Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 2
2 E ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ stendur við Hofgarða 13 á Seltjaraamesl. Það er til sölu hjá Borgum og ásett verð er 18,7 millj. kr. Garðurinn við þetta hús hefur fengið verðlaun sem einn fegursti garður Selljarnarness. Hús með verðlaunagarði Fasteigna sölur * 1 bla&inu í dag Algnar Gústafsson bls. 9 Almenna fasteignas. bls. 5 Ás bls. 22 Ásbyrgi bls. 26 Berg bls. 26 Bifröst bls. 9 Borgareign bls. 22 Borgir bls. 13 Brynjólfur Jónsson bls. 2 Eignaborg bls. 18 Eignamiðlun bls. 18-19 Eignasalan bls. 5 Fasteignamarkaður bls. 23 Fasteignamiðlun bls. 15 Fasteignamiðstöðin bls. 6 Fasteignas. Reykjavíkur bls. 20 Fjárfesting bls. 12 Fold bis. 14-15 Framtíðin bls. 11 Frón bls. 12 Gimli bls. 10 H-Gæði bls. 16 Hátún bls. 20 Hóll bls. 4-5 Hraunhamar bls. 25 Húsakaup bls. 17 Húsvangur bls. 8 Kjöreign bls. 27 Laufás bls. 24 Óðal bls. 7 Skeifan bls. 21 Stakfell bls. 18 Valhús bls. 11 Valhöll bls. 28 Þingholt bls. 3 i f Félag Fasteignasala HJÁ fasteignasölunni Borgum er til sölu húseignin Hofgarðar 13 á Seltjarnarnesi. Þetta er 250 ferm. hús með tvöföldum bílskúr. Það er steinsteypt og reist árið 1979. „Þetta er mjög glæsilegt hús og því hefur alla tíð verið mjög vel við haldið,“ sagði Ellert Róbertsson hjá Borgum. „Aðalhæðin er 190 ferm. og skiptist í fjögur svefnherbergi, eldhús með vandaðri innréttingu, stofu og sjónvarpshol og flísalagt HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu húseignin Hafnarbyggð 11 á Vopna- firði. Þetta er 200 fermetra tvílyft einbýlishús ásamt með 25 fermetra bílskúr. Lítil einstaklingsíbúð fylgir húsinu. „Á efri hæð er anddyri með flísum, hol með parketi, stofa með teppi, þijú svefnherbergi og parket á tveimur og dúkur á einu þeirra, “ sagði Helgi Ófeigsson hjá Fold. „Eldhús er frekar lítið en með nýlegri innréttingu og tækjum. Baðherbergið er með sturtu og dúkur á gólfi. Þar er einnig nýleg innrétting. Gengt er frá efri hæð niður í kjall- ara, en þar er þvottahús, geymsla og kyndiklefi. Lítil einstaklingsíbúð fylgir, en í henni er eldhús, herbergi baðherbergi. Úr sjónvarpsholi er gengið út í garðinn, en hann er ekki af verri endanum og hlaut verðlaun sem einn fegursti garður Seltjarnarness á sínum tíma. Á neðri hæð er mjög rúmgott tóm- stundaherbergi eða arinstofa. Vönduð gólfefni eru á öllum gólfum hússins. Ásett verð er 18,7 millj. kr., en möguleiki er á að taka upp í kaup- verð minni eign.“ og salerni. í þeirri íbúð eru eldri inn- réttingar og dúkur á gólfum. Leigu- tekjur af einstaklingsíbúðinni eru um 10 þúsund krónur á mánuði. Pípulagnir og gluggar eru end- urnýjaðir í eldri hluta hússins. Bíl- skúrinn er með hita, rafmagni og vatni. Garðurinn er í góðri rækt og húsið sjálft er byggt árið 1953 og viðbygging 1968. Eigninni hefur ver- ið vel við haldið. Ásett verð er 6 millj. kr., en skipti möguleg á eign á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Helga gengur sala eigna á þessu svæði þokkalega. „Fólk er oft tilbúið til að skipta á minni eign- um á höfuðborgarsvæðinu fyrir gott einbýlishús á fallegum stað eins og Vopnafirði," sagði Helgi að lokum. HÚSEIGNIN Hafnarbyggð 11 á Vopnafirði er til sölu hjá Fold. Ásett verð er 6 millj. kr., en skipti eru möguleg á eign á höfuð- borgarsvæðinu. Gott hús á Vopnaf irði BRYNJOLFUR JONSSON r\ Fasteignasala ehf., Barónsstíg 5,101 Rvík. Jón Ól. Þórðarson, hdl., lögg. fasteignasali Fax 511-1556 SÍMI511-1555 Opið kl. 9-12.30 og 14-18. Laugardaga kl. 10-14. Einbýli - raðhús ÁLMHOLT MOS. - NYTT - Var aö fá í einkasölu mjög gott ca 200 fm einbýlishús á einni hæð ásamt íbúö í kjallara. 50 fm bílskúr. Verö 14,9 m. Mikið áhvílandi. Skipti á minna. VIÐ HJALLAVEG - NYTT - Var aö fá í sölu mjög vandað, nýlegt einbýlishús í mjög góöu ástandi meö tveimur íbúöum, alls um 250 fm ásamt ca 30 fm bílskúr. Eign í sórflokki. Skipti á minna. Ákveöin sala. GREI IISGATA Mjög fallegt og gott timburhús á einni hæð. Húsiö er í mjög góöu ástandi. Verö 9,9 m. Áhv. 3,4 m. byggsj. Hæðir BREIÐÁS - GBÆ 126 fm neðri sérh. í tvíb. Góður bílsk. m. gryfju. Hagstætt verð. Ákveöin sala. Áhv. 5,8 m. LAUGARNESVEGUR Sórlega falleg og mikiö endurnýjuö 130 fm efri sérhæö. 4 svefnherb. Stutt í skóla. Mjög góöur bflskúr. SÓLVALLAGATA Stórglæsileg og björt 155 fm „penthouseíbúö“. Arinn í stofu. Parket á gólfum. Mjög stórar suðursvalir. Áhv 4,6 m. Skipti á minna. 4ra herb. og stærri LAUGARNES Sérlega falleg og mikið endurnýjuð 5 herbergja 118 fm íbúö. Gestasnyrting. Parket. Þvottaherbergi í íbúöinni. Rúmgott eldhús. V 7,9 m. Áhv. 3,4 m. Ákveðin sala. VESTURBÆR Falleg 175 fm útsýnisíbúö á tveim hæöum. Tvennar svalir. Áhv. 5,5 m. góð ián. 3ja herb. ASVALLAGATA Mikið endur- nýjuð og falleg 70 fm (búð í fjórbýli. Sérinngangur. Parket á gólfum. V 6,8 m. Áhv. byggsj. 3,5 m. Hvað skyldi þessi íbúö verða auglýst oft? VIÐ SUNDIN - NYTT Sérlega falleg og björt 3ja-4ra herb. endaíbúð á 3ju hæö í litlu fjölbýli. Tvennar svalir. Verð 7,3 m. Áhv. 4,4 m. SÖRLASKJÓL Mikið endur- nýjuö og falleg 80 fm kjíbúö vlö sjóinn. Sérinngangur. Áhv. 1,8 m. byggsj. KAPLASKJÓLSVEGUR Góö 3ja-4ra herb. 75 fm efri hæö í þríbýli. Skjólgóöur garöur. Verö 6,6 m. FLETTURIMI. Sérlega glæsileg og vönduö ca 100 fm íbúö byggð af Atla Eiríkssyni sf. Eign í algjörum sórflokki. FURUGRUND. Um 70 fm mjög falleg íbúð. Parket. Sameign nýlega endurnýjuð. Hagstætt verð. Áhv 3,5 m byggsj. Hvaða íbúðarverð? Markaðurinn Miklar breytingar á lánamarkaði hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn til hins betra, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þær hafa aukið möguleika flestra til muna. Eins og gefur að skilja eru mögu- leikar íbúðarkaupenda á fast- eignamarkaði mjög mismunandi. Sumir geta nánast fest kaup á þeirri íbúð sem hugurinn girnist á meðan aðrir verða að leggja verulega hart að sér til að eignast það ódýrasta sem í boði er. Að sama skapi er lánsþörf kaupenda breytileg. Ekki fer á milli mála, að miklar breytingar á lánamarkaði á undan- förnum árum hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn til hins betra og aukið möguleika flestra til muna. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að minnast allt annars ástands í húsnæðismálum en nú er. Aukinn sveigjanleiki á lánamarkaði hefur skapað meiri festu á fasteignamarkaði en verið hefur. Markaðsfréttir Fasteignamat ríkisins gefur reglulega út Markaðsfréttir, þar sem greint er frá helstu hreyfingum á fasteignamarkaði á hveijum tíma, auk annarra staðreynda um fast- eignaviðskipti. Þær upplýsingar sem þar koma fram byggja á þeim kaupsamningum sem Fasteigna- matinu berast. í gegnum árin hafa á þessum stað safnast heilmiklar fróðlegar upplýsingar um þróun á fasteignamarkaði, sem nýtast þeim vel sem vinna að þessum málum. Samkvæmt nýjasta tölublaði Markaðsfrétta hefur verð íbúðar- húsnæðis í fjölbýli á höfuðborgar- svæðinu verið stöðugt á þessu ári, nema hvað nokkurrar hreyfingar til hækkunar hefur gætt á síðari hluta þess. Það er í samræmi við aukin umsvif sem vart hefur orðið varðandi umsóknir um húsbréfalán. Aukin eftirspurn eftir íbúðarhús- næði kemur vanalega fljótlega fram í verði. Nýjung í íbúðarkaupum Að undanförnu hefur töluvert verið um auglýsingar um sölu á nýjum íbúðum, þar sem boðin er KAUPÁ FASTEIGN ER ÖRUGG FJÁR- FESTING if Félag Fasteignasala meiri lánafyrirgreiðsla til lengri tíma en áður hefur sést. Um hefur jafnvel verið að ræða allt að 90% lán til 25 ára, þ.e. húsbréf fyrir 65-70% af kaupverði auk allt að 25% verðtryggðs láns. Þá er ekki í öllum tilvikum krafist veðtrygging- ar í annarri íbúð, heldu gert ráð fyrir að tekið verði veð í umræddri íbúð. Það á jafnt við um slík mál sem önnur að fyrir verður að liggja að viðkomandi kaupandi hafi nauð- synlega greiðslugetu. Fyrir kaup- endur er hér um verulega jákvæða þróun á fasteignamarkaði að ræða. Bankalegar forsendur Fleira jákvætt hefur gerst á und- anförnum árum í tengslum við fast- eignaviðskipti. Þótt það sé ekki al- gengt, þá hafa sést dæmi um kaup- endur, sem hafa ekki átt mikið eig- ið fjármagn, en hafa fengið lánafyr- irgreiðslu hjá sínum viðskiptabanka eða sparisjóði í samræmi við þörf og hafa því getað fest kaup á sinni fyrstu íbúð. Þetta er meðal þess sem stefnt var að á sínum tíma, þegar greiðslu- matið í húsbréfakerfínu var fært yfir í bankakerfið, þ.e. að greiðslu- geta fólks yrði metin þar á grund- velli þeirra upplýsinga sem þar lægju fyrir. Bankalegar forsendur yrðu með öðrum orðum ráðandi við mat á greiðslugetu. Slíkt er já- kvætt og spor í þá átt, að möguleik- ar kaupenda séu metnir einstakl- ingsbundið, þegar kemur að íbúðar- kaupum, en að ekki séu búnir til staðlar sem segi til um hve dýrar íbúðir kaupendur eru taldir ráða við. Ákvörðun um kaup Þegar möguleikar íbúðarkaup- enda hafa aukist, er alltaf vert að hafa í huga hve dýra íbúð skynsam- legt er að kaupa. Þetta er ekki vandamál sem allir eiga við að stríða en þó á þetta við um suma. Þá er gott að hugleiða, að stundum getur verið heppilegra að taka með í reikninginn, að eignamyndun verður að sjálfsögðu mun hægari eftir því sem lánstími er lengri. Sá sem á t.d. 15% af kaupverði íbúðar, fær skammtímalán til þriggja ára fyrir 15-20% af verðinu og húsbréfalán eða yfirtekur lán fyrir því sem eftir er, hann ætti að eiga rúmlega þriðjung af verði íbúð- arinnar eftir að skammtímalánið hefur verið greitt upp. Ef hann kaupir hins vegar dýrari íbúð og fær 15-20% af íbúðarverðinu lánuð til 25 ára, þá verður eignarhlutur hans lítið yfir upphaflegum 15% þremur árum eftir kaup. Aðstæður þessara tveggja hugsanlegu kaup- enda gætu því verið nokkuð mis- jafnar eftir tiltölulega skamman tíma. Hve dýra íbúð fólk á að kaupa er að sjálfsögðu alltaf matsatriði og háð aðstæðum hvers og eins. Þarfirnar eru mismunandi eins og möguleikarnir. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að þróunin hefur verið jákvæð á undanförnum árum og möguleikarnir hafa aukist. Unn- ið hefur verið að því að auka upplýs- ingagjöf um húsnæðismál og gera fólki sem best grein fyrir því um hve stóra fjárfestingu er að ræða, þegar ráðist er í íbúðarkaup. Það ætti, þegar til lengri tíma er litið, að minnka líkur á erfiðleikum fjöl- skyldna í framtíðinni vegna rangra fjárfestinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.