Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 D 3 Annað spillingarmálið hjá norska ríkisolíufélaginu Statoil á fáum árum Byijaði með ríf- legri leigu fyrir kjallaraíbúð Virgin meinað að fljúga ódýrt London. Reuter. BRESKA flugfélagið Virgin Airlines hefur ákveðið að hætta við flug milli Brussel og Genf, sem átti að hefjast 2. septem- ber, þar sem að svissnesk yfír- völd hafa andmælt lágum far- gjöldum félagsins. „Okkur hefur verið meinað að bjóða þau lágu fargjöld, sem hafa verið aðalsmerki þessa fé- lags,“ sagði Jonathan Omstein, framkvæmdastjóri Virgin. Talsmaður félagsins sagði að ætlunin hefði verið að bjóða 50% lægri fargjöld en Swissair og belgíska félagið Sabena, sem til þessa hafa nær einokað þessa leið. Svissnesk yfirvöld tóku hins vegar ekki í mál að samþykkja fyrirhugaða verð- skrá Virgin, en samkvæmt henni átti flug milli borganna að kosta 115 franka hvora leið. Virgin var boðið að bjóða tak- markaðan fjölda sæta á verðinu 298 franka fyrir báðar leiðir, en því var hafnað. Fullt far- gjald hjá Sabena og Swissair kostar 1,190 franka. „Við höfum alls ekki í hyggju að gefast upp. Við munum halda áfram viðræðum okkar við Svisslendinga," sagði tals- maður Virgin. Virgin flýgur nú þegar milli Brussel og borganna Barcelona, Madrid, Nice, Mílanó, Rómar og Vín. Danir kynna fjárlagadrög Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA ríkisstjórnin kynnti í gær drög að fjárlögum næsta árs. í þeim er gert ráð fyrir auknum hagvexti á næsta ári, minna atvinnuleysi og að skuld- ir hins opinbera muni dragast saman. Fjárlagahalli mun samkvæm drögunum nema 22,6 milljörð- um danskra króna eða um 2,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Þetta er verulega lægri upphæð en danska fjármálaráðuneytið spáði í maí en þá var talið að hallinn myndi nema 30,3 millj- örðum króna. Mogens Lykketoft fjármála- ráðherra segir ekki óhugsandi að hægj; verði að tryggja halla- lausan rekstur ríkissjóðs á næsta ári en það sé þó háð þróun efnahagsmála í Dan- mörku og umheiminum. Spáð er 3% hagvexti á árinu 1997 en talið er að hagvöxtur á þessu ári muni nema 1,8%. Þá er talið að atvinnuleysi muni dragast saman úr 9% á þessu ári í 8,6% á því næsta. Árið 1995 voru 10,3% Dana án at- vinnu. B A kaupir TAT Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins gaf í gær grænt ljós á yfirtöku British Airways á flugfélaginu TAT European Airlines. TAT flýgur aðallega á leiðum innanlands í Frakklandi og keypti BA 49,9% hlut í félaginu árið 1993. Lýsti breska félagið áhuga á því í júlí að kaupa allt hlutafé í félaginu. Framkvæmdastjórnin sagð- ist hafa kannað hvaða áhrif kaupin myndu hafa á sam- keppni á leiðunum London-Par- ís og London-Lyon, {rar sem bæði flugfélögin fljúga. Komst hún að þeirri niður- stöðu að ekki væri hætta á að BA myndi styrkja stöðu sína um of með kaupunum og þau því í samræmi við evrópska samkeppnislöggjöf. MÚTUHNEYKSLIÐ, sem komist hefur upp um hjá norska ríkis- olíufélaginu Statoil, er mikið áfall fyrir fyrirtækið en þetta er í annað sinn á fáum árum, sem flett er ofan af spillingu þar á bæ. Fyrir fjórum árum var yfírverkfræðing- ur hjá Statoil dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa þegið mútur frá þýska stálfyrirtækinu Mannesmann en nú er breskur ríkisborgari og deildarstjóri hjá Statoil í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa tekið við greiðslum frá ráðgjafarfyrirtækinu Idavoll. Hefur einn eigenda þess, sem einnig er breskur ríkisborgari, verið handtekinn og að auki tveir Bretar í Yorkshire en þeir eru grunaðir um að hafa haft milligöngu um greiðslurnar. Höfðu áhrif á risasamninga Statoil Ekki hefur verið frá því skýrt hvernig sú deild norsku lögregl- unnar, sem fæst við efnahagsaf- brot, komst á sporið í þessu máli en hún fékk vitn- eskju um banka- reikning, sem breski deildar- stjórinn hjá Statoil átti á Ermarsundseyj- unni Guernsey. Þegar hann var skoðaður mátti sjá, að inn á hann höfðu streymt greiðslur frá veitingahúsi eða krá í Yorkshire. Var hún í eigu Bretans hjá Ida- voll. Voru aldrei lagðar inn háar fjárupphæðir í einu en allt í allt um sjö milljónir ísl. kr. Norska lög- reglan telur, að mennirnir tveir hafi haft áhrif á samninga upp á tugmilljarða ísl. kr. en deildarstjórinn hjá Statoil var til dæmis fulltrúi fyrirtækisins gagnvart McDermott-ETPM West Inc. Á síðasta ári var samið við það um olíuleiðslur fyrir 20 millj- arða kr. og frá 1988 hefur Statoil gert 40 samninga við Idavoil fyrir um 790 millj. ísl. kr. Var ekki í samningagerð Lögfræðingur breska deildar- stjórans segir, að hann viðurkenni að hafa tekið við greiðslum frá Idavoll en neiti, að þær hafi haft nokkur áhrif á störf hans fyrir Statoil. Þá segir lögfræðingurinn, að skjólstæðingur sinn hafí alls ekki haft neina samningagerð með höndum fyrir fyrirtækið. John Ove Lindoe, yfirmaður upp- lýsingaskrifstofu Statoil, viður- kennir þetta, að deildarstjórinn hafi ekki sjálfur komið að samn- ingagerð, en minnir um leið á, að eins hafi verið með yfirverkfræð- inginn, sem dæmdur var í Mannes- mann-málinu. Virðist þá Lindoe vera að ýja að því, að menn geti haft sín áhrif þótt þeir sjái ekki sjálfír um pappírsvinnuna. Lindoe hefur einnig gefið í skyn, að nokkrir æðstu manna hjá Stato- il hafí vitað af þessu máli í allnokk- urn tíma en ekkert látið uppi um það til að spilla ekki fyrir rann- sókn lögreglunnar. Lögfræðingur breska deildar- stjórans, sem hefur búið í Noregi í 15 ár, segir, að þetta mál hafi bytjað fyrir nokkrum árum. Þá leigði Idavoll kjallaraíbúð af deild- arstjóranum og borgaði betur fyr- ir hana en almennt var á markaðn- um. Síðan hefði Idavoll farið að leggja inn smáupphæðir á banka- reikninginn á Guernsey og þótt deildarstjórinn hefði vitað, að það væri rangt að þiggja peningana, hefði hann ekkert gert í málinu. Lögfræðingur breska yfir- mannsins og meðeiganda að Ida- voll segir, að skjólstæðingur sinn hafi ekkert á sig játað enda sé ekkert, sem tengi hann með sann- anlegum hætti við greiðslurnar inn á bankareikninginn á Guernsey. Innra eftirlit hert Harald Norvik, forstjóri Statoil, segir, að þetta mál sé mikið áfall fyrir fyrirtækið, annað spillingar- málið á fáum árum, og hefur hann boðað, að innra eftirlitið verði hert veru- lega. Víst þykir, að ekki verði fleiri samningar gerðir við Idavoll en nú starfa sex eða sjö ráðgjafar frá því á vegum Statoil. Munu þeir líklega fá að Ijúka sínum störfum finnist ekkert athuga- vert við þau. Ýmiss konar spilling hefur aukist mjög víða um heim á síð- ustu árum og að sögn starfs- manna hjá norsku endur- skoðunarstofunni KPMG eru það yfirleitt starfs- menn, sem eiga í hlut, hvort sem um er að ræða einkafyrirtæki eða opinber. í Bretlandi fjölgaði mál- um af þessum toga um 52% á síð- asta ári. KPMG, sem birtir árlega sína eigin „svikavog", telur, að ein meginástæðan fyrir þessu sé sú, að í þrengingum síðustu ára hafi mörgum millistjórnendum verið sagt upp. Það hafí síðan gefið óheiðarlegum starfsmönnum tæki- færi til að fara sínu fram. Hættumerkin KPMG hefur sett saman lista yfir helstu hættumerkin og þar er meðal annars varað við því sem grunsamlegu hafí einhver starfs- manna fyrirtækis þegið eitthvað af undirverktaka. Þá er talið rétt að kíkja aðeins á þá, sem eru öllum stundum á vinnustað, jafnvel í sumarfríinu, kannski af ótta við að upp um þá komist, og lifi ein- hveijir starfsmanna um efni fram boðar það sjaldan neitt gott. Þá er talin ástæða til að óttast, að yfírmenn, sem vilja engin afskipti undirmanna sinna, hafi stundum ekki hreint mjöl í pokanum. Sááfund sem finnur —góða aðstöðu! SCANDIC LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 5 0 50 160 r Sjálfshjörgy - laiuU&anihaiidfatlaðra Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjáll'sbjörg. Iandssamband fallaðra, veitir fyTÍrtækjuin og þjónustuaðilum um land allt viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihainlaðra. Viðurkenningamar cru veittar árlega á alþjóðadegi fatlaðra þann 3. desember. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkonilega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringu á áður óaðgengilegu húsnæði, til verulegra bóta fyrir hreyf ihamlaða. Þeir aðilar, sem vilja koma til greina á þessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálfsbjörgu, l.s.f., fyrir 1. október 1996. Sjálfsbjörg, landssanihand fatlaðra, llátúni 12 • 105 Rcykjavik • sími 552 9133. iMi wiWrt Kynntu þér TM ■ ■ ■ ■ ■ ■ • Neo-Neonerný tegund Ijósaskil ogskreytinga. Slöngur. Tilbúin skilti. slöngum með öflugm perum með Neo-Neon hefur ýmsa sömu vissu millibili. eiginleika og neon-glerpípur en er Sér hanno&or bæði ódýrara og endingarbetra. B Níu mism. litir. Óendanlegir möguleikar á útfærslum. UHínur bygginga. .4..áQÆi. i Attiugaðu Neo-Neon efpúviltsjást. fl flllar frekari upplýsingar hja þessum leiðandi skiltagerðum. Augljós merking • Skemmuvegi 34 • 200 Kóp • S: 587-5513 Grefisko smiðjan • Skútuvogi Ig • 104 Rvk • S: 588-1030 Fogform • Hrismýri 3 • 800 Selfoss • S: 482-32Ó6 Merkilegt • Loufósgötu 9 • 600 Akureyri • S: 462-1745 Undur & Stórmerki • Grensœvegi 7 • 108 Rvk • S: 588-3066 haildverilun Sóltún 24 • 105 Reykjavík • Sími: 511-2300 • Fox: 511-2301

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.