Morgunblaðið - 20.08.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.08.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 B 5 KNATTSPYRNA um þijú stig Ivar Benediktsson skrifar BREIÐABLIK fékk þrjú dýrmæt stig íbotnbaráttunni erfélagið tók á móti KR á laugardaginn og sigraði 1:0 ítilþrifalitlum leik. Blikar náðu þar með að komast í tíu stig og fylgja Kefla- vík. Með sigrinum misstu KR- ingar af möguleikanum á að endurheimta efsta sætið eftir að Skagamenn höfðu náð því daginn áður með sigri á Val. Ljóst er að KR-liðið verður að leika mun betur f næstu leikjum ætli það sér að fylgja ÍA eftir. Blikar byrjuðu leikinn skár og náðu á upphafsmínútunum nokkrum vænlegum sóknum sem þeim tókst ekki að reka smiðshöggið á. KR-ingar voru ekki eins og þeir áttu að sér og leyfðu Blikum að hafa frumkvæðið þótt lítið væri. Fljótlega dofnaði yfir leiknum og á 15 mínútna kafla gerðist fátt mark- vert á vellinum og oft á tíðum gekk leikmönnum illa að koma boltanum á milli sín. Eftir um 30 mínútna leik lifnaði skyndilega yfir leikmönnum beggja liða og heimamenn voru nálægt því að skora er Kjartan Antonsson var dæmdur rangstæður er hann skor- aði eftir laglegan undirbúning Þór- halls Hinrikssonar. Nokki-um and- artökum síðar fékk Sævar Pétursson ákjósanlegt færi á markteig en í stað þess að skjóta viðstöðulaust hikaði hann og við það rann færið út í sandinn. Mínútu síðar komst Hilmar Bjömsson einn inn fyrir vöm Breiðabliks hægra megin eftir vand- legan undirbúning og sendingu frá Ríkharði Daðasyni. En líkt og Sæv- ar skömmu áðar hinumegin á vellin- um þá hikaði Hilmar við og Carad- aklija markvörður Breiðabliks varði loks er Hilmari hugnaðist að spyrna knettinum. Breiðabliksmenn skor- uðu eina mark leiksins á 41. mínútu en ólíkt því sem vænta mátti lifnaði lítið yfir KR-ingum við það. Leikur þeirra var mjög ómarkviss og batn- aði ekkert í síðari hálfleik. Breiða- bliksmenn léku heldur ekki fallega knattspyrnu en þeir börðust af grimmd fyrir sigrinum og verðskuld- uðu hann fyllilega. Þeir léku einum leikmanni færri síðustu 10 mínútur leiksins eftir að Kjartan Einarsson fékk annað gula spjaldið sitt í leikn- um. Áttu flestir von á að KR reyndi að færa sér liðsmunin í nyt en allt kom fyrir ekki. Þeir sýndu aldrei neina burði til þess. „Okkur tókst að leika eins og lagt var upp fyrirfram, betjast og loka svæðum. Reyndar kom babb í bátinn er Kjartan var rekinn út af en við náðum að breyta leik okkar og koma í veg fyrir að KR-ingar gætu nýtt sér það. En leikurinn tók á taugam- ar hjá mér,“ sagði Sigurður Hall- dórsson, þjálfari Breiðabliks að leiks- lokum. „Við virðumst vera að átta okkur á þeirri nöturlegu staðreynd að við erum í fallbaráttu og þessi sigur veitir okkur sjálf- traust í leikina sem fram- undan eru. Næst mætum við Skagamönnum," bætti Sigurður við en hann er ekki ókunnugur á þeim slóðum. Það var dauft hljóð í Lúkasi Kostic, þjálf- ara KR. „Breiðablik verð- skuldaði sigurinn. Við vor- um hugmyndasnauðir í sókninni og greinilega ekki tilbúnir í leikinn." KR-liðið lék án Einars Þórs Daníelssonar sem var í leikbanni og var það skarð fyrir skildi en þó á lið með jafn stóran leik- mannahóp að geta gert mun betur þótt einn leikmann vanti, þrátt fyrir að Einar hafi leikið vel í sumar. Sannaðist þarna að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Á 41. mínútu tók Kjartan Antonsson aukspyrnu vinstramegin á miðj- um vallarhelmingi KR og sendi knöttinn rakleitt með vinstri fæti upp á hægri kantinn á móts við miðjan vítateig hægra megin þar sem Arnar Grétars- son tók við knettinum og spymti i átt að markinu. Boltinn stefndi í markið er ívar Sigurjónsson rak tána í knöttinn rétt við marklínuna og stýrði boitanum í stöng og inn. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson CARDAKLIJA markvörður Bllka handsamar knöttlnn rétt á undan Ásmundi Haraldssynl ,en Kjartan Antonsson fylglst með. Stjömuskin í Gríndavík ÞAÐ er óhætt að segja að Stjarnan hafi skinið í Grindvík eftir góðan og sanngjarnan sigur á heimamönnum, 3:0, í 13. um- ferð 1. deildar. Þar með eru Stjörnumenn komnir af hættu- svæði fallbaráttunnar en Grindvíkinga bíður ekkert annað en botnlaus barátta fyrir sætinu í deildinni og Ijóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara. skrifar frá Grindavik Þetta var góður sigur hjá okkur og sanngjarn að mínu mati. Það var ljóst að það var mikið undir hjá báðum liðum og það lið sem tapaði myndi Frímann lenda í vandræðum. Ólafsson Við erum á þægi- legum slóðum núna og það minnkar pressuna á okkur. Við tökum einn leik fyrir í einu og eigum Leiftur næst þannig að allt getur gerst,“ sagði Þórður Lárusson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Það voru aðeins liðnar 9 mínút- ur þegar Valdimar Kristófersson átti skot í stöng Grindavíkur- marksins en hann stillti miðið að- eins betur þegar hann skoraði fyrsta mark gestanna á 19. mín- útu. Grindvíkingar voru meira með boltann í hálfleiknum en gátu ómögulega skapað sér markfæri. Boltinn gekk ekki nógu vel milli manna; alltaf virtist eiga að leika á einn í viðbót og sóknimar runnu út í sandinn. Stjörnumenn léku hinsvegar af yfirvegun og áttu hættuleg skyndiupphlaup. Mark- færin voru ekki mörg en eftir að Goran Micic skoraði annað mark Stjörnunnar gerðu Grindvíkingar örvæntingafullar tilraunir til að skora. Olafur Ingólfsson átti skalla að marki Stjörnunnar og Zoran var óheppinn þegar hann slapp í gegn á 44. mínútu en Bjarni bjargaði með úthlaupi. Bjarni var aftur vel á verði mínútu seinna þegar hann varði bylmingsskot Ólafs Ingólfs- sonar í horn. Seinni hálfleikur einkenndist af miklum hlaupum og fátt markvert gerðist. Grindvíkingar stjórnuðu leiknum en var fyrirmunað að skapa sér færi frekar en í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn vörðust vel og voru fljótari á boltann en fóru sér hinsvegar rólega í sóknar- leiknum og hugsuðu meira um að halda stöðunni. Það var í anda leiksins að Birgir Sigfússon skor- aði þriðja mark gestanna á 79. mínútu. Nokkur harka hljóp í leik- inn og hefði Pjetur Sigurðsson að ósekju mátt dæma meira á peysu- tog og hindranir sem sáust í leikn- um. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem Grindvíkingar áttu tvö færi en Bjarni Sigurðsson var vel á verði í bæði skiptin, fyrst eftir skot Ólafs Ingólfssonar og síðan Hjálmars Hallgrímssonar. Leikurinn rann út og Stjörnusigur staðreynd. Heimamenn náðu sér aldrei á strik í leiknum og var eins og það vantaði einhvern til að taka af skarið. í liði Stjörnunnar batt Helgi Björgvinsson vörnina vel saman og Baldur Bjamason átti góða spretti á miðjunni en liðið vann vel saman að sigrinum. Helgi Björgvinsson tók aukaspymu fyrir Stjömuna á 19. mínútu og sendi boltann fyrir markið. Þar skall- aði vamarmaður frá en beint fyrir fætur Valdimars Kristó- ferssonar á miðjum vítateig og viðstöðulaust skot hans rataði rakleitt í vinstra markhorn Grindavíkurmarksins. OB^^Hermann Arason ■ Misendi boltann inn í vítateig Grindvíkinga á 40. mín- útu beint á Goran Kristófer Micic sem hafði allan tímann í heiminum til að snúa sér við og skora framhjá Alberti í markinu. 0B ^jBaldur Bjarnason tók ■ ■Srstutta homspyrnu á Goran Kristófer Micic sem sendi fyrir mark Grindvíkinga en eng- inn náði til boltans en rétt fyrir utan teiginn vinstra megin var- Birgir Sigfússon sem gerði sér lítið fyrir og skaut fimaföstu skoti í gegnum vömina og í hægra markhorn. Gott mark sem kom á 79. mínútu. Baráttan færði Blik IA og ÍBV á Laugardalsvelli 25. ágúst kl. 14 Forsala aðgöngumiða er á ESSO-stöðvunum við Artúnshöfða, Geirsgötu og Lækjargötu Hafnarfirði. VERÐ: Stúka 1100 kr., stæði 700 kr., börn 300 kr. Forðist biðraðir við innganginn! Olíufélagiðhf —50 dra~

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.