Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1996 B 7 KNATTSPYRNA Gullstig Skallagríms Benediktsson skrifar Auðvitað var þetta bara heppni hjá mér og eflaust litið illa út ef hann hefði skotið í hitt hornið,“ sagði Friðrik Þor- steinsson markvörð- lvar ur Skallagríms og hetja liðsins er það lagði Þrótt 2:1 að velli í 2. deildinni á Valbjarnarvelli á sunnudaginn. Friðrik varði víta- spyrnu Ama Pálssonar á 69. mín. og lagði þar með sitt lóð á vogarskál- arnar til að halda í vonina um 1. deildar sæti. „Þetta voru gullstig," sagði hann brosandi. Flestir stuðningsmenn Þróttar komu til leiks í mikilli skrúðgöngu með söng og hljóðfæraleik og héldu uppteknum hætti þegar leikurinn hófst. Vel studdir hófu Þróttarar leik- inn af miklum krafti og fyrstu 20 mínútur fór leikurinn meira og minna fram á vallarhelmingi gestanna sem vörðust af skynsemi og gáfu fá færi á sér. En mitt í allri orrahríðinni varð einum varnarmanni Skallagríms það á að skora í eigið mark og koma Þrótti yfír 1:0. Eftir markið héldu Þróttarar upp- teknum hætti og voru mun meira með boltann en á 27. mínútu jöfnuðu Skallagrímsmenn úr fyrstu sókn sinni sem eitthvað kvað að. Valdimar Sig- urðsson skoraði þá úr vítaspyrnu. Fátt markvert gerðist fyrstu mín- útur síðari hálfleiks eða allt þar til Borgnesingar náðu snotri skyndisókn á 52. mínútu _sem lyktaði með því að Sveinbjörn Ásgrímsson sendi fyrir markið frá vinstri og beint á kollinn á Hilmari sem skallaði rakleitt í vinstra markhornið. Eftir þetta færðu Skallagrímsmenn sig aftar á völlinn og héldu áfram að vetjast á sinn ein- staka hátt og það nægði þeim til að tryggja þeim öll stigin og annað sæt- ið þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttarar sóttu nær linnulítið síðustu 20 mínúturnar en án árangurs. Sanngjamt jafntefli Lið FH og ÍR skildu jöfn, 1:1, í Kaplakrika og voru það sann- gjörn úrslit. Sóknir FH-inga voru öllu ■m skeinuhættari í fyrri Sindri hálfleik en ekkert var Bergmann skorað, frekar sökum Eiðsson góðrar markvörslu en skrifar slæmra færa. Seinni hálfleikur var eftirmynd af þeim fyrri nema þá voru ÍR-ingar öllu hættulegri. Það var ekki fyrr en á 81. mín. að fyrra markið kom. Þar var að verki Arnar Viðarsson FH-ing- ur sem fékk boltann við vítateig og skaut föstu skoti í hornið. ÍR-ingar skiptu eftir þetta tveim mönnum út- af, þar af besta manni leiksins, Ás- birni Jónssyni, sem þurfti að yfirgefa völlinn sökum endurtekins sinadrátt- ar. Þessi skipting tókst vel, því það tók ÍR-inga ekki nema tvær mínútur að jafna. Það var Kjartan Kjartans- son sem fékk boltann í vítateig FH- inga og skaut föstu skoti í hornið. Völsungar vonsviknir Það voru vonsviknir Völsungar sem gengu af velli eftir 3:2 tap liðsins gegn KA á Húsavík þar sem ^■■■1 Bjarni Jónsson fyrir- Helgi liði KA skoraði sigur- Pálsson markið á síðustu skrifarfrá mínútu Ieiksins. Húsavik Leikurinn var ágætur af beggja hálfu en staða Völsungs er nú orðin erfíð. Ekki var skorað fyrir hlé. Völsung- ar hófu síðari hálfleik með látum og strax í byijun átti Guðni R. Helgason gott skot að marki sem fór naumlega framhjá. Síðan lét Hailgrímur Guð- mundsson vaða af u.þ.b. 30 metra færi og small knötturinn á þverslá KA marksins. Fimm mínútum síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu og verður það teljast réttmæt krafa þar sem Hirti Hjartarsyni virtist brugðið innan vítateigs. I kjölfarið áttu Völsungar nokkur Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri góð tækifæri sem ekki nýttust og það var gegn gangi leiksins sem KA náði forystunni með glæsilegu marki Hös- kulds Þórhallssonar; hann fékk skemmtilega hælsendingu frá Dean Martin og hamraði knöttinn viðstöðu- iaust í netið af um 25 metra færi, óveijandi fyrir Björgvin markvörð. Eftir markið jafnaðist leikurinn og á 75. mínútu bætti Gísli Guðmunds- son marki við fyrir KA. Skömmu síð- ar minnkaði Hjörtur Hjartarson mun- inn eftir hornspyrnu og Ásgeir Bald- urs jafnaði svo fljótlega úr víta- spyrnu. Aftur var dæmt víti á næst síðustu mínútu er KA-maðurinn Þor- leifur Árnason var felldur af Ásgeiri Baldurs fyrirliða Völsungs sem ann- ars hafði átt skínandi leik. Bjarni Jónsson tryggði sigur KA með marki úr spyrnunni. Fjörugt hjá Þór og Fram Þórsarar sýndu mikið keppnisskap þegar þeim tókst að vinna upp tveggja marka forskot 1. deildar kandídata Fram á Akureyrarvelli sl. laugardag. Það var engin hrákasmíð á leik Þórs að þessu sinni. Liðið sýndi á köflum sínar bestu hliðar og var síst lakara en Fram sem sigraði 8:0 í fyrri viðureign liðanna. Urslitin 2:2 teljast sanngjörn. Gestirnir bláklæddu byijuðu öllu betur. Leikmenn Fram eru liprir, halda boltanum vel og hafa gott auga fyrir spili. Færin Iétu þó á sér standa. Þegar um hálftími var liðinn af leikn- um hresstust Þórsarar til muna, pressuðu stíft og náðu nokkrum góð- um sóknum. Baráttan skilaði samt litlu því á 43. mín. lék hinn elds- nöggi Hólmsteinn Jónasson upp að endalínu vinstra megin, sendi boitann út í vítateig Þórs þar sem Ágúst Ól- afsson spyrnti honum viðstöðulaust í mark Þórs með viðkomu í þverslá. Glæsilegt mark. Hagur Fram vænkaðist enn í seinni hálfleik. Á 55. mín. gaf Anton Björn Markússon fyrir frá vinstri og Ágúst var mættur í teiginn öðru sinni og skoraði örugglega. Aðeins mínútu síðar fékk Þórsarinn Bjami Freyr Guðmundsson knöttinn inni í vítateig Fram og skoraði með góðu vinstri fótar skoti efst í markhornið. Staðan 1:2. Þórsarar léku nú jafn vel og síð- ustu fímmtán mínútur fyrri hálfleiks og jöfnuðu á 71. mínútu. Hreinn Hringsson, sem hafði skömmu áður komist í gott færij var að sleppa í gegn. Þorvaldur Ásgeirsson ætlaði að bjarga en sendi knöttinn í eigið mark. Mikilvæg stig Víkinga Víkingar unnu sér inn þijú mikil- væg stig á sunnudaginn með 1:0 sigri á Leikni í Breiðholtinu. Heimamenn vom sprækari til að byija með og áttu meðal annars skot í slá. Það tók gestina úr Foss- voginum nokkurn tíma að komast inn í leikinn en það tókst og eftir nokkr- ar ágætar sóknir skoraði Arnar Hrafn Jóhannesson fyrir Víkinga eftir að hann hirti boltann af varnarmanni Leiknis fyrir opnu marki. Víkingar mættu ákveðnari til síðari hálfleiks og höfðu betri tök á leiknum og hurð skall oft nærri hælum Breiðhyltinga en mörkin urðu ekki fleiri. „Við vorum slakir fyrir hlé og vor- um raunar heppnir að vera yfir en tókum okkur saman í andlitinu í síð- ari hálfleik," sagði Þrándur Sigurðs- son fyrirliði Víkinga eftir leikinn. „Þetta var ekkert sérstakt hjá okkur en stigin voru dýrmæt og eiga eftir að koma sér vel á lokasprettinum," bætti Þrándur við. Af Víkingum áttu Arnar Hrafn, Marteinn Guðgeirsson og Gunnar Guðmundsson ágætan leik en af Leiknismönnum Heiðar Ómars- son og Róbert Arnþórsson. Stefán Stefánsson skrifar Ivar Benediktsson skrifar Bragð- dauft Eg er hundfúll með mína menn, þeir voru áhugalausir og léku eins og ekkert væri í húfi að sigra, sagði Sigurður Hall- dórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðsmenn hans höfðu gert jafntefli við Keflavík í botnbaráttu liðanna á Kópavogsvelli á laugardaginn, 1:1. Sigur var báðum mikilvægur því staða þeirra er slæm í 1. deildinni. „Við vorum klaufar að sigra ekki því við fengum góð færi til þess,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Kefla- víkur. „En baráttan heldur áfram og verður tvísýn,“ bætti hann við. Hans menn byijuðu leikinn af miklum krafti og á fyrstu íjórum mínútum leiksins skall hurð í tvígang nærri hælum við mark Breiðabliks. Þeir fylgdu þó ekki sterkri byijun eftir og Kópavogsmenn komu meir og meir inn í leikinn er á leið en þó án þess að skapa verulegan usla. Allt bit vantaði í sóknaraðgerðimar. Kefl- víkingar voru kraftmeiri og líklegri ef eitthvað var til þess að opna markareikninginn á undan gestgjöf- unum. Eigi að síður vom það heima- menn sem skoruðu fyrst og markið gerði engin boð á undan sér. Hið unga lið Keflavíkur lét ekki bugast við markið, þvert á móti beit það í skjaldarrendur og jafnaði ellefu mín- útum síðar - á 37. mínútu. Skömmu eftir jöfnunarmarkið fékk Jóhann Guðmundsson dauðafæri er hann komst einn á móti Gísla Einarssyni, markverði Blika, eftir laglega send- ingu Halldórs Inga Guðnasonar. Gísli bjargaði með prýði í horn og 1:1 var niðurstaðan að loknum fyrri hálfleik. Líkt og í fyrri hálfleik hófu Kefl- víkingar síðari leikhlutann vel og fengu tvö öndvegis færi fljótlega sem hefðu getað nægt til sigurs. „Á með- an þeir muna eftir ræðunni minni leika þeir vel,“ sagði Kjartan með bros á vör eftir leikinn. Fyrst varði Gísli í tvígang í sömu sókninni úr opnum færum frá Jóhanni Guð- mundssuni og Guðmundi Oddssyni. Nokkrum mínútum síðar fékk Jó- hann glæsilega sendingu frá nafna sínum Steinarssyni, lék á Gísla mark- vörð en gegn tveimur varnarmönnum Blika sem stóðu á línu skaut Jóhann í stöng og útaf. Eftir það datt botninn úr leiknum að mestu leyti og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútunum sem Blik- ar sýndu smálífsmark en fengu nokk- ur hálffæri en án árangurs og jafn- tefli og vonbrigði niðurstaðan. „Við vorum algjörlega bitlausir í sókninni," sagði Sigurður Blikaþjálf- ari. Hann skipti tveimur sóknar- mönnum, ívar Siguijónssyni og Gunnari Ólafssyni, í byijun síðari hálfleik en það breytti engu. „Við þurfum tvo sigra í þremur síðustu leikjunum. Sumarið hefur verið von- brigði hjá okkur þar sem við höfðum vonast eftir að vera ofar.“ „Þetta var íjórði leikurinn hjá okk- ur í röð án taps og það er stígandi hjá okkur,“ sagði Kjartan Másson. „Það verða slagsmál í lokaumferðun- um, það er engin spurning og von- andi höldum við áfram á sama róli og höldum sæti okkar." 1a f\Kristófer Sigurgeirs- ■ \#son sendi knöttinn frá vinstri kanti á 26. mínútu og fyrir markið á móts við miðja vítateigslínu þar sem Guðjóni Jóhannssyni mistókst að hreinsa. Arnar Grétarsson færði sér það í nyt og skaut föstu skoti með vinstri fæti í hægri stöngina og í netið. 1:1 Á 37. mínútu sótti Haukur Ingi Guðnason upp vinstri kantinn og víð vítateigshornið lék hann á Hreiðar Bjamson og hélt áfram upp að markinu uns hann kom að markteigshomi þá skaut hann föstu skoti í netið. Oa 4| Hilmar Bjömsson fékk laglega sendingu upp í hom hægra ■ | megin, lék upp að endamörkum og sendi knöttinn fyrir mark Grindvíkinga, þar sem Þorsteinn Jónsson kastaði sér fram við markteig og skallaði knöttinn í netið. Þetta gerðist á 27. mfn. 0B ^JlIeimir Guðjónsson skoraði annað mark KR-inga á 71. ■ Cainín., upp úr engu. Hann fékk nægan tíma til að athafna sig á miðjum vallarhelmingi Grindvíkinga, lék upp að vítateig og skoraði gott mark vinstrifótarskoti. ÍÞRÓmR FOLK ■ GISLI Þór Einarsson lék annan leik sinn í 1. deild er hann stóð á milli markstanganna hjá Blikum gegn Keflavík á laugardaginn. Gísli verður 20 ára 7. nóvember nk. og lék sinn fyrsta leik í 1. deild líka gegn Keflavík fyrir tveimur árum. Gisli kom inn í liðið í stað Hajrudins Caradklija sem var í leikbanni. ■ HAUKUR Ingi Guðnason' markaskorari Keflavíkur gegn Breiðabliki varð átján ára á sunnu- daginn, daginn eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið sitt glæsilega í viður- eign liðanna á Kópavogsvelli. ■ JULIUS Tryggvason, varnar- maður Leifturs á Olafsfirði, lék um helgina 200. leik sinn í 1. deild. Þar af voru 168 með Þór en þetta var 32. leikur hans í deildinni með Leiftri. EINAR Þór Daníelsson KR- ingur átti í erfiðleikum með Óla Stefán Flóventsson, hægri bakvörð Grindvíkinga í leiknum á sunnudag. Hér eigast þeir við en Grétar Ein- arsson er í baksýn. Morgunblaðið/Golli KR-ingar gerðu góða ferð til Grindavíkur, þar sem þeir tryggðu sér öruggan sigur, 0:2, og skutust þar með á topp 1. deildar, en voru þar ekki lengi. Þeir voru í forustuhlutverkinu í 126 mín., eða þartil Skagamenn tóku leikinn gegn Fylki, sem hófst klukkustund síðar, í sínar hendur. Það var ekki rishá knattspyrna sem leikmenn sýndu í Grindavík. KR-ingar voru allan tímann betri, voru meira með knöttinn, án þess að gera miklar rósir. Botninn datt úr leik þeirra eftir að Þorsteinn Jónsson kom þeim á bragðið á 27. mín. Það var strax ljóst í byijun leiksins hveijir voru sterkari - KR-ingar náðu strax yfirhönd- inni og sóttu grimmt. Áður en ■HB Þorsteinn skoraði Sigmundur Ó. hafði Ríkharður Steinarsson Daðason farið illa sknfar með gullið tæki- færi og Heimir Guðjónsson, sem skoraði seinna mark KR-inga, átti skot sem hafnaði á þverslá. KR-liðið náði sér aldrei á strik, leikur liðsins byggðist mest upp á sóknarlotum upp miðjuna, leikmenn liðsins nýttu ekki útheija sína vel, það bar lít- ið á Einari Þór Daníelssyni og Hilmari Björnssyni. KR- ingar léku alltof þröngt og áttu erfitt með að brjóta þétta vörn Grindvíkinga á bak aftur. Ólafur Örn Bjarnason og Guðjón Ásmundsson voru í því hlutverki að elta þá Ríkharð Daðason og Þorstein Jónsson, fremstu leikmenn KR-liðsins, eins Fylkismenn voru miklu betri en Skagamenn í fyrri hálfleik en í þeim síðar snerist dæmið við. Kjartan varði vel frá Bjarna í upphafi og síðan kom fyrra mark- ið, sem hefði alrei átt að koma. Stefán Þórðarson braut á Kjartani markverði en ekkert var dæmt. ÍA fékk hornspyrnu og eftir hana ætlaði Kristinn að renna boltan- um aftur fyrir endalínu en dró ekki og Haraldur náði knettinum, gaf fyrir og Stefán skoraði. Sigur- markið gerði síðan Bjarni undir lok leiksins, en hann náði þó að fá annað gula spjald sitt í leikn- um, og þar með rautt, áður en leik lauk. Fylkismenn voru klaufar að skora ekki og Skagamenn nýttu sér það til fullnustu. Gestirnir voru mjög daprir í fyrri hálfleík en til muna skárri í þeim síðari, sérstak- lega breyttist leikur þeirra eftir að framlínumaðurinn Stefán Þórðarson kom inná er 25 mínútur voru eftir í stað Gunnlaugs Jóns- sonar sem fann sig engan veginn í framlínunni. SKAGAMENN halda sínum hlut á toppi deildarinnar, einu stigi á undan KR. Þeir heim- sóttu Árbæinga á sunnudag- inn og sigruðu 2:0, en voru reyndar heppnir að heima- menn náðu ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Það er ánægjuefni fyrir stuðnings- menn ÍA að liðið skuli fá þrjú mikilvæg stig þrátt fyrir mjög slakan leik. Leikurinn var þokkalega fjör- ugur framan af og þá fyrst og fremst vegna þess að Fylkir fékk þijú mjög góð mark- tækifæri í fyrri Skúli Unnar hluta fyrri hálf- Sveinsson leiks. Þórhallur skrifar Dan skallaði í stöngina strax á fjórðu mínútu og komst síðan í færi, sem menn fá ekki nema nokkrum sinnum á ævinni, á þeirri 25. en misnotaði það. Hann komst einn inn fyrir vörnina, hafði nægan tíma en skaut framhjá. Þórður markvörður kom út á móti honum og í stað þess að kasta sér niður, eins og markverð- ir gera oft einir á móti sóknar- manni, beið hann rólegur og lok- aði markinu vel. Kristinn Tómas- son fékk einnig tvö góð færi, Þórður varði vel frá honum á 17. mínútu en hann skaut himinhátt yfir undir lok fyrri hálfleiksins úr ákjósanlegu færi. Morgunblaðið/Ásdís BJARNI Guðjónsson kom mikið við sögu í Árbænum á sunnudaginn, gerði eitt mark og var síðan rekinn útaf. Hér sækir Ómar Valdimarsson að honum og fyrir aftan Bjarna er Sigurgeir Kristjánsson. Eyjamenn að gefa eftir Stjarnan gerði góða ferð til Eyja á laugardaginn og sigraði heima- menn 2:1 og munar nú aðeins einu stigi á liðunum, Eyja- menn eru { í)°rð,a sæt| Guðmundsson en Stjarnan í því skrifar frá fimmta. Eyjamenn Eyjum virðast því vera að gefa eftir í baráttunni um þriðja sætið, sem gæti gefið þátt- tökurétt í Evrópukeppninni næsta sumar. „Þetta var hörkuleikur. Við kom- um hingað til að beijast og gerðum það og uppskárum eftir því. Þeir fengu að vísu færi, en við náðum að loka svæðum og komum þannig í veg fyrir stungusendingar hjá þeim. Þetta var fyrst og fremst skynsamleg leik- aðferð og barátta," sagði Bjarni Sig- urðsson markvörður Stjörnunnar eft- ir leikinn. Gestirnir voru mun ákveðnari í byijun og þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. Baldur Bjarna- son, besti leikmaður Stjörnunnar, skoraði snyrtilegt mark eftir 7. mín- útna leik. Stjarnan var mun hættu- legri en heimaliðið fram að hléi en sköpuðu sér þó engin umtalsverð færi. Þó munaði minnstu að Baldur skoraði annað mark, beint úr auka- spyrnu, en Friðrik varði skot hans vel og Eyjamenn máttu vera ánægð- ir með að vera eitt núll undir í leikhléi. Allt annað var að sjá til Eyjaliðsins í síðari hálfleik. Bjarnólfur kom inná og tilfærslur voru gerðar í fremstu víglínu. Jafnt og þétt byggði liðið upp pressu á mark gestanna og sóknar- þunginn varð stöðugt meiri. Bjarni ' hafði nóg að gera í markinu en hann réði ekki við skalla Tryggva Guð- mundssonar uppúr miðjum hálfleikn- um. Eins og svo oft í sumar fengu heimamenn á sig mark skömmu eftir að þeir skoruðu. Valdimar Kristófers- son var þar á ferðinni með ágætt skallamark. ÍBV-liðið náði sér ekki eftir þetta mark og átti fá færi go Stjörnumenn fögnuðu sigri. Oa 4| Stjörnumenn áttu ■ | góða sókn strax á 7. mínútu leiksins. Heimir Erlings- son skaut að marki en vamar- menn ÍBV vörðu skorið. Boltinn hrökk hins vegar til Baldurs Bjarnasonar, sem hafði átt sendinguna á Heimi. Baldur var á vítateigslínunni, snéri sér hálf- hring með knöttinn og þrumaði honum í netið. Vel gert hjá Baldri. 1:1 Ingi Sigurðsson tók aukaspyrnu út við hliðarlínu hægra megin á 68. mínútu. Ingi sendi knöttinn inná teig Stjörnunnar þar sem Tryggvi guðmundsson var sterkatur og sneiddi knöttinn með höfðinu í markhornið. 1a Goran Kristófer ■ miMícíc komst upp að endamörkum vinstra megin á 75. mínútu, gaf fyrir markið þar sem Valdimar Kristófersson, stakk sér miili tveggja Eyja- manna, komst á auðan sjó, og skallaði í netið. Oa 4| Haraldur Ingólfsson náði boltanum við endalínu hægra ■ I megin á 64. mínútu, eftir að Fylkismenn höfðu reynd að konm knettinum í hornspyrnu. Hann gaf fyrir markið, beint á höfuðið á Stefáni Þ. Þórðarsyni sem var nýkominn inná sem varamaður, og hann skoraði af öryggi. Oa ^Þegar sjö mínútur voru til leiksloka kom löng sending fram, ■ áCáaf vallarhelmingi gestanna. Bjarni Guðjónsson var fljótur að átta sig, skuast framhjá varnarmanni Fylkis, náði knettinum, lék á Kjartan markvörð og skoraði í autt markið. og skuggar - þeir fengu lítinn frið. Einar Þór og Hilmar voru lítt áberandi og miðjumennirnir Heimir og Ólafur H. Kristjánsson náðu ekki tökum á miðjunni. Varnarmenn KR höfðu lítið að gera, þeir brugðu sér á stundum fram til að taka þátt í sóknar- leiknum. Kristján Finnbogason átti rólegan dag í markinu, varð þó að taka tvisvar á honum stóra sínum - fyrst þegar hann varði aukaspyrnu Ólafs Arnar, sló knöttinn aftur fyrir endamörk, og síðan varði hann aftur frá Ólafi Erni, af stuttu færi, eftir horn- spyrnu. Grindvíkingar náðu sér aldrei á strik í leiknum, léku aftarlega og áttu í miklum erfiðleikum með að byggja upp spil, knötturinn gekk ekki oft á milli þriggja leik- manna. Kekic Sinisa var einn í sókninni og hafði lítið að gera - var oft sem áhorfandi á hlaupum; undir lok leiksins var hann áhorf- andi á varamannabekknum. Eins og fyrr segir var leikurinn frekar dapur. KR-ingar geta gert og verða að gera betur, ef þeir ætla sér meistaratitilinn og það verða Grindvíkingar einnig að gera, ef þeir ætla að forða sér frá falli í 2. deild. Gæði knattspyrnunnar að Hlíð- arenda á laugardaginn, þegar Ólafsfírðingar sóttu Valsmenn heim, var ekki uppá marga Stefán físka því baráttan var Stefánsson algerlega í fyrirrúmi. skrifar Gestunum tókst þó að sigra 2:0 og næla sér í þijú mikilvæg stig, sem heldur þeim í þriðja sæti deildarinnar og góðum möguleika á sæti í Evrópukeppninni. Þó skal hafa í huga að enn eru þijár umferðir eftir af deildinni. Það var meiri kraftur í Valsmönn- um til að byija með en Ólafsfírðingar komust þó fljótlega inn í leikinn. Hart var barist um víðan völl en fátt var um færi enda baráttan í fyrirrúmi. Sigurður Grétarsson, þjálfari og leik- maður Vals, átti þó góða aukaspyrnu rétt utan vítateigs á 23. mínútu en skotið fór rétt yfír slána og Gunnar Már Másson skoraði skömmu síðar. Strax í upphafi síðari hálfleiks fengu Leiftursmenn tvívegis gullin tækifæri að auka muninn en Lárus Sigurðsson markvörður Vals varði með glæsi- brag, íyrst frá Pétri Bimi Jónssyni og síðan þrumuskot frá Gunnari Odds- syni. Sókn Valsmanna þyngdist en þeir sofnuðu á verðinum þegar Gunn- ar Oddsson slapp inn fyrir vöm þeirra og Sverrir skoraði í kjölfarið. Það er varla hægt að hæla leik- mönnum fyrir góða knattspymu í þessum leik en þó mátti sjá þokkalegt spil á köflum. Vamir beggja liða voru Oa 4| Knötturinn var gef- ■ I inn inn í vítateig Vals á 38. mínútu, vamarmaður hugðist hreinsa frá en skallaði beint fyrir fætur Gunnars Más Mássonar, sem var á auðum sjó í miðjum vítateig átti ekki í vandræðum með að senda bolt- ann í vinstra hornið. Oa4^Á 83. mínútu sendi ■ éSm Rastislav Lazorik glæsilega stungusendingu á Gunnar Oddsson, sem rakti bolt- ann upp völlinn en renndi honum síðan mjög óeigingjarnt til hliðar á Sverri Sverrison, sem hafði fylgt Gunnari eftir og skoraði auðveldlega. góðar og lítið sást til sóknarmanna. „Við vissum að þetta yrði erfltt því Valsmenn em varkárir og erfítt að opna vöm þeirra,“ sagði Oskar Ingi- mundarson, þjálfari Leifturs. „Við reiknuðum jafnvel með því að vera í þessu sæti fyrir mótið enda var markmiðið að vera í einhveiju af fjór- um efstu sætunum. Stórveldin bítast um efstu sætin en við reynum að halda í við þau. Annars getur allt gerst þó að staða efstu liða breytist líklega ekki en mér fínnst þetta mót eitt það mest spennandi í mörg ár.“ Skagamenn enn með eins stigs for- ystu á KR-inga KR á toppnum í 126 mínútur Leiftur í góðri stöðu í baráttu um Evrópusæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.