Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Loðskinn hf. nýtir góðærið í sútunaríðnaðinum með innflutningi gæra Nýir mögideikar með áströlskum gærum Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdðttir ÁNÆGÐUR með Ástralíugærurnar, Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri Loðskinns hf. SIGURÐUR K. Bjarnason framleiðslustjóri metur vinnubrögðin. Framkvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðár- króki telur að það verði fyrirtækinu mjögtil góðs að hafa verið þvingað út í innflutning á gærum. Það er að þróa ýmsar vörur úr áströlskum gærum með ágætum árangri og breikkar með því grunn starfseminnar eins og Helgi Bjarnason komst að í heimsókn í Loðskinn. EFTIR eitt lengsta niður- sveiflutímabil sögunnar var íslenski sútunariðn- aðurinn kominn að fót- um fram. Loðskinn hf. á Sauðár- króki rambaði á barmi gjaldþrots en komst í gegn um verstu erfíð- leikana með nauðasamingum og niðurfellingu hluta skuldanna. Það verður þó í mörg ár að greiða skuldirnar. Keppinauturinn á Ak- ureyri varð gjaldþrota og upp úr því var stofnað nýtt félag, Skinna- iðnaður hf., með hreint borð. Þegar verð á mokkaskinnum fór aftur að stíga hafði orðið mikill samdráttur í sauðfjárrækt og ís- lensku verksmiðjunum stóð aðeins til boða helmingur af því hráefni sem þær áttu kost á 10-15 árum áður. Afkastageta verksmiðjanna er 700-750 þúsund skinn á ári en ekki er slátrað nema 550 þús- und ijár í landinu. Loðskinn fór mun verr út úr hráefnisskortinum en Skinnaiðnaður vegna þess að síðarnefnda fyrirtækið náði að auka hlut sinn á kostnað Loð- skinns. Birgir Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Loðskinns hf., segir erfitt að sætta sig við það að þeg- ar uppsveiflan hófst hafi keppi- nauturinn haft fullar hendur fjár og getað náð til sín meginhluta íslenska hráefnisins. „Til þess að halda fullum dampi i framleiðslunni og nýta góðærið á meðan það er þurfti því að flytja inn 150-200 þúsund gærur á ári,“ segir Birgir. Loðskinn hóf að flytja inn ástralskar gærur. í upphafi var þetta framtak óvinsælt hjá landbúnaðarkerfinu þar sem menn Erffitt aö sætta sig viö þaö aÖ þegar uppsveifl- an hóf st þó hafi keppinauturinn haft fullar hend- ur f jár og getaö náÖ til sín megin- hluta íslenska hráefnisins. óttuðust smithættu en fékkst að lokum í gegn með ströngum skil- yrðum. A síðasta ári flutti Loð- skinn inn 75 þúsund gærur frá Ástralíu og í ár er búist við að flutt verði inn hátt í 100 þúsund gærur og slagar það upp í þann fjölda gæra sem Loðskinn fær hjá íslensku sláturhúsunum. „Innflutningurinn skapar möguleika fyrir þennan iðnað að dafna áfram hér á landi þrátt fyr- ir áframhaldandi samdrátt í sauðfjárrækt,“ segir Birgir. Hann segir að fyrirtækið hafi mætt mik- illi vantrú, menn hafi ekki trúað því að hægt væri að flytja hingað vörur frá Ástralíu til að vinna úr þeim markaðsvöru til útflutnings. En þetta hafí gengið vonum fram- ar. Bendir hann á að lítið sé sútað í Ástralíu og Loðskinn því aðallega í samkeppni um hráefnið við sút- unarverksmiðjur um allan heim. Samkeppni nauðsynleg fyrir landbúnaðinn Hann segist vilja vera áfram í samkeppninni um íslenska hráefn- ið. Telur að hreyfíng sé á mark- aðnum en það taki tíma fyrir slát- urhúsin að losna út úr löngum samningum. „Ég tel að menn sjái að það er gott fyrir landbúnaðinn að hafa samkeppni í sútuninni. Samkeppnin gefur sláturhúsunum og bændum betra verð. Ef Loð- skinn sneri sér alfarið að innflutn- ingi þyrftu framleiðendur hér að eiga allt undir einum kaupanda og menn vita hvað það þýðir,“ segir hann. Loðskinn hefur unnið að þróun vöru úr áströlsku gærunum og að markaðsstarfí. Segir Birgir að vel hafí gengið. Áströlsku gærumar eru ólíkar þeim íslensku og þó úr þeim séu búin til mokkaskinn til fataframleiðslu, eins og úr íslensk- um gærum, fara þau á aðra mark- aði, mest til Suður-Kóreu, að sögn Birgis. Varan seld áður en hráefnið er borgað Loðskinn er mikilvægur vinnu- veitandi á Sauðárkróki, með 70 manns í vinnu. Yfirleitt hefur verk- smiðjan stöðvast á sumrin, þegar búið hefur verið að vinna úr ís- lensku gærunum frá haustinu áður. í sumar var ekkert stoppað. „Við eigum kost á nægu hráefni og ákváðum að nýta verksmiðjiina sem allra best,“ segir Birgir. Útlit er fyrir að í ár verði salan 50% meiri en á síðasta ári og það hefur mikla þýðingu fyrir reksturinn. Minni áhætta er við sútun ástr- ölsku gæranna en þeirra íslensku. Allt innlenda hráefnið þarf að kaupa á haustin án þess að menn hafí hugmynd um hvort fram- leiðslan selst eða á hvaða verði. í Ástralíu er slátrunin dreifðari og því hægt að fá hráefni eftir hend- inni allt árið. „Við kaupum ástr- ölsku gærurnar með gjaldfresti og getum verið búnir að framleiða vöruna og selja áður en hráefnið er greitt," segir Birgir. Eftir nokkru er að slægjast því söluverð skinnanna er þrefalt hærra en kaupverð gæranna. Möguleikar á innflutningi hrá- efnis gefur fyrirtækinu ýmsa möguleika. „Við erum byijaðir að þróa vörur inn á nýja markaði. Gærur eru notaðar í margvíslegan varning, annan en þann tískufatn- að sem við höfum mest hugsað um fram til þessa, til dæmis skó, vaskaskinn, málningarrúllur, sjúkravörur og margt fleira. Við erum byijaður að skoða ýmsa möguleika á þessu sviði. Við telj- um að með því að hafa möguleika á framleiðslu vöru til fjölbreyttra nota og fyrir ólíka markaði getum við dreift áhættunni í okkar rekstri. Það hefur sýnt sig að hin- ir mismunandi markaðir hrynja aldrei allir á sama tíma og við ættum því að geta breytt áherslum okkar í samræmi við þróunina á mörkuðunum. Við viljum Iosna við að lenda í fjórða hruni þessa iðnað- ar sem ég tel að hafi fyrst og fremst orðið vegna þess að menn hafa einblínt á allt of þröngan markað,“ segir Birgir Bjarnason. Framkvæmdastjórinn telur að mikið vanti upp á að nýsköpun innan eldri iðngreina mæti skiln- ingi. Hann segir að framleiðsla úr Ástralíugærunum sé dæmi um það. „Ég er ekki endilega að tala um styrki, heldur að finna að menn vinni með mér en ekki á móti. Stuðningur þarf ekki alltaf að vera fjárhagslegur," segir hann. Möguleikar til útvíkkunar Loðskinnsmenn eru ánægðir með þróunina. Birgir telur að það hafí verið fyrirtækinu til góðs að vera sett út í horn hér heima og þar með þvingað til innflutnings. „Við hefðum auðvitað fetað þessa braut en það varð að gerast hrað- ar og í meira mæli en við ætluðum okkur. Þetta skapar einnig mögu- leika til útvíkkunar á starfsem- inni. Nóg er til af gærum í heimin- um og við eigum sama aðgang að þeim og keppinautar okkar um allan heim. Það gerir þetta skemmtilegt,“ segir Birgir Bjarna- son. Q KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Styrkir til evrópskra tækniyfirfærsluverkefna Fundur á Hótel Sögu, fundarsal A, föstudaginn 20. september, kl. 09:00. Kynning á Nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins: Jean-Noél Durvy, yfirmaður þess sviðs innan Nýsköpunaráætlunar- innar sem fer með tækniyfirfærsiumál. Kynning á verkeínum sem Nýsköpunaráædunin styrkir á íslandi: EmilB. Karlsson og Karl G. FriSriksson, Iðntæknistofnun. Styrkir til evrópskra tækniyfirfærsluverkefna: Jean-Noél Durvy. Dæmi um tækniyfirfærsluverkefni sem íslendingar hafa tekið þátt í: Lotar Lissncr, verkefnisstjóri (Þýskalandi). Guðmundur Örn Ingólfison, framkvæmcfastjóri Máka hf. Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í sima 587 7000, eða á tölvupóstfangi: Emil.B.Karlsson@iti.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.