Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Juninho líkar veUffið hjá Boro
Vid getum
sigrað alla
[iddlesbrough hefur verið á
hraðri siglingu að undan-
fömu. í liðinni viku vann það West
Ham 4:1 og fylgdi árangrinum eft-
• ir með 4:0 sigri á móti Coventry.
ítalinn Fabrizio Ravanelli og Brasil-
íumaðurinn Juninho gerðu sín tvö
mörkin hvor og er sá fyrmefndi
markahæstur í ensku úrvalsdeild-
inni með sex mörk en sá síðar-
nefndi segir að Boro geti sigrað
hvaða lið sem er.
„Það er frábært að leika í svona
liði,“ sagði Juninho. „Framlínu-
mennirnir eru stöðugt á ferðinni og
maður með boltann hefur mögu-
leika á að senda á tvo eða þrjá leik-
menn hveiju sinni. Ef samleikurinn
er upp á það besta getum við sigr-
að hvaða lið sem er.“
Bryan Robson, knattspyrnustjóri
Boro, er líka ánægður með gang
mála. „Ravanelli og Juninho hafa
fallið fyrr inn í hópinn en ég gat
látið mig dreyma um. Þetta em
frábærir leikmenn en ég er ánægð-
toém
FOLK
■ FELIX Magath, þjálfari Ham-
burger SV, var á meðal áhorfenda
í Glasgow, til að fylgjast með
Celtic, mótherjum liðsins í UEFA-
keppninni. Hann sá liðið vinna Hibs
5:0.
■ PAT McGinlay, fyrmm leik-
maður Celtic, kom mikið við sögu
- skoraði sjálfsmark og var síðan
rekinn af leikvelli níu mín. fyrir
leikslok, eftir að hafa fengið að sjá
sitt annað gula spjald.
■ JORGE Cadete frá Portúgal
skoraði tvö mörk fyrir Celtic í fyrri
hálfleik. Hann hefur skorað níu
mörk.
■ CELTIC hefur ekki tapað 35
leikjum í röð, eða síðan liðið tapaði
fyrir Glasgow Rangers 30. sept-
ember í fyrra.
■ JIM Leighton, markvörður
Hibs, hafði ekki fengið mark á sig
í nær sjö klukkustundir fyrir leikinn
gegn Celtic.
■ PAUL Merson lék sinn þijú-
hundruðasta deildarleik með
Arsenal gegn Aston Villa og hélt
upp á það með því að skora.
■ RENE Eykelkamp og Wim
Jonk skomðu sín tvö mörkin hvor
er Eindhoven hélt sigurgöngu sinni
áfram í Hollandi, með því að vinna
Breda 5:0. Dick Advocaat, þjálf-
ari Eindhoven, sem hefur sigrað í
fimm fyrstu leikjunum, segir að það
sé of snemmt að fara að fagna þó
svo að liðið hafi náð átta stiga for-
skoti á Ajax.
■ LUBOMIR Moravcik og Anton
Drobnjak skomðu mörk Bastia,
sem vann Marseille, 2:0. Þetta er
í fyrsta skipti sem liðin mætast á
Furiani-leikvellinum á Korsíku,
síðan í bikarleik í maí 1992, þegar
áhorfendasatúka gaf sig með þeim
afleiðingum að sautján létu lífið og
yfir 2.000 áhorfendur slösuðust.
■ JOSE Amavisca, miðheiji Real
Madrid, leikur ekki með liðinu í tvo
til þijá mánuði vegna uppskurðar
á vinstra hné. Hann meiddist í upp-
hitun fyrir leik liðsins gegn Hercu-
les. Real Madrid verður að tryggja
sér miðheija, liðið hefur selt Ivan
Zamorano til Inter Mílanó og
Alfonso Perez til Betis.
astur með hvað þeir hafa náð vel
saman við Nick Barmby og Robbie
Mustoe. Þetta var besti leikur Jun-
inhos á tímabilinu en þeir skiptast
á að blómstra. Menn ná sínu besta
á misjöfnum tíma og það er af hinu
góða. Sóknarleikur okkar var góður
á ný, sendingar og hreyfing án
bolta í hæsta gæðaflokki og svo
virtist sem mark lægi ávallt í loft-
inu. Við héldum líka hreinu í fyrsta
sinn á tímabilinu og það er ánægju-
•egt.“
Lærisveinar Ruud Gullits hjá
Chelsea stöðvuðu sigurgöngu
Sheffield Wednesday og unnu 2:0
en þeir lögðu áherslu á vömina eft-
ir 3:3 jafntefli á móti Arsenal fyrir
tæpri viku. „Vömin var of opin á
móti Arsenal," sagði Gullit. „Við
unnum að því að lagfæra það sem
miður fór á milli leikjanna og ég
var ánægðari með frammistöðuna
að þessu sinni. Wednesday skapaði
sér nokkur marktækifæri en frekar
eftir uppstillingar en spil.“
Arsenal náði 2:2 jafntefli á móti
Aston Villa í Birmingham eftir að
hafa verið 2:0 undir. Savo Mi-
losovic gerði bæði mörk heima-
manna og allt stefndi í sigur þeirra
en Paul Merson gaf gestum von
með marki 20 mínútum fyrir leiks-
lok. Sasa Curcic taldi að leiktíminn
hefði verið úti þegar Andy Linighan
jafnaði en dómarinn bókaði hann
fyrir mótmælin. „Ég spurði dómar-
ann hvort hann hefði týnt úrinu og
benti á vallarklukkuna sem sýndi
fimm mínútur yfir venjulegan leik-
tíma. Hann sýndi mér gula spjaldið
og ég var mjög reiður því mjög
góður leikur hafði verið eyðilagður.
Eg hugsaði ekki um að við höfðum
tapað tveimur stigum eða misst
niður tveggja marka forystu.“
Manchester United gerði góða
ferð til Leeds og vann 4:0 þrátt
fyrir að fyrirliði gestanna, Eric
Cantona, hefði brennt af vítaspyrnu
gegn fyrrum samheijum. Martyn
kom United á bragðið með sjálfs-
marki en síðan skoruðu Nicky Butt
og tékkneski landsliðsmaðurinn
Karel Poborsky áður en Cantona
innsiglaði sigurinn á lokamínútunni.
-
■
Allsport
ÍTALINN Fabrizio Ravanelli skallar í mark Coventry en hann gerði tvö mörk í 4:0 sigri.
Liverpool skaust í þriðja sætið á
eftir Sheffield Wednesday og
Chelsea með 2:1 sigri á Anfield á
móti Southampton. Graeme Soun-
ess, knattspyrnustjóri gestanna,
fór því ekki fagnandi frá Liverpool
í fyrstu heimsókn sinni á fornar
slóðir í nokkurn tíma en Steve
McManaman sá til þess með marki
á 89. mínútu. Stan Collymore gerði
fyrsta mark sitt á tímabilinu en
Jim Magilton, fyrrum leikmaður
varaliðs Liverpool, jafnaði í fyrstu
sókn Southampton skömmu fyrir
miðjan seinni hálfleik.
Les Ferdinand gerði bæði mörk
Howard Wilkinson
rekinn frá Leeds
LEEDS rak knattspyraustjór-
ann Howard Wilkinson í gær en
hann hefur sljórnað ferð liðsins
í tæplega átta ár. Það varð
meistari 1992 eftir að hann
hafði stýrt því upp úr 2. deild
tveimur árum áður. Leeds end-
aði liðið tímabil i 13. sæti og
eftir 4:0 tap gegn Manchestcr
United um helgina er það í
níunda sæti með sjö stig af 15
mögulegum.
„Eg er vonsvikinn og mér er
brugðið,“ sagði Wilkinson.
„Fyrstu viðbrögðin eru að ég
er farinn frá félagi sem hefur
tekið frábærum framförum á
undanförnum árum og vonandi
kemur í ljós i framtíðinni að
ákvörðunin var rétt." Hann taldi
að erfitt hefði verið fyrir Bill
Fotherby, formann félagsins, að
komast að þessari niðurstöðu.
„Eftir leikinn á raóti Manchester
United ákvað ég að breytinga
væri þörf,“ sagði Fotherby. „Við
kunnum vel að meta frábær
störf Howards og vonum að þau
verði metin að verðleikum."
Wilkinson sagði að fámennur
en hávær hópur hefði gagnrýnt
sig að undanförnu „og ég held
að hann hafi verið farinn að
hafa áhrif á leikmennina. Þegar
ég kom hingað taiaði ég um 10
ára áætlun og þegar litið er á
ungu leikmennina sé ég hana
verða að veruleika. Hér er fólg-
inn mikill kraftur með frábærum
leikvangi og á næstu 12 mánuð-
um eða tveimur árum sér fólk
árangurinn af uppbyggingunni."
Stuttgart áfram
með fulK hús stiga
FráJóni
Halldórí
Garðarssyni
i Þýskalandi
Leikmenn Stuttgart halda sínu
striki og halda áfram að hrella
markverði í Þýskalandi, hafa skorað
fjórtán mörk í fjór-
um leikjum og eru
með fullt hús stiga.
Stuttgart lagði Köln
að velli, 4:0, á
Gottlieb-Daimler-leikvellinum, þar
sem 53.700 áhorfendur voru saman
komnir. Uppselt en langt er síðan
uppselt hefur verið á völlinn.
Kölnarar stóðust leikmönnum
Stuttgart lengi vel snúninginn, það
var ekki fyrr en á 49. mín. að vam-
armaðurinn Thomas Schneider fann
leiðina að marki, með því að skalla
knöttinn í netið eftir hornspyrnu
og tveimur mín. síðar var Króatinn
Zvonimir Soldo búinn að bæta
marki við. „Mörkin okkar í byijun
seinni hálfleiks kom okkur á rétta
leið, eftir þau var ekki aftur snú-
ið,“ sagði Joachim Löw, þjálfari
Stuttgart. Giovane Elber bætti síð-
an við þriðja markinu eftir frábæra
sendingu Fredi Bobic á 72. mín. og
Búlgarinn Krassimir Balakov gull-
tryggði sigurinn, 4:0, á 78. mín.
Bayem Munchen átti í erfiðleik-
um með Arminia Bielefeld á heima-
velli en fagnaði 1:0 sigri. 55 þús.
áhorfendur sáu miðvallarspilarann
Christian Ziege skora af sextán
metra færi á 59. mín. Leikmenn
Bielefeld léku stífan varnarleik og
límdi varnarmaðurinn Peter
Hobday sig á Jurgen Klinsmann.
Meistarar Dortmund höfðu held-
ur betur heppnina með sér er þeir
náðu í fyrsta skipti að leggja Hansa
Rostock að velli, 1:0. Markið kom
þegar örfáar sek. voru til leiksloka
og var ólöglegt. Fyrst braut Heiko
Herrlich á markverðinum Perry
Bráutigam, áður en Brasilíumaður-
inn Julio Cesar lagði knöttinn fyrir
sig með hendi og skoraði. „Við átt-
um ekki skilið að fagna sigri,“ sagði
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund.
Bayer Leverkusen lagði 1860
Munchen 3:0. Ulf Kirsten skoraði
tvö mörk og er hann markahæstur
með sex mörk. Kirsten skoraði að-
eins átta mörk allt sl. keppnistíma-
bil. „Ég hef aðeins reynt að leggja
fram það sem ég get. Ég er mjög
vel upplagður um þessar mundir,“
sagði Kirsten.
Werder Bremen vann St Pauli
3:0. Austurríkismaðurinn Andreas
Herzog átti frábæran leik og skor-
aði eitt af mörkunum. Hann hefur
skorað þijú mörk, skoraði aðeins
tvö allt sl. keppnistímabil með Bay-
ern Miinchen. „Þessi sigur okkar
sýnir að við getum lagt hvaða lið
sem er að velli,“ sagði Herzog.
Þórður Guðjónsson lék ekki með
Bochum, sem lagði Karlsruhe 3:1.
Daruisz Wosz var yfirburðamaður
á vellinum, skoraði tvö mörk og
lagði upp það þriðja. Bochum er
ósigrað eftir fímm leiki og hefur
liðið ekki byijað svo vel síðan 1980.
Newcastle í 2:1 sigri á móti Totten-
ham í London. Rory Allen, sem er
18 ára og lék í fyrsta sinn með
Spurs - var valinn í liðið á síðustu
stundu þar sem óvenju margir voru
meiddir - náði forystu fyrir heima-
menn en Ferdinand jafnaði fyrir
hlé.
Atletico
Madrid
fékk skell
jeistarar Atletico Madrid, sem
léku án leikstjórnandans
Jose Luis Caminero, máttu þola tap
fyrir Compostela, 3:1. Hættulegasti
leikmaður Atletico, Juan Eduardo
Esnaider, náði að jafna leikinn fyr-
ir leikhlé, 1:1, en hann var síðan
tekinn af leikvelli í hálfleik af Ra-
domir Antic, þjálfara, þar sem hann
var kominn með gult spjald fyrir
að mótmæla rangstöðudómi. Að-
eins voru búnar fímm mín. af seinni
hálfleik þegar tékkneski landsliðs-
maðurinn hjá Atletico, Radek Bejbl,
var rekinn af leikvelli fyrir fast
brot á mótheija.
Leikmenn Compostela nýttu sér
það, sóttu grimmt og skoruðu tvö
mörk - Jose Molina, markvörður
Atletico, kom í veg fyrir að tap
meistaranna yrði stærra. Aftur á
móti náði markvörður Espanyol
ekki að koma í veg fyrir að leik-
menn Barcelona skoruðu tvö mörk
á síðustu sjö mín. leiksins, til að
tryggja liðinu sigur, 2:1, fyrir fram-
an 107 þús. áhorfendur á Nou
Camp. Það var Juan Pizzi sem skor-
aði sigurmarkið á síðustu mín.
leiksins, áður hafði Brasilíumaður-
inn Giovanni skorað með því að
senda knöttinn upp í þaknetið, eft-
ir sendingu frá Hristo Stoichkov.
Jordi Lardin, fyrirliði Espanyol,
skoraði mark gestanna á 70 mín.
Enn einu sinni máttu leikmenn
Espanyol þola tap á lokasprettin-
um, þeir voru yfír 2:0 gegn Sport-
ing Gijon í fyrstu leik sínum, en
töpuðu 2:3,
Predrag Mijatovic frá Svart-
ijallalandi færði stuðningsmönnum
Real Madrid ánægju í grenjandi
rigningu í Madrid, þegar hann kom
liði sínu á bragðið gegn Hercules,
heimamenn fögnuðu síðan sigri,
3:0. Mijatovic, sem var keyptur frá
Valencia, lék sinn fyrsta leik á
heimavelli, skoraði eftir sendingu
frá Brasilíumanninum Roberto
Carlos á fimmtándu mín. Tuttugu
mín. síðar skoraði táningurinn Raul
Gonzalez með skalla og hann skor-
aði þriðja markið í seinni hálfleik,
þegar rigningin var sem mest. Þjóð-
veijinn Bodo Illgner lék í marki
Real og hafði iítið að gera.