Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 C 5 _______________________________VIÐSKIPTI________________________________ Þráinn skóari kominn með starfsemi í fjórum verslunarkjörnum á höfuðborgarsvæðinu Vísir að skó- viðgerðakeðju ÞRÁINN Jóhannsson, skó- smíðameistari, hefur á undan- förnum níu mánuðum opnað fjórar skóvinnustofur undir heitinu „Þráinn skóari“. Fyrsta skóvinnustofan var opnuð í Mjódd þann 23. janúar sl., sú næsta í Hamraborg í Kópavogi þann 5. febrúar, í Kringlunni var opnað 20. apríl og þá nýj- ustu opnaði Þráinn í Grafarvogi þann 15. júní. Hjá fyrirtækinu starfa þrír útlærðir skósmiðir en stöðugildin eru alls átta tals- ins. Að sögn Þráins eru vinnustof- urnar alls ekki of margar þrátt fyrir hrakspár samkeppnisaðila enda hefur fólk ekki tíma til að fara bæjarhluta á milli til þess að láta gera við skó. „Það tók tíma að markaðssetja fyrir- tækið en undanfarið hefur verið kolvitlaust að gera og hjá okkur er gert við rúmlega 200 skópör á dag.“ Auk skóviðgerða smíða starfsmenn Þráins skóara lykla, brýna hnífa og gera við töskur. Fyrirtækið flytur sjálft inn allt efni, bæði vegna skóviðgerða og lyklasmíði en Þráinn skóari er hluti af stórri alþjóðlegri keðju í Evrópu sem heitir Mister Minit. Fyrirtækið hefur þó ekki tekið upp nafn keðjunnar enda segist Þráinn miklu fremur vilja hafa íslenskt nafn á fyrirtækinu heldur en útlent. Skóari frá 15 ára aldri Hjá Þráni er boðið upp á hraðþjónustu í skóviðgerðum. „í Kringlunni er algengt að fólk komi með skó í viðgerð eða láti smíða lykla meðan verslað er. Sem dæmi má taka síðasta laug- ardag en þá kom hópur af út- lendingum til okkar og lét sóla fyrir sig skó, alls 15 pör, á meðan þeir verslunðu í Kringl- unni,“ segir Þráinn. Hjá fyrirtækinu eru brýndir hnífar og segir Þráinn töluvert um það að fólk láti brýna fyrir sig hnífa og þá sérstaklega núna í sláturtíðinni. „Samt sem áður er meirihluti heimila með lélega hnífa. Brýningarþjón- ustan hefur verið alltof lítið kynnt og margir halda hrein- lega að hnífarnir séu ónýtir þegar bitið verður lélegt.“ Þráinn hefur starfað við skó- smíði og skóviðgerðir frá fimmtán ára aldri og stofnaði eigið fyrirtæki einungis nítján ára gamall. Að hans sögn er það alltof ungt til þess að standa í fyrirtækjarekstri og bera alla þá ábyrgð sem rekstrinum fylg- ir. „Fyrir tæpum fjórum árum var ég búinn að fá nóg af skó- smíðastarfinu og atvinnu- rekstri. Ég seldi fyrirtækið sem ég átti þá, Skóarann á Grettis- götu, og tók mér þriggja ára langþráð hlé frá skóvinnu. Það var síðan í nóvember á síðasta ári að áhuginn vaknaði á ný og Þráinn skóari varð til.“ Hreinsað út í Kringlunni Á íslandi eru starfandi 15-20 menntaðir skósmiðir en liðlega 150 manns starfa beint eða óbeint í tengslum við iðnina. Þráinn segir að um næga vinnu sé að ræða, a.m.k. í hans fyrir- tæki þar sem unnið er allt að sextán tíma á dag alla daga , vikunnar frá opnun fyrstu vinnustofunnar í janúar. „Með því að gera við skó sparast miklir fjármunir fyrir þjóðfé- lagið í heild. I stað þess að fólk kaupi alltaf ný og ný skópör er hægt að lengja líftíma skóna með reglubundu viðhaldi og góðri meðferð. Við smíðum allt sjálfir hjá Þráni skóara og það sem þarf að framkvæma innan fyrirtækisins fyrir utan vinnu við rafmagn er gert af starfs- mönnunum sjálfum. Þetta er það sem gildir hjá litlum fyrir- tækjum, að gera allt sjálfur og kaupa sem minnst af aðkeyptri vinnu. Fyrir tveimur mánuðum tók- um við allar vélar á vinnustof- unni í Kringlunni, hentum þeim út og keyptum nýjar í staðinn. Á sama tíma gerðum við aðstöð- una alla upp en hún var farin að láta á sjá og alls ekki nægi- lega þrifaleg. Hjá fyrirtækinu er lögð mikil áhersla á að allt sé hreint enda skiptir það miklu máli, bæði fyrir viðskiptavininn og starfsfólkið. Það er í raun vanvirðing við viðskiptavininn hvað lítið er gert til þess að koma til móts við þarfir hans hjá skósmiðum á Islandi,“ segir Þráinn. Hann horfir bjartsýnn á framtíðina í skóviðgerðum hér- lendis og spurning er hvenær hann opnar næstu vinnustofu. Væntanleg vínbúð í Kópavoginum ÁFENGISÚTSALA verður opnuð í mars á næsta ári í Kópavogi, tæpum ellefu árum eftir að íbúarnir samþykktu með atkvæða- greiðslu að fá áfengisútsölu í bæinn. í forvalsgögnum Ríkiskaupa fyrir áfeng- isútsöluna kemur fram að húsnæðið verði að vera í verslunarhverfi í Engihjalla, Hamraborg eða í Smáranum. Að sögn Hös- kuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, var það bæjarstjórn Kópavogs sem valdi hvaða svæði kæmu til greina. En þau standi öll jafnt að vígi. Samkvæmt forvalsgögnum þurfa bjóð- endur húsnæðis að láta fylgja með ársreikn- inga síðasta árs, vottorð frá skattstjóra og tollstjóra um skil á opinberum gjöldum. Jafn- framt staðfest vottorð frá lífeyrissjóðum starfsmanna um skil á iðgjöldum. Höskuldur segir að það sem skipti máli við val á heppilegu húsnæði sé aðkoma að verslun, aðstaða fyrir vörumóttöku og tiltæk bifreiðastæði hjá verslun. „Fjárhagslegur styrkur og geta til þess að annast rekstur vínbúðar mun sjálfsagt hafa eitthvað að segja um það hver verður samstarfsaðili ÁTVR í Kópavoginum, s.s. að viðkomandi skuldi ekki skatta aftur í tímann.“ Óskað eftir vínbúð 1986 Ibúar Kópavogs samþykktu árið 1986 að óska eftir áfengisútsölu í sveitafélagið. For- stjóri ÁTVR segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að ekki hefur verið komið á áfengis- útsölu í bæjarfélaginu fyrr. „Það hafa mörg sveitarfélög óskað eftir því að fá áfengisút- sölu til sín. Við höfum reynt að afgreiða fyrst sveitarfélög sem eru í mestri fjarlægð frá öðrum útsölum og erfiðari samgöngur. Aftur á móti hafði ÁTVR mikinn áhuga á að opna vínbúð í Kópavogi fyrir nokkrum árum. Við höfðum látið teikna verslun fyrir áfengisútsölu í húsnæði sem ríkið átti í Fannborginni en vegna mótmæla nágranna og vegna þess að bæjarstjórn Kópavogs treysti sér ekki til að tjá sig um þetta staðar- val þá var hætt við framkvæmdirnar." Bónus getur sparað rikinu 200 milljónir Meðal þeirra sem ætla að óska eftir sam- starfi um rekstur vínbúðar er Bónus en fyrir- tækið er leigutaki í verslunarmiðstöð sem reist verður í Smárahvamminum. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Bónus býð- ur fyrirtækið fram húsnæði í Smárahvamm- inum sem mun henta mjög vél undir rekstur vínbúðar. „Aftur á móti verður húsnæðið ekki tilbúið í mars þannig að sú tímasetning gerir okkur erfíðara um vik. En ef hugsað væri fram í tímann þá er ekki spurning um að Smáratorgið mun verða kjörið fyrir versl- unina. Það er að rísa gríðarlega stór kjarni í Smárahvammslandi þar sem kemur til með að verða mjög stór byggð. í Smáratorginu verður m.a. mjög gott aðgengi fyrir fatlaða og vörumóttöku." Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um að leggja niður ÁTVR og sala áfengis verði gefin fijáls samkvæmt þeim reglum sem hið opinbera setur. Jón Asgeir segir að Bónus gæti hæglega sparað ríkinu 200 milljónir á ári með rekstri vínbúða en lítið mál væri að breyta útliti verslananna með tilliti til vínsölu. „Ríkissjóð- ur gæti sparað nokkur hundruð milljónir með því að láta þennan rekstur í hendur einkaað- ila en rekstur ÁTVR kostar ríkið 500 milljón- ir á ári. Vínbúðarekstur liggur mjög vel fyr- ir þeim sem eru í smásöluverslun í dag. Ríkis- sjóður á í stað þess að reka ÁTVR að inn- heimta áfengisgjald líkt og annan toll á inn- fluttar vörur. Spurning er hvenær Sjálfstæð- isflokkurinn standi við ályktun landsfundar- ins en vonandi verður það sem fyrst.“ Undirskriftarlistar fylgja umsókn Skoðanakönnun var gerð meðal íbúa í nágrenni verslunarmiðstöðvarinnar Kópa- vogs-Kjamans í Engihjalla um hvaða viðbót- arþjónustu þeir óskuðu eftir í verslunarmið- stöðinni. Þar kom fram að íbúamir óskuðu helst eftir vínbúð í bygginguna. Róbert Árni Hreiðarsson, forsvarsmaður Kópavogs- Kjarnans, segir að verslunarhúsnæði í bygg- ingunni yrði boðið fram. „Við vonumst til að fá vínbúðina í Engihjallann þar Kópa- vogs-Kjarninn liggur mjög vel við allri um- ferð. Það er nóg af bílastæðum og 8 þúsund manna byggðakjarni er í göngufæri við verslunarmiðstöðina. Við munum láta undir- skriftarlista með nöfnum á þriðja þúsund íbúa hverfisins fylgja með umsókninni þar sem þess er óskað að vínbúð verði opnuð í verslunarmiðstöðinni.“ Bæjaryfirvöld styðja Hamraborgina Hulda Finnbogadóttir, eigandi umboðs- og heildverslunarinnar Lyon, ætlar að bjóða fram verslunarhúsnæði í Hamraborg 5. Þrátt fyrir að sækja um sem einkaaðili standa kaupmenn í Hamraborginni saman í því að fá vínbúð í Hamraborgina. „Hamraborgin er miðbær Kópavogs og bæði bæjarráð og bæjarstjórn hafa lýst yfir vilja um að vínbúðin komi í Hamraborgina og óskað eftir því við fjármálaráðherra og forstjóra ÁTVR. Meðal þess sem styður það að vínbúðin komi í Hamraborgina er hversu stutt Engihjallinn er frá Mjóddinni þar sem vínbúð er rekin fyrir og verslunarmiðstöðin í Smárahvamminum verður ekki tilbúin í mars,“ segir Hulda. Þann 24. október rennur út frestur til þess að sækja um þátttöku í lokuðu útboði um rekstur áfengisútsölunnar. Gert er ráð fyrir að samningar verði undirritaðir i des- ember. Navision Financials Það máttu Microsoft* Windows*95 Navision Financials bókhalds- og upplýsingakerfið er fyrsti viðskiptahugbúnaðurinn umboðs- og dreipngaraöiih sem samþykktur er af Microsoft fyrir Windows 95. STRFNC-rl JR Navision Financials - Bókaö forskot! árMúla7 . mykTavík Navision Financlals hefur vakið mikla athygli og hlaut m.a. gullverðlaun hins virta tölvutfmarits PC User. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar um möguleika forritsins. SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010 iiSaflÉÉw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.