Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA Metin falla hjá fötluðum íAtianta Olafur Eiríksson varði ólympíu- meistaratitil sinn í 100 m flugsundi á sunnudaginn er hann kom fyrstur í mark á 1.05,02 mín. Þar með fylgdi hann eftir góðri byijun sinni á Olympíumóti fatl- aðra sem fram fer þessa dagan í Atlanta í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn kom hann á óvart er hann náði þriðja sæti í 200 m fjórsundi á 2.32,89 míri. og setti um leið íslandsmet. „Ég bætti íslandsmet- ið mitt um tæpa sekúndu og var mjög ánægður með þetta sund,“ sagði Olafur við Morgunblaðið. Hann er í flokki SM 9. „Ég var hálfri sekúndu frá heimsmeti mínu í 100 metra flug- sundinu. Það má segja að sigurinn hafi ekki verið eins öruggur og ég vonaði; eftir 50 metra var ég nokkurn veginn jafn tveimur öðr- um, ég byrjaði frekar hægt vegna þess að ég fann um morguninn í upphituninni að ég var frekar þreyttur eftir sundið daginn áður. Seinni 50 metrana synti ég hins vegar,“ sagði Ólafur. Það voru Rússi og Kanadamaður, sem veittu honum hvað harðasta keppni að þessu sinni. Kristín Rós Hákonardóttir gerði það heldur ekki endasleppt fremur en Ólafur. Hún sigraði örugglega í 200 m fjórsundi á 3.15,16 mínút- um og bætti dagsgamalt ólympíu- mótsmet sitt um 5 sekúndur, þessi tími er jafnframt heimsmet í henn- ar flokki, SM 7. Birkir Rúnar Gunnarsson synti 200 m ijórsund á 2.39,00 mínútum og það nægði honum í fjórða sæti og tími hans er einnig íslandsmet. Birkir er keppandi í flokki Bl. í gærkvöldi setti hann aftur íslands- met, varð fjórði í 100 metra bringusundi á 1.21,97, en metið átti hann sjálfur, 1.22,67. í fijálsíþróttum hafa Geir Birgisson og Haukur Gunnarsson báðir hafið keppni. Geir er kominn í úrslit í 200 m hlaupi í flokki KRISTÍN Rós Hákonardóttir sigraði af öryggi í 200 metra fjórsundi á nýju heimsmeti, en hún tvíbætti einnig óiympíumótsmetið í sínum flokki, SM 7. T46. í undanúrslitum náði hann öðrum besta tíma keppenda á 22,78 sek. í gærkvöldi keppti Haukur í 100 metra hlaupi og varð í sjötta sæti, hljóp á 13,24 en sigurvegarinn, sem var frá Alsír, hljóp á 12,03 og setti heimsmet. Keppnin í fijálsíþróttum tafðist um rúma klukkustund í gær vegna veðurs; en miklar þrumur og eldingar auk rigningar gegnu yfir Atlantaborg. Haukur keppti um helgina í langstökki í flokki F36 og náði sér ekki á strik og stökk 4,82 metra, sem er nokkuð frá hans besta. Þess má geta að Haukur er nú að taka þátt í Ólympíumóti fatl- aðra í fjórða sinn og er hann fyrsti íslenski fatlaði íþróttamaðurinn sem nær þeim áfanga. KNATTSPYRNA Bibercic á förum KORFUKNATTLEIKUR Landslids- þjálfarinn til Gríndavíkur Mihajlo Bibercic, knatt- spyrnumaður úr ÍA, hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta að leika með íslandsmeisturunum og segir ástæðuna vera ósætti við Guðjón Þórðarson þjálfara. „Það er alveg öruggt að þetta er síðasta tímabilið mitt með Skagamönnum en ég er samnings- bundinn hjá félaginu til 31. októ- ber og ef ég neyðist til þess að vera áfram á Akranesi fram að þeim tíma þá mun ég gera það. Ég vil taka það fram að ástæðan Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætti stöllum sínum frá Rússlandi í undanriðli Evrópu- keppninnar í Moskvu á Iaugardag og fóru þær rússnesku með sigur af hólmi 4:0. „Við ætluðum okkur að reyna að láta leikinn þróast okkur í hag en svo lentum við undir strax á fyrstu mínútunni og þurftum því aðeins að snúa við blaðinu. Jafn- tefli skipti engu máli og tap ekki heldur þannig að við urðum að freista þess að jafna metin en þeg- ar við ætluðum að blása til sóknar um miðjan síðari hálfleikinn opnuð- ust glufur í varnarleiknum hjá okkur og þær rússnesku færðu sér það í nyt,“ sagði Kristinn Björns- son, þjálfari kvennalandsliðsins, í samtali við Morgunblaðið. Með ósigrinum á laugardag eru möguleikar íslenska liðsins á að fyrir þessari ákvörðun minni er ekki sú að ég var settur á bekkinn í síðasta leik heldur er ég mjög ósáttur við störf þjálfarans og þess vegna ætla ég ekki að vera áfram í herbúðum IA,“ sagði Bibercic í samtali við Morgunblaðið í gær. Haldinn verður sáttafundur í málinu á fímmtudag og hyggst Bibercic halda heim á leið að hon- um loknum en hann varð eftir á Akranesi um helgina þegar Skagamenn héldu til Moskvu þar sem þeir munu í kvöld mæta komast áfram í keppninni nú nán- ast úr sögunni en stelpurnar lentu í þriðja sæti í sínum riðli og munu því mæta Evrópumeisturum Þjóð- verja tvívegis í september í hrein- um úrslitaleikjum um áframhald- andi þátttöku. Þess má geta að þýska sjón- varpsstöðun SAT 3 sagði frá því í gær að „knattspyrnudvergurinn“ ísland myndi leika við stórveldið Þýskaland. „Það er óhætt að fullyrða að það mun verða við ramman reip að draga gegn Þjóðveijunum því þær hafa að öllum líkindum á að skipa einu af fjórum bestu kvennalands- liðum heims í dag. Það er engin ástæða til þess að vera mjög bjart- sýnn fyrir þessa leiki en við munum þó að sjálfsögðu koma með ják- vætt hugarfar tii leiks og gera okkar besta,“ sagði Kristinn í gær. CKSA Moskva í síðari leiknum í undankeppni að Evrópukeppni fé- lagsliða. Þá hefur Bibercic eínnig lýst því yfir að hann muni ekki leika með félaginu í bikarúrslita- leiknum gegn Eyjamönnum á sunnudag. Öm Gunnarsson, sem sæti á í varastjóm knattspymudeildar ÍA, vildi lítið tjá sig um málið í gær en sagði þó að ekki yrði tekin nein ákvörðun um hvernig deilan skyldi leySt fyrr en að sáttafund- inum loknum á fimmtudag. Auður á sjúkrahús AUÐUR Skúladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, meiddist nokkuð illa í leik íslands og Rússlands í Moskvu á laugardaginn þegar hún fékk spark í andlitið seint í fyrri hálfleik. Flytja þurfti Auði á nærliggjandi sjúkrahús þar sem saumuð voru nokkur spor í aðra vör hennar. Bandaríski körfuknattleiksmað- urinn Charles Barkley er á förum frá Phoenix Suns til Houston Rockets í skiptum fyrir þá Robert Horry, Sam Cassell, Mark Bryant og Chucky Brown. Forráðamenn Rockets hafa ekk- ert viljað tjá sig um leikmannaskipt- in en þeir hafa haft augastað á Barkley í allt sumar og kom það því þeim Horry, Cassell, Bryant og Brown ekki svo mjög á óvart þegar þeim var tilkynnt síðdegis á sunnu- dag að þeir væru á leiðinni til Grindvíkingar hafa gengið frá samningi við Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfara um að hann leiki með íslandsmeistur- Frímann ™ Grindvíkinga Óiafsson næsta keppnistíma- skrífar frá bil. Jón hefur þjálfað Gríndavík 0g leikið með Kefl- víkingum undanfarin 6 keppnis- tímabil með góðum árangri en hann var ráðinn landsliðsþjálfari í körfu- knattleik síðasta vetur og stjórnaði liðinu í Evrópuriðlinum sem leikinn var á íslandi í vor sem leið og opna Norðurlandamótinu sem nýlokið er. „Grindvíkingar höfðu samband við mig og báðu mig um að vera með þeim í vetur og eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega ákvað ég að slá til. Mig langar til að spila einn vetur enn - án þess að vera með pressu af því að þjálfa. Ég lít á að ég sé að víkka sjóndeildar- hringinn með því að leika með öðru Phoenix. „Tomjanovic þjálfari hringdi í mig og tilkynnti mér að búið væri að leggja drög að sam- komulagi við Phoenix Suns um leik- mannaskipti og ég væri hluti af þessu samkomulagi. Hann þakkaði mér fyrir að hafa lagt mig allan fram við að tiyggja gott gengi fé- lagsins á undanförnum árum og ég þakkaði honum fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að sýna hvað í mér býr,“ sagði Chucky Brown í samtali við fjölmiðla á sunnudagskvöld. Barkley hóf feril sinn í NBA- liði en Keflavík og hlakka mjög til þessa. Ég mun leggja metnað í að standa mig vel, bæði fyrir mig og liðið. Grindavíkurliðið er ungt þann- ig að ég verð gamli maðurinn í því en ég þekki vel til liðsins og var með þijá leikmenn úr liðinu í landsl- iðsferðinni nú á dögunum,“ sagði Jón við Morgunblaðið. Jón sagði að þetta væri gert með fullu samþykki stjórnar körfuknatt- leikssambandsins og rækist ekki á fyrirkomulag landsleikja í vetur. Hann verður með landsliðinu um jól og áramót og síðan verða Smá- þjóðaleikarnir í maí. Undankeppni Evrópukeppninnar verður ekki fyrr en næsta vetur og þau 30 lið sem komust áfram verða dregin í 6 riðla nú í október þar sem tvö efstu liðin komast áfram í úrslitakeppni. „Það eru því síðustu forvöð fyrir mig að leika með af alvöru í vetur,“ sagði Jón að lokum. deildinni hjá Philadelphia 76ers fyr- ir 12 árum en síðan þá hefur leið þessa snjalla körfuknattleiksmanns legið upp á við. Hann hélt til Phoen- ix árið 1992 og ári síðar var hann kosinn besti leikmaður NBA-deild- arinnar þegar hann leiddi lið sitt í sjálfar úrslitaviðureignirnar gegn Chicago Bulls. Barkley hefur tíu sinnum verið valinn til þess að leika í stjörnuleik NBA-deildarinnar og hann hefur tvisvar átt sæti í bandaríska „Draumaliðinu". Rússarnir of sterkir Barkley til Houston

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.