Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 B 3 Frá því Sveinn Sveinson byggði húsið á horni Bankastrætis hafa afkomendur hans búið þar. Fyrst í gamla húsinu sem rifið var árið 1971 og síðan í nýja húsinu, sem dóttursonur hans, Sveinn Zöega, hóf byggingu á sama ár. Frá fyrstu tíð hafa þar alltaf búið að minnsta kosti ein Hanna og einn Sveinn, stund- um ein eða fleiri Hönnur, einn eða fleiri Sveinar, Hanna og Sveinn eða Hönnur og Sveinar. Árin sem Sveinar og Hönnur hafa búið á horninu á Bankastræti og Skólavörðustíg. 1892-1918 SVEINN SVEINSSON SVEINN Sveinsson og eiginkona hans Kristjana Agnes Hansdóttir. 1892-1960 HANNA P.S. SVEINSDÓTTIR HANNA Petrea Sveinný Sveinsdóttir og eig- inmaður hennar Jón Zoega ásamt börnum sinum Guðrúnu Kristjönu, Svövu og Sveini. SVEINN Zoega og eiginkona hans Guðrún Sig- ríður Brynjólfsson Zoega og börn þeirra Anna Sigríður, Nanna Guðrún (í skírnarkjólnum), Hanna og Jón Gunnar. 1913-38 og 1955-89 SVEINN ZOÉGA 1955-61 og 1963-69 HANNA SVEINSDÓTTIR ZOEGA HANNA Sveinsdóttir Zoega og eiginmaður hennar Guðmundur Ágúst Jónsson ásamt börnum sínum. F.v Gunnar Sigurður, Jón Valur, Sveinn, Bryiyólfur Jósep og Hanna Signý. 1963-69 og frá 1984 SVEINN GUDMUNDSSON Morgunblaðið/Golli SVEINN Guðmundsson og eiginkona hans Fanney Birna Ásmunds- dóttir ásamt börnum sínum. F.v. Tómas Birnir, Hanna Kristjana og Ásmundur Þór. Núna búa þar Sveinn og Hanna Sveinn var ekki nema ár að byggja nýja húsið, sem nú er Bankastræti 14. Gamla húsið var orðið fúið og illa farið og því fluttu íbúarnir út tæpum tveimur árum áður en framkvæmdir við nýja hús- ið hófust. Frá 1969 til 1972 er því eini tíminn frá því gamla húsið reis af grunni sem enginn Sveinn og engin Hanna bjuggu nákvæmlega þarna á Skólavörðuhorninu. Sveinn og Hanna voru þó ekki langt undan því fjölskyldurnar höfðu flutt sig örlítið um set á meðan og bjuggu í næsta húsi að Skólavörðustíg 2. Gamla og nýja húsið hafa hýst að minnsta kosti einn Svein og eina Hönnu í meira en hundrað ár. Sam- tals þrjá Sveina og þrjár Hönnur. Stundum hafa búið þar bæði Sveinn og Hanna, eins og núna, en Sveinn Guðmundsson og eiginkona hans Fanney Birna Ásmundsdóttir, búa á þriðju hæðinni ásamt börnum sín- um þremur, Ásmundi 11 ára, Hönnu Kristjönu þriggja ára og Tómasi Birni sex mánaða. Margt hefur breyst í Reykjavík frá því hjónin Sveinn Sveinson (d. 1918) og Kristjana Agnes Hans- dóttir (d. 1907) fluttu inn í nýbyggt hús sitt. Þá áttu þau, eins og marg- ir grannar þeirra, nokkrar beljur, sem voru ósköp makindalegar á beit umhverfis heimilið. Hest áttu þau hjón líka, sem ekki væsti um frekar en í sveit væri. Hanna Sveinsdóttir Zoega, móðir og amma núverandi íbúa Bankastrætis 14, man að vísu ekki þessa tíð, enda langafi hennar og langamma látin, þegar hún fæddist árið 1939. í góðu yfirlæti hjð ömmu Hönnu „Amma mín, Hanna Petrea, bjó alla sína ævi í risinu. Hún lést 1960 og var þá búin að vera ekkja í þijá- tíu og þijú ár. Hún sagði mér ýmis- legt um lífið hér um slóðir á árunum áður. Meðal annars sagði hún mér af móður sinni, Kristjönu, langömmu minni, sem ku hafa ver- ið einstakur öðlingur og ekkert aumt mátti sjá. Af góðmennsku hennar fóru margar sögur og ein er af afskiptum hennar af konu nokkurri, sem átti að hýða vegna „hórdóms", en henni var gefíð að sök að hafa eignast tvö börn í lausa- leik. Konunni var ekið í hestvagni með lögregluna í broddi fylkingar niður Laugaveginn og hún látin standa svo allir mættu beija hana augum. Langömmu rann mann- vonskan til rifja og stóð upp í hár- inu á lögreglunni þar til þeir þorðu ekki annað en sleppa vesalings kon- unnf sem langamma hlúði síðan að. Otrúlegt að svona nokkuð hafi tíðkast fyrir ekki lengri tíma. Sjálf lét amma Hanna margt gott af sér leiða sem hún hafði ekki hátt um. Hún var nokkuð efn- uð en var tíður gestur heima hjá fátæklingumbgkom aldrei týmhent til þeirra. Eitt sinn frétti hún að Gigga gamla, sem var vatnspóstur um alllangt skeið, lægi fársjúk heima og enginn hugsaði um hana. Amma tók gömlu konuna til sín og bjó henni heimili þar til hún lést 1947.“ Hanna segist hafa verið mjög hænd að föðurömmu sinni og nöfnu og verið hjá henni hvenær sem tækifæri gafst. „Ég var fyrsta bamabarnið og amma dekraði við mig á alla lund. Pabbi rak skóbúð- ina Skóinn á jarðhæðinni og ísbúð í næsta húsi. Hann var vel stæður framan af, mamma hafði vinnukon- ur og gat því sinnt ýmsum áhuga- málum sínum eins og til dæmis saumaskap ef henni sýndist svo. Við systkinin fengum ýmislegt umfram jafnaldra okkar. Þótt for- eldrar mínir hafi ekki flutt aftur í gamla húsið fyrr en ég var orðin sautján ára, má segja að mitt ann- að heimili hafi verið þar þangað til ég flutti í nýja húsið 1963 ásamt eiginmanni og syni okkar, Sveini, sem þá var nokkurra mánaða." Hanna og fjölskylda bjuggu að Bankastræti 14 í sex ár og þar fæddust þeim hjónum tveir synir til viðbótar. „Mér fannst yndislegt að búa í miðbænum og alls ekki erfitt að ala strákana upp á þessum slóðum. Ég kenndi þeim að fara yfir götu og þess háttar og þeim lærðist fljótt að vara sig á hættun- um. Samgangur við foreldra mína, sem bjuggu í sama húsi, var mikill enda saknaði Sveinn, elsti strákur- inn, þeirra eftir að við fluttum í Fossvoginn, skömmu áður en gamla húsið var rifíð. Gat ekkl siitið sig fró miðbænum Og elsti strákurinn, Sveinn, seg- ist aldrei hafa getað slitið sig frá miðbænum og alltaf verið ákveðinn í að þangað skyldi hann flytja aft- ur. Líkt og Hanna móðir hans hafði dvalið löngum stundum hjá Hönnu ömmu sinni, var Sveinn með annan fótinn hjá ömmu sinni, Guðrúnu Sigríði, og Sveini afa. „Ég klifraði í nýbyggingum, lék mér í portum, bakgörðum og alls konar skúma- skotum sem þarna er að finna. Mér fannst þetta hið skemmtilegasta athafnasvæði og var orðinn vel kunnugur öllum kaupmönnunum í nágrenninu. Börn Sveins hafa alið allan sinn aldur að Bankastræti 14. Aðspurð- ur sagði Sveinn engum vandkvæð- um bundið að ala upp börn í mið- borginni. Fanney, eiginkona hans, er ósammála bónda sínum að þessu leyti, segir slíkt að vísu mögulegt en miðborgin sé alls ekki vettvang- ur fyrir barnafjölskyldur. „Hún Fanney mín er líka utan af landi,“ skýtur Sveinn inn í. „Hann er stund- um svo merkilegur með sig,“ segir Fanney afsakandi og bætir við að reyndar sé hún uppalin í Árbæjar- hverfinu. Annars segir Fanney að sér líki mjög vel að búa í Banka- strætinu. Henni fínnst þó að vel mætti taka til hendinni og gera bakgarða og fleiri svæði vistvænni. Um það eru þau hjónin sammála og segja að borgaryfírvöld mættu að ósekju hvetja íbúa miðborgarinn- ar til slíkra framkvæmda. Víldi húsiA áfram í eigu fjölskyldunnar Eftir að afi Sveins veiktist af alzheimer-sjúkdómi 1983, breyttust hagir ömmu hans Guðrúnar Sigríð- ur. Þótt eigandi reisulegs hús á eftirsóttasta stað í borginni gæti t,æpast talist fátækur, kynntist hún á efri árum hvernig var að búa við þröngan kost. Að sögn Sveins lagði amma hans ofurkapp á að halda húsinu í eigu fjölskyldunnar. „Allt í einu þurfti amma að sjá um allt og hugsa fyrir öllu. Hún fékk leigu af annarri hæðinni og hluta jarð- hæðarinnar. Þeir peningar fóru allir í að borga skuldir og hagræða bankalánum. Henni var mjög um- hugað um að fjölskyldan byggi í húsinu og ég gaf henni loforð um að ég myndi örugglega búa hér áfram. Ég flutti á þriðju hæðina 1984 og amma bjó á fjórðu hæð þar til hún lést í fyrra.“ Sveinn segist lítið verða var við umferðarhávaða og ólæti vegfar- enda á kvöldin og um helgar, sem margir nágrannar hans kvarta yfir. Honum fínnst hjarta borgarinnar hafa tekið á sig skemmtilegan svip. Vínveitingaleyfi veitingastaða og vaxandi kráarmenningu segir hann vera óumflýanlegan fylgifisk borg- arlífsins. Honum telur að lítið sé hægt að gera til að stemma stigu við slíku og í rauninni ekki ástæða til. Líkt og ömmu hans langar Svein til að Bankastræti 14 verði áfram í eigu fjölskyldunnar. „Nú á bara eftir að koma í ljós hvort Hanna dóttir mín hafi sterkari taugar til hússins en hin börnin," segir þriðji Sveinninn að Bankastræti 14. É i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.