Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVlKUDAGUfc 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samhengi lífríkis sjávarins kynnt HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN bauð í gær til ráðstefnu þar sem niðurstöður svonefndrar fjölstofnaá- ætlunar stofnunarinnar, sem staðið hefur yfir frá árinu 1992, eru kynnt- ar. Sjávarútvegsráðherra opnaði ráð- stefnuna í gærmorgun með stuttu ávarpi, en alls verða flutt 25 erindi á ráðstefnunni, deilt niður í 6 þema- fundi. Helmingur þeirra var fluttur í gær, en ráðstefnan, sem fer fram •á Scandic Hótel Loftleiðum, heldur áfram í dag kl. 9 og lýkur kl. 17. Öll erindin eru flutt á íslenzku, en ráðstefnan er öllum opin og aðgang- ur er ókeypis. I opnunarávarpi sínu sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, frá tildrögum flölstofnarann- sóknaráætlunarinnar. Hann benti á mikilvægi þess, að samhengið í líf- ríki sjávarins sé þekkt áður en ákvarðanir eru teknar um nýtingu auðlindarinnar, eða „við þurfum með öðram orðum að vita hver étur hvern í sjónum áður en við fáum sjálf fisk- inn á diskinn," eins og ráðherrann orðaði það. Þorsteinn þakkaði Jakobi Jakobs- syni, forstöðumanns Hafrannsókna- stofnunar, fyrir að hafa tekizt að beita nægjanlegum sannfæring- arkrafti til að stjórnmálamönnum yrði nauðsyn áætlunarinnar ljós og tryggðu fjármögnun hennar. Rannsóknirar hófust árið 1992 og ber það umfangi þeirra merki, að samtals munu á annað hundrað þús- und fisk- og sjófuglamagar hafa ver- ið opnaðir af vísindamönnunum. Þorsteinn benti á, að nú riði á að vinna þannig úr niðurstöðum rann- sóknanna, að takast megi að hag- nýta þá þekkingu sem aflazt hefur með þeim, þ.e.a.s. til þess að nýta fískveiðiauðlindina um ókomna tíð á sem skynsamlegastan hátt. Ólafur Karvel Pálsson, sem stýrt hefur undirbúningi ráðstefnunnar fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, segir tilganginn með ráðstefnunni vera að setja kraft í endanlega úr- vinnslu niðurstaðna rannsóknanna og kynna þær fyrir almenningi lands- ins. Algengt sé að ráðstefnur þar sem niðurstöður vísindalegra ráðstefna séu kynntar fari fram á ensku, þar sem vísindamenn séu ávallt áhuga- samir um að koma niðurstöðum rannsókna sinna á framfæri á al- þjóðavettvangi. Hinn alþjóðlegi sam- anburður sé oftast endanlegur próf- steinn á gæði rannsókna. Ólafur seg- ir að vísindamennirnir muni hafa næg tækifæri til slíkrar kynningar, þessi ráðstefna sé helguð því að gera áhugasömum almenningi á íslandi niðurstöðumar aðgengilegar. Mikið starf óunnið Ólafur segir ennfremur, að þrátt fyrir að þessi rannsóknaráætlun hafi verið mjög árangursrík, eins og hver sem er geti sannfærzt um, sem komi og kynni sér niðurstöðurnar, sé mik- ið starf óunnið enn á þessu sviði. Lengi muni verða þörf á frekari rann- sóknum á samhenginu í lífríki sjávar- ins, og vonandi verði skilningur stjórnmálamanna nægjanlegur á því til að fjármögnun áframhaldandi rannsókna verði tryggð. Þurftafrekir sjófuglar RANNSÓKNIR á sumarfæðu sex sjó- fuglategunda við íslandsstrendur hafa leitt meðal annars í ljós, að áætlað heildarát sjófugla að sumri til nemi hundruð þúsunda tonna af smá- físki og ljósátu. Rannsókn þeirra Kristjáns Lilli- endahls og Jóns Sólmundssonar, sem beindist að fæðu sex stærstu sjófugla- stofna við ísland, þ.e. langvíu, stutt- neíju, álku, lunda, ritu og fýls, hafði að markmiði að komast að því hvaða áhrif fæðuvistfræði sjófugla hefði á stofna fæðudýranna og fæðukeðjuna í hafínu. Talið er að heildarfjöldi þess- ara fuglategunda hér við land á varp- tíma nálgist 18 milljónir fugla. Hjá öllum þessum tegundum nema fýl reyndist loðna, síli og ljósáta vera meginuppistaða sumarfæðunnar, meira en 95%. Aætlað heildarát þess- ara sex tegunda að sumri nemur hundruð þúsundum tonna af loðnu og síli og tugum þúsunda tonna af ljósátu. Langvía eða stuttneíja er um 1 kg að líkamsþyngd, en hver fugl af þess- um tegundum étur að sögn allt að hálfu kílói af smáfíski og átu á dag. RÓIÐ Á HAFBJÖRGU • BERGSTEINN Garðarsson á Akureyri er búinn að róa lengi á trillunni sinni, Haf- björgu EA. Hafbjörg var smíð- uð á Akureyri árið 1963 og hefur hún verið í eigu berg- Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson steins síðan þá. Hann er með lítill kvóta og nægjusamari en margir yngri mennirnir. Sölustarf eftt til að mæta verðlækkun ■^^^■^■■■■^■■■^■■■i™ VERÐ á Tímabundinn vandi segir “g heIu„rH.'l“ Halldór Amason hiá SH máni(!öi o* töiu,vet ®r " nu af oseldum birgð- um í landinu. Framleiðendur hafa lent í miklum erfiðleikum vegna þess, einkum vegna þess að hráefnisverð var hátt í upphafi árs. Rækjan sem þá var framleidd var keypt á háu verði, en selst nú á fremur lágu verði. Fyrir vikið tapa framleiðendur á vinnslunni. Halldór Árnason, yfirmaður rækjudeildar SH, segir vandann tímabundinn og staðan lagist áður en „Rækjuverð varð mjög lágt fyrir nokkrum árum, en frá miðju ári 1994 og fram á síðasta haust hækk- aði verð á pillaðri rækju að meðal- tali um 35% á mörkuðunum ytra,“ segir Halldór. „Samfara þessari verðhækkun jókst veiði á kaldsjáv- arrækju í heildina, en þó hvað mest hjá okkur íslendingum. Þessi mikla verðhækkun á tiltölulega skömmum tíma leiddi svo til minnkandi eftir- spurnar eftir rækju og fólk beindi neyzlu sinni í aðrar svipaðar en ódýrari afurðir. Á sama tíma og eftirspurnin minnkaði jókst fram- boðið og veiði hér við ísland var óvenjumikil í vetur og hefur verið mikil allt síðan verðið fór að lækka í lok síðasta árs. Fyrir vikið hafa myndazt töluverðar birgðir hér á landi og afleiðingin hefur verið enn frekari verðlækkanir. Markaðir fáir Heimur kaldsjávarrækjunnar er lítill, markaðir fáir og afmarkaðir og kaupendur eru fáir. Helztu kaupendurnir vita hvernig veiðar ganga, hveijar birgðirnar eru og hvert lægsta verðið á markaðnum er hverju sinni. Þessar upplýsingar nota kaupendur sér og væntingar þeirra allt þetta ár hafa verið um verðlækkanir. Þess vegna kaupa þeir lítið í senn til að forða sér frá skakkaföllum, lækki verðið svo kannski rétt á eftir að þeir hafi keypt mikið í einu. Kaupendur ytra keppa hvorir við aðra um hylli neyt- enda og henni ná þeir helzt með því að bjóða lægra verð en hinir. Staðreyndin er samt sem áður sú, að kaupendur vilja ekki endilega að verið sé mjög lágt. Þeir vilja stöðugleika í framboði og verði, en því miður eru bæði kaupendur og ekki sízt útflytjendur svo marg- ir að enginn hefur stjórn á þróun- inni. Hráefnisverð og afurðaverð hafa lækkað jafnmikið Vandamál íslenzkra framleið- enda nú er ekki fyrst og fremst að afurðaverð sé of hátt. Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur hrá- efnisverð og afurðaverð lækkað jafnmikið á þessu ári. Vandinn er hins vegar sá, að mikill afli í lok síðasta árs og á fyrri hluta þessar árs var keyptur til vinnslu á hráefn- isverði, sem miðaðist við markaðs- verð í upphafi árs. Nú eru menn enn að selja þessar afurðir á allt of lágu verði miðað við hráefnis- verðið í vetur. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að á hveijum tíma er það mjög æskilegt að mjög virkt samband sé milli hráefnisverðs og afurðaverðs, bæði þegar verð lækk- ar og hækkar. Það er hlutverk framleiðenda og útgerðar að sjá til að svo sé. Það stuðlar að lægra verði en við þurfum í raun að sætta okkur við, að útflytjendur á pillaðri rækju séu margir og keppi hvorir við aðra og á íslandi eru útflytjendur anzi marg- ir. Möguleikar útflytjenda á að ná hærra verði og veita framleiðendum góða þjónustu, verða meiri eftir því sem þeir eru færri og stærri. Við hjá SH stefnum að því að auka hlut- deild okkar eins og kostur er. Okkur hefur orðið töluvert ágengt á undan- förnum árum og nú er hlutdeild okkar rúmlega 40%.“ Flestir skila svipuðu verði heim Skilar SH hærra verði til framleið- enda en aðrir smærri útflytjendur? „Ég held að flestir útflytjendur séu að skila framleiðendum svipuðu afurðaverði heim. Séum við hins vegar færri og stærri getum við boðið kaupendum upp á betri þjón- ustu, örugga afgreiðslu og staðlað- ar og betri afurðir. Auk þess verður það auðveldara fyrir okkur að stíga næsta skerfið í þróun rækjuvinnslu á íslandi, sem er aukin pökkun í endanlegar neytendaumbúðir. Stefnan mótuð SH og framleiðendur sem við seljum fyrir hafa mótað stefnu í þessum málum til að átta okkur á því hvert stefni og hvaða áhrif og hlutverk við vildum leika í þeirri þróun, sem framundan er. Staðan í útflutningi á pillaðri rækju frá íslandi er sú, að megnið af rækj- unni fer til frekari vinnslu erlendis. Verðsveiflur eru miklar og veldur það framleiðendum erfiðleikum. Verð á rækju frá íslandi er svipað og verð frá keppinautum okkar í öðrum löndum. Smásalarnir eru ráðandi á markaðnum, en erlendir pakkarar keppast annars vegar um hráefni frá framleiðendum og hins vegar um hylli kaupmanna. Heild- salan er einnig algengur milliliður á kaldsjávarrækjunni, einkum á meginlandi Evrópu. Smásölukeðj- urnar reyna svo að ná rækjuverðinu niður, meðal annars með því að komast framhjá pökkurunum og heilsölunum og kaupa beint af framleiðendum. Aukin pökkun í neytendaumbúðir Það er fyrirsjáanlegt að pökkun á rækju í neytendaumbúðir mun aukast hér á landi. Heildsölumark- aðurinn í Evrópu verður áfram stór, en stefnan er að pakka eins miklu og kostur er hér heima en nýta jafnframt pökkunarstöð IFPL í Grimsby, dótturfyrirtækis SH. Þannig drögum við úr verðsveiflum, fækkum milliliðum og nýtum okkur styrkleika sölukerfis SH í öðrum afurðum. Kaup IFPL á verksmiðju Faroe Seafood í Grimsby hafa enn- fremur styrkt stöðu okkar hvað þessi markmið varðar vegna stöðu verksmiðjunnar á smásölumarkaðn- um í Bretlandi. Aukin áherzla á rækjuna Til að ná þessum markmiðum og til að selja þau um það bil 10.0000 tonn, sem framleiðendur okkar munu vinna í ár, hefur verið lögð aukin áherzla á sölu á pillaðri rækju hjá SH. Við höfum ráðið mjög reynda og góða sölumenn til starfa. I fyrsta lagi hefyr Frank Reynolds verið ráðinn til starfa í Grimsby, Guðjón Daníelsson hefur bætzt í hópinn í Hamborg, Ingi- mundur Konráðsson og Eyjólfur Þorkelsson hófu svo störf í byrjun ágúst og starfa þeir á öllum helztu markaðssvæðum okkar í Evrópu. Einnig hefur okkur bætzt liðsauki í sölu á smápakkningum með kaup- unum á Faroe Seafood. Loks hefur Gísli Gíslason, fyrrum útibússtjóri Rf í Vestmannaeyjum verið ráðinn til að sinna tækni- og þróunarmál- um. Við höfum einnig lagt áherzlu á að leita nýrra markaða, bæði með vöruþróun á hefðbundnum mörkuð- um, svo sem niðurlagningarmark- aðnum á meginlandi Evrópu og sölu og sókn inn á ný markaðslönd. Þannig held ég að óhætt sé að full- yrða að dreifingin í útflutningi okk- ar sé meiri en hjá flestum öðrum útflytjendum hér á landi og áhættan því mun minni en ella. Gott samstarf Þróun í smápakkningum hefur verið mjög ör undanfarin ár. Tvö fyrirtæki hafa þegar hafið pökkun af þessu tagi og þau verða orðin fleiri á næsta ári. Við höfum kapp- kostað að hafa eins mikið samstarf við framleiðendur um stefnumótun, vöruþróun og verðmyndun eins og kostur er. Rækjuframleiðendur eru mjög vel upplýstir, bæði um mark- aðinn og framleiðsluna. Reynslan hefur verið sú að samstarfið milli markaðsdeilda SH, sölumanna á mörkuðunum og framleiðenda hef- ur verið sá grunnur, sem nauðsyn- legur er til að ná árangri í þessum harða viðskiptaheimi,“ segir Hall- dór Árnason. Perkins bátavélar Sameiginlegir hagsmunir sjómanna og okkar. Vélar sem þola mikið vinnuálag Vélar sem eru eyðslugrannar Vélar sem eru hljóðlátar Vélar sem menga ekki Vélar sem auðvelt er að þjóna Vélar sem lítið þarf að þjóna Vélar sem eru ódýrar í rekstri Vélar sem eru á góðu verði Vélar með góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Vélar&Tæki hf. Tryggvagata 16 - Simar 552 1286 - 552 1460 P.O. Box 397 - 121 Reykjavík Telelax 562 3437

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.