Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 8

Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURMARAÞON Blíðskaparveðurermaraþoniðvarþreyttí 13. sinná 210. afmælisdegi Reykjavíkur Morgunblaðið/Bjarni WELSKA stúlkan Angharad Malr nýkomin í mark eftir maraþonhlaupið. Hún hefur ærna ástæðu til að brosa breitt; varð fyrst kvenna, stórbætti brautarmetið og eigin árangur. Morgunblaðið/Bjarni HUGH Jones frá Bretlandi hleypur síðustu metrana. Mairsetti glæsilegt brautarmet rettánda Reykjavíkurmaraþon- ið fór fram í blíðskaparveðri á sunnudag. Sigurvegari í maraþoni karla var sá sami og >' fyrra- Bretinn Hatfgrimsson J°nes °S >' skrifar kvennaflokki var welska stúlkan Angharad Mair fyrst í mark. Hún keppti fyrir Bretland að þessu sinni, í fyrsta sinn, og hélt upp á daginn með sigri og því að stórbæta braut- armetið. Og bætti raunar besta eig- in árangur um heilar sjö mínútur. Ingólfur Gissurarson var í fjórða sæti og fyrstur íslendinga í mark í maraþoninu og varð þar með ís- landsmeistari í greininni. Martha Emstdóttir hljóp hálft maraþon að þessu sinni og bætti eigið íslands- met. Keppnin á sunnudag gekk vel fyrir sig en þátttakendur voru held- ur færri en vonast hafði verið til, reyndust alls um 2.700, lang flestir í þriggja kílómetra skemmtiskokk- inu. Þeir sem hlupu virtust vel á sig komnir og allir komust í mark þó fólk hafí auðvitað verið misjafnlega lengi á leiðinni. Hlauparar voru létt- ir í skapi þegar lagt var í’ann, sum- ir virkuðu hins vegar ansi þreytu- legir þegar þeir komu aftur í Lækj- argötuna - skiljanlega - en von- andi hafa allir náð sér fljótt og vel. Heilt maraþon er mikil þrek- raun og hálft líka, fyrir suma að minnsta kosti, en aðstandendur og þátttakendur voru heppnir með veð- ur að þessu sinni. í fyrra var rok og rigning en sól og blíða nú, enda afmælisdagur Reykjavíkur og því ekki annað við hæfi en bjóða upp á hátíðarveður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Morgunblaðið/Golli BRETINN Hugh Jones, sem sigraði í maraþoni karla, við 10 kílómetra skiltið. Ekki ber á öðru en hann sé vel hvattur áfram af þessum Ifflega áhorfanda. Morgunblaðið/Golli ÞÁTTTAKENDUR í Reykjavíkurmaraþoni voru ekki allir hálr í loftinu að þessu sinni frekar en fyrri ár. Þessi hefur líklega látlð skemmtiskokkið duga. borgarstjóri ræsti keppendur í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 kíló- metra hlaupi og allir þustu þeir af stað, þó svo gleymst hefði að hlaða byssu borgarstjórans og smellirnir í vopninu væru helst til hljóðlegir. Þegar skemmtiskokkarar .voru svo ræstir nokkrum mínútur síðar og Guðrún grindahlaupari Arnardóttir var komin með skammbyssuna í hönd var púðrið á sínum stað og enginn velktist í vafa um hvenær hann ætti að spretta úr spori. Sigursæll Hugh Jones sigraði örugglega í maraþoni karla, á 2 klukkustund- um, 24 mínútum og 16 sekúndum. Hann kom einnig fyrstur í mark í fyrra, sem fyrr segir. Og hann hef- ur áður keppt í höfuðborginni. „Ég hef keppt þrisvar í hálfmaraþoni hér, sigrað tvisvar, og þetta var í annað skipti sem ég hleyp maraþon í Reykjavík," sagði hann. „Það var mun léttara að hlaupa nú en í fyrra. Veðrið þá var hræðilegt, en samt hljóp ég á betri tíma þá. Hef líklega verið að flýta mér svona mikið til að flýja undan veðrinu. Ég man að ég var geysilega feginn þegar ég kom í mark í fyrra!“ Jones sagði goluna á sunnudag hafa verið kær- komna og aðstæður allar mjög góð- ar. Sólin hefði verið í lagi og alls ekki of heitt. Bretinn hleypur yfirleitt maraþon nokkrum sinnum á ári, en hefur tekið þátt í óvenju fáum í ár. „Ég hljóp eitt í Ho Chi Min borg í jan- úar og annað í Thaítí í febrúar. Svo ætlaði ég að vera með í Boston en meiddist skömmu áður. Síðan hef ég lagt aðaláherslu á styttri hlaup til að halda mér við.“ Jones sagðist ekki vera mjög fljótur hlaupari, en vera seigur þegar hann væri kominn á ferðina. „Eg held vel áfram.“ Næst ætlar hann sér að hlaupa í New York 3. nóvember næstkom- andi og setur markið hátt. „Ég stefni að því að sigra í flokki eldri en 40 ára,“ sagði Jones, en hann verður 41 árs nokkrum dögum fyr- ir það hlaup. Þoröi varia að gá til veðurs Angharad Mair frá Wales keppti í fyrsta skipti fyrir Bretland og sigr- aði í maraþoni kvenna. „Hvers vegna kom ég hingað? Vegna þess að bresk fijálsíþróttayfírvöld sögðu mér að gera það!“ svaraði Mair Morgunblaðinu fljótlega eftir að hún kom í markið. „Og ég er mjög ánægð með að hafa komið. Aðstæð- ur eru frábærar og mjög vel hefur verið hugsað um okkur hér.“ Mair sagði vindinn hafa verið heldur mikinn á köflum en „miðað við hvernig veðrið getur verið hér í Reykjavík er mér sagt að þetta hafí verið mjög gott í dag, og trúi því. Vindurinn kom sér líka vel sumsstaðar; það var gott að hafa hann í bakið þegar við hlupum meðfram sjónum.“ Þetta var fjórða maraþonhlaup welsku stúlkunnar, áður hefur hún þreytt slíkt hlaup í New York og tvívegis í Bretlandi. „Ég vonast til að geta hlaupið eitt maraþon enn í ár og stefni að því að komast í lið Bretlands fyrir heimsmeistara- mótið á næsta ári. Vonandi verð ég valinn." Mair byijaði að hlaupa er hún var 29 ára. „Nú er ég 35 og gleðst yfir því að ég skuli hafa bætt mig.“ Hún kvaðst hafa verið svolítið hrædd við veðrið áður en hún kom hingað og varla þorað að líta út af hótelhérgerginu er hún vaknaði að morgni sunnudagsins. En þegar hún dró gluggjatjöldin frá hafi glaðnað yfir henni; við blasti blár, heiður himinn og skínandi sól. Aðstæður gátu sem sagt varla orðið betri. Mair kom í mark samtímis Rein- hard Ramminger frá Austurríki, sem varð þriðji í karlaflokki. „Við hittumst eftir þrjá kílómetra, kynnt- um okkur og hlupum svo saman allt þar til við komum í markið. Svona eignast maður nýja vini - vini sem maður getur haldið sam- bandi við alla ævi,“ sagði Mair.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.