Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF segír í vísunni og það legt og skemmtilegt - að sgffl sig fram um að vekja ■menda. Pétur Blöndal ir kynntur fyrir frændum im náttúrunnar, þýskum l ragnarökum. ÞYSKA Halldór Vilhjólmsson Bankað í borðið MIKIÐ yrði afi stoltur af mér,“ hugsar blaðamaður með sér hálfhrærður þegar hann sest á skólabekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Honum verður litið upp og á helst von á því að horfast í augu við Svein framtíðarskáld. Þess í stað heilsar Halldór Vil- hjálmsson, þýskukennari, honum kumpánalega og kastar til hans neftóbaksdós. Síðan heldur kennslan áfram. Eins og stundum vill henda hafa nokkrir nemendur ekki látið sjá sig og að afloknu manntali segir Halldór þungbrýndur: „Viljið þið láta þau vita sem ekki mæta í tíma og sýna góða ástundun að þetta komist í blöðin.“ Hann horf- ir þýðingarmiklu augnaráði á blaðamann, þótt af svip hans megi ráða að glettnin býr ekki langt undan. Blaðamaður er hins vegar í stökustu vandræðum vegna þess að hann veit ekki hvað hann á að gera við neftóbaksdósina á borð- inu. Þótt hann vilji ekki vera dóna- legur kann hann ekki við að skófla tóbaki í nefið á sér í miðri kennslu- stund. Hann myndi örugglega hnerra og þá þyrfti hann vasaklút að láni. Vandamálið er að tuttug- asta öldin er gengin í garð, einnig hér í Menntaskólanum í Reykjavik, og nemendur eru hættir að ganga með vasaklúta. Upphafið að kvikmyndaferli „Jetzt ist der Herbst schon ge- kommen und unsere Schule hat schon vor zwei Wochen angefang- en,“ hripar nemandi í Gróttubún- ingi á töfluna. Blaðamaður, sem er líka af Nesinu, vonar að þetta sé rétt. Halldór er hins vegar upp- vit á að halda i gamlar og góðar hefðir. Halldór ræðir svo stuttlega við blaðamann og segir að meiri borgarabragur sé á nemendum en tíðkast hafí áður fyrr. Þeir taki meiri þátt í kennslunni og séu lausari við feimni. „Það er ekki hægt að kvarta undan framkomu í þessum skóla,“ segir hann. Eftir að hafa hastað aðeins á eina stúlkuna fyrir að vera ekki farin í næsta tíma segir hann við blaðamann að það komi sér ævin- lega á óvart hversu mikið trúnað- artraust nemendur hafi á kennur- um, sem komi fram í ritgerðum og einkasamtölum. „Þeir segja það sem þeim ligg- ur á brjósti og eru jafnvel hrein- tekinn af öðru: „Farðu sparlega með krítina.“ Blaðamanni til út- skýringar bætir hann við: „Þessi skóli er alltaf að spara.“ Eftir að hafa farið yfir heima- stílinn spyr hann eina stúlkuna: „Haben Sie das richtig gemacht?" „Natúrlich,“ svarar hún að bragði. „Þá verður Guðrún að fá af sér mynd í blaðinu." Hann stillir sér upp við hliðina á henni og bætir við: „Þetta getur verið upphafið að þínum kvikmyndaferli.“ Því næst upplýsir hann bekkinn og nýja MR-inginn um notagildi þýskunnar. „Þýska er frummál 100 milljóna Evrópubúa og annað mál íbúa Austur-Evrópu,“ segir hann. Stúlka fyrir aftan blaða- mann hnerrar og honum verður hugsað til neftóbaksdósarinnar með hryllingi. Ef hann ætti nú bara vasaklút að lána henni. Hreinskilnari en mín eigin börn í lok kennslustundarinnar banka nemendur í borðin að frum- kvæði Halldórs til að þakka heim- sóknina, MR-ingar hafa alltaf haft skilnari en mín eigin börn.“ Þá víkur sögunni að neftóbaks- dósinni. Eftir kennslustundina kemst blaðamaður að því að Hall- dór hafði fundið dósina á gólfinu og sett hana á borðið þess vegna. Sjálfur er hann frelsaður undan tóbaksfíkninni og efast raunar um að tóbak sé leyft í skólanum. Ekki frekar en tyggigúmmí. „Gamlir verslingar eru örugglega ekki leyfðir heldur,“ hugsar blaðamaður með sjálfum sér og ákveður að skunda heim til sín áður en kemst upp um hann. í stuttri upprifjun í byijun tímans kemur m.a. fram að hægt er að skipta Völuspá í þijá hluta. í fyrsta lagi sköp- unarsöguna, í annan stað áföll, erfið- leika og spillingu og í þriðja lagi enda- lok. Eftir að hafa rifjað örlítið upp um bókmenntalegt gildi Völuspár fyrir nemendum kveikir Benedikt á sjón- varpinu með orðunum: „Ef ég man rétt þarf myndin að vera á svolitlum hávaða til að hún njóti sín.“ Nú verður ekki aftur snúið. „Hljóðs bið eg allar helgar kindir," heyrist í véfréttartón við undirspil Rikshaw. Smátt og smátt magnast spennan eftir því sem líður á myndina og nær hún hámarki í einu meitlaðasta erindi sem ort hefur verið á íslenska tungu: „Bræður munu beijast og að bönum verðast, munu systrungar sifjum spilla; hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma." Nemendur fá ragnarökin beint í æð með myndum úr Vestmanna- eyjagosinu þangað til þeir sjá upp koma „öðru sinni jörð úr ægi iðja- græna.“ MTV-kynslóðin varpar öndinni léttar og heldur að kvæðinu ljúki eins og amerískri sápuóperu. En það er skammgóður vermir. Eins og til að eyðileggja daginn fyrir þeim lýkur spádómnum á þeim ótíðindum völvunnar að Niðhöggur sé á leið frá Niðafjöllum og nú muni jörðin „sökkvast". Blaðamað- ur er þungur á brún þegar hann arkar úr kennslustofunni og horfir til himins. Hvergi vottar þó fyrir Niðhögg. Sólin kinkar hins vegar til hans kolli, Benedikt brosir í kveðjuskyni og nemendumir hlaupa út í helgarfríið. Greinilegt er á öllu að Niðhöggur hefur öðrum hnöpp- um að hneppa um helgina og blaða- maður heldur leið sína á vit sólar- innar. er eitt stærsta vandamál nútímans GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! B-vítamín og C-vítamín eru nauð- synleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera undirstaða ótal annara þátta líkamsstarfseminar. Vítamín í B-STRESS eru sérvalin næringarefni fyrir taugarnar. Þau gegna auk þess mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigð efnaskipti, hárvöxt, heilbrigt hörund og heilbrigða starfsemí hjarta og æða. Fœst í heilsubúðtim, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éha Eilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.