Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 7
______________________PAGLEGT LÍF V erksmiðjustjórinn stundum kallaður „elskan" og „vinan" ' '■'-■'jéet \ i -' jm Einn hugur og ein hönd MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ELÍN BJÖRK og Ingimundur Birnir heima hjá sér að pakka niður fyrir sumarfríið. renna saman í eitt; störf fyrir ■ konur og karla. Enn hafa þó 2 sumir starfstitlar fremur skír- skotun til karla og aðrir til .0^ kvenna einkum vegna þess að *Sr karlar hafa oftar og lengur gegnt tilteknum störfum en konur og öfugt. Til skamms tíma vöktu titlar sem enduðu á stjóri jafnan hugmyndir um karl. Þótt fleiri konur geti nú státað af stjóratitlum eru ekki kk mjög margar sem gegna starfi verksmiðjustjóra, eins og Elín Björk Jóhannesdóttir hjá Sól hf. Rúmlega þrítug, smávaxin og snaggaraleg og afskaplega óverk- smiðjustjóraleg á að líta ef miðað er við gömlu hugmyndirnar um mið- aldra karlverksmiðjustjóra, vel við vöxt og valdsmannlegan. En Elín Björk er ekkert að láta tilgerðarlegt lítillæti þvælast fyrir sér. Hún segist einfaldlega hafa fengið stöðuna vegna þess að hún þótti hæfust, hafði góða reynslu og víðtæka þekk- ingu á starfseminni. „Þótt ég sé ekkert ánægð með að viðurkenna þá tilfinningu mína þá held ég að ekki hafi sakað að ég á ekki börn,“ segir Elín Björk, sem oft vinnur tíu tíma á dag. í pökkun á sumrin Frá 1984 vann hún við að pakka inn ávaxtasöfum, smjörlíki og öðrum afurðum Sólar hf. „Ég var í mat- vælafræði í háskólanum og vann við innpökkunina á sumrin. Þótt starfið væri fremur tilbreytingarlaust fannst mér strax gaman að vinna hérna, enda hefur starfsandinn alltaf verið mjög góður. Hér eru öðru hverju ýmsar uppákomur og skemmtanir, sem starfsmenn standa fyrir og fólk úr öllum deildum tekur þátt í.“ Þegar Elín Björk var orðin full- gildur matvælafræðingur bauðst henni starf aðstoðarmanns á rann- sóknarstofunni. Því starfi gegndi hún þar til hún hélt utan með eigin- manni sínum, Ingimundi Birnir, sem hóf nám í efnaverkfræði í Svíþjóð. „Þar skrældi ég kartöflur og vask- aði upp á stóru sjúkrahúsi þar til ég gafst upp og hóf nám í kerfis- fræði við háskólann. Mér fannst námið ekki nógu praktískt enda byggðist það meira á kenningum en hagræðingu í reynd. Ég varð því himinlifandi þegar mér bauðst yfir- mannsstaða á rannsóknarstofunni hjá Sól hf., hætti í skólanum þótt ég ætti örfáar einingar eftir og kom heim.“ Elín Björk var ráðinn verksmiðju- stjóri í febrúar síðastliðnum. Hún komst fljótlega að raun um, auk þess að fylgjast með í verksmiðjunni þar sem 35 manns starfa, að starfíð er að þremur fjórðu fólgið í skrif- stofuvinnu og ómældur tími fer í alls konar áætlanagerðir varðandi kostnað, framkvæmdir, starfs- mannahald og fleira. „Mér finnst allt hvað öðru skemmtilegra. Ég reyni þó að gæta þess að loka mig ekki af á skrifstofunni enda nauð- synlegt að eiga góð persónuleg sam- skipti við alla starfsmenn fyrirtækis- ins. Ég hef mikinn áhuga á að fram- fylgja ákveðinni starfsmannastefnu, þar sem áhersla er lögð á að starfs- menn noti ekki bara hendurnar held- ur höfuðið líka. Innt nánari útskýringa segir Elín Björk að hugmyndin sé að fá starfs- menn til að vinna saman sem einn hugur og ein hönd að framgangi fyrirtækisins. „Við viljum láta starfsmenn finna að framlag þeirra skiptir máli, hvetjum þá til að koma með hugmyndir og markmiðið er að yfirmenn hverrar deildar fái meiri ábyrgð og völd.“ Elín Björk er öllum hnútum kunn- ug í verksmiðjusölunum og rann- sóknarstofunni auk þess sem hún fylgist vel með vöruþróun og gæða- eftirliti. Áður en hún tók við starfi verksmiðjustjóra sinnti hún gæða- stjórnun og samdi m.a. þykkan doðr- ant um gæðastjórnun, sem nú er leiðarljós og handbók starfsmanna. Vörurýrnun og nákvæm endur- skoðun reikninga frá þjónustufyrir- tækjum voru meðal þeirra mála sem Elínu Björku fannst brýnt að taka á. „Óskipulög vinnubrögð og lítil þjálfun er helsta ástæða vörurým- unar. Til að stemma stigu við slíku er næsta skref að leita leiða til að þjálfa starfsfólkið, til dæmis á nám- skeiðum. Þegar er komið gott skipu- lag á greiðslum, sem fyrirtækið þarf að inna af hendi fyrir vörur og þjón- ustu, svokallað verkbeiðnakerfi. Þetta eykur að vísu skrifræðið en margborgar sig.“ Elín Björk hefur margar hug- myndir á pijónunum til að stuðla að aukinni hagræðingu og auka vöxt fýrirtækisins og uppgang á öllum sviðum. En það er líf eftir vinnu og þótt Elín Björk vakni stundum á nótt- unni með alls konar ha- græðingarhugmyndir í koll- inum, rjúki á fætur og komi þeim á blað, segist hún vita- skuld eiga mörg áhugamál og hlakka til helganna rétt eins og flestir. Ekki tími til að drekka Trópí saman á morgnana Þótt bameignir séu ekki á dagskrá að sinni, segir Elín Björk að þau hjónakom séu oft spurð hveiju þetta sætta eiginlega, hvort þau ætli ekki að fara að drífa í að eiga börn. Elín Björk lætur sér slíkt í léttu rúmi liggja, enda segir hún starf beggja taka hug þeirra all- an. „Einu sinni vom líka all- ir að spyija af hveiju í ósköp- unum við fengjum okkur ekki bíl. Stundum held ég að fólk öfundi okkur pínulít- ið af frelsinu. Við getum leyft okkur að ferðast og gera ýmis- legt skemmtilegt nákvæmlega þegar okkur dettur í hug.“ Aðspurð segir Elín Björk að bóndi hannar kvarti ekki þótt hún sé að vinna langt fram á kvöld, enda sé vinnudagur hans í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga lika lang- ur. „Við höfum ekki einu sinni tíma til að drekka Trópí saman á morgn- ana. Þótt því fari fjarri að allt sé þaulskipulagt hjá okkur þá er nán- ast orðin regla að hittast á ein- hverri krá eftir vinnu á föstudögum og rabba saman. Stórt einbýlishús og bíll af fínustu gerð er ekki draum- urinn. Mér finnst aðalatriðið að láta sér líða vel og gera það sem er skemmtilegt. Anægja með lífið og tilvemna er að miklu leyti fólgin í að vera í skemmtilegu og krefjandi starfi." Spurningu blaðamanns hvort karlar myndu sýna verksmiðjustjóra af kyni karla sama viðmót og konu í sömu stöðu svarar Elín Björk á þá leið að líklega segi karl ekki „elsk- an“ og „vinan“ við allsendis ókunn- ugan karl. „En svona talar nú bara einstaka karl nú til dags, sem betur fer.“ ■ vþj FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 B 7 Með augum landans Agi einkennir skólastarfið Q Rúna Guómundsdóttir hefur undanfar- iö ár búið með fjölskyldu sinni í Hull á austurströnd Englands þar sem hún stundar fyrirtækjarekstur ásamt eig- inmanni sínum, Heimi Karlssyni. <d BRESKT skólakerfi i_____J hefur verið harðlega gagnrýnt á undanförn- Oum mánuðum vegna óánægju með árangur nemenda. Ástæður eru V~~~3P margar en einkum er j talað um að kennarar > ' standi sig ekki sem r!_T1 skyldi og hvers vegna LawÆta«j svo sé. Einnig að um sé að kenna síversnandi hegðun nemenda. Finnst mörgum þetta ástand koma t.d. fram í al- varlegum þekkingarkorti á hinni merku sögu Breta. Nemendur virðast t.d. ekki þekkja sögufræg- ar persónur. í könnun sem gerð var á dögunum hafði stór hópur nemenda ekki hugmynd um hvaða eini konungur Breta var hálshögg- vinn eða hver Chippendale var. Margir héldu að Chippendale væri frægur líkamsræktarkappi. Þess má geta fyrir þá sem ekki vita, að Chippendale var mikilsmetinn húsgagnahönnuður á 18. öld og eru húsgögn hans mjög eftirsótt af söfnurum og þeim sem unna antikmunum. Þótt Bretar gagnrýni mikið skólakerfið er þó sitthvað sem er aðdáunarvert. Dóttir mín, sem er 4 ára, hóf skólagögnu í byijun þessa mánaðar. Allflestir foreldrar setja börn sín í skóla 4 ára þótt skólaskylda hefjist um 5 ára aldur. Strax í vor var foreldrum þeirra barna, sem hefja áttu nám um haustið, boðið að koma minnst þrisvar í heimsókn í skólann yfir sumarið til að venja litiu krílin við og kynnast skólalífinu. Það var mjög óvenjulegt, en ekki síður ánægjulegt, að kynnast því að kennarinn gaf sér tíma til að heim- sækja væntanlega nemendur sína, þrátt fyrir að fá ekki sérstaklega greitt fyrir það. Sýnir þetta ótví- rætt að skólinn hefur markað ákveðna stefnu byggða á reynslu og gefur um leið til kynna reglu, skipulag og hugsun. Færir það foreldrum meira öryggi en ella og gerir öll samskipti milli þeirra og skólans miklu persónulegri og um leið auðveldari. Skólinn hefst á morgnana um níuleytið og stendur til kl. 15.30. Börnin geta borðað hádegisverð í skólanum eða farið heim til sín. Þegar þau fara í hádegisverð ann- ast þau konur sem eingöngu sjá um að fara með þau í og úr mat. Þessar konur eru kallaðar „dinner ladies". Börnin læra það strax að rétta upp hönd til að ná athygli og þau læra að fara í röð inn í skólann og á milli stofa. Inn í skólann fara þau ekki fyrr en öll eru kom- in í röð, standa þar kyrr og hljóð. Sum eiga svolítið erfitt með að hemja sig, en þá er þeim kippt úr röðinni og fara síðust inn. Þetta finnst undirritaðri frábært. Það væri ekki slæmt ef Islendingar tækju upp þessa siði í skólum landsins. í umræddum skóla eru um það bil 290 börn. Fjöldi nemenda í hveijum bekk er frá 25-40. í yngstu bekkjunum nýtur kennar- inn aðstoðar menntaðrar fóstru við kennsluna. Ástæða þess að börn byija svona fljótt í skóla er að hefðbundin leikskóli hættir þegar börnin eru 4 ára og þá vant- ar það sem kallað er forskóli. Því er námið blanda af leikskóla og hefðbundnum skóla. Það er strax byijað að kenna þeim stafi og hljóðin sem þau mynda. Fá þau smáverkefni til að vinna heima og þegar í skólann kemur er farið yfir það með hveij- um og einum. Þau læra að halda á blýanti og þroska fínhreyfingar handanna. Læra að skrifa og þekkja tölur upp að 10. Þau læra frádrátt og samlagningu með leikjum. Einnig eru þau þjálfuð í formum, að skilja vigt og loks læra þau stafrófið. Þeim er kennd hljóðmyndun stafanna og hvernig þeir eru skrifaðir. Fyrsta heima- vinnan er einmitt sú að æfa sig á hljóðum stafanan. Er þeim síðan hlýtt yfir daginn eftir. Eftir því sem bömin eldast er öll heima- vinnan unnin í skólunum. Helst er það lestur sem þau æfa sig á heima. Börn eru auðvitað mismun- andi undir það búin að læra, en þó er óhætt að segja að flest kunni þau stafrófið eftir fyrstu önnina. Eftir því sem tíminn líður þessa fyrstu önn læra þau smám saman ýmsa hegðun sem einkennir skól- ann. Það er aðdáunarvert að sjá hversu góðan aga kennaranum tekst að hafa í bekknum. Þeim er kennt að rétta upp hönd þegar þau þurfa að fá athygli kennarans og er það einfaldlega ekki liðið að allir hrópi í einu. Þegar gengið er um ganga skólans er eftirtekt- arvert hversu rólegt er í bekkjun- um. Hróp og köll heyrast ekki. Kennarar hafa bækur þar sem börnin fá stjörnu fyrir góða hegð- un. Ef barn á við hegðunarvanda- mál að stríða og kennarinn hefur reynt allt sem hann getur er barn- ið sent til skólastjórans. Á skrif- stofu skólastjórans er gulur kassi. Kassinn geymir skrár yfir hegðun þess. Barnið kvittar síðan fyrir. Ef barnið bætir hegðan sína næstu vikur er kortið rifið og málið er gleymt. En foreldara hér taka það ekki í mál að börn þeirra geti ekki lært vegna hegðunarvanda- mála annarra barna. Það er mildur en þó mikill agi sem viðhafður er. Hefur það eflaust að gera með bæði uppeli og hvernig þeim er kennt frá upp- hafi að það þarf að hegða sér á ákveðinn hátt og virða þær reglur sem settar eru. Skólanámið er því bara ekki mötun á ákveðnu náms- efni heldur kennsla í mannlegum samskiptum og hegðun út í samfé- laginu. Við íslendingar ættum að læra það besta sem aðrar þjóðir geta kennt okkur og læra af reynslu þeirra. Til þess þurfum við að geta gagnrýnt okkur sjálf á upp- byggilegan hátt, en gleyma okkur ekki í fölsku öryggi um að allt sé svo frábært hjá okkur. T.d. þyrft- um við heldur betur að taka okkur á hvað varðar óhóflegt fijálsræði með uppeldi barnanna okkar. Þá má ekki gleyma þeirri stað- reynd að það er ekki nóg að skól- arnir agi börnin, heldur verða for- eldrarnir að gera það líka. Foreldr- ar bera fyrst ogfremst ábyrgð á hegðun barna sinna, en meðan skólarnir eru með börnin verðum við að treysta því að þeir beri ábyrgð líka. ■ Rúna Gudmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.