Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSPEKI Hrannar Baldursson Gengið í hring HVAÐ ERU þetta gamlir krakkar?“ spyr blaðamaður Hrannar Baldursson, heimspeki- kennara við Pjölbrautaskólann í Breiðholti. „Þetta eru ekki krakkar heldur fólk á öllum aldri,“ svarar Hrannar og brosir vinalega að hleypidómum blaðamanns. Hrannar leggur ýmislegt á sig til að vekja áhuga nemenda sinna á heimspeki. Hann byrjar hvern tíma á því að ýta kennaraborðinu til hliðar og búa til umræðuhóp með nemendum. Allir sitja í hring og stundum vilja umræðurnar líka fara í hring. Að þessu sinni, til að bijóta enn frekar upp kennsl- una, hefur hann fært tímann yfir í Gerðuberg. Þar leyfist nemendum að panta sér kaffí og einhver spyr: „Eru þeir með debetkortavél í húsinu?“ Hrannar er hins vegar of upptek- inn til að svara vegna þess að hann er að árita kennslubókina „Fornaldarheimspeki" fyrir nem- endur. Hann er nefnilega sjálfur höfundur bókarinnar. „Er öllum formlegheitum lokið?“ spyr hann svo nemendur. Þegar enginn hreyfir andmælum við því hefst kennslan. Pamela er bara plast! í byijun bókarinnar er varpað fram þeirri spurningu hver skil- greiningin sé á heimspeki og skap- ast umræður um þá skilgreiningu að heimspeki sé „rannsóknir á eðli hluta byggðar á rökhugsun frekar en raunvísindalegum að- ferðum." „Hvað er eðli?“ spyr Hrannar bekkinn og heldur áfram: „Hvert er til dæmis eðli ljósmyndara?“ „Að taka myndir,“ svarar ein stúlka. Blaðamaður veltir vöngum DAGLEGT LÍF „Fórnaði ekki Adam einu rif- beininu sínu svo Eva gæti orðið til?“ spyr Hrannar. „Það var allt annað,“ svarar annar piltur. „Adam var vinur Guðs, - Pamela ekki.“ Súrt slátur og trúarbrögð Þannig gengur tíminn fyrir sig. Nemendur ræða málin og einstaka sinnum grípur Hrannar fram í og beinir umræðunum á nýja braut. Eins og núna. Hann lætur nem- endurna skrifa á blað svarið við því hvað sé náttúrulögmál og les síðan upp svörin. „Náttúrulögmál er trúarbrögð - leið hinna einföldu til að skilja hið flókna. og kemst að því að kennaraeðlið virðist öfugsnúið hjá Hrannari. Er ekki eðli kennara að fræða fremur en spyija spurninga? „Stundum getur það kannski farið saman,“ segir ljósmyndarinn. Þeg- ar þeir ranka við sér aftur er bekk- urinn að leita svara við því hvað sé náttúrulegt. „Allt sem mennirnir gera er náttúrulegt vegna þess að menn- irnir eru náttúrulegir," stingur einn pilturinn upp á. „Ef mennirnir eru náttúrulegir eru þá borgir náttúrulegar?“ spyr Hrannar á móti. „Allt sem er af þessum heimi er náttúrulegt," svarar pilturinn. „Er þá sílikon í vörum náttúru- legt?“ spyr Hrannar og bætir við þegar strákurinn svarar því ját- andi: „Pamela Anderson er þá náttúrubeib?“ „Hún er bara plast!“ heyrist í einni stúlku. „Nei, Pamela er alltaf að verða náttúrulegri og náttúrulegri," svarar pilturinn. „Hún þykir hins vegar ekki vera eðlileg vegna þess að hún storkar viðmiðum samfé- lagsins.“ „Hún lét taka úr sér neðstu rif- beinin,“ segir önnur stúlka í hneykslunartón. „Hún er reiðubú- in að láta rífa sig og tæta til að líta betur út.“ „Náttúrulögmál er óendanlegt." „Náttúrulögmál er súrt slátur.“ Svörin eru misjöfn en Hrannar staðnæmist við svarið: „Náttúran er eins og maður. Hún breytist sífellt.“ Er þá ekki galdurinn að finna hvaða lögmálum hún fylgir og til þess að aðgreina þau frá náttúr- unni verða þau þá ekki að vera óbreytanleg? Við svo búið er umræðum lokið og nemendur halda hver sína leið. Eins gera blaðamaðurinn og ljós- myndarinn. Einnig heimspeki- kennarinn. En vegir Pamelu And- erson eru aftur á móti órannsakan- legir. „Það er leikur að læra, getur raunar veríð gagn því gefnu að kennarinn 1< áhuga og ná athygli ne settist á skólabekk og ví sínum Dönum, löffmálu beygingum o| Benedikt Bragason Dans ogrokk ER KOMIÐ að enn einum tíman- um?“ Kennari á kaffistofunni and- varpar og horfir í gaupnir sér. Benedikt Bragason leikur hins vegar á als oddi. „Auðvitað kenni ég íslensku - hvað annað,“ segir hann við blaðamann. „Það er það eina sem ég kann.“ Hann er búinn að kenna í sautján ár við Verkmenntaskólann á Akureyri, eða frá stofnun skólans. „Þar áður kenndi ég í Hafnarfirði þannig að ég er orðinn ansi gamall,“ segir hann og brosir ungæðislega. Hann er um það bil að fara að sýna nemendum sínum í þriðja bekk gamla sjónvarpsmynd með flutningi hljóm- sveitarinnar Rikshaw á Völuspá. „Ég er nýbúinn að fara í kvæðið með krökk- unum og til að vekja áhuga þeirra enn frekar finnst mér tilvalið að sýna þeim þessa mynd, sem hefur upp á allt að bjóða; dans, rokktónlist og ragnarök." Blaðamaður kinkar kolli og hugsar með sjálfum sér að þetta sé sannarlega leiðin að hjörtum MTV-kynslóðarinnar. Þegar Benedikt hefur lokið máli sínu stendur hann upp og býst til að fara. „Það er víst búið að hringja," segir hann og bætir laumulega við: „... en það þarf nú ekkert að vera með í blaða- greininni." Hafdís Ingvarsdóttir Teiti í Versló MÖRG stór augu taka á móti blaðamanni þegar hann sest í kennslustofu í Verzlunarskóla Is- lands og lesa má úr andlitunum: „Hvaða furðufugl er þetta?“ „Kender I Peter?" spyr Hafdís Ingvarsdóttir, dönskukennari. „Hann var hjá mér í nótt,“ svarar ein stúlka að bragði. Önnur spyr: „Verður hann með okkur í bekk?“ „Er hann ekki svolítið gamall," spyr sú þriðja. Hafdís er fljót að leiða talið að öðru og biðja nemendur um heima- verkefnin. Síðan spyr hún: „Hvordan var festen? Var den god?“ Greinilegt er af góðum undirtektum að bekkjar- teitið hefur heppnast vel. Þegar líður á kennslustundina hverfur blaðamaður í hópinn og nem- endur róast. Þetta er fyrsti tíminn þar sem þau fara í talæfingu. Nem- andi sem á að lesa fyrst hikar þegar ljósmyndari kemur inn í stofuna. „Slap af, Ólafur. Det sker ikke nog- et,“ segir Hafdís. Ein bekkjarmær setur upp sparibrosið og segir: „Viltu taka mynd af mér?“ Mogginn á að seljast áfram Hafdís leggur mikið upp úr því að aðeins sé töluð danska í tímum. Ef einhver reynir að tala íslensku er hann ekki virtur viðlits eða er svarað: „Det lod som islandsk, hvad?“ Enda er það mikilvægt fyrir nemendur að tala sem mest til að öðlast tilfínningu fyrir málinu og slípa framburðinn. Þau mega þó ekki gleyma að hlusta og það hefur aldrei verið vandamál hjá Hafdísi að fá nemendur til þess. Einnig er augljóst að auðveldara er fyrir tungumálakennara að hafa Morgunblaðið/Jón Svavarsson stjórn á bekkjum ef aðeins er töluð sú tunga sem verið er að kenna. Það er t.d. að hægara sagt en gert fyrir aðra en úrvalsnemendur að kveða dönskukennara sinn í kútinn, - ef þeir eiga að gera það á dönsku. I umræðum undir lok tímans er spurt hvort það komi myndir af bekknum í Mogganum. Viðkomandi er engu nær eftir svar Hafdísar: „Mogginn á að seljast áfram.“ Dönskukennslan að batna Á kennarastofunni er notalegt and- rúmsloft eins og endranær og rifjast upp fyrir blaðamanni skákir hans við kennara skólans. Þá var allt lagt undir. Einbeitingin gat verið slík að vindlaöskunni var drepið í kaffíboll- ann og drukkið úr öskubakkanum. „Nemendum hefur farið mikið fram á undanförnum árum,“ segir Hafdís. „Dönskukennslan er að batna - ekki síst með betra náms- efni. Þar munar mestu um nýjar hlustunaræfingar sem lagðar eru fyrir nemendur í grunnskólum.“ Hefur ekki dönskukunnáttu Is- lendinga hrakað frá því barnabækur voru aðeins fáanlegar á dönsku? „Ef farið er lengra en áratug aft- ur í tímann komum við að þeirri kynslóð sem lærði dönsku af Andrés- blöðunum og var vel læs. Þá var það orðaforði sem maður gat gengið að sem vísum. Núna eiga nemendur hins vegar mun auðveldara með að tala dönsku. Þar eru framfarirnar. Mín kynslóð var illa talandi - en gat lesið al!t.“ Hafdís brosir til gamla nemanda síns og segir: „Það er ekki Bakka- skip einu sinni á ári.“ DANSKA ISLENSKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.