Morgunblaðið - 22.10.1996, Page 8
fllmgtintfyfafeift
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN
Meistarar Vals úr leik
Valur er úr leik í Evrópukeppni
meistaraliða, eftir _tvo tap-
leiki fyrir Donetsk frá Úkraníu í
Bochum í Þýskalandi. „Við lékum
ágætlega í fyrri leiknum og vorum
klaufar að vinna hann ekki. Úkra-
ínumennimir skomðu sigurmark-
ið, 19:20, rétt fyrir leikslok. Við
lékum mjög agað og náðum að
halda knettinum vel, en í seinni
leiknum áttum við ekki möguleika
eftir að Donetsk komst sex mörk-
um yfír, 3:9. Á þessum leikkafla
misstum við leikmenn af velli og
fengum mörg mörk á okkur eftir
hraðaupphlaup. Eftir þetta var á
brattann að sækja, við urðum að
stytta sóknir okkar og réðum ekki
við stóra leikmenn Donetsk, sem
náðu að þétta vörn sína vel,“ sagði
Jón Kristjánsson, þjálfari Vals-
manna, sem töpuðu seinni leikn-
um 16:27.
„Við reiknuðum ekki með nein-
um stórafrekum þegar við dróg-
umst gegn Donetsk, sem lék til
úrslita í Evrópukeppni borgarliða
síðastliðið keppnistímabil. Liðið
er mjög gott,“ sagði Jón.
Um 200 áhorfendur voru á leikj-
unum, sem fóru fram í Bochum,
vinarbæ Donetsk í Þýskalandi.
Dýrt, en
mikilvægt
OFT er sagt að sæti í Evrópu-
keppni í handknattleik sé alls ekki
kostur heldur kvöð þar sem mörg
lið frá gömlu Sovétríkjunum taka
þátt í keppninni, kostnaður við
ferðalög þangað er mikill og sigur
engan veginn tryggur. „Það var
dýrt að spila báða leikina hér heima
en þó ódýrara en að fara til þeirra,
þangað er fímm daga ferðalag. Ég
vona að við sleppum fjárhagslega
frá þessum leikjum með mikilli
sjálfboðaliðsvinnu og styrkjum,"
sagði Þorgeir Haraldsson formaður
handknattleiksdeildar Hauka.
„Varðandi næstu umferð held ég
að það séu helmingslíkur á að fara
í langt ferðalag en það er algert
happdrætti hvaða lið maður fær.
Hinsvegar er þessi reynsla mikil-
væg fyrir okkur stjórnendur liðsins,
ég vildi ekki sleppa henni og strák-
arnir ekki heldur því miðað við
stöðu okkar i deildinni hér heima
var mjög gott að fá þessa leiki. Við
fórum ekki utan í æfingaferð í vor
þar sem við erum í þessari Evrópu-
keppni, höfðum ekki peninga til
þess. Þess vegna hefur okkur fund-
ist við vera aðeins á eftir í spili svo
að þessir leikir eru kærkomnir. Ég
veit hvað Haukaliðið getur og það
er að koma í ljós - við sáum mikl-
ar framfarir núna. Það var líka að
byija nýr þjálfari og hann þarf sinn
tíma. Við vissum ekki neitt um
þetta lið, við reyndum en það er
vonlaust að fá upplýsingar að aust-
an. Þeir fengu samt upplýsingar
um okkur í gegnum vini sína í
Danmörku. En miðað við hvað við
höfum heyrt þaðan áttum við annað
hvort von á svona liði eða mjög
sterku."
faérmt
FOLK
■ PETR Baumruk Haukamaður
lék sinn fimmtugasta Evrópuleik á
laugardaginn og fékk að launum
blóm frá Haukum.
■ HALLDÓR Ingólfsson félagi
Baumruks lék þá einnig merkan
leik - sinn fyrsta Evrópuleik.
■ GEORGÍUMENNIRNIR hafa
ekki úr miklu fjármagni að spila.
Búningarnir sem þeir spiluðu í á
sunnudaginn fengu þeir gefíns hjá
makedónísku liði sem þeir spiluðu
við fyrir skömmu. Búningarnir
pössuðu ekki alveg en þeir gerðu
gott úr því og létu laga þá til.
300 mörk í Evrópukeppni
Morgunblaðið/Golli
ARON Kristjánsson ðtti góðan leik fyrir Hauka um helgina þegar HafnflrAlngar mættu georg-
íska IIAinu Martve og unnu auAvelda sigra. Hér stekkur Aron inn af línu og skorar en hann
skoraAi þrjú hundraAasta mark Hauka í Evrópukeppni.
Aldrei spurning
HAUKAR frá Hafnarfirði áttu
ekki neinum vandræðum með
sigra lið Martve frá Georgíu í
Borgarkeppni Evrópu ef frá eru
skildar fyrstu tíu mínúturnar í
fyrri leik liðanna í Hafnarfirði á
laugardaginn. Báðir leikirnir
voru leiknir þar, sá fyrri endaði
36:16 og sá síðari, sem var
„útileikur" Hauka, lauk með 15
marka sigri, 20:35.
Þar sem Haukar höfðu litla
möguleika á að afla sér upplýs-
inga um keppinauta sína, urðu þeir
bara að taka því sem
að höndum bar.
Fyrstu mínúturnar í
fyrri leik liðanna á
laugardaginn voru
þeim því erfiðar en síðan var aldrei
spurning um lokatölur - heldur hve
stórir sigramir yrðu. Leikmenn
Hauka fengu því að láta Ijós sitt
skína og vörnin kom sérstaklega vel
út er leið á leikina en liðið á skilið
að fá klapp á bakið fyrir að tapa
Stefán
Stefánsson
skrifar
ekki niður einbeitingu þrátt fyrir
mikinn markamun.
„Við vissum ekki neitt um þetta
lið en ég átti alveg eins von á því
að vinna," sagði Sigurður Gunnars-
son þjálfari Hauka eftir síðari leik-
inn í íþróttahúsinu við Strandgötuna
á sunnudagskvöldið. „Við höfum
ekki verið að spila vel að undan-
förnu en markmiðið_ er að bæta
okkur í hveijum leik. í þessum leikj-
um náðum við að bæta mörg atriði
en hver einasti leikur sem liðið fær
að spila saman er niikilvægur og
þjappar því saman. Ég er sáttur við
baráttu okkar og við vorum að gera
hluti betur en venjulega þó að við
höfum átt í basli fyrstu mínúturnar.
Það er að hluta til út af pressu en
ég vissi að þegar við kæmumst yfir
hana myndum við spila vel. Við
héldum einbeitingu ágætlega og
duttum aldrei niður. Það verður
dregið í næstu umferð á þriðjudag
og veit að það eru ýmis sterk lið
eftir en ég vil fara eins langt og
hægt er í þessari keppni.“
Drengirnir frá Georgíu áttu aldrei
möguleika, skorti reynslu og lík-
amstyrk enda meðalaldur liðsins
rúm 18 ár. Þó brá fyrir töktum hjá
þeim en mótstaðan var alltaf of
mikil. „Við vissum margt um ísland
og liðið,“ sagði Zaur Dolidze þjálf-
ari Martve eftir leikinn en þetta er
í annað sinn sem hann kemur hing-
að, kom áður 1972 þegar hann var
einn af þjálfurum rússneska lands-
liðsins. „Við vissum að íslendingar
hafa verið að spila I Evrópu- og
heimsmeistarakeppni og íþróttin sú
önnur vinsælasta á íslandi. Við viss-
um að Haukar væru með gott lið
og áttum von á leik eins og þessum.
Við bárum við virðingum fyrir þeim
og áttum ekki von á sigri því við
erum með marga unga leikmenn og
Haukar hafa að auki til að bera
mun meiri líkamstyrk. Bestir fannst
mér Aron Kristánsson og Gústaf
Bjarnason."
Stærstu slgrar / C2
Stjörnu-
menn
áfram
„VIÐ lékum ekki nægilega vel og
misstum leikinn úr höndunum á
okkur á lokasprettinum, þegar við
nýttum ekki sjö til átta dauðafæri.
Við töpuðum, en aðalatriðið er að
við erum komnir áfram og draumur-
inn er að mæta Geir Sveinssyni og
félögum hans hjá Montpellier í
næstu umferð," sagði Valdimar
Grímsson, þjálfari Stjömunnar, sem
tapaði seinni leik sínum gegn Hirsc-
hmann í EHF-keppninni, 17:16, í
Hollandi. Stjaman vann fyrri leik-
inn 22:18.
Stjörnumenn byijuðu betur en
Hollendingamir, vom með fjögurra
marka forskot í leikhléi, 6:10, og
fýrstu tvö mörkin í seinni hálfleik
vom Stjömunnar, 6:12. Eftir það
datt botninn úr leik Stjörnumanna,
sem skomðu ekki mark í tuttugu
mín.. Leikmenn Hirschmann, sem
fóm að leika varnarleik sinn framar
og settu leikmenn Stjörnunnar út
af laginu, minnkuðu muninn og
tryggðu sér sigur með því að skora
tvö síðustu mörk leiksins.
Annar sigur
lærisveina
Kristjáns
KRISTJÁN Arason þjálfari Wallau-
Massenheim í þýsku 1. deildinni í
handknattleik, leiddi lið sitt til sig-
urs um helgina og var þetta annar
sigur liðsins á timabilinu. Kristján
og félagar léku á útivelli við Dor-
magen, liðið sem Kristján þjálfaði í
fyrra, og sigruðu 30:22. Samkvæmt
þýskum blöðum var þetta fyrsti leik-
urinn sem stjörnur Massenheim
sýndu hvað þær geta. Schwalb gerði
11 mörk, Volle 10 og Torgavanov
gerði fjögur mörk af linunni. Þeir
félagar gerðu sem sagt 25 af 30
mörkum liðsins.
Kristján og félagar fengu þarna
tvö dýrmæt stig, en misstu á sama
tíma hin tvö stigin sem þeir höfðu
krækt í, um sinn að minnsta kosti.
Massenheim vann Lemgo fyrr í
haust, 30:29, en Lemgo kærði vegna
þess að heimamenn tóku aðeins einn
leikmann útaf þegar tveir menn af
varamannabekknum voru reknir af
bekknum. Um helgina var úrskurð-
að að leikurinn skyldi leikinn á ný.
Patrekur Jóhannesson gerði fjög-
ur mörk þegar Essen gerði 21:21
jafntefli við Gummersbach og var
þetta fyrsta stigið sem Essen tapar
á heimavelli í vetur. Krautt gerði
átta mörk og voru þeir tveir sagðir
bestu menn liðsins.
Róbert Sighvatsson gerði fjögur
mörk fyrir Schutterwald er liðið
vann sinn fyrsta sigur í deildinni í
vetur, vann Hameln 28:20. Minden,
lið Sigurðar Bjarnasonar, vann
Reinhausen 26:25 á útivelli.
í annarri deildinni vann Wupper-
tal lið Bielefeld 33:19.
Geir og fé-
lagar áfram
GEIR Sveinsson og félagar hans
hjá franska liðinu Montpellier kom-
ust áfram í EHF-keppninni í þegar
þeir unnu Sporting Lissabon í
vítakastkeppni í Montpellier, 4:1.
Portúgalska liðið vann fyrri leikinn
í Lissabon 22:16, en Geir og félag-
ar unnu með sömu markatölu á
heimavelli, eftir að vera yfír 22:13.
Geir skoraði tvö mörk.