Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Peningarnir í Englandi Miklir peningar eru í umferö í ensku knattspyrnunni eftir ab Sky sjónvarpsstöbin keypti sýningarrétt frá leikjum. Alls voru keyptir leikmenn fyrir 97.675.000 pund fyrir leiktíbina og ensk félög seldu menn fyrir 43.425.000 pund. Samsvarandi tölur í fyrra voru 87.657.000 og 50.560.000 pund. Nærri 70 útlendingar hafa gengið til liðs við ensk félög fyrir veturinn. Þetta eru þeir dýrustu: Leikmaður Félagaskipti Verð i pundum Fabrizio Ravanelli Juventus-Middlesbro 7,0 milljónir Roberto Di Matteo Emerson Lazio-Chelsea Porto-Middlesbro 4,9 milljónir 4,0 milljónir Karel Poborsky Patrick Vieira Patrik Berger Slavia Prag-Man. Utd. AC Milan-Arsenal B. Dortmund- Liverpool 3,5 milljónir 3,5 milljónir 3,25 milljónir Frank Leboeuf Florin Raducioiu Fernando Nelson Strasbourg-Cheisea Espanyoi-West Ham Lissabon-Aston Villa 2,5 milljónir 2,4 milljónir 1,75 milljón Jordi Cruyff Allan Nielsen Barcelona-Man. Utd. Bröndby-Tottenham 1,4 milljón 1,65 milljón Ole Gunnar Solskjar Molde-Man. Utd. 1,5 milljón Per Frandsen Kaupmannahöfn-Bolton 1,25 milljón Michael Johansen Ronny Johnsen Régis Genaux Nikola Jerdan Kaupmannahöfn-Bolton Besiktas-Man. Utd. Standard Liege-Coventry Real Oviedo-Nott. Forest 1,25 milljón 1,2 milljón 1,0 milljón 1,0 milljón Hverju félagi í ensku úrvalsdeildinni eru tryggðar 8 milljónir punda fyrir hvert tímabil næstu 4 árin. Það samsvarar 800 millj. króna á ári. Að auki fá liðin greiðslur eftir árangri. II Newcastle Nemastle lékk 934.135 pund íyrir 2. sæti í vor, en næsta vorgelurþad sæti 2.008.585 pund. □ Manchester Manchester Utd. fékk 983.300 pund lyrir meistaratitil sinn í vor. Liðið sem verður meistari næsta vorlær 2.114.300 pund. Sky greiðir 670 milljónir punda fyrir beinar útsendingar á 4 árum og BBC 73 milljónir fyrir að syna valda kafia úr leikjum. ■ ÍVAR Sigurjónsson skoraði fyrsta mark sitt í 1. deild er hann gerði sigurmark Breiðabliks gegn KR á laugardaginn. ■ THEODÓR Hervarsson lék sinn síðasta ieik í bili með Blikum á laug- ardaginn en hann er farinn til Nor- egs til að halda áfram námi í veður- fræði. Hann gæti þó komið í ein- hveija leiki haust. ■ KJARTAN Antonsson hefur einnig haldið út í heim til náms. Hann fór vestur um haf en reiknað er með því að hann komi heim í haust til tveggja leikja, gegn ÍA og ÍBV. ■ GUÐMUNDUR Þ. Guðmunds- son leikmaður Breiðabliks verður líklega ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili en hann er með brjósklos í baki. ■ HAKON Sverrisson er enn einn leikmaður Breiðabliks sem meiðst hefur í sumar. Hann er rifbeinsbrot- inn en var deyfður fyrir leikinn KR en varð þó að fara af velli eftir 25. mínútur. Félagi hans Sævar Péturs- son hefur einnig verið þjakaður að meiðslum í hásin en náð að harka af sér hingað til. ■ JOHN Jackson heitir bandarísk- ur körfuknattleiksmaður sem kemur ÍÞRfmtR FOLK til íslandsmeistara Grindavíkur í vikunni, til reynslu. Hann er 2 metr- ar á hæð, kemur frá Olemiss- háskóia og er sagður hafa leikið í sterkri háskóladeild. ■ RODNEY Dobard, sem lék með Grindavík síðari hluta síðasta vetr- ar, er kominn til liðs í 2. deildinni á Spáni. ■ DAVÍÐ Grissom körfuknatt- leiksmaður sem leikið hefur með Keflavík síðustu ár hefur verið ráð- inn þjálfari körfuknattleiksliðs Reyn- is frá Sandgerði. Hann ætlar jafn- framt að leika með liðinu. ■ IAN Rush var ekki valinn í lands- hóp Wales fyrir leik gegn San Mar- ino í undankeppni HM sem fram fer í lok mánaðarins. Rush er 34 ára gamall og hefur leikið 73 landsleiki og skorað 28 mörk í þeim. ■ MARK Hately fyrrum landsiiðs- maður Englendinga í knattspyrnu hefur verið lánaður í einn mánuð til Leeds frá QPR. Á hann að reyna að fylla skarð Tony Yeboah og Brian Dean en þeir eru báðir á sjúkralista. Hateley leikur sinn fyrsta leik með Leeds á fimmtudag- inn gegn Sheffield Wednesday. ■ ZE Elias brasilískur miðvallar- leikmaður hefur gengið til liðs við þýska félagið Bayer Leverkusen. Hann lék áður með Corinthians í heimalandi sínu og var í bronsliði Brasilíu á Olympíuleikunum í Atl- anta. Leverkusen hefur aldrei áður greitt hærri upphæð fyrir Ieikmann -315 milljónir króna. ■ RICHIE Humphries gerði glæsi- leg mark fyrir Sheffield Wednesday í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fyrra markið í 2:1 sigri gegn Aston Villa; tók knöttinn á lofti og þrum- aði viðstöðulaust með vinstra fæti efst í hægra hornið. Þetta var annar leikur hans fyrir Wednesday og fyrsta_ markið. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson lék ekki með Bochum er félagið lagði Duis- burg 1:0 um helgina í þýsku 1. deild- inni. Peter Közle skoraði sig- urmarkið en síðast er hann skoraði mark í 1. deildinni var hann liðsmað- ur Duisburg. HÚRRA! Sú merkilega frétt birtist á Akureyrarsíðu Morgun- blaðsins á föstudaginn að íþrótta- og tómstundaráð þar í bæ hefði samþykkt á fundi í vik- unni að mæla með því að gerður yrði samningur við Iþróttafélagið Þór um byggingu og rekstur knattspyrnu- húss. Fréttin er lang- þráð fyrir knatt- spyrnuunnendur, ekki bara í höfuðstað Norð- urlands heldur hvar sem er á landinu því nú sýnist mér að búið sé að taka af skarið og það hlýtur að verða til þess að fleiri fara að huga að slíkri byggingu af alvöru. Langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir því að knattspyrna er heilsársíþrótt. Fólk dustar ekki rykið af skónum þegar vorar og setur þá aftur upp í hillu í sept- ember eða október eins og tíðk- astið í den tid. Svona var þetta fyrir rúmum 20 árum en mikið vatn hefur runnið um farveg Glerár síðan. Nú gera menn sér líka betur grein fyrir því en áður að knattspyrna er tvennt: skemmtun og viðskipti. Til að hægt sé að „framieiða" góða knattspymumenn sem skemmt geta áhorfendum verða aðstæður að vera góðar. Séu aðstæður það aukast iíkur á að þessi „sölu- vara“ þyki boðleg á erlendri grundu. Knattspyrnumenn eru nefnilega góð útflutningsvara, rétt eins og fiskur og ál, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Eftir að Akureyringar hættu að leika undir merki IBA og fé- lögin tvö, Þór og KA, hófu að leika í eigin nafni eignuðust bæði malarvöli, sem ætlað var að leysa gamla, góða (!) Sanavöil- inn af hólmi. Og það gerðu þeir, yfir sumarið, en á þeim tíma sem knattspyrnumennirnir eru að koma sér í æfingu hafa umrædd- ir vellir oftast verið í heldur siæmu ásigkomulagi og sá gamli niður við sjó komið í góðar þarf- ir. Lengi hefur staðið til að hann hverfi af yfirborði jarðar, enda á svæði sem Akureyrarhöfn hefur til umráða og efiaust styttist í völlurinn standi knattspymu- mönnum ekki lengur til boða. Þess gerist líka vonandi ekki þörf mikið lengur. Ekki má gieyma að KA og Þór eiga giæsileg félagssvæði með grasvöllum, en það sem hef- ur skort er æfingaaðstaða að vetrinum til. Þetta atriði hefur staðið knattspyrnunni í bænum fyrir þrifum því veður em oft þannig á þessu svæði jarðarinnar að ekki er gott að æfa sig með knött. Allir vita að úrkoma og vindur koma í veg fyrir það og knattspyrnuhús er því löngu orð- ið nauðsynlegt. Akureyringar hafa löngum notið þess að horfa á góða knatt- spyrnu, eins og margir aðrir, en síðustu árin hefur þeim ekki verið boðið upp fyrstu deildar knatt- spyrnu og kunna því skiljanlega illa. KA varð íslandsmeistari 1989 og Þór var. í nokkur ár í toppbar- áttu 1. deildarinnar, en undanfar- ið hefur hallað undan fæti. Það gæti oltið á því hvort umrætt hús rís hvort Norðanmenn eignast frambærilega knattspyrnumenn á nýjan leik. Fólki, sem þykir vænt um höfuðstað Norðurlands, þykir tími til kominn. Skapti Hallgrímsson Loks hillir undir að knattspymuhús verði byggt á íslandi Erhlaupadrottningin MARTHA ERIMSTDÓTTIR hvergiafbakidottin? Stefni á mara- þonið í Sydney HLAUPADROTTNINGIN Martha Ernstdóttir tók á sunnudaginn þátt í Reykjavíkur maraþoninu í ellefta sinn og gerði hún sér lítið fyrir og setti glæsilegt íslandsmet í háifmaraþoni, hljóp á einni klukkustund, ellefu mínútum og 40 sekúndum, en fyrra metið átti Martha sjálf. Martha er á 32. aldursári, fædd þann 22. desember 1964, og hefur hún sigrað í öll þau skipti, sem hún hefur tekið þátt í Reykjavíkur maraþoninu utan einu sinni þegar hún lenti í öðru sæti í hálfmaraþoni. Martha er í sam- búð með frjálsiþróttakappanum Jóni Oddssyni og á hún einn son, Darra níu ára. MarthaJauk sjúkraþjálfaraprófi frá Há- skóla íslands en hún leggur nú stund á smáskammtalækning- ar (homeopathy) í Noregi og er þar að hefja nám á þriðja og jafnframt síðasta ári í haust. Eftir Sigurgeir Guðlaugsson artha byijaði að æfa hlaup árið 1984 en átti þá lengi við þráláta beinhimnubólgu að stríða og gat af þeim sökum oft ekki hlaupið svo vikúm skipti. Hún náði sér þó að lok- um á strik og byijaði að æfa af fullum krafti fjórum árum síðar en að undanförnu hefur hún ein- beitt sér að maraþonhlaupum og ætlaði hún sér lengi vel að taka þátt í þeirri grein á Ólympíuleik- unum í Atlanta. Mörthu varð þó ekki að ósk sinni og varð hún að bíta í það súra epli að ná ekki ólympíulágmarki í greininni en hún er þó hvergi af baki dottin og hefur óhikað sett stefnuna á Ólympíuleikana í Sydn- ey árið 2000. Urðu það ekki mikil vonbrígði fyrir þig að ná ekki ólympíulág- mörkunum? „Jú, auðvitað urðu það mikil vonbrigði því þetta var nokkuð sem ég var búin að stefna _að lengi en þegar ég reyndi við Ólympíulág- markið í maraþoninu í apríl gerði ég þau mistök að byija að keyra á fuilu þegar hlaupið var hálfnað. Eg sprakk svo gjörsamlega á enda- sprettinum og má því að vissu leyti segja að það hafi verið mitt eigið reynsluleysi, sem kom í veg fyrir að ég kæmist til Atlanta. Eftir þetta ákvað ég svo að reyna við lágmörkin í 5.000 og 10.000 metra hlaupunum en þá var í raun orðið Morgunblaðið/Ásdís MARTHA Ernstdóttir: „Ég hef sett stefnuna á maraþon- hlaupið á Ólympíuleikunum í Sydney eftir fjögur ár.“ of seint að ætla sér að komst á Ólympíuleikana því undirbúningi fyrir maraþonhlaup annars vegar og 5.000 og 10.000 metrana hins vegar er allt öðruvísi háttað." Nú hefur þú einbeitt þér mikið að maraþonhlaupum undanfarið, hyggst þú halda því áfram eða færa þig yfir í 5.000 og 10.000 metrana? „Ég býst fastlega við að halda áfram að einbeita mér að mara- þoni og götuhlaupum en ég er þó sannfærð um að ég á meira inni í 10.000 metrunum ogþað blundar óneitanlega í mér að reyna ná betri árangri þar.“ Þú bætir íslandsmet þitt í hálfmaraþoninu um 21 sekúndu á sunnudaginn. Sýnir það ekki að þú ert mjög vel á þig komin um þessar mundir? Jú, ég er í mjög góðu formi og er alveg viss um að hefði ég feng- ið annað tækifæri til þess að reyna við ólympíulágmarkið í maraþon- inu hefði ég náð þeim. Ég hef ein- ungis hlaupið tvö maraþon og það var bara reynsluleysi, sem háði mér þegar ég reyndi við lágmarkið í apríl." Hvert verður framhaldið hjá Möithu Ernstdóttur? „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát og ég hef sett _ stefnuna á maraþonhlaupið á Ólympíuleik- unum í Sydney eftir fjögur ár. Annars á ég eftir að prófa svo margt, m.a. að hlaupa lengri vega- lengdir og hlaupa í þunna loftinu, að ég get ekki annað en horft bjartsýnum augum til framtíðar- innar. Ég á nóg eftir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.