Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 1
SIVIÁIPNAPUR Þráinn skóari á fjórum stööum/4 SAMKEPPNI Smáþjóöir nýti sér sóknarfærin/6 ÞfÓNUSTA Atvinnumiðlun inni á alnetinu/8 VTOSHPn/AIVINNUIJff PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 BLAÐ c 3 o I ¦ Pípugerð GÓÐ viðbrögð hafa verið við aug- lýsing-u Landsbréfa hf. þar sem óskað var eftir tilboðum í öll hlutabréf í Pípugerðinni hf., sem nú eru í eigu Reykjavíkurborgar og Aflvaka hf. Tíu aðilar hafa sótt gögn og töluvert hefur verið um fyrirspurnir. 2 Scandic FLUGLEIÐAHÓTELIN Hótel Loftleiðir og Hótel Esja, munu hætta samstarfi við Scandic-hótel- keðjuna frá og með næstu ára- mótum og verða hótel félagsins eftirleiðis markaðssett erlendis undir merkinu Icelandair Hotels. Flugleiðir munu hins vegar áfram eiga markaðssamstarf við Scandic-fyrirtækið. 2 Hlutafélög FIMM fyrirtæki hafa verið skráð á Verðbréfaþingi íslands það sem af er þessu ári til viðbótar við þau 27 sem fyrir voru. Samanlagt eru því þrjátiu tvö fyrirtæki skráð á þinginu nú og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðustu fimm ár, þegar einungis tvö fyrirtæki voru skráð á þinginu. Viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi hafa margfaldast á sama tíma. 2 SOLUGENGI DOLLARS DOW JONES-IÐNAÐARVÍSiTALAN RÝFUR 6.000 STIGA MÚRINN Methækkun hlutabréfa á Wall Street þrýsti verði bréfa í London og Frankfurt upp í nýtt hámark á þriðjudaginn var. Dow Jones-iðnaðarvísitalan fór í fyrsta sinn yfir 6.000 stig á mánudaginn vegna væntinga um batnandi efnahag í Bandaríkjunum og hækkunar olíuverðs, sem leiddi til hækkunar hlutabréfa f olíuiðnaði. DJI ílokdags 6000 5900 5800 5700 5600 6.010,00 Við lokun 14. okt. 3. sept -15. okt., 1996 HLUTABREFAMARKAÐIRNIR í BANDARÍKJUNUM, BRETLANDI OGÞÝSKALANDI ¦ \ ____/. ._60 FRÁ VERÐFALLINU ÍOKTÓBER1987 DowJones 5.882,17 FTSE-100 3.953,70 DAX 2.651,85 stig í-5000 Tóbakstegund- um fjölgar með nýjum reglum TÓBAKSTEGUNDUM sem eru til sölu hjá ÁTVR mun fjölga verulega þann fyrsta febrúar á næsta ári. Settar hafa verið reglur um inn- kaup og sölu tóbaks en fastmótað- ar reglur um innkaup og sölu á tóbaki hafa ekki verið til áður. Tóbaki verður deilt í þrjá sölu- flokka hjá ÁTVR; Kjarna, reynslu- fiokk og sérpantanir. Þrátt fyrir að reglurnar hafi tekið gildi þann 15. október þá munu neytendur ekki verða varir við breytingu á framboði á tóbaki fyrr en 1. febr- úar á næsta áii þegar reynslusala á tóbaki hefst. í byrjun verða þær 36 tegundir sem fyrir eru á mark- aðnum í kjarna. Sölutölur verða endurskoðaðar mánaðarlega og nái sölutegund ekki 0,5% af heild- arsölu vöruflokks, s.s. sala á vindl- um, næstu tólf mánuði á undan þá fellur hún úr kjarna. í stað þeirra tegunda sem falla út koma sölutegundir sem selst hafa best þeirra tegunda sem eru í reynslu- flokki. í reynsluflokki eru að jafn- aði 30% af tölu þeirra tóbaksteg- unda sem eru í kjarna. Tegundum fjölgar um 10-11 Tóbak sem umboðsmenn óska eftir að verði sett í reynslusölu er í þeim flokki næstu 11 mánuði. Ef tegundin nær 0,5% af heildar- sölu vöruflokks þá flyst hún upp í kjarna. Vara sem fellur úr reynslusölu vegna ónógrar eftir- spurnar verður ekki tekin til reynslu fyrr en að ári liðnu. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, mun tóbaksteg- undum sem eru til sölu hjá fyrir- tækinu fjölga um 10-11 þann 1. febrúar nk. og búast megi við að fjölgunin sé til frambúðar. „Þegar 11 mánaða reynslutímanum er lokið í ársbyrjun 1998 þá koma aðrar tegundir inn í stað þeirra sem ná inn í kjarna, eða 30% af heildarfjölda í kjarnanum um ára- mót, þannig að mjög ólíklegt er að tóbakstegundirnar sem til sölu eru verði aftur 36." Dregið um tegundir Þeir sem ætla að bjóða tóbak til reynslu frá 1. febrúar þurfa að senda inn umsókn fyrir 15. nóvem- ber. Komi fleiri umsóknir en rúm- ast í reynsluflokki þann 1. febrúar verður dregið um hvaða tegundir komast í reynsluflokk. Önnur nýjung í þjónustu ÁTVR samkvæmt nýju reglunum er að hægt verður að sérpanta tóbak líkt og hægt er með áfengi. Þær verða þó að fullnægja merking- arkröfum sem í gildi eru um tóbak á íslandi. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sagði í fyrirspurnatíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að engin ástæða væri til þess að rík- ið annaðist dreifingu á tóbaki því hægt væri að taka tóbaksgjald í tolli og láta síðan heildsala um dreifinguna. Innan stjórnar ÁTVR er vilji fyrir því að umboðsmenn annist sjálfir dreifingu tóbaks í stað ATVR. FJÁRMÖGNUN ATVINNUTiEKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Glitnir hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 Glitnirhí DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.