Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Námsmeyjarnar í húsmæðraskólanum voru litnar hýru auga af piltum bæjarins Helga Stefánsdóttir var í Húsmæóraskólanum Ósk á ísafiröi veturinn 1933-1934. Hún sýndi Örnu Schram heklaóa dúka, útsaum og alls konar hannyrðir. Auk þess dró hún fram úr pússi sínu hand- skrifaöa uppskriftabók, sem kallaði fram ljúfar minningar. í GAMLÁ daga tíðkaðist það að ungar konur færu í húsmæðra- skóla, til að búa sig undir væntan- leg húsmóðurstörf. Þar lærðu þær meðal annars að búa til mat og sauma fallega dúka, en einnig voru þeim kennd hagnýt fræði eins og til dæmis búreikningar og heilsu- fræði. Blaðamaður Daglegs lífs ákvað að taka hús á Helgu Stef- ánsdóttur húsmóður, en hún á dýrmætar og eft- irminnilegar minningar frá þeim tíma er hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði áárunum 1933- 1934. Helga tekur vel á móti blaðamanni í fallegri íbúð sinni í Reykjavík, en húsakynnin bera vitni um nostursemi húsmóð- urinnar sem þar býr. Á borðunum má til dæmis sjá heklaða hvíta dúka og í sófanum heklaða púða og teppi. Helga býður blaðamanni inn í stofu, tekur upp litla rauða bók og blaðar varlega í gegnum hana. „Þessi bók hefur að geyma allar þær uppskriftir sem ég fékk og lærði í Húsmæðraskólanum,“ segir Helga og fær sér sæti. „Eigin- maður minn, hann Finnur, sem nú er látinn, tók að sér að skraut- skrifa allar uppskriftirnar í bókina, enda er hún nú ein af mínu dýr- mætustu eignum,“ segir hún enn- fremur og heldur áfram að fletta í bókinni, þar til hún finnur það sem hún leitar að. „Sjáðu, hér er uppskrift að ýsubuffi, en það þótti okkur stelpunum í Húsmæðraskól- anum alltaf voða gott,“ segir hún uppnumin og fer að rifja upp þann tíma er hún ákvað að leggja land undir fót og hefja húsmæðranám á ísafirði. Kófsveittar við baksturinn Helga sleit bamsskónum í Nes- kaupstað og var elst átta systkina. „Þegar ég var rúmlega tvítug stakk einn vinur foreldra minna upp á því að ég færi í Húsmæðraskólann á Hallormsstað ásamt dóttur sinni. Skólagjöldin þar voru hins vegar of há fyrir fjölskyldu mína og því varð ekkert úr þeim áformum. í framhaldi af því ákváðu ég og vin- kona mín hins vegar að fara í Húsmæðraskólann á ísafirði, skóla- gjöldin þar voru mun lægri, enda námstíminn styttri eða í fjóra mán- uði,“ segir hún. Helga og vinkona hennar María Ármann héldu af stað til ísaijarðar og byrjuðu í húsmæðraskólanum NÁMSMEYJAR við störf í Húsmæðraskólanum Ósk á ísafirði vetur- inn 1933-1934. Talið frá vinstri: Sveinbjörg Haraldsdóttir, Gyða Tómasdóttir, Guðrún Samsonardóttir, Helga Stefánsdóttir, Guðrún Rögnvaldsdóttir, Kristín Steingrímsdóttir. Petrína Elíasdóttir situr með skál í kjöltu sinni og við hliðina á henni situr Áslaug Löve. Ósk á ísafirði, í október 1933. Stúlkurnar sem hófu nám þá um haustið ásamt Helgu og Maríu voru sextán talsins. Þær komu víða að og voru frá ólíkum staðháttum. „Námið var nokkuð íjölbreytt og voru aðalkennslugrein- arnar matreiðsla, hús- stjórn, hannyrðir og vefnaður," segir Helga. „Auðvitað var verið að kenna okkur ýmislegt sem margar af okkur kunnu þá þegar, til dæmis að þvo og nudda á brettum. En margt nytsamlegt lærði mað- ur Iíka og hvergi var slakað á. Á þessum tíma óf ég fleiri metra af gardínum, saumaði svuntur, heklaði dúka og fleiri gagnlega hluti. En auk þess stóðum við kófsveittar við að baka kökur og ýmislegt fleira góðgæti. Stund- um kom fyrir að við vorum látnar baka fyrir efnaðar fjölskyldur í Helga Stefánsdóttir HUSNÆÐI húsmæðraskólans á ísafirði við Fjarðarstræti 24. Reykjavík, til dæmis fyrir fínar veislur eða jólaboð, enda var for- stöðukona skólans á því að það væri okkur góð æfing.“ Forstöðukonan, fröken Gyða Maríasdóttir, hafði á árunum áður numið húsmæðrafræðslu í Dan- mörku og var því með margar for- vitnilegar uppskriftir í farteskinu, þegar hún tók _við stjórn Hús- mæðraskólans á Isafirði. Nöfnin á sumum kökum báru dansk-ættuð nöfn eins og „Prins Kristjáns hring- ir“ eða „Kristjáns 9. kökur“, en nöfn á öðrum réttum voru ekki síð- ur framandi eins og til dæmis „Skjaldbökubróðir", sem er heiti á kjötrétti úr kálfshöfði. „Við náms- meyjarnar lögðum hart að okkur við að ná öllum uppskriftunum nið- ur á blað, þegar Gyða las þær upp fyrir okkur,“ segir Helga og bætir við: „Eg man enn eftir því hvernig sumar stúlkurnar stigu á tærnar á mér, þegar þessir fyrirlestrar fór fram, því þá höfðu þær ekki náð öllu því sem Gyða sagði og vildu að ég hvíslaði því að þeim,“ segir Helga og hlær góðlátlega. Grísagíllið og Vetrarhjálpin Helga segir að félagslífið innan skólans hafi verið mjög líflegt. „Ég minnist sérstaklega árshátíðarinn- ar í skólanum sem kölluð var „Grísagillið". Skemmtisamkoma þessi var þannig til komin að náms- meyjar greiddu í sameiginlegan sjóð fyrir hvern matarblett sem þær settu í borðdúka, mismunandi mik- ið, eftir stærð blettsins. Þessum sjóði var síðan varið til að halda veislu fyrir námsmeyjarnar," segir Helga. Hún getur þess líka að stúlkurn- ar sem stunduðu nám í Húsmæðra- skólanum á ísafirði hafi óneitan- lega vakið athygli bæjarbúa, „sér- staklega piltanna í bænum“, segir hún sposk á svip og heldur áfram: „Skólinn var oft nefndur „Vetrarhjálpin", vegna þess að námsmeyjarnar voru sagðar auka líkur á því að strákarnir í bænum næðu sér í kvonfang. Enda lágu þeir sumir hveijir og guðuðu á kjallaraglugga skólahússins hvenær sem færi gafst,“ segir hún og hlær. Helga segir að það hafi verið mikið öryggi fyrir stúlkur á þeim tíma að hafa farið í húsmæðra- skóla. „Eftir námið vorum við ekki eins ragar við neitt, eins og til dæmis að búa til mat og sjá um heim- ili,“ segir hún. „Ég gerði líka mikla handavinnu á þessum tíma og naut þess að sauma við kertaljós á kvöld- in. Og margt af því sem ég bjó til þá, varðveiti ég enn þann dag í dag,“ segir hún. Helga giftist Finni Magnússyni, ungum manni frá Flateyri, nokkr- um árum eftir skólavistina og bjuggu þau á ísafirði lengst af. Þar rak Finnur verslunina Finnsbúð. Fyrir um tveimur áratugum fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem Helga býr enn þann dag í dag. Barnabörn- in og barnabarnabörnin njóta enn snilli hennar í saumaskap og matargerð. Hekluð teppi og peysur eftir „ömmu Helgu“ njóta athygli hvert sem farið er að ógleymdum góðu veitingunum; vel löguðum kleinum, kökum og vöfflum sem allir gestir ganga að sem vísu í hlýja eldhúsinu hennar Helgu. ■ Vingull flakkar milli lækna ÞRJÓSKIR sjúklingar fá fyrr bót meina sinna en þeir sem sýna linkind á læknastofunni, segir í ágústhefti Harvard He- alth Letter. Bandaríkjamaðurinn Irving Goldman, 75 ára gamall, þakkar þrautseigju sinni að hann er nú heill heilsu og eyðir ævikvöldinu áhyggjulaus á Flórída. Þrautaganga hans hófst fyrir 25 árum þegar hann fékk skyndilega slæman verk fyrir brjóstið. í sex ár gekk Goldman á milli sérfræðinga sem sjúk- dómsgreindu hann ýmist með þindarslit, gallblöðruvandamál eða vöðvakrampa. Allt kom fyr- ir ekki, heilsa hans fór sífellt versnandi. Goldman gafst samt ekki upp og loksins fann hann lækni sem virkilega hlustaði á það sem hann hafði að segja um líðan sína. Þá kom upp úr dúrn- um að hann var með kverka- bólgu á háu stigi, auk þess sem kransæðaþrengsli hijáðu hann. Skömmu síðar fór hann í hjarta- uppskurð. „Ef ég fékk ekki réttu svörin þá leitaði ég bara eitt- hvert annað. Það hélt í mér líf- inu,“ segir hinn þolgóði Gold- man. Völdln tll sjúklingana Málsvarar sjúklinga hafa bent á að sjúkrasaga Goldmans sé langt frá því að vera eins- dæmi. Þeir segja kjarklausa sjúklinga eiga frek- ar á hættu að vera sjúk- dóms- greinda á rangan hátt en fá hins vegar ótakmarkað af lyfseðlum og endalausa ráðgjöf. „Sjúklingar sem geta útskýrt líðan sína og eru ákafir í að komast að því hvar hundurinn liggur grafinn fá fyrr heilsuna aftur,“ segir Thomas L. Del- banco, læknaprófessor við Har- vard-háskóla. Hann ráðleggur fólki einnig að tala um sjúkdóm- inn við vini og vandamenn og fá hjá þeim góð ráð. Hegðan læknisins skiptir einnig máli. Ef hann er skiln- ingsríkur aukast líkur á að heilsa sjúklingins batni fyrr, segja májsvarar sjúklinga. Ýmislegt er hægt að hafa í huga þegar farið er til læknis til að gera ferðina árangursríkari. ► Skrifaðu niður upplýsingar um hvar þú finnur til og hvað þú ætlar að segja lækninum. ► Eftir viðtalið skaltu athuga hvort hann hafi örugglega svar- að öllum þínum spurningum. ► Vertu ekki feiminn, talaðu opinskátt og ef það styrkir þig taktu með þér maka eða náinn vin. ► Láttu lækninn ekki setja þig út af laginu. Athugun hefur leitt í ljós að læknar taka fram í fyr- ir sjúklingum 18 sekúndum eftir að þeir byija að tjá líðan sína. ► Reyndu að taka upp þráðinn aftur og talaðu um það sem virkilega skiptir máli. ► Skrifaðu niður það sem ykk- ur fer á milli. Gott er að taka með sér lítið upptökutæki því flestir muna aðeins brot af því sem gerist á læknastofunni. ► Ef þú er ósáttur við tilmæli læknisins skaltu leita ráða hjá öðrum. ► Vertu iðinn við að spyija og láta vita ef þú skilur ekki sér- fræðital læknisins. ► Einnig er ráðlegt að lesa sig til um sjúkdóm- inn og vera þannig með á nótunum. ■ GÓÐ heilsa er gulli betri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.