Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 6
6 D FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI M ARKAÐSHLUTDEILD lífrænna og vistrænna afurða fer stöðugt vax- andi í Evrópu og Bandaríkjunum. Talið er að hlutur lífrænna afurða í nokkrum löndum Evrópu sé um 4-6% af heildar- neyslunni og spáð er að um næstu aldamót verði hann orðinn 10% og 25% árið 2005 í Þýskalandi. Sífellt fleiri þjóðir vinna að stefnumótun fyrir vistrænan og lífrænan land- búnað. Með honum er miðað að því að nýting lands og lífríkis sé sjálfbær, í sátt við umhverfið og í samræmi við bestu þekkingu á jarðvegi, ræktun, eldi og því vist- kerfi sem búskapur er stundaður í. Á síðasta ári ýtti Alþingi úr vör átaksverkefni í markaðssetningu og vöruþróun lífrænna og vist- rænna afurða. Verkefnið nefnist Áform og er Baldvin Jónsson verk- efnisstjóri átaksins. Bændasam- tökin, landbúnaðarráðuneytið, um- hverfisráðuneyti og VOR, land- samtök bænda í lífrænum búskap, eiga fulltrúa í stjórn Áforms. Vistrænir byggðakjarnar Patrick Gribbins, sérfræðingur á sviði vistrænna byggðakjama, heimsótti sex sveitarfélög, Egils- staði, Hólmavík og Strandir, Hvolsvöll, Kirkjubæjarklaustur, Selfoss og Snæfellsbæ, á vegum átaksverkefnisins og kannaði möguleika þeirra á myndun vist- rænna byggðakjarna. Áð hans áliti er enginn vafi á því að ísland á mikla möguleika á að verða fýrsta landið í heiminum sem er skil- greint sjálfbært. En til þess að það verði hægt þarf að koma frárennsl- ismálum og sorphirðingu í betra horf alls staðar á landinu. Baldvin Jónsson segir að nauð- synlegt sé að stefna að náttúru- legri hringrás og auka þurfi fræðslu á sviði umhverfísmála. „Það er allra hagur að koma frá- rennslismálum og sorphirðingu í lag, því framleiðandi lífrænna af- urða þarf á lífrænum áburði og jarðvegi að halda. Á flestum svið- um eiga byggðakjamarnir sem Patrick heimsótti stutt í land með að vera skilgreindir sem vistrænir eða sjálfbærir byggðakjamar. Úr- bætur í frárennslis- og sorpmálum kosta töluvert fjármagn en um leið er verið að skapa mikilvæga auð- lind í stað þess að eyðileggja fram- tíð komandi kynslóða.“ Á umhverfísráðstefnunni í Rio de Janeiro árið 1992 var samþykkt aí hvetja þjóðir heimsins til að draga úr notkun eiturefna og í stefnuskrá ríkisstjómarinnar um sjálfbæra þróun kemur fram að 50% af lífrænum úrgangi skuli vera endumnnin fyrir aldamót. Að sögn Baldvins hefur Sorpa staðið sig mjög vel þann tíma sem hún hefur starfað. „Moltuverkefnið hefur vakið verðskuldaða athygli og nú er verið að undirbúa endur- vinnslu á mjólkurfemum.“ 7 milljarða styrkur Sólheimar í Grímsnesi hafa sér- stöðu hérlendis sem vistrænn byggðakjami og nýlega _________ var Sólheimum boðin þátttaka í alheimssam- tökum vistrænna byggða- kjarna. Að sögn Baldvins er í næsta mánuði von á fulltrúa frá samtökunum GALA villages sem ætla ________ að styrkja 50-70 vistræna byggðakjarna í heiminum með alls 6,6 milljarða króna framlagi og sterklega komi til greina að eitt þeirra verði Sólheimar. Forsvarsmenn Áforms hafa ásamt RALA, rannsóknarstofnun landbúnaðarins og fulltrúum nið- ursuðuverksmiðjunnar Ora, átt í viðræðum við stærsta framleið- anda á sviði lífræns ræktaðs barna- matar í heiminum, Hipp, um sam- starf við íslenska grænmetisfram- leiðendur um útflutning á niður- soðnum barnamat sem seldur yrði undir Hipp vörumerkinu en jafn- framt sem íslensk framleiðsla. FJARFESTI FRAMTÍÐINNI Alþingi ýtti úr vör á síðasta ári átaksverkefni í markaðssetningu o g vöruþróun lífrænna og vistrænna afurða. Guðrún Hálfdánar- dóttir ræddi við aðila sem hafa áhuga á að nýting lands og lífríkis sé sjálfbær og í sátt við umhverfíð og vistkerfíð. „Sumarið er það stutt hér á landi að til þess að útflutningur á græn- meti verði raunhæfur möguleiki verður ræktun einnig að fara fram í upplýstum gróðurhúsum yfir vetrartímann," segir Baldvin. Fiskur vottaður Margar þjóðir heimsins glíma við vandamál vegna olíu- og kjarn- orkuúrgangs. Að sögn Baldvins leiddi rannsókn Geislavarna ríkis- ins á geislavirkni umhverfis landið í ljós að engin mælanleg geisla- virkni er á þeim 19 stöðum sem rannsakaðir voru. „Ég tel að við eigum að fá fískinn sem veiddur er umhverfís landið vottaðann sem lífrænan. Það eru engar reglugerð- ir til um lífrænar sjávarafurðir og IFOAM, alþjóðasamtök lífrænna bænda og framleiðenda, hafa ósk- að eftir því að reglugerðir íslend- inga verði notaðar sem grunnur í alþjóðlegar reglugerðir um vottað- ar sjávarafurðir. I íslenskum lögum og reglugerðum er ýmislegt sem aðrar þjóðir gætu tekið sér til fyrir- myndar. Ef ísland yrði viðurkennt sem sjálf- bært land, þá hljótum við að geta sýnt um- hverfissamtökum líkt og Greenpeace fram á að það er einlæg stefna þjóðarinnar að koma í veg fyrir ofveiði, enda er fískveiðikvótinn ekkert annað en umhverfískvóti.“ ísland verði vistrænt Vottunarstofurnar Tún og LÍV sjá um að veita vottorð fyrir líf- ræna framleiðslu til framleiðenda í landbúnaði og er vottunarkerfið hannað í samræmi við íslenskar aðstæður, staðhætti og löggjöf, um leið og það er sniðið að alþjóðlegum kröfum. Með vottun lífrænna af- urða hefur kaupandinn staðfest- ingu á að um ósvikna vöru sé að ræða. „í sauðfjárbúskapnum er áburð- Fiskveiði- kvótinn er umhverfis- kvóti amotkunin helsta vandamálið. Með átaksverkefninu er verið að reyna að hvetja bændur til að nota frek- ar lífrænan áburð, m.a. með því að endurvinna úrgang frá slátur- húsum og fískvinnslustöðvum. Við keppum ekki á forsendum verðs, heldur verðum við að selja sérstöðu okkar því vistrænt ísland getur orðið okkar dýrmætasta auðlind," segir Baldvin. Hann segir landbúnaðinn standa frammi fyrir aukinni samkeppni á innlendum og erlendum mörkuð- um. „Því er áríðandi að íslenskum afurðum verði sköpuð sérstaða á markaði og kaupendur geti treyst þeim gæðum sem heitið er. Ef litið er til markaðsmöguleika afurða frá íslandi er því afar mikilvægt að menn setji sér markmið og vinni saman undir ákveðnu markaðs- hugtaki, t.d. að ísland verði vist- vænt. Þetta er framsækið hugtak og felur í sér stefnu sem flestir útflytjendur afurða og ferðaþjón- ustu gætu nýtt sér. Með þessu gæti Island skapað sér sérstöðu í síharðnandi samkeppni á matvæla- mörkuðum,“ segir Baldvin. Munur á lífrænu og vistrænu Kristbjörg Kristinsdóttir og Ey- mundur Magnússon, bændur að Vallanesi á Fljótdalshéraði, fengu fyrr í vikunni vottun á lífrænni framleiðslu í skógrækt, komrækt, grænmetisrækt, nautgriparækt og nuddolíugerð. Þau byijuðu að þreifa fyrir sér með lífræna ræktun fyrir sautján árum og eru með þeim fyrstu á því sviði hér á landi. Að sögn Kristbjargar vantar meiri fræðslu um lífræna ræktun. „Sumir þeirra sem vinna að mál- efnum bænda gera ekki greinar- mun á vistrænni framleiðslu, sem útilokar ekki ólífræna áburðar- notkun, og lífrænni framleiðslu, þar sem engin aukaefni eru notuð. Annaðhvort er fóik að hugsa um heilsuna og kaupir lífrænt ræktað eða kaupir hefðbundið. Við verðum oft vör við það viðhorf að ekki geti allir snúið frá hefðbundinni ræktun yfír í lífræna. Það er rangt því það geta allir stundað lífræna ræktun sem vilja. Þetta er spurning um viðhorf til lífsins og framtíðar- möguleika komandi kynslóða." Kristbjörg segir að í átaksverk- efninu Áform hafí athyglinni verið beint í ránga átt. „Starf frumkvöðl- anna og öll sú gífurlega reynsla sem þeir hafa, hefur gleymst í verkefninu. Við þekkjum jörðina og höfum reynsluna af vonbrigðum og gleði varðandi ræktunina, sem byggja þarf á. Því er mikil hætta á að fjármagnið sem lagt er í verk- efnið skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Það á mikilu frekar að leggja peninga í undirstöðuna og aðstoða bændur við að skipta úr hefðbundnum búskap yfir í líf- rænan áður en farið er út í mark- aðssetningu erlendis. Það á að stíga skrefið strax alla leið og sleppa „vistræna" kaflanum því í mínum huga er hann heldur ekki lausn fyrir framtíðina. __________________ Það þarf að styrkja nám Aðstoða Þjóðin er sífellt að verða meðvit- aðri um tengslin við náttúruna," segir Kristbjörg. Opinber viðurkenning nauðsynleg Egilsstaðabær er þátttakandi í samnorrænu umhverfísverkefni sem miðar að því að gefa bænum „græna ímynd“ og miðla öðrum sveitarfélögum af reynslu sem áunnist hefur með þátttökunni. Auk þess var Egilsstaðabær meðal þeirra byggðakjarna sem Gribbins heimsótti. Sigurborg Kr. Hannes- dóttir hefur umsjón með um- hverfisverkefninu fyrir hönd Egils- staðabæjar. Að hennar sögn er það spuming um hvort þátttakan í átaksverkefni Áforms skili bæj- arfélaginu einhveiju til viðbótar við samnorræna verkefnið en með því er unnið að forgangsröðun framkvæmda á sviði umhverfís- mála, sem ljóst er að þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð hvort eð er. „Þegar úr takmörkuðu fjár- magni er að spila þá hljótum við að spyija okkur hvað Egilsstaðir fái út úr því að vera þátttakendur í verkefni Áforms. Ég held að það hafí takmarkað gildi að gefa yfírlýsingu um að vera vistrænn byggðakjarni, nema eitthvað standi á bakvið það sem gefur því vægi út á við. Það getur jú hver sem er sagst vera vist- rænn, en það er vottun og opinber- ar kröfur sem tryggja að fyrir því sé einhver fótur. Eins hefði ég vilj- að sjá meira í skýrslu Gribbins sem snertir okkur og leiðir til úrbóta, hvað það er sem betur mætti fara og hvemig. Þátttakan hefur kostað Egilsstaðabæ yfír 100 þúsund krónur, þannig að ég hefði viljað sjá einhveijar frekari lausnir í samantekt Gribbins,“ segir Sigur- borg. Fyrirhugað er að halda á næsta ári alþjóðlega ráðstefnu hér á landi varðandi vistræna byggðakjama á vegum Áforms. Sigurborg segir að alþjóðleg ráðstefna þar sem hægt verður að kornast að því hvað er nýjast í þróun tæknibúnaðar, td í frá- rennslismálum, sem brenna á mjög mörgum sveitarfélögum, ætti tví- mælalaust að vera gagnleg. „En við spyijum okkur hins vegar að því hvort við sjáum ástæðu til að vera með í undirbúningi hennar, eða hvort við reynum frekar að mæta sem þátttakendur." Ekki eytt tíma í skrifræði Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík, segir að öll sveitarfélög geti uppfyllt kröfur sem gerðar eru til vistrænna byggðakjarna. Aftur á móti taki það tíma að koma m.a. frárennslismálum í gott lag. „Það hefur ekkert verið ákveðið í þess- um málefnum af okkar hálfu en mín persónulega skoðun er sú að menn verði, ekki bara hér heldur alls staðar, að fara sem næst kröf- unum ef við ætlum að eiga ein- hveija framtíð. Átakið hjá Áform hefur gengið hratt fyrir sig og við á Hólmavík erum mjög sátt við það og sérstaklega hversu hratt það hefur gengið fyrir sig í stað þess að eyða ómældum tíma í skrif- á Islandi í lífrænni rækt- un og halda þróunarstarf- bcKíldlir áÖUF ræ^*- Átakið er gott en markaðs- sett erlendis semi áfram. Ég hvet alla sem hafa áhuga á, að reyna lífræna ræktun heima í garði og að flokka lífrænan úrgang og jarð- vegsgera hann en jafnframt gera sér grein fyrir því að þú ferð ekki í lífræna ræktun til þess að verða ríkur peningalega heldur miklu fremur til að stuðla að bjarari framtíð jarðarinnar," segir Krist- björg. Bændurnir á Vallanesi hafa selt lífrænt ræktaða framleiðslu í sjö ár og yfirleitt ekki annað eftir- spurn. Þau selja beint í verslanir og segir Kristbjörg það fyrirkomu- lag henta þeim vel. „Á undanförn- um árum hafa orðið miklar við- horfsbreytingar hjá fólki og meira tillit tekið til umhverfisins en áður. dæmi um að það ekki þarf að eyða dýrmætum tíma og ráða hundrað manns í vinnu og þar ““ með eyða öllum pening- um verkefnisins, áður en eiginleg vinna hefst,“ segir Stefán. Sérstaða íslands Baldvin segir að hreinleiki, holl- usta og næringargildi afurða séu forsendur framleiðslu á gæðamat- vælum. Þar hafa íslenskir bændur forskot. Loftslag og framleiðsluað- ferðir sem hér tíðkast ásamt lítilli mengun veita Islandi sérstöðu umfram flest önnur ríki í heimin- um. „Þetta þurfum við íslendingar að nýta okkur og vinna saman undir markaðshugtakinu: Island verði vistrænt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.