Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 1
I- Vinnings- vinnlngi upphæð Hcitóarvinningsupphaið: A ísiamb: 110.807.208 2.583.278 UPPLÝSINGAR • Miöinn sem 1. vinníngur kom á í lottóinu um heigina var seldur í Hóiagaró i « Reykjavik. Mióinn meö bónusvinningnum var seidur í Stjörnunni, einnig i Reykjavík. Fyrstí vinníngurinn í Víkingalottóinu á morgun er einfaldur, íiðlega 40 mílljónir króna. AKSTURSIÞROTTIR BONUSTOLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð I 1 . 611,6 2 54.112.000 1 O 5 af 6 0 1.300.458 3. 5a'6 8 69.110 4. 4af6 273 1.880 I F7 3 af 6 U. + bónus 985 220 ISamtals: 1.268 110.807.278 19 10 1996 Vinningar 3.704.560 385.620 3.48,5 11.870 670 3 af 5 303.270 Samið um tíu heimsbikar- mót í torfæru í Portúgal LANDSSAMBAND íslenskra akstursíþróttamanna og aksturs- íþróttafélag á Algarve í Portúgal ásamt ferðamálayf irvöldum staðarins hafa skrifað undir fimm ára samning um að fram fari tvö torfærumót í Portúgal í apríl á ári hverju. Mótin verða liður í heimsbikarmóti í torfæru, en tvær aðrar umferðir munu fara fram hérlendis í ágúst. Þá hefur LÍA undirritað tveggja ára samn- ing við Eurosport sjónvarpsstöðina um einkarétt á sýningum á torfærunni í Evrópu. Olafur Guðmundsson, forseti LÍA skoðaði aðstæður um helgina í Portúgal og í framhaldi af því skrif- aði hann undir samning við væntan- lega skipuleggjendur torfærunnar. I samn- ingnum er m.a. kveð- ið á um að allir kepp- endur, allt að 25 tals- ins ásamt ökutækjum, varahlutum og aðstoðarmönnum verði fluttir sér að kostnaðarlausu til Algarve og Gunnlaugur Rögnvaldsson skrlfar gisting útveguð. Talið er að allt að 150 manns fari frá íslandi vegna mótsins, þ.á m. dómarar og aðrir eftirlitsmenn. Mun allur hópurinn dvelja á Algarve í 10 daga og verð- ur keppt í tvígang, sitthvora helg- ina, fyrst 12. apríl og síðan þann 19. „Okkar hugmynd er að íslensk torfæra verði alþjóðleg mótaröð og keppnin í Portúgal er fyrsta skrefið. Núna þurfum við að fá staðfest hjá íslenskum ökumönnum hvort þeir vilji keppa. Þeir verða ekki á laun- um, en geta hinsvegar samið betur við auglýsingaaðila eða fengið erlend stórfyrirtæki í lið með sér. Við höfum fengið fyrirspurnir frá öðrum lönd- um og næstu skref gætu orðið mót á Spáni og í Frakkland, en sýning ' á torfærunni í Eurosport hefur vak- ið mikla athygli á þessari íþrótt. Við gerðum nýlega tveggja ára samning við Eurosport og þeir tóku að sér að selja sýningarréttinn til annarra landa og hafa einkarétt á sýningum í Evrópu,“ sagði Bragi Bragason framkvæmdarstjóri LIA í samtali við Morgunblaðið. „Mér fínnst það ansi skondið að ferðamálayfírvöld í öðru landi, Portúgal, semji við okkur um torfæruna á meðan við höfum talað fyrir frekar daufum eyrum við ís- lensk ferðamálayfirvöld og aðila í ferðaþjónustunni hérlendis varðandi möguleikana sem torfæran býður upp á. Sannast það fornkveðna að enginn verður spámaður í eigin föð- urlandi.“ „Líklega mun þessi för íslenskra keppenda til Portúgal færa þjóðar- búinu 70 milljónir í gjaldeyristekjur, þar sem Portúgalir verða að kaupa þjónustu frá íslenskum ferða- og flutningsaðilum. Þá er að koma hóp- ur manna frá Bretlandi sem vill smíða torfærujeppa og keppa hér- lendis á næsta ári. Vonandi munu þeir kaupa íslenska vinnu í þetta verk. Framtíðin er því björt hvað torfæruna varðar, en þessi íþrótt hefur verið stunduð hérlendis í aldar- fjórðung. Og nú virðist nú ætla að blómstra erlendis líka,“ sagði Bragi Bragason. STÆRSTA TAP M ANCHESTER UNITED í TÓLF ÁR/C4 1996 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER BLAD Herbert til Hollands HERBERT Arnarson landsliðsmaður í körfuknattleik og einn aðalburðar- stólpi ÍR-inga undanfarin tvö ár er á förum frá félaginu, en hann hefur gert samning við hollenska liðið Don- ar sem er frá Groningen. Herbert heldur utan í bítið i dag og beint á æfingu hjá liðinu en búið er að skrifa undir samning og því Ijóst að hann verður í Hollandi til vors að minnsta kosti. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég veit ekkert um þetta lið og ég efast um að forráðamenn þess viti nokkuð um mig, allavega hef ég ekki sent þeim myndbandsspólu með mér eða neitt,“ sagði Herbert í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Donar varð í sjöunda sæti í hol- lensku deildinni í fyrra og er eina félagið frá Groningen sem leikur í fyrstu deildinni í körfubolta. Herbert hefur leikið hér á landi í tvö ár eftir að hann kom frá Bandaríkjunum úr námi. Fyrra árið var hann valinn besti maður mótsins og sá efnileg- asti einnig, en það var fyrsta árið hans í úrvalsdeildinni. Þá var Her- bert næst stigahæstur í deildinni með 862 stig og auk þess með bestu víta- nýtinguna. Örn Ævar sigraði ÖRN Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja sigraði á sterku unglingamóti í golfi sem lauk í Frakklandi á laugardaginn. Örn Ævar lék fyrsta hringinn á 72 höggum og þann næsta á 69 högg- um, þremur höggum undir pari vallarins. Þriðji hringurinn var leikinn á öðrum velli, Biaritz sem er par 69, og þann hring lék Örn Ævar á 74 höggum og síðasta hringinn á parinu þannig að hann lauk leik á 284 höggum, þremur höggum færra en sá sem varð í öðru sæti. Birgir Haraldsson náði næstbestum árangri ís- lendinganna, lék á 305 höggum, Þorkell Snorri Sigurðsson lék á 310 höggum og Pétur Óskar Sigurðsson lék á 330 höggum. HERBERT Arnarson, landsliðsmaður úr ÍR, fer utan í dag. KORFUKNATTLEIKUR BLAÐ ALLRA LANDSMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.