Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg „MÉR líst vel á að hlutabréfin verði seld,“ segir Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr hf. EINKAVÆÐING SKÝRR HF. í BURÐARLIÐNUM Ríkið og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að selja samtals 30% hlut í Skýrr hf. sem nú er á sínu fyrsta ári í hlutafélagsformi. Krístinn Briem ræddi við Jón Þór Þórhallsson, forstjóra Skýrr, m.a. um stöðu fyrírtækisins á þessum tímamótum, hugsanlega kaupendur hlutabréfanna, nýjungar í rekstrinum og útrás til annarra landa. AÐALFUNDUR Skýrr hf. í dag markar að sumu leyti tímamót í sögu fyrirtæk- isins því hann er sá fyrsti frá breytingu þess í hlutafélag. Þar verður skýrt nánar frá einkavæð- ingu fyrirtækisins, en eins og fram hefur komið hafa ríkið og Reykja- víkurborg ákveðið að selja samtals 30% hlut, 15% hvor aðili. Þar af er gert ráð fyrir að bjóða starfsmönn- um 5% hlut á sérkjörum. Ríki og borg hafa hins vegar skuldbundið sig til eiga meirihluta í fyrirtækinu næstu þrjú ár, en næsta víst má telja að opinberir aðilar muni alfarið draga sig út að þeim tíma liðnum. Er þá líklegt að augu manna muni beinast að því að selja umtalsverðan hlut til er- lendra aðila og feta þannig í fótspor nágrannaþjóðanna. Raunar segist Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr hf., því mjög hlynntur að fyrirtækið sé að einhverju leyti í eigu erlendra aðila sem geti lagt eitthvað af mörk- um til fyrirtækisins í formi nýrrar þekkingar og reynslu. Hann ræðir hér í viðtali um einkavæðingu fyrir- tækisins, reynslu nágrannaþjóðanna af einkavæðingu slíkra fyrirtækja og útflutning Skýrr á þekkingu. „Meginstarfsemi Skýrr felst í tvennu," svarar Jón Þór þegar spurt er um í hverju starfsemin sé fólgin. „Annarsvegar er um að ræða rekst- ur og umsjón með öllum stærstu upplýsingakerfum ríkis og borgar. Þessi kerfi eru burðarásinn í ís- lenskri stjórnsýslu. Ef þau bregð- ast, stöðvast stjórnsýslan. Þessi kerfi eru í notkun alls staðar á land- inu, þar sem hið opinbera hefur aðsetur sitt. Samskipti við notendur fara fram um net Pósts og síma og sendingamar eru um hálf milljón talsinsu hvern einasta dag. Til að gefa hugmynd um hraðann má nefna að frá því við fáum sendingu frá viðskiptavini og þangað til svar berst, líður að meðaltali ein sek- únda. Öll eru þessi kerfi samtengd. Þau skiptast á upplýsingum eða jafnvel samnýta hluta hvert úr öðru, þann- ig að þau virka sem ein heild. Hinn þátturinn er sá að við höfum fram- leitt og þróað þessi kerfi. Þau eru verkfæri sem hið opinbera notar til að framfylgja lögum, reglugerðum og verklagsreglum opinberrar stjórnsýslu.“ Það kemur fram hjá Jóni Þór að Skýrr velti á síðasta ári 720 milljón- um króna án virðisaukaskatts og skilaði um 7 milljóna hagnaði. Hins vegar þarf að hafa í huga að sam- eignarfyrirtækið hefur aldrei verið rekið með það að markmiði að skila hagnaði heldur hafa eigendurnir fengið arð sinn af starfseminni í formi iægri þjónustugjalda. Þá hefur fjármagn til fjárfestinga einvörð- ungu verið tekið út úr rekstri. Aukin tiltrú viðskiptavina - En hver voru tildrögin að því að ákveðið var að stofna hlutafélag um Skýrr hf. nú í upphafi ársins? „Stjórn fyrirtækisins var falið að endurmeta stöðu þess og komst að þeirri niðurstöðu að allur rekstur Skýrr væri á samkeppnismarkaði. Það væru engin lög, reglugerðir eða annað sem gæfu Skýrr einhveija einokun á einu eða neinu og þess vegna væri eðli- legast að stíga skrefíð til fulls og gera Skýrr að hlutafélagi. Skýrr hf. tók til starfa 1. janúar 1996. Breytingin var mjög vel undirbúin og það varð enginn há- vaði í kringum hana. Fólk hér inn- andyra var mjög meðvitað um breyt- ingarnar meðan þær voru í umræð- unni og tók þátt í þeim. Ég held að það sé lykilatriði við hlutafélagavæðingu að skapa skiln- ing innan frá á því að fyrirtækjum sé betur borgið í nýju formi en í gamla forminu. Það þarf að selja hugmyndina innandyra og stjóm- endur að meðtöldum forstjóra þurfa að vera mjög virkir í því. Þetta er aðalástæðan fyrir því að breytingin hefur gengið mjög vel fyrir sig. Við höfum ennfremur notað tímann til að búa Skýrr undir þetta og farið út í nýja hluti. Það sem skiptir ekki síður máli er að breytingin hefur farið vel í viðskiptavini Skýrr. Við létum Gall- up gera mjög umfangsmikla könnun á viðhorfum viðskiptavina okkar fyrr á þessu ári. Niðurstaðan hvað varðar hlutafélagið er sú að við- skiptavinir hafa meiri trú á fyrir- tækinu en áður.“ - Hvar er einkavæðing Skýrr á vegi stödd um þessar mundir? „Það hefur tekist samkomulag um að hvor eigandi selji 15% og undirbúningur að sölu hlutabréf- anna er hafinn. Eftir aðalfund Skýrr munu einkavæðingarnefndir ríkis og borgar taka við málinu.“ - Hvernig horfír það við þér sjálfum að hluti fyrirtækisins fari úr eigu hins opinbera? „Mér líst vel á að bréfín verði seld. Þegar menn ákveða að breyta fyrirtæki í hlutafélag verða þeir að vera reiðubúnir að stíga næsta skref og ákveða hvort þeir ætla að eiga það einir. Það hefur verið ákveðið að selja og ég held að það sé gott fyrir fyrirtækið. Skýrr hf. er á almennum markaði og verður að haga sér eins og hvert annað fyrir- tæki. Það hjálpar að fá inn fjárfesta til að breyta Skýrr í venjulegt fyrir- tæki, þannig að ég er jákvæður gagnvart sölu bréfanna.“ Erlendir fjárfestar sýna áhuga - Áttu von á því að fljótlega verði tekin ákvörðun um annan áfanga í einkavæðingu fyrirtækisins? „Ég veit það ekki. Eigendur fyrir- tækisins hafa skuldbundið sig til að eiga meirihluta næstu þijú árin. Það þýðir að hægt er að selja um 20% innan þess tíma.“ - Hafið þið orðið varir við áhuga fjárfesta á bréfunum? „Já, við höfum orðið varir við áhuga fjárfesta, bæði innlendra og erlendra. Þegar horft til til hinna Norðurlandanna kemur í ljós að Skýrr er síðasta fyrirtækið af þess- um toga til að fara í gegnum þetta ferli, en norska fyrirtækið var selt á síðasta ári. í Svíþjóð seldi ríkið fyrirtækið DAFA í heilu lagi til Sema-samsteypunnar í Frakklandi. Þá keypti bandaríska fyrirtækið Computer Sciences nýlega 75% hlut í Datacentralen í Danmörku, sem var fyrirmyndin að Skýrr á sínum tíma. Þannig hafa ríkin í kringum okkur ekki takmarkað sig við inn- lenda fjárfesta. í Noregi keypti Póstmálastofnunin hins vegar öll hlutabréfin í Statens Datacentral. í þessum löndum hafa menn leit- að eftir fjárfestum sem voru reiðu- búnir að kaupa stóra hluti í fyrir- tækjunum og ekki vílað fyrir sér að selja þá blokk til erlendra aðila. Við vitum um nokkur erlend fyrir- tæki sem hafa frétt af sölu Skýrr og eru að velta málinu fyrir sér.“ Jón Þór bendir á að í Danmörku hafi tiltölulega fá fyrirtæki fengið tækifæri til að bjóða í Datacentral- en. „Það var tvennt sem haft var til hliðsjónar, annars vegar verðið og hins vegar hvað þessir aðilar væru reiðubúnir að gera fyrir fyrir- tækið. Dönum leist best á það sem Computer Sciences lagði fram, en keppinautar þeirra voru IBM og Electronic Data System. Þetta er stefnumótandi sala, þar sem kaup- endum er gert ljóst að búist er við að þeir styðji fyrirtækið, styrki það og geri meira úr því.“ Mikilvægt að fjárfestar geti lagt eitthvað af mörkum - Hvaða breytingar má búast við að erlendir aðilar gerðu hjá 'Skýrr ef þeir kæmust í meirihluta? Hvað býr að baki áhuga þeirra? „Þegar erlendir aðilar eignast meirihluta í svona fyrirtækjum leggja þeir venjulega áherslu á að endurskipuleggja þau í takt við móðurfyrirtækin. Datacentralen í Danmörku er núna að ganga í gegn- um endurskipulagningu, sem hefur að markmiði að auka hagræðingu og bæta reksturinn. Þetta er unnið í samvinnu við höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum. I staðinn fær danska fyrirtækið aðgang að að- stöðu þessara stóru fyrirtækja. Við höfum áhuga á að fylgja ís- lenskum fyrirtækjum í útrás þeirra út í heim. Skýrr þarf þá fyrr eða síðar á samstarfsaðila að halda í viðkomandi löndum, því það er allt- of dýrt að vera einn í þessum leik. Ég held að það sé mjög mikilvægt að Skýrr fái fjárfesta sem geta lagt eitthvað af mörkum til fyrirtækisins í formi nýrrar reynslu, nýrrar þekkingar eða við- skiptasambanda. Ef er- lendur aðili keypti hlut í Skýrr myndi það skapa viðskiptasambönd erlend- is og heilmikla þekkingu. Þetta myndi enda með ákveðinni verkaskiptingu þannig að við mynd- um einbeita okkur að því sem við kynnum best.“ Minni viðskipti Reykjavíkurborgar - Það hefur komið fram að við- skipti Reykjavíkurborgar við Skýrr hafa farið minnkandi og fjármála- ráðherra hefur mótað þá stefnu að bjóða út hugbúnaðarverkefni á veg- um ríkisins í stað þess að fela Skýrr að sjá um þau. Hvaða áhrif hefur þetta á rekstur Skýrr? „Viðskipti Reykjavíkurborgar við Skýrr hafa minnkað hlutfallslega vegna þess að viðskipti við ríkið hafa vaxið mjög mikið. í upphafí var vinnslan fyrir borgina stærsti hlutinn hér, en er nú 10% af velt- unni. Þjónustan sem slík er hins vegar sú sama og áður. Ég vona að borgin láti þetta fyrirtæki sitt njóta fulls sannmæiis og að engin tengsl séu milli þess að hlutabréf séu seld og viðskiptin fari annað. Skýrr er eins og hvert annað fyrir- tæki á markaðnum og sala hluta- bréfanna er eingöngu til þess að vekja ennþá meiri athygli á því. Ég vona að þessi viðskipti haldi áfram og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að svo verði. Hvað viðkemur útboðsstefnu fy'ár- málaráðuneytisins hefur ekki reynt mikið á hana ennþá. Á okkar sviði er tiltölulega fátt nýtt í gangi, held- ur er verið að þróa það sem fyrir er. Sett hafa verið ný lög og reglu- gerðir sem taka þarf tillit til og eins hefur komið fram ný tækni. En auðvitað þarf þetta fyrirtæki að laga sig að aðstæðum á markaðnum og þeim leikreglum sem þar gilda.“ - Hvernig hefur verðlagning fyr- irtækisins þróast gagnvart þessum opinberu aðilum? „Tekjurnar hafa ekki vaxið mikið á undanförnum árum, en á sama tíma hafa umsvifin aukist mikið. í tölvuþjónustunni höfum við einfald- lega lækkað verðskrá okkar til að vera samkeppnisfær. Það þarf að taka tillit til þess að fjármunir sem varið er til þessara mála eru tak- markaðir." Höfum ekki misnotað stærðina - Nú hefur Skýrr oft legið undir gagnrýni fyrir að vera í samkeppi við einkaaðila og að fyrirtækið hafi í skjóli opinberra aðila raskað sam- keppnisstöðunni á markaðnum. Hver eru þín sjónarmið í þessu efni? „Ég held að þessi umræða sé ekkert óeðlileg þegar litið er á hana í sögulegu samhengi. í upphafí voru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar nánast eini aðilinn á tölvu- markaðnum hér á landi, en með allri þeirri tölvuvæðingu sem hófst upp úr 1980 varð gríðarleg breyt- ing. Aðrir aðilar komu inn á mark- aðinn og vildu hasla sér þar völl. Þeirra fyrstu viðbrögð voru skiljan- lega á þann veg að þarna væri stórt fyrirtæki fyrir í samkeppni við þá. í umræðunni undanfarin ár hefur vissulega verið allmikið um þetta. Það hafa borist kvartanir til Sam- keppnisstofnunar í tvígang. í öðru tilvikinu unnum við, en í hinu tilvik- inu ekki. Ég held að þessi umræða sé búin og mér finnst að samkeppn- isaðilar á markaðnum hafi tekið Skýrr hf. mjög vel. Ég er mjög ánægður með það. Ég held að við séum þekkt fyrir að hafa ekki mis- notað stærð okkar. Menn líta á okk- ur sem keppinaut sem þeir eru til- búnir að slást við.“ Viljum taka virkan þátt í útrás íslenskra fyrirtækja Skýrr hf. hefur verið að innleiða ýmsar nýjungar að undanförnu í sínum rekstri um leið og unnið er að því að koma þekkingu fyrirtæk- isins á markað erlendis. „Ég held að ísland þurfi eitt eða fleiri sæmilega stór og stæðileg fyrirtæki á þessu sviði til þess að taka mjög virkan þátt í útrás ís- lenskra fyrirtækja,“ seg- ir Jón Þór. „Markaðurinn hér heima er að verða mettaður og fyrirtækin verða því að leita út fyrir landsteinana. Þau þurfa að flytja út þekkinguna, þjónustuna, reynsluna og kunnátt- una til annarra landa. Ég held að við höfum góða möguleika á því vegna þess að upplýsingasamfélag- ið hér á landi er háþróað. Við erum yfirleitt með litlar og sveigjanlegar lausnir sem er auðvelt að flytja til annarra landa, jafnvel til stærri samfélaga. Hins vegar er ísland lítið þekkt úti í heimi og því er þörf á a.m.k. einu stóru og virtu fyrirtæki. Ég held að Skýrr hafi alla burði til að vera í þessu hlut- verki. Hins vegar þarf að horfa til þess að hér eru um 150 manns en Data- centralen í Danmörku er með 900 starfsmenn og hinn armurinn, Commune Data, með þúsund Skólastjórn- unarkerfi til Eystrasalts- ríkja Hérálandi er háþróað upplýsinga- samfélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.