Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
BULGARIA
n
Larissa o
EYJAHAF y \
'S TYRKLAND
\ ' ):V"
. V%
Aþenla > . g , s
\ & '> V':'
\ \ O) *
n
Teitur Orlygsson
í Grikklandi
ALBANIA
\
V )
Hjá UMFN lék Teitur
í grænum búningi
númer 11 - pabbi
hans á afmæli
þann 11/11
Hjá Larissa leikur
Teitur einnig í grænu
og er númer 4
- mamma hans er
fædd þann 4/4
■ GRÆNLENSKUR handknatt-
leiksmaður, Kim Nygárd, hefur
gengið í raðir Valsmanna og kom
á fyrstu æfingu sína í gær. Hann
er rúmlega 190 sm á hæð og spilar
sem vinstri handar skytta. Vals-
menn hafa einnig hug á að fá til
sín örfhentan Króata og eru að bíða
eftir myndbandsspólu þar sem hann
er í leik með liði sínu.
■ GUÐNI Bergsson, sem lék æf-
ingaleik með íslenska landsliðinu í
Tékklandi í liðinni viku var ekki
með Bolton sem tapaði 5:1 á móti
Southend í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar um helgina. Guðni hefur
ekkert leikið með Bolton á tímabil-
inu, og er enn sagður meiddur þar
á bæ. Þess má geta að hann er fyrir-
liði Bolton í vetur.
■ LARUS Orri Sigurðsson og
samherjar í Stoke gerðu 2:2 jafn-
tefli á heimavelli við Crystal Palace
í sömu deild og var Lou Macari
óánægður með að hafa þurft að
hleypa Lárusi Orra í landsleikinn
gegn Tékklandi.
■ MACARI, sem var kjörinn knatt-
spyrnustjóri 1. deildar í sl. mánuði,
var ómyrkur í máli. „Leikmenn
þreytast á svo löngu ferðalagi [til
Tékklands] og þetta var fáránlegt
ÍÞRÚmR
FOLX
þar sem aðeins var um æfíngaleik
að ræða.“
■ JAN Mölby á erfiða daga fram-
undan hjá Swansea en iiðið hefur
tapað fjórum af fimm leikjum. For-
maðurinn Doug Sharpe, sem réð
Danann, ætlar að hætta um mán-
aðamótin.
■ RUUD Gullit var ánægður eftir
2:0 sigur Chelsea á móti Sheffield
Wednesday um helgina. „Eins og
Iiðið leikur þarf ég ekki að hugsa
um að flýta mér í endurhæfing-
unni,“ sagði knattspyrnustjórinn,
sem er meiddur.
■ STEVE Stone leikur ekki meira
með Nottingham Forest á tímabil-
inu vegna meiðsla.
■ RAY Wilkins, sem hætti hjá
QPR í liðinni viku, er kominn á leik-
mannasamning hjá Wycome Wand-
eres og fær greitt fyrir hvern leik.
Wilkins, sem heidur upp á fertugs-
afmælið á næslunni, leikur undir
stjórn Alan Smiths, en þeir voru
áður saman hjá Crystal Palace.
■ PETER Shilton, sem er að verða
47 ára, var varamarkvörður West
Ham í leik liðsins á móti Sunder-
land um helgina. Shilton hefur leik-
ið 995 deildarleiki á ferlinum.
■ LEEDSgreiddi Oldham 250.000
pund fyrir Norðmanninn Gunnar
Halle, sem á 52 landsleiki að baki.
■ BJARKI Pétursson lék ekki með
Fylki gegn ÍA á sunnudaginn. Fé-
lögin gerðu með sér „heiðursmanna-
samkomulag“ þegar Bjarki skipti
um félag í sumar um að hann léki
ekki með Fylki gegn ÍA á tímabil-
inu.
■ ÁSMUNDUR Hnrnldsson,
sóknarleikmaður hjá KR, er farinn
til Bandaríkjanna, þar sem hann
stundar nám í háskóla. Hann leikur
ekki meira með KR í sumar.
■ SIGURÐUR Hafsteinsson,
gamalreyndur kylfingur úr GR setti
vallarmet á golfvellinum í Grinda-
vík á sunnudaginn, er hann keppti
í Kóngsklapparmótinu. Sigurður
lék á 66 höggum, fjórum höggum
undir pari vallarins og bætti eldra
vallarmet um eitt högg.
MARAÞON
Ensku knattspymunni hefur
oft verið líkt við maraþon-
hlaup - árangur að hausti segir
lítið sem ekkert til um lokastoðu
að vori. Óvissan og spennan
gera það að verkum að hvers
leiks er beðið með
mikilli óþreyju og
sama spennan og
óvissan ríkja þar til
yfir lýkur.
Leikgleði er áber-
andi í ensku knatt-
spyrnunni þessar vik-
urnar. Ahorfendur
eru fleiri en á sama tíma í fyrra
og eru fimm atriði talin vega
þyngst í meiri áhuga en áður;
aukinn fjöldi erlendra stjörnu-
leikmanna, bættar aðstæður
fyrir áhorfendur, andrúmsloftið
á völlunum, Evrópukeppnin í
knattspyrnu á Englandi í sumar-
byrjun og síðast en ekki síst
leikgleðin og góðir leikir. Með
þetta í huga er í raun ótrúlegt
hvað knattspyrnan er vinsæl á
íslandi því fæst þessara atriða
má almennt heimfæra á keppni
í efstu deild.
Með jákvæðu hugarfari má
þó líta á 15. umferð 1. deildar
karla, sem fram fór um helgina,
á fyrrnefndan hátt - sem hluta
af maraþoni - og þannig horfa
framhjá hvað lítið og óspenn-
andi var í raun boðið uppá.
Með einni undantekningu
tóku lið í neðri hluta 1. deildar
íslandsmótsins á móti liðum ofar
í töflunni þessa heigina. 14.
umferðin var fyrir tæplega hálf-
um mánuði og viðureignimar
nú höfðu ekki mikið aðdráttar-
afl. Þeir sem nenntu ekki að
leggja það á sig að standa í
blautum brekkunum misstu ekki
af miklu. Enda breyttist staðan
nær ekki neitt. Neðri liðin eru
áfram í neðri hlutanum og efri
iiðin enn á sínum stað. Kannski
fá alltof margir að vera með í
þessu íslenska knattspymu-
maraþoni á hæsta stigi? Ef til
vill yrðu fieiri leikir skemmti-
legri með færri liðum í efstu
deild og fleiri innbyrðis leikjum
þeirra, til dæmis fjórfaldri um-
ferð sex eða átta liða? Hvað sem
siíkum bolialeggingum líður er
ljóst að til að viðhalda áhuga
leikmanna og áhorfenda, leik-
gleði og ánægju, má ekki gera
hlé á baráttunni í tíma og ótíma
meðan á keppnistímabilinu
stendur.
Mæiingar hafa sýnt að sæmi-
lega sprækur knattspyrnumaður
hlejTiur um 15 km í leik plús
mínus fimm km. Maraþonhlaup
er liðlega 42 km sem þýðir að
strákarnir í deildinni eiga eitt
siíkt eftir á þremur vikum. Til
viðbótar eiga iandsliðsmennirnir
önnur eins átök framundan á
fímm vikum þegar deildinni iýk-
ur og KR-ingar sjá auk þess
fram á ámóta erfíði í Evrópu-
keppninni. Reykjavíkurmaraþon
er einu sinni á ári en eitt tekur
við af öðru hjá fótboltastrákun-
um. Því verður stundum að taka
viljann fyrir verkið. Þetta er jú
bara leikur og á fárra færi að
ijúka maraþoni en á endanum
er það lokastaðan sem málið
snýst um.
Steinþór
Guðbjartsson
nilálid snýsl um loka-
slöðuna hverju sinni
en ekki áfanga á leid
Hyggst rallökumaðurinn HJÖRTUR P. JÓNSSOIM skjóta feðgunum reffyrirrass?
Daman opnaði
ogégsateftir
HJÖRTUR P. Jónsson, 25 ára gamall, vann fyrsta íslandsmeistara-
titil sinn í akstursíþróttum um helgina. Hann og ísak Guðjónsson
tryggðu sér titil rallökumanna í flokki ódýrra keppnisbíla. Hjörtur
býr í Hafnarfirði ásamt Hjördísi Jónsdóttur og tveimur börnum,
Gi'sla, sem er 7 ára, og Andreu, 4 ára. Hjörtur lærði rafvirkjun
í Fjölbrautaskóla Breiðholts og vinnur hjá Iðnvélum hf.
Hjörtur byrjaði í akstursíþrótt-
um fyrir sex árum. Keppti í
þijú ár í bílkrossi og náði í nokkur
brons og silfur. En
Eftjr síðan leitaði rallið
Gunnlaug á hann. Hann hafði
Rögnvaldsson stutt að sækja
áhugann, vann í
bílskúr þar sem Steingrímur Inga-
son rallökumaður smíðaði rallbíl
sinn og undirbjó fyrir hverja
keppni. Málin þróuðust þannig að
Hjörtur settist um borð í bíl Stein-
gríms og ók með honum eitt keppn-
istímabil. En metnaður hans lá í
því að stýra sjálfur.
„Eg lærði geysilega mikið á
þessu ári með Steingrími í sam-
bandi við undirbúning og skipulag
fyrir þátttöku í rallkeppni. Ég lærði
líka allskyns sáifræðibrellur sem
menn nota hver á annan, til að
espa upp eða letja. Ég held að Jón
Ragnarsson sé Islandsmeistari í
slíku; hann finnur alltaf eitthvað
til að hrekkja menn með.“
- Er mikið andlegt álag sem
fylgir því að keppa í rallakstri?
„Já. Það þarf að huga að svo
mörgu, endalaust að takast á við
nýjar aðstæður og það á mikilli
ferð. Við erum t.d. með leiðarnótur
og sem ökumaður þarf ég sífellt
að meta hvort aðstæðurnar eru
réttar miðað við leiðarlýsinguna
og aðstoðarökumaðurinn þarf að
hafa allt sitt á hreinu. En það
þarf líka traust milli manna til að
aka eftir svona lýsingu, nánast
blint ef þörf krefur.“
- Hefurþú stundað aðrar íþrótt-
ir en akstur gegnum tíðina?
„Ég stundaði karate í nokkur
ár en eitt sinn þegar ég var á rúnt-
inum á mótorhjóli opnaði ung
dama bílhurðina beint í flasið á
mér. Ég sat eftir á bílhurðinni og
mótorhjólið þeyttist áfram. Ég
meiddist á fæti við þetta og hef
ekki getað stundað karate síðan.
En meiðslin sem ég varð fyrir há
mér ekki í rallinu. Þau eru á vinstri
fæti, bremsufætinum. Ég nota
bensínfótinn meira..."
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
HJÖRTUR P. Jónsson er áhugasamur skotveiöimaður en
vann um helglna titil í rallakstrl.
- Áttu þér einhver önnur
áhugamál en rallið?
„Formula 1 er að ná tökum á
mér smám saman. Svo fer ég á
fulla ferð í skotveiði á næstu vik-
um, þegar rallvertíðinni lýkur. Ég
á hálfsjálfvirka Beretta hagla-
byssu. Hef gaman af anda- og
gæsaveiði. Það er einstök tillfinn-
ing að liggja ofan í skurði og bíða
eftir bráðinni."
- Vorkennir þú ekkert fuglun-
um?
„Nei, nei. Ég gef þeim færi,
ræðst ekki á þá liggjandi, hef
ákveðnar siðareglur varðandi veið-
ina sem mér finnst nauðsynleg.
Ég er með Labrador hund sem ég
er að þjálfa með mér í veiðina,
Tara heitir tíkin og er bráðsnjöll.
En fuglarnir hafa stundum séð við
mér og ég hef sofnað ofan í skurði
og vaknað við þytinn þegar morg-
unflugin fara af stað. Það er nú
hálf vandræðaleg upplifun."
— Veiðir þú mikið?
„í nokkrar máltíðir á hverjum
vetri og elda fuglinn sjálfur. Sýð
hann fyrst og set svo í ofn, þá
verður hann mjúkur og safaríkur.
Það er mjög gaman að elda eigin
bráð.“
- Eiga rallfeðgarnir Rúnar og
Jón von á því að verða þín bráð í
rallakstrinum í framtíðinni?
„Hver veit? Mig Iangar í stærri
rallbíl og öflugri en fyrst þarf ég
að setjast niður með fjölskyldunni
minni og ísaks. Síðan sjá hvort
aðstoðarmennirnir eru enn áhuga-
samir. Án þeirra kemst maður
ekkert áfram í þessari íþrótt. Það
þarf margar samhentar hendur til
að ná árangri í rallinu."