Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 2
£ D T** £f|fTtp fJTYTWW^ atat A,l&V*' tOí»OIV! 2 C FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FLUGLEIÐAHÓTELIN, Hótel Loftleiðir og Hótel Esja, munu hætta samstarfi við Scandic- hótelkeðjuna frá og með næstu áramótum og verða hótel fé- lagsins eftirieiðis markaðssett erlendis undir merkinu Ice- landair Hotels. Flugleiðir munu hins vegar áfram eiga mark- aðssamstarf við Scandic-fyrir- tækið. Að sögn Einars Sigurðsson- ar, aðstoðarmanns forstjóra Flugleiða, hafa forsendur breyst mjög verulega frá því hótelin hófu samstarfið við Scandic fyrir fjórum árum. „Scandic-hótel utan Norður- landanna breyttust nýlega í Holiday Inn-hótel. Síðan hefur okkar eigin markaðssetning Flugleiðahótelin úr Scandic keðjunni styrkst mjög verulega, bæði gegnum skrifstofur okkar er- lendis og eigið markaðsstarf hótelanna. A þessum sama tíma höfum við einnig byggt hótelin upp, t.d. ráðstefnuaðstöðuna á Hótel Loftleiðum og erum því í allt annarri stöðu núna heldur en fyrir fjórum árum.“ Heilsugallerí á Hótel Esju A stjórnarfundi Flugleiða á þriðjudag var ákveðið að ráðast í breytingar á annarri hæð Hótels Esju og innrétta 20 her- bergi sem verða töluvert stærri og glæsilegri en þau sem fyrir eru. Þar verður einnig opnað svokallað heilsugallerí með ýmis konar heilsuræktarþjón- ustu og tengdri þjónustu sem almennt býst ekki á venjulegum heilsuræktarstöðvum. í stefnumótum Flugleiða frá því í vor er gert ráð fyrir að kynna sem mest af ferðaþjón- ustu félagsins erlendis undir einu vörumerki. í því sambandi er bent á að það veiki markaðs- starfið að selja þjónustuna und- ir mörgum vörumerkjum vegna smæðar Flugleiða erlendis. Betra sé að markaðssetja félag- ið undir einu vörumerki. „Við munum þó áfram vinna með Scandic á markaðssviðinu og taka þátt í dreifa þeirra þjón- ustu og þeir okkar,“ sagði Ein- ar. Hann sagði að tiltölulega lít- ill kostnaður fylgdi því að hætta samstarfinu við Scandic þar sem t.d. auðvelt væri að taka niður skilti og aðrar merkingar með Scandic-merkinu. HOTEL LOFTLEIÐIR. r .1 . A M'vO/A. O/ T t> K azi Flugleiðahótelin verða eftirleiðis markaðssett undir heitinu Icelandair Hotels. Hlutabréf Reykjavíkurborgar í Pípugerðinni hf. boðin til sölu Góð viðbrögð á fyrsta degi Breyting- arhjá Marel í Banda- ríkjunum MAREL USA, dótturfyrirtæki Marels hf. í Bandaríkjunum, hefur tekið við allri sölu og markaðssetn- ingu á vörum Marels í kjúklinga- iðnaði í Bandaríkjunum, en fyrir- tækið sér um sölu á vörum Marels fyrir kjötiðnað þar í landi. Að sögn Geirs A. Gunnlaugsson- ar, framkvæmdastjóra Marels hf., eru fyrirhugaðar breytingar á eignarhaldi Johnson Food Equip- ment, sem hefur verið umboðsfyr- irtæki Marels í kjúklingaiðnaði undanfarin ár, og eru allar horfur á að Baader sé að kaupa fyrirtæk- ið af fyrri eigendum. Eftir þessa breytingu er sala og markaðssetning á vörum Marels hf. í Bandaríkjunum og Kanada alfarið í höndum dótturfyrirtækja, en Marel rekur auk Marel USA tvö önnur dótturfyrirtæki í Ameríku, Marel Seattle í Seattle og Marel Equipment í Halifax í Nova Scotia, Geir segir að Marel Seattle og Marel Equipment hafí náð góðum árangri í sölu og markaðsmálum og ákvörðunin um að færa söluna yfír til Marel USA sé tekin í fram- haldi af þeim árangri. „Það er ljóst að þar sem forsendur eru fyrir hendi og markaðir nægilega stórir þá er í mörgum tilvikum besta lausnin að láta dótturfyrirtæki annast sölu og markaðsmál. Með því stýrum við okkar sölu í stað þess að þegar önnur fyrirtæki, sem eru að selja eigin framleiðsluvörur, annast söluna þá hefur eigin fram- leiðsla skiljanlega forgang hjá þeim. Starfsmönnum fjölgað í Bandaríkjunum í fréttatilkynningu frá Marel kemur fram að starfsmönnum Marel USA verði fjölgað úr fjórum í tíu. Þegar hefur verið gengið frá því að þeir tveir sölumenn sem bestum árangri hafa náð í sölu á Marel búnaði hjá Johnson Food Equipment komi til starfa hjá Marel USA. Framkvæmdastjóri Marel USA er Sigurpáll Jónsson, sem áður gegndi starfi deildár- stjóra tæknideildar Marels á ís- landi. GÓÐ viðbrögð hafa verið við aug- lýsingu Landsbréfa hf. þar sem óskað var eftir tilboðum í öll hluta- bréf í Pípugerðinni hf., sem nú eru í eigu Reykjavíkurborgar og Afl- vaka hf. Tíu aðilar hafa sótt gögn og töluvert hefur verið um fyrir- spurnir símleiðis samkvæmt upplýs- ingum frá Landsbréfum. Borgarráð og stjórn Aflvaka samþykktu í ág- úst sl. að selja hlutabréfin ef viðun- andi tilboð fengjust að undan- gengnu útboði. Pípugerðin hf. framleiðir efni til holræsagerðar og er stærsti fram- leiðandi holræsavöru og skyldrar vöru úr steinsteypu hér á landi. Fyrirtækið hefur framleitt megnið af steinsteyptum rörum og brunn- einingum í holræsakerfi Reykjavík- urborgar. Til skamms tíma fram- leiddi Pípugerðin einnig gangstétt- arhellur og steina en helludeild fyr- irtækisins var seld fyrr á þessu ári. Hlutafé Pípugerðarinnar hf. nemur nú 45 milljónum króna og eigið fé 75 milljónum. Fyrstu átta mánuði ársins nam velta fyrirtækis- ins 95 milljónum en rekstrargjöld tæpum 87 milljónum. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam liðloga sjö milljónum króna fyrstu átta mánuði ársins en hagnaðurinn tæpum þrettán milljónum. Hátt eiginfjárhlutfall Bókfærðar eignir Pípugerðarinn- ar hf. námu um 116 milljónum króna hinn 31. ágúst síðastliðinn og var eiginfjárhlutfallið 65% Veltufjárhlutfallið var 1,98 og innra virði fyrirtækisins er metið 1,67. Óskað var eftir tilboðum í bréfin í gær og sagði Davíð Björnsson, rekstrarhagfræðingur hjá Lands- bréfum, i samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði farið vel af stað. „Tíu aðilar hafa þegar sótt gögn um Pípugerðina og það hefur verið töluvert um fyrirspurnir símleiðis. Þetta fer hraðar af stað en við ætluðum." Ékkert verð er sett á bréfin enda er markmiðið að fá sem mest fyrir þau og kemur vel til greina að selja þau í einu lagi að sögn Davíðs. „Þetta er sérhæfður rekstur, sem byggist á gömlum merg og við- skiptasamböndum. Fyrirtækið er ekki mjög stórt og hentar síður sem almenningshlutafélag með dreifða eignaraðild. Ég á alveg eins von á því að mörg tilboð berist enda er verið að bjóða til sölu gott fyrir- tæki af millistærð með trausta veltu, mjög góða eiginfjárstöðu og litlar skuldir." Pípugerðin hf., hét áður Pípugerð Reykjavíkur og hóf starfsemi árið 1946. Fyrirtækið var frá upphafi í eigu Reykjavíkurborgar en árið 1993 var því breytt í hlutafélag og hefur 95% hlutafjár síðan verið í eigu borgarinnar en 5% í eigu Afl- vaka hf. Pípugerðin var lengst af starfrækt við Sævarhöfða í Reykja- vík en öll starfsemin hefur nú verið flutt að Suðurhrauni í Garðabæ. Fastir starfsmenn eru um 15 tals- ins. Fimm fyrirtæki hafa verið skráð á Verðbréfaþingi Islands það sem af er þessu ári Skráð hlutafélög eru orðin þrjátíu og tvö Um níutíu hlutafélög samtals á Opna tilboðsmarkaðnum og á Verðbréfaþingi Strangari skilyrði FIMM fyrirtæki hafa verið skráð á Verðbréfa- þingi íslands það sem af er þessu ári til við- bótar við þau 27 sem fyrir voru. Samanlagt eru því þrjátíu og tvö fyrirtæki skráð á þing- inu nú og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðustu fímm ár þegar einungis tvö fyrirtæki voru skráð á þinginu. Viðskipti með hluta- bréf á Verðbréfaþingi hafa margfaldast á sama tíma. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækjum fara einnig fram á Opna tilboðsmarkaðnum, þar sem miklu einfáldara er að skrá fyrirtæki en á Verðbréfaþingi. Þar eru nú skráð rúmlega fimmtíu fyrirtæki, en segja má að langsam- lega mestur hluti viðskiptanna sé í einungis fáum þeirra eða 10-15 fyrirtækjum, svo sem íslenskum sjávarafurðum, Nýheija, Sölusam- bandi íslenskra fískframleiðenda, Borgey, Árnesi, Tollvörugeymslunni, Skinnaiðnaði og fleirum. Einu skilyrði þess að skrá fyrirtæki á Opna tilboðsmarkaðnum eru að ársreikn- ingar fyrirtækisins séu öllum aðgengilegir og að engar hindranir séu á viðskiptum með hlutafé í þeim. Um fjórðungur heildarveltu hlutafjár á eftirmarkaði er á Opna tilboðsmarkaðnum, en um þrír fjórðu á Verðbréfaþinginu. Það sem af er árinu nemur veltan á Opna tilboðs- markaðnum tæpum 1.500 milljónum króna, en um 4.400 milljónum á Verðbréfaþinginu. Þau fímm fyrirtæki sem fengið hafa skrán- ingu á Verðbréfaþingi það sem af er þessu ári eru Plastprent, Eignarhaldsfélag Alþýðu- bankans, Sláturfélag Suðurlands, Tæknival og íslenski fjársjóðurinn, sem er hlutafjár- sjóður. Miklu strangari skilyrði eru fyrir skráningu fyrirtækis á Verðbréfaþingi en á Opna tilboðsmarkaðinn. Meðal þeirra má nefna að hlutafé þarf að vera að minnsta kosti 75 milljónir króna og tvö hundruð aðil- ar þurfa að eiga hlut í félaginu hið minnsta og þarf hver þeirra að eiga að lágmarki 30 þúsund krónur. Þá skulu viðskipti með hluta- bréf fyrirtækisins vera án takmarkana, þó stjórn Verðbréfaþingsins geti samþykkt slík- ar takmarkanir standi til þess rök. Umsókn um skráningu þurfa að fylgja samþykktir félagsins, endurskoðaðir ársreikningar fé- lagsins síðustu þijú ár, drög að útboðs- eða skráningarlýsingu hlutabréfanna og vottorð frá Hlutafélagaskrá um félagið. Þá er áskilið að með tilteknum fyrirvara áður en skráning hefst, sem stjórn Verðbréfa- þings ákveður, skuli almenningur eiga kost á aðgangi að samþykktum félagsins, síðasta ársreikningi, svo og hlutaársreikningi yfír- standandi árs ef við á, og útboðs- eða skrán- ingarlýsingu hlutabréfanna. Þá þarf að aug- lýsa skráninguna að minnsta kosti einu sinni í dagblaði sem hefur almenna dreifíngu. Eftir að félag hefur fengið skráningu gilda um það mjög strangar reglur um árs- reikninga, reikningsskil, upplýsingagjöf og annað sem tengist rekstri fyrirtækisins svo og um upplýsingar um breytingar á eign- arhaldi. 5-10 árlega fram til aldamóta Ekki eru gefnar upplýsingar um fyrirtæki sem sótt hafa um skráningu á þinginu fyrr en þau hafa hlotið skráningu. Stefán Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, segir að búast megi við að 5-10 fyrirtæki verði skráð árlega á þinginu fram til alda- móta, enda fylgi því ýmsir kostir fyrir félög- in að vera skráð þar. Það hafi sýnt sig að það sé auðveldara fyrir þau félög sem séu skráð á Verðbréfaþingi að afla sér fjár og það fari ekki fram hjá keppinautum þeirra, sem vilji komast í svipaða aðstöðu. Fjárfest- ar, eins og til dæmis lífeyrissjóðir og fjármála- fyrirtæki, hafí mun rýmri heimildir til þess að kaupa hlutafé í skráðum félögum en óskráðum. Þess yrði mjög vart á markaðnum að fjárfestar geri í vaxandi mæli kröfu um að bréf séu eða verði innan tíðar skráð á Verðbréfaþingi til þess að þeir hafi áhuga á þeim og það ýti með öðru á það að félög komi inn á Verðbréfaþingið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.