Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI McDonald’s býður upp á ffMaharaja Mac“ á Indlandi Nýju Dclhi. Rcuter. BANDARÍSKI skyndibitarisinn McDonald’s hefur opnað fyrsta veit- ingastað sinn á Indlandi og býður hamborgara úr kindakjðti, „Ma- haraja Mac,“ í stað hins hefðbundna Big Mac. Veitingastaðurinn er sá fyrsti í sögu McDonald’s sem býður ekki nautakjöt eða svínakjöt. í staðinn er boðið upp á kindakjöt og grænmeti. Hindúar, sem eru rúmlega 80% 950 milljóna íbúa Indlands, borða ekki nautakjöt. Margir þeirra eru grænmetisætur. „Maharaja Mac“ verður úr kinda- kjöti, sem neytt er af Hindúum, sem ekki eru grænmetisætur, og múha- meðstrúarmönnum, sem forðast svínalq'öt. „Við munum fýrst einbeita okkur að Delhi og Bombay og hyggjumst koma upp 20 stöðum á næstu þremur árum,“ sagði Steve Simpson, fram- kvæmdastjóri McDonald’s Intemati- onal. Simpson sagði að Macdonald’s mundi ekki lenda í sömu erfiðleikum og Kentucky Fried Chicken kjúkling- akeðja Pepsicos hefði mætt á Ind- landi. „Við höfum kynnt okkur ind- verska markaðinn og indverska menningu í mörg ár,“ sagði hann. Bændur mótfallnir „menningar- legri heimsveldisstefnu" réðust á Kentucky Fried Chicken veitingastað í borginni Bangalore á Suður-Ind- landi í janúar. FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 C 3 Sááfund semfínnur —góða aðstöðu! SCANDIC LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og stma 50 50 160 Kóreskt fjármagn flæðirtil Bretlands London. Reuter. HYUNDAI hefur ákveðið að reisa hálfleiðaraverksmiðju í Skotlandi fyrir um einn milljarð punda eða um 100 milljarða króna, og er það enn einn sigur í þeirri viðleitni Breta að draga að sér kóreskar fjárfestingar. Hyundai segir að tilgangur þessarar fyrstu fjárfestingar fyrir- tækisins í Evrópu sé að auka markaðshlutdeild sína i heimshlut- anum og forðast dulda hættu á viðskiptahindrunum umhverfis ESB. Ný verksmiðja Hyundai í Dun- fermline, norður af Edinborg, mun framleiða nýja kynslóð ofurt- ölvukubba frá árslokum 1998 og útvega að minnsta kosti 1000 manns atvinnu. Ian Lang, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra Breta, sagði að Hyundai kynni að ráðast í fjárfestingu upp á 1.4 milljarða punda í öðrum áfanga og þá mundi starfsmanna- fjöldinn tvöfaldast. „Nú framleiða rúmlega 20 kór- esk fyrirtæki í Bretlandi og eru ijárfestingar Kóreumanna miklu meiri í Bretlandi en í nokkru öðru aðildarlandi ESB,“ sagði Lang Fjárfestingaáætlanir, sem Hy- undai og keppinautarnir Samsung Group og LG Group hafa kunn- gert í Bretlandi síðan 1994, hljóða upp á alls 3.1 milljarð punda, sam- anborið við um 30 milljónir punda, sem kóresk fyrirtæki fjárfestu á öllu árinu 1992. Samsung hóf leikinn 1994 þeg- ar fyrirtækið boðaði 450 milljóna punda framkvæmdir í Teeside á Norðaustur-Englandi, þar sem 3000 fá að lokum vinnu. í júlí boðaði annar Kóreurisi, LG Group, íjárfestingu upp á 1.7 milljarða punda í Suður-Wales, þar sem framleiða á háfleiðara og raf- eindatæki og 6000 fá atvinnu fyr- ir 2002. Skotland ákjósanlegast Hyundai kannaði aðstæður í nokkrum öðrum hlutum Bretlands, írlandi og á Spáni, en taldi Skot- land ákjósanlegast „með tilliti til þess að tryggja vinnuafl og tækni tengda framleiðslu á hálfleiður- um.“ Kóreuflóðið kemur í kjölfar bylgju japanskra fjárfestinga á síðasta áratug og í byijun þessa áratugar, en þar komu við sögu kunn fyrirtæki eins og Nissan, Toyota og Fujitsu. Brezkir embættismenn segja að reynsla Japana hafi orðið til þess að Kóreumenn hafi farið að dæmi þeirra þrátt fyrir harða samkeppni þjóðanna. VW TRANSPORTER' tuœr lengdlr, 3ja manna ! Aflstýri, 5 gíra handskipting eöa sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eöa 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 1.695.000 m/vsk. 1.361.445 án vsk. VW CARAVELLA VWGOLF Aflstýri, 5 gira handskipting eöa sjálfskiptur, framhjóladrif, 1,41 bensínhreyfill, 60 hö eða 1,6 1,101 hö. Verðfrákr. 1.220.000 m/vsk. 979.920 án vsk. hjálpað 10 manna Fólksflutningabifreiö, aflstýri, 5 gíra handskipting eöa sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verö frá kr. 2.420.000 m/ vsk. JiiJljJ/] l|Bfí), Jlíljj-iJfj-J | Aflstýri, 5 gíra handskipting eöa sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eöa 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 2.159.000 m/vsk. 1.734.136 án vsk. þer þágetur JJUJJJJÍJJ, 5 JJJ-JJJJJ-l jjílU HEKLA það enginn! Allar gerðir Transporter fást fjórhjóladrifnar. Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eöa 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 1.970.000 m/vsk 1.582.329 án vsk. Volkswagen Oruggur ó alla vegu! Verð á fjórhjóladrifi frá kr. 235.000.- m/vsk. RÚN A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.