Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 C 7 Góð meðhöndlun kvartana er vopn í samkeppninni Gæðastjórnun Áhrif kvartana Umkvörtunarefnið er aðeins annar þátturinn af tveimur í hverri kvört- un. Hinn þátturinn, og ekki síður mikilvægur, er óánægjutilfinning og reiði viðskiptavinarins. Það skiptir miklu máli að þú takir ekki reiði við- skiptavinar persónulega tii þín, reiði hans er vegna brostinna vona til fyr- irtækisins eða þjónustunnar og hún er (í flestum tilvikum) réttlætanleg. Leyfðu viðskiptavininum að blása, hann á rétt á því og honum líður betur á eftir. Viðskiptavinurinn kvartar vegna þess að hann skynjar að þjónustunni sé ábótavant, okkar skilningur á réttmæti kvörtunar- innar skiptir þar litlu máli, segir Jón Freyr Jóhannsson. MARGIR þekkja hálfgerðar þjóðsögur af viðskipta- vinum fyrirtækja sinna sem alltaf kvarta yfir stóru sem smáu. Slíkir viðskiptavinir eru oft kallaðir nöldurskjóður og flestir reyna að sleppa undan því að þjóna þeim. En er þetta rétta hugarf- arið? Eru þetta ekki fullgildir við- skiptavinir og hvað ef þeir koma nú með réttmæta kvörtun eða athuga- semd? Fleiri kvartanir, takk! Stjórnunarfræðingurinn og fyrir- lesarinn Tom Peters talar um að til séu tvær tegundir fyrirtækja. Annars vegar fyrirtæki þar sem litið er á kvartanir sem sjúkdóm sem lifa verði af og hins vegar fyrirtæki þar sem litið er á kvartanir sem dásamleg tækifæri til framfara! Venjulega er litið á kvartanir, nöldur, klögur og kærur sem eitthvað neikvætt sem flestir vilja sleppa und- an en kvartanir eru einnig hvati umbóta og endurhönnunar. I gæða- stjórnun er lögð mikil áhersla á að finna væntingar viðskiptavina og mæta þeim en mörgum gengur erfið- lega að skilgreina kvartanir sem þennan hvata framfara og umbóta. Þau fyrirtæki sem setja upp form- legt gæðakerfi (og fá það vottað eftir stöðlum) verða að hafa skilvirkt kerfi þar sem kvartanir og úrvinnsla þeirra er skráð. Þetta þýðir þó ekki endilega að úrlausn kvartana verði ásættanleg fyrir viðskiptavininn, til þess þarf skilning á „eðli“ kvartana og vilja til að mæta óskum viðskipta- ef rétt er brugð- ist við þeim, en vandamál okkar eru þeir sem eru óánægðir og kvarta ekki. Rannsóknir sýna yfirleitt eitthvað í líkingu við eftir- farandi hlutföll þeirra sem kaupa aftur eftir að hafa verið óánægðir með þjónustu: Þessir kaupa aftur: 52% þeirra sem ekki kvarta 28% þeirra sem hafa óleysta kvört- un 72% þeirra sem hafa fengið full- nægjandi lausn og enn fleiri kaupa aftur ef STRAX er leyst úr málinu Þetta segir okkur að við verðum að hvetja og þjálfa viðskiptavini okk- ar í að kvarta og það þarf að gera þeim það auðvelt. En hveijar skyldu vera helstu ástæður þess að ekki er kvartað? Nokkur atriði koma þar til greina: viðskiptavinum virðist það ekki vera þess virði að eyða tíma og orku í að kvarta. kvörtunin skiptir engan máli (öllum er svo sem sama). ekki nothæf eða þekkt leið til kvart- ana. hræðsla við „refsingar" (t.d. neitun um lán í banka þar sem kvartað er) Ef við lítum á mynd 1 eru þar útskýrð áhrif kvartana og á hvaða stigum við getum best gripið inn í. Jón Freyr Jóhannsson Ör merkt -1- sýnir hvar hefðbundið umbótastarf á sér stað. Við reynum að vera með gallalausa þjónustu og koma í veg fyrir umkvörtunarefnin. Við verðum að vera raunsæ og gera ráð fyrir einhveijum göllum og þá kemur að lipurðinni í meðhöndlun kvartana. Ör merkt -2- sýnir hvar lipurð í meðhöndlun kvartana kemur okkur til hjálpar. Ef viðskiptavinir vita af góðri leið til að koma kvörtun- um áleiðis þá eykst ijöldi þeirra sem vilja kvarta. Við verðum að hafa það í huga að ef ekki er kvartað þá er lítil sem engin von til að við getum til lengri tíma haldið viðskiptavinin- um. Ör merkt -3- er til að m'inna okkur á að ef ekki er leyst VEL úr umkvörtunarefnum þá eru viðhorfin jafnvel enn verri eftir en áður. Nokkrar ábendingar, slagorð og klisjur Hér í lokin eru nokkrar ábending- aij og fullyrðingar sem kannski eiga eilindi til þín og vekja upp spuming- ar um meðhöndlun kvartana í þínu fyrirtæki. Ef þú getur ekki leyst|fullkomlega úr kvörtun viðurkenndu það STRAX og ÚTSKÝRÐU HVAÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ BJÓÐA í STAÐ- INN. Er til skilgreind, vel auglýst leið fyrir kvartanir í þínu fyrirtæki? Viðskiptavinur skyldi aldrei þurfa að finna fyrir deildaskiptingu fyrir- tækis, það er vandamál fyrirtækis- ins ekki viðskiptavinarins hvernig deildaskiptingu er háttað. Það eru ekki til neinar smávægileg- ar kvartanir! Það sem viðskiptavinir voru /ánægðir með í gær kvarta þeir yfir í dag! Grandskoðun kvartana er ódýrar markaðsrannsóknir! Höfundur er rekstrarráðgjafi hjá Ráðgarði hf. og situr í stjórn Gæðastjórnunarfélags Islands. __ H ‘ ( \ /■ \ ,$ k i I w i r k upalvsingokerf i lslenskt a. iíeimsnalikvaróa , möguleika í upplýsingatækni u ð til þ e s s að aðstoða ýsingakerfa til framfara. hatðu samhand. hönnun • forritun kerfi • Sérlausnir IUHUIIU1II Sími 563 3000 • Fax 568 8412 http://WWW.ejs.is/MSF • MSF©ejs.is vina. Hvað eru kvartanir? Viðskiptavinurinn kvartar vegna þess að hann skynjar að þjónustunni sé ábótavant, okkar skilningur á rétt- mæti kvörtunarinnar skiptir þar litlu máli. Viðskiptavinurinn verður ekk- ert sáttari þó við vísum í handbækur og þjónustustaðla, hann kallar það fyrirslátt og aumar afsakanir. En hvernig bregst sá við kvörtunum, sem hefur ákveðið að standa sig á samkeppnismarkaðinum? Hann hef- ur áhuga á viðskiptavininum og kvörtunum hans og hann kannar hvað er að þjónustunni: eru auglýs- ingarnar óljósar, handbækurnar of flóknar, hvað hefur brugðist? Réttu viðbrögðin eru að spyija þessara og annarra spurninga og það er við- skiptavinurinn sem á að svara þeim, hann kaupir þjónustuna, hann veit hvað hann vill fá. Enn fleiri kvartanir, takk! Við megum ekki líta á kvartanir sem neikvætt fyrirbæri, aukinn ijöldi kvartana gæti þýtt að við höfum náð betur til viðskiptavina. Við fáum meiri viðbrögð við þjónustunni og aukin tækifæri til að þjóna betur (og selja meira!). Markmið okkar eiga ekki að vera að fækka kvörtunum heldur fækka umkvörtunarefnunum og fleiri kvartanir hjálpa til við að finna rót vandans. Að sjálfsögðu göngum við út frá þeirri gæðahugsun að gera rétt í fyrsta sinn, en þegar það bregst reynir á rétt viðbrögð. Við þurfum að koma á raunveruleg- um umbótum og gera það svo sann- færandi að viðskiptavinurinn treysti því. Kvartanir eru uppspretta framfara FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI533 1500, FAX 533 1505, 800 6515 Þættir sem fyrirtæki kunna vel að meta í fjórmólaþjónustu Lýsingar Kf. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaðinum. Fáðu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Búnaðarbankans, Landsbankans eða hafðu beint samband við okkur. Eiqendur: (íSjBÚNAÐARBANKI M Landsbankl rif VA'ISIANDS sL?G3S™™ SJÓVÁDPÁIMENNAR vAmccHavtuc Isiavds bf oIant . NÚMBR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.