Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 B 7 Hagkvæmast gæti verid fyrir íslendinga að selja ígegnum norsk sölusamtök fyrir að ég tæki starfið. Meðal ann- ars óskaði ég eftir að hafa aðeins einn yfirmann og nokkuð fijálsar hendur við ákvarðanatöku. Ég gætti þess að koma ákvæðum í samning- inn sem tryggðu stöðu mína ef illa færi. Þeir gengu að öllum mínum kröfum og ég hóf fljótlega starf eftir undirskrift samninganna. Sömu vandamál Þótt ég sá í kalkúnarækt held ég tengslum við fiskeldið, les mikið fagtímarit og heimsæki stöðvar reglulega. Ég er í stjórn FISCOD- AN, fiskeldisfyrirtækisins sem ég vann hjá, en einnig á ég hlut í ráð- gjafaþjónustu á sviði fiskeldis. Ráðgjöfin felst í því að hjálpa eldis- stöðvum við að uppfylla þau skilyrði sem yfirvöld setja um gæði vatns en einnig aðstoðum við fyrirtæki við að fylla út nauðsynlega pappíra sem yfirvöld krefjast. Ég komst fljótlega að því eftir að ég tók til starfa að nánast eng- inn munur er á fiskeldi og kalkúna- rækt. Vandamálin eru þau sömu, eini munurinn er sá að fiskurinn lif- ir í vatni en fuglinn á landi. Harboe-samsteypan veltir einum milljarði danskra króna og þar starfa 750 manns. Harboe-farm er eini framleiðandi á unnum kalkúna- vörum í Danmörku. Við framleiðum reyktar vörur, skyndirétti, álegg og pylsur. Ársframleiðslan er 16 þús- und tonn af kjöti, ársveltan er um 200 milljónir danskra króna og við fyrirtækið starfa um 240 manns. í stóru fyrirtæki á borð við Harboe-farm er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma. Til dæmis fjarlægðum við beinamjöl úr fóðri okkar þó nokkru áður en bann var lagt við sölu ensks beina- mjöls og nautakjöts. Með því gátum við boðið vöru sem er örugg og í dag höfum við hæsta gæðastimpil sem hægt er að fá á kjötvörur í Evrópu. Eftirspurnin eftir vöru okk- ar er nú mikil og alit sem við fram- leiðum selst samdægurs. Við erum meira að segja með pantanir fram að jólum frá dönskum verslunar- keðjum. Reksturinn verður léttari þegar framleitt er eftir pöntun og þá einkum með tilliti til þess að um er að ræða innanlandsmarkað þar sem verðið er ekki háð gengisbreyt- ingum. Við stefnum þó að því að framleiða kalkúnakjöt til útflutnings og þá horfum við til markaða í Austurlöndum, Rússlandi, Úkraínu og Þýskalandi. Harboes selur bjor til þessara landa, en einnig til ís- lands og í Rússlandi er hann vinsæl- astur af öllum innfluttum bjór.“ Nú hefur þú fengist við fiskeldi í Danmörku svo og á íslandi, hver finnst þér vera helsti munurinn? „í Danmörku er fiskeldi rótgróinn atvinnuvegur. Þar eru engir styrkir veittir nema þá helst í gegnum Evr- ópubandalagið en þá eru óskaplega miklar kröfur gerðar til fyrirtækja um fjárhagslega styrka stöðu. Það er nokkur andstaða gegn fiskeldi meðai almennings hér á landi af ótta við vatnsmengun. Sá ótti átti að nokkru leyti rétt á sér því að á árum áður notuðust menn við meng- andi fóður og hreinun á vatni var ekkert hjá því sem hún er í dag. Danskar eldisstöðvar nota í dag sama vatnið allt að tíu sinnum. Islenskt fiskeldi átti erfitt upp- dráttar. Það var farið rangt af stað með offjárfestingum öfugt við Dani sem fóru hægt af stað, með einfald- ar skuldiausar stöðvar. Oft með heimþrá Ég ^tel að hagkvæmast gæti verið fyrir íslendinga að selja í gegnum norsk sölusamtök í stað þess að reyna að keppa við þau um mark- aði. Það væri líklega farsæl lausn sem myndi reynast báðum vel. íslendingar í fiskeldi eiga að ein- beita sér að litlum, fínum mörkuð- um. Réttast er að finna fyrst mark- aðina og framleiða síðan á þá.“ Hvað finnst þér um íslenskt fuglaeldi? „Kostnaður við að framleiða fið- urfé á íslandi er mikill þar sem flytja þarf inn fóðrið og ytri skilyrði eru óhagstæð. Ég tel að það yrði þó skammgóð- ur vermir að auka verulega innflutn- ing slíkrar vöru því það gæti lagt í rúst innlenda framleiðslu. Eðlilegast væri að stjórnvöld hlúðu að inn- lendri framleiðslu með margvísleg- um hætti, t.d. niðurfellingu á tollum og gjöldum á fóðri. Einn af horn- steinum tilveru fijálsrar þjóðar er að v_era sjálfri sér nóg um matvæli. Við íslendingar höfum fiskveiðarnar en það er spurning hversu lengi við lifum á þeim þar sem æ minna veið- ist og heimsmarkaðsverð á fiski er sveiflukennt. Ef íslendingar höfn- uðu innlendri framleiðslu yrðu þeir fljótlega öðrum þjóðum háðir um nauðsynjar og yrðu að kaupa fram- leiðslu þeirra á því verði sem þær settu upp. Með slíku vaii legðu þeir jafnframt hálft landið í eyði.“ Hefurðu hugsað þér að flytja aft- ur til íslands? „Ég er mikill Islendingur í mér enda fæ ég oft heimþrá, einkum á sumrin og þegar ég heyri frá félög- um mínum að heiman. Ég á hins vegar erfitt með að ímynda mér við hvað ég ætti að starfa þar. Næstu árin mun ég vera hér og ná þeim markmiðum sem ég hef sett mér í þessu starfi. Ég veit ekki hvað tek- ur við. Áhugi minn er fremur bund- inn við verkefni en ákveðna stað- setningu. Því meira sem ég skipu- legg mitt líf þeim mun minna stenst af því. Allt er svo tilviljunarkennt og með tímanum breytast skoðanir og gildismat. Eina sem ég get sagt með vissu er að framtíðaráætlun mín er að ég, Marianne og börnin okkar þijú getum átt góða daga.“ VIÐSKIPTI Java eða JavaScrípt Tölvur Netscape og Microsoft berast nú á bana- spjót í glímunni um rápforritamarkaðinn. Arni Matthíasson kynnti sér eitt af leyni- vopnum Netscape, JavaScript, sem hann spáir gríðarlegum vinsældum. SLAGURINN á milli Netscape og Microsoft harðnar enn og hnúturnar ganga á víxl. Fyrir tveimur vikum sendi Microsoft frá sér nýjustu útgáfu af rápforriti sínu, Explorer, útgáfu 3.0, og Netscape svaraði um hæl með útgáfu 3.0 af Navigator. Bæði hafa forritin verið fáanleg á netinu sem beta-útgáfur og því hægur leikur að bera þau saman. Þeir sem það hafa gert hljóta að vera á einu máli um að munurinn er vart merkjanleg- ur, það er helst að Netscape hafi vinninginn í ýmsum endurbótum sem runnar eru undan rifjum fram- leiðandans, en Microsoft er skammt undan. Það liggur í augum uppi að Netscape mun eiga undir högg að sækja í framtíðinni, ekki síst eftir að Microsoft fellir Internet Explorer inn í Windows 97. Netscape-liðar eru þó brattir og benda á að ef þeir halda áfram að þróa hugbúnað sinn jafn ört og hingað til vilji kaupendur frekar nota þeirra varning. Þessu til viðbótar benda þeir á að þó Micros- oft Internet Explorer hafi verið á allra vörum síðustu mánuði bendi rannsóknir fyrirtækis á vegum Netscape til þess að markaðshlut- deild Microsoft sé innan við 5% á rápforritasviðinu á meðan Netscape ráði 83% markaðarins. Ekki verður hér lagt mat á yfirlýsingar Netscape- liða sem birtar voru á heimasíðu fyrirtækisins, http://home.net; scape.com/, og Microsoft hefur svar- að af þunga á sinni heimasíðu, http://www.microsoft.com/ie/press /response.htm. Java hafði vinninginn Eitt af því sem Microsoft og Netscape telja rápforritum sínum til tekna er Java-virkni þeira. Java var reyndar þyrnir í augum Microsoft en þegar ljóst var hvert stefndi voru menn þar á bæ þó fljótir að ná áttum og Internet Explorer keyrir Java- forrit síst iakar en Netscape. Sem stendur er Java forritunarmál sem fyrst og fremst er ætlað forriturum, þrátt fyrir að ýmsir hafi gefið í skyn að ekkert þurfi að kunna til að for- rita í Java. Árennilegra fyrir meða- ljóna er aftur á móti JavaScript sem sækir verulega í sig veðrið á vefsíð- um víða um heim um þessar mund- ir, því það er lipurt og þjált og hæfi- lega erfitt að læra. JavaScript er frá Netscape komið og hét upphaflega LiveScript. Því var ætlað að ieysa menn frá CGI-for- ritun að hluta og framan af vildu aðrir framleiðendur ekkert af því vita. Þá var það að Netscape-menn notfærðu sér rótgróna óvild á milli Sun og Microsoft og sömdu við fyrr- nefnda fyrirtækið um að LiveScript yrði að JavaScript og Sun tæki við þróun þess samanspyrt við Java. Fyrir vikið urðu aðrir að slást í hóp- inn, meira að segja Microsoft sem vildi frekar VBScript, og það er fá- tæklegt rápforrit sem ekki skilur JavaScript. Margt er Iíkt með skyldum JavaScript er fyrst og fremst ætl- að vefsíðum. Java forrit eru yfirleitt þeirrar gerðar að rápforrit les Java kóða og keyrir síðan forritið, en JavaScript er fellt inn í síðuna og keyrt jafnóðum og síðan er lesin sem gefur yfirleitt meiri hraða. Líkt og Java er JavaScript hlutbundið mál og svipar reyndar til Java í mörgu öðru, eins og til að mynda setninga- skipan, þó möguleikamir séu eðli- lega mun færri. Meðal annars getur JavaScript ekki haft eins fjölbreytt samskipti við vefþjóna, en að sögn stefnir í að næsta útgáfa ráði við ftp samskipti og HTTP, en sitthvað er óleyst á öryggissviðinu áður en það verður mögulegt. Til að kynnast JavaScript er gráupplagt að verða sér úti um bækur um efnið og í Bóksölu stúd- enta rakst ég á prýðisbók, Teach Yourself JavaScript in a Week, og stendur vel fyrir sínu sem afbragðs kennslurit. Sams.net gefur út. Það er kannski full glannalegt að bjóðast til að kenna JavaScript til hlítar á viku, en það er vel þess virði að þræla sér í gegnum bókina og eftir þá lesningu dylst engum af hveiju JavaScript á eftir að leggja undir sig netheima. Til gamans fylgir hér einföld Jav- aScript skipanaskrá sem breytir ráp- forriti í einskonar margföldunartöflu Vert er að benda á slóðirnar http: //www.gamelan.com, http://www. javaworld.com og http://java. sun.com. • Abendingvm um efni og athuga- semdum má koma til amjm@mbl.is. <HTML> <HEAD> <SCRIPT LANGUAGE=“JavaScript“> function calculate(form) var num=l; var number=form.number.value; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; form.elements[num].value = number * num++; </SCRIPT> </HEAD> <BODY> <FORM METHOD=POST> Tala: <INPUT TYPE=text NAME=“number“ VALUE=1 onChange=“calculate(this.form);“Xbr> x 1: <INPUT TYPE=text NAME=“1“ VALUE=1 OnFocus=“blur();“Xbr> x 2: <INPUT TYPE=text NAME=“2“ VALUE=2 OnFocus=“blur();“Xbr> x 3: <INPUT TYPE=text NAME=“3“ VALUE=3 OnFocus=“blur();“Xbr> x 4: <INPUT TYPE=text NAME=“4“ VALUE=4 OnFocus=“b!ur();“Xbr> x 5: <INPUT TYPE=text NAME=“5“ VALUE=5 OnFocus=“blur();“Xbr> x 6: <INPUT TYPE=text NAME=“6“ VALUE=6 OnFocus=“blur();“><br> x 7: <INPUT TYPE=text NAME=“7“ VALUE=7 OnFocus=“blur();“Xbr> x 8: <INPUT TYPE=text NAME=“8“ VALUE=8 OnFocus=“blur();“Xbr> x 9: <INPUT TYPE=text NAME=“9“ VALUE=9 OnFocus=“blur();“Xbr> x 10: <INPUT TYPE=text NAME=“10“ VALUE=10 OnFocus=“this.blur();“Xbr> <ITEM TYPE=button NAME=“calculate“ VALUE=“Calculate“ onClick=“calculate(this.form);“> </F0RM> </B0DY> </HTML> n Oruggir Þegar þú sendir EMS hraðsendingar annast Hraðfiutningsdeild Pósts og síma allar sendingar, stórar sem smáar, böggla, skjalasendingar og frakt. Þú getur verið viss um að sendingin kemst hratt og örugglega alla leið. Tenging Hraðflutningsdeildar Pósts og síma við dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggið og hraðann. hraðflutninqar um allan heim PÓSTUR OG SÍMI T N T Express Worldwide HRAÐFLUTNINGSDEILD Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík, sími 550 7300, fax 550 7309 FORGANGSPOSTUR 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Opið er frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.