Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM Tölvur Hjarta hverrar tölvu er örgjörvinn og framundan eru miklar sviptingar á því sviði. Árni Matthíasson komst að því að Intel, sem framleiðir örgjörva í allar PC samhæfðar tölvur, sé í þá mund að setja á markað nýja gerð af Pentium örgjörvanum, sem hann segir umtalsvert hraðvirkari en þá sem fyrir eru. ÞÓ SÆMILEGUR friður virðist hafa ríkt um örgjörva í PC-tölvur undanfarið má segja að það hafi aðeins verið lognið á undan storm- inum. Eftir áramót fer í fjöldafram- leiðslu nýr örgjörvi frá Intel sem á eftir að auka til muna vinnsluhraða Windows-tölva, en keppinautarnir, hvort sem þeir framleiða CISC eða RISC örgjörva, bíða átekta. Pentium örgjöi’vinn er vinsælasti örgjörvi heims í dag, en ekki hefur gengið eins vel með fyrirhugaðan arftaka hans, Pentium Pro, eða P6. Þar ræður eflaust mestu að menn hafa verið seinni en Intel-menn hugðu, að skipta yfir í 32 bita stýri- kerfi og hugbúnað, en Pentium Pro keyrir ýmis Windows forrit hægar en Pentium örgjörvi og þá ekki mikil ástæða til að skipta. Fyrir vikið má segja að sumir keppinaut- ar Intel hafi náð frumkvæðinu í örgjörvasmíð og sett á markað endurbættar útgáfur sinna ör- gjörva sem eru almennt hraðvirk- ari en Pentium-örgjörvar frá Intel. Svar við því hlaut að gera enn betur og Intel kynnti fyrir skemmstu væntanlegan örgjörva sinn sem kallast MMX og er helsta endurbót á Intel-örgjörvum frá því i386 örgjörvinn kom á markað fyr- ir nokkrum árum. Endurhannaður Pentium örgjörvi MMX örgjörvinn er endurhann- aður Pentium örgjörvi, þ.e. með nýjum innbyggðum skipunum sem eiga að auka vinnsluhraða hans þegar um er að ræða grafískar myndir eða margmiðlun. í fréttatil- kynningu frá Intel kemur fram að hönnuðir fyrirtækisins hafi lagst undir feld og kynnt sér margmiðl- unarvinnslu Pentium örgjörva. Eft- ir þá könnun hafi þeir ákveðið að bæta við Pentium-örgjörvann ýms- um skipunum sem nýtast tölvunni við mynd- og hijóðvinnslu, þó með áherslu á þrívíddarmyndir. Utkom- an varð svonefnt SIMP, single ins- truction, multiple data, sem gerir örgjörvanum kleift að vinna með ýmsa smærri útreikninga samtímis, allt upp í átta, sem grafísk vinnsla gerir miklar kröfur um, og fyrir vikið þurfi færri skipanir til að geta unnið verkið. Þetta hefur skil- að mikilli hraðaaukningu í Windows-umhverfi og grafískri vinnslu og herma fregnir að 166 MHz MMX örgjörvi, sem kallast P55M Pentium, skili umtalsvert meiri hraða en venjulegur 200 MHz Pentium örgjörvi í vél með 32 Mb innra minni. Hraðaaukningin er eðlilega mismunandi eftir hugbún- aði, en að sögn Intel-manna er aukningin frá 50 upp í 400%. Til að tryggja sársaukalaus skipti svipar örgjörvanum nýja mjög til Pentium örgjöivans, sem vonlegt er, og passar til að mynda í sama tengi á móðurborði og því þarf ekki að skipta um móðurborð eða gera aðrar kúnstir. Intel-menn hafa einnig lagt áherslu á að ör- gjörvinn sé „afturvirkur“, þ.e. að hægt sé að keyra öll forrit sem á annað borð ganga á Pentium ör- gjörva á P55M, en kostir hans komi ekki í ljós nema forritið geri ráð fyrir honum. Þegar hafa helstu hugbúnaðarframleiðendur heitið því að breyta hugbúnaði sínum til að hann geti nýtt að fullu skipan- irnar nýju, þar á meðal Microsoft, Macromedia, helsti framleiðandi margmiðlunarhugbúnaðar, og Adobe, en þar á bæ segjast menn sjá augljósa kosti MMX fyrir Photo- shop og nýjan myndvinnsluhugbún- að, PhotoDeluxe. Endurbættur Pentium örgjörvi á eftir að hrista duglega upp í keppi- nautum Intel, ekki síst þeim sem framleitt hafa CISC örgjörva í beinni samkeppni, en undanfarið hafa þeir nálgast Intel umtalsvert í hraða og farið framúr á sumum sviðum. Aðrir sem sperra eyrun eru án efa þeir sem selja tölvur með PowerPC örgjörvum, þá helst Apple og þeir sem framleiða Mac- intosh-samhæfðar tölvur, en þeir hafa svar á reiðum höndum. PowerPC örgjörvinn, sem Motor- ola framleiðir í samvinnu við Apple og IBM, er mun ódýrari í fram- leiðslu og vinnslu en Intel örgjörv- arnir, enda RISC. Hann hefur þó ekki náð þeirri útbreiðslu sem framleiðendur höfðu vænst, þótt hann sé allsráðandi í Makkaheimin- um, en ný útgáfa af WindowsNT á eflaust eftir að breyta einhverju á því sviði. Fyrir skemmstu kom síðan á markað frá PowerTower, sem framleiðir hraðvirkustu Makka á markaðnum, tölva með 225 MHz PowerPC 604e örgjörva og herma fregnir að sú hafi tekið í nefið 200 MHz P55M MMX tölvu í mynd- vinnslu í sérhannaðri útgáfu af Photoshop. Fleiri ætla sér sneið af þeirri köku því nýjustu fréttir herma að SGI, sem framleiðir geysihraðvirkar (og dýrar) vinnu- stöðvar kynni í haust nýja einka- tölvu sem verði i beinni verðsam- keppni við Makka af öllum kynjum en öllu öflugri. Næsta ár verður því ekki síður merkilegt fyrir tölvunotendur en þetta og ör- gjörvastríð á eflaust eftir að hafa sitt að segja í væntanlegum átök- um Windows97 og MacOs 8.0, Copland, þ.e. ef Copland kemur út á næsta ári. Ábendingum urn eíni og athugasemd- um má koma til arnim@mbl.is. FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 C 7 Atvinnu- & ferðamálastofa Reykjavíkurborgar kynnir nýtt námskeið: FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Reykjavíkurborg býður upp á námskeið fyrir reykvískar athafnakonur sem hafa áhuga á að hrinda eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd. Þátttakendur munu næstu tvö árin tileinka sér ný vinnubrögð í rekstri og stjórnun fyrirtækja, veita eigin viðskiptahugmynd brautargengi undir leiðsögn ráðgjafa og afla sér um leið hagnýtrar þekkingar á íslensku viðskiptaumhverfi. Stjórnendur og reyndir fyrirlesarar munu kenna heístu atriði í viðskiptafræðum og leggja fýrir þátttakendur afmörkuð verkefni. Fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins verða einnig heimsótt. Námskeiðið hefst í október 1996. Fyrra árið hittist hópurinn vikulega eftir hádegi á miðvikudögum. Gert er ráð fyrir 27 fundum á fyrsta ári og lýkur fyrsta áfanga í júnímánuði 1997. Seinna árið er gert ráð fyrir 8 mánaðarlegum fundum og lýkur námskeiðinu í apríl 1998. Allar frekari upplýsingar veita verkefnisstjórinn Guðbjörg Pétursdóttir hjá Iðntæknistofnun í síma 587 7000 og ráðgjafinn lngibjörg Tómasdóttir á Atvinnu- & ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6, í síma 563 2250. Þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 20. september 1996. ATVINNU- & FERÐAMALASTOFA REYKJAVÍKURBORGAR Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka GÐLF fl ÞOK VEGGi Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640/568 6100 • L- ..-s&a- Hnf' Pató Hittu okkar menn \ Þýskalandi hér á íslandi í næstu viku Michael Sigthorsson Sérþekking og reynsla starfsmanna sem starfað hafa við flutningaþjónustu í fjölda ára eur mikilvægir þættir þess að viðskiptavinir okkar fái alltaf bestu fáanlegu þjónustu. Dagana 16.-19. september verða Michael Sigthorsson og Ulf Stier, fulltrúar okkar í Þýskalandi staddir hér á landi í tilefni þýskrar viku hjá Samskipum. í Þýskalandi bjóða, Samskip upp á stysta flutningstímann til Islands, móttöku vöru á tveimur stöðum, aðgang að frystigeymslumr á svæðinu, að ógleymdri tenginu við alla heimshluta á sama hafnarbakka. Allar nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa í síma 569 8300 SAMSKIP Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavík Sími: 569 8300 - Fax: 569 8349 Þýsk vika hjá Samskipum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.