. Slíkar fítusýrur fínnast einkum í fískmeti; fískiol- íum, feitum físki og lýsi. „Niðurstöður rannsóknarinnar fóru ekki á milli mála. Tíðaverkir kvenna eru verri, eftir því sem minna er neytt af feitum fiski og fískolíu,“ er haft eftir Bente De- utch, en hún hafði veg og vanda af rannsókninni í Árósa-háskólan- um. „Því má álykta sem svo að Morgunblaðið/Þorkell FÆÐA sem inniheldur fjöló- mettaðar fitusýrur og vít- amínið B12 dregur úr tíðar- verkjum kvenna. eftir því sem maður borðar meira af fískmeti því vægari verða tíða- verkirnir," segir hún ennfremur í samtali við Politiken. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu þannig fram á að miklir tíða- verkir tengdust lágu magni af fjöl- ómettuðum fítusýrum og vítamín- inu B12, en bæði þessi efni finnast í ríkum mæli í fískmeti. Að sögn Bente kom einnig mjög á óvart í rannsókninni hve mikið af ungum konum borði lítið af físki. „Það er jafnvel sjaldgæft að konur taki inn lýsi, en það hefur nú þótt þægileg leið til að innbyrða hinar mikilvægu fitusýrur," segir hún. Þá segir Bente að niðurstöðurnar styðji einnig þá tilgátu að neysla hvers konar fæðu sem inniheldur 'fjölómettaðar fítusýrur dregur yfír- höfuð úr öllum sársauka eins og til dæmis höfuðverk, mígreni, og magaverk. „Ástæðan er líkast til vegna áhrifa frá svokölluðu prostaglandíni, en það er hópur efna sem verður til við brennslu fjölómettaðra fítusýra í líkaman- um,“ segir Bente að síðustu. ■ '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.