Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 C 3 Niður- skurður í Þýskalandi UMRÆÐA er hafin um þýsku fjárlögin og hér er það Oskar Lafontaine, leiðtogi jafnaðar- manna, sem er í ræðustól. í fjárlögunum er boðaður mikill niðurskurður og samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann skilnings hjá meirihluta kjós- enda. Telja þeir hann óhjá- kvæmilegan til að bæta sam- keppnisstöðu þjóðveija á heimsmarkaði. iS k i I y i r k u.n p,l v s. i n g u.k erf IXsleBiSkt _b.u.g-vxA: a. fie xmsjiftd xkvaröí Nýttu þér nýjustu möguleika í upplýsingatækni Ný deild okkar, MSF lausnir, er stofnuð til þess að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í nýtingu uppIýsingakerfa til framfera. Skoðaðu kynningu okkar á vefnum og hafðu samhand. Ráðgjöf • hönnun • forritun Intranet/lnternet • Hópvinnukerfi • Sérlausnir HpnHm Sími 563 3000 • Fax 568 8412 http://WWW.ejs.is/MSF • MSF@ejs.is - kjarni málsins! Mikill hagnaður áPrud- ential London. Reuter. BRESKA trygginga- og eignaum- sýslufyrirtækið Prudential skilaði átta prósent meiri hagnaði á fyrra misseri þessa árs en búist hafði verið við. Var hann alls hátt í 43 milljarðar íslenskra króna. Tryggingaviðskiptin hjá Prud- ential hafa gengið mjög vel og sagði Peter Davis, aðalfram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að það væri fyrst og fremst að þakka aukinni bjartsýni meðal almenn- ings á efnahagshorfurnar. Fijálsi lífeyrissparnaðurinn hefur hins vegar ekki náð að jafna sig fylli- lega enn eftir hneykslið, sem varð í kringum það fyrirkomulag seint á síðasta áratug og snemma á þessum, en Davis sagði, að æ fleiri gerðu sér grein fyrir nauð- syn þess að leggja til hliðar fyrir elliárin. Bresk verkalýðsfélög EMU-aðild samþykkt Blackpool. Reuter SAMÞYKKT var á þingi bresku verkalýðsfélaganna í Blackpool í gær að styðja þátttöku Bretlands í Evrópska myntbandalaginu, EMU. Stærsta verkalýðsfélagið sat þó hjá í atkvæðagreiðslunni. Niðurstaðan á þinginu var sú, að Bretum væri fyrir bestu að taka þátt í EMU ef af því verður árið 1999. John Edmonds, einn verkalýðsforingjanna, sagði þó enga ástæðu til að draga dul á, að hin ströngu skilyrði fyrir inn- göngunni gætu leitt til verð- hjöðnunar, sem aftur gæti valdið efnahagssamdrætti og auknu at- vinnuleysi ef ekki væri varlega farið. Hinn kosturinn, að standa utan EMU, myndi leiða til einangrunar Bretlands og hætt væri við, að önnur Evrópuríki myndu beita það viðskiptaþvingunum ef gengi pundsins félli of mikið að þeirra dómi. Á þessi rök féllst meirihluti þing- heims en Unison, félag ríkisstarfs- manna með 1,3 milljónir félags- manna, ákvað að sitja hjá. Taldi einn talsmanna þess, að þess sæj- ust engin merki, að neitt yrði slak- að á tímatöflunni hvað varðaði EMU-aðild og ekki komið til móts við launþega sérstaklega eins og bresku verkalýðsfélögin höfðu vonað. Hvernig þú getur fjármagnað kaup á atyimyuhúm á fljótlegan og þægilegan hátt. Ein helsta ástæða fyrir (oví aS þeir sem eru í atvinnurekstri leigja húsnæði undir starfsemina í staS þess aS kaupa er skortur á fjármagni. Lýsing hf. býður fjármögnun sem gerir fyrirtækjum kleift aS eignast húsnæSi. MánaSarlegar greiSslur eru í mörgum tilfellum álíka háar og leiguupphæSin og til lengri tíma treystir fjárfestingin hag fyrirtækisins. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aSra kosti á lánamarkaSinum. FáSu upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbankans, BúnaSarbankans eSa hafSu beint samband viS okkur. Eigcndur: BUNAÐARBANKl ISIANDS Landsbanki M/ Islands m B«iM aBra tandMiunna VÁTRYGGIKGAFÉIAG ÍSIAMISIIK dfflFTSfc, ,<sr 'Íí FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1500, FAX 533 1505, 800 6515- f muuiv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.