Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 1
itHf 1996 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER BLAÐ KNATTSPYRNA Landsliðsmaðurinn leikur á Highbury eins og hann óskaði sér BJARNI Guðjónsson, sem fór til 1. deildar liðsins LASK í Austurríki í liðinni viku, fór þaðan í gær. Bjami, sem var útnefndur efnilegasti Ieikmaður íslandsmótsins í lokahófi knattspyrnumanna um helgina, mætti á fimm æfingar ly'á liðinu og Fried- el Rausch, þjálfari þess, vildi hafa Skagamanninn í vetur en tilboðið var ekki viðunandi. Bjarni er hjá Þórði bróður sínum í Bochum í Þýskalandi og hyggst æfa með félaginu næstu daga en gerir ráð fyrir að koma fljótlega heim. Kæru Grind- víkinga vísað frá DÓMSTÓLL ÍBH vísaði frá kæru Grindvíkinga á hendur Haukum vegna meints ólöglegs leikmanns í liði hinna síðarnefndu í viðureign félaganna í 1. umferð úrvalsdeildarinnar i körfuknattleik, þar sem hún barst of seint. Eins og greint var frá um miðjan mánuðinn kærðu Grindvikingar Hauka þegar þeim varð ljóst að bandaríski leikmaðurinn Shawn Smith var ekki kominn með leikheimild þegar leikur liðanna fór fram, en kærufrestur var útrunninn og fór dómstóllinn eftir því. Grindvík- ingar ætla samt ekki að gefast upp og hafa ákveð- ið að áfrýja til dómstóls Körfuknattieikssambands- ins. Glímukóngurinn til Víkverja GLÍMUKÓNGUR íslands, Ingibergur Sigurðsson, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Ungmenna- félagið Yíkverja, eftir að hafa keppt fyrir Armann sl. fjögur ár. Ingibergur keppir fyrir Víkveija á fyrstu Landsglímu Glímusambands íslands, sem verður að Laugarvatni á laugardagiim. Það leiða saman hesta sína sterkustu glímumenn landsins í karla og unglingaflokki. Meðal keppenda í karla- flokki eru m.a. Orri Björnsson, fyrrum glímukóng- ur úr KR, og Þingeyingurinn Arngeir Friðriksson. Beckenbauer hræddur við þensluna FRANZ Beckenbauer, formaður Bayem Mlinchen, óttast að aukið peningafiæði i ensku knattspyrn- unni geti eyðilagt alþjóða markaðinn fyrir knatt- spyrnumenn. Hann sagði í viðtali við þýska blaðið Sport Bild&ð ensk félög gætu boðið leikmönnura meira en félög annarra landa vegna þess að þau væru úti á fijáisum hlutabréfamarkaði og hefðu því meira fé á milli handanna en td. þýsk félög sem treystu alfarið á stuðningsmenn, auglýsendur og sjónvarpssamninga í sambandi við fjáröflun. Leikmenn færu þangað sem þeir gætu fengið mest fyrir að spila og ítölsk félög kæmu til með að feta í fótspor eusku félaganna. Spánn og Þýska- land fylgdu á eftir. „Verðið hækkar alls staðar og að þvi kemur að markaðurinn hrynur,“ sagði Beckenbauer. Tombaúr leik að sinni ÍTALSKI óiyrapíu- og heimsmeistarinn í alpa- greinum skíðaíþrótta, Alberto Tomba, hefur verið skipað að taka sér 20 daga hvíld frá æfingum. Ástæðan er sú að hann meiddist í hægra hné og rist á æfingu í fyrradag. „Tomba verður að hvil- ast í fimmtán til tuttugu daga áður en hann getur tekið upp þráðinn að nýju,“ sagði forráðamaður , í ítalska skiðasambandsins í gær. Tomba hafði áður fundið fyrir litilsháttar meiðslum og því ekki gert ráð fyrir að vera þátt- takandi á opnunarmóti heimsbikarsins í Solden í Austurríki um næstu helgi. Lánis Orri frábær á móli Arsenal Eg er svekktur með jafnteflið því við áttum svo sannar- lega að sigra, sárabótin er hins vegar sú að fá að leika á Highbury eftir tvær vikur,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson leikmaður Stoke eftir 1:1 jafntefli gegn Arsenal á Victoria Ground í ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöldi. Lárus þótti standa sig frábærlega í leiknum og í umsögn BBC að leikslokum var frammistaða hans í vörninni sögð framúr- skarandi og líkleg til að auka enn á áhuga úrvalsdeildarliða á honum. Var hann eini leikmaður liðsins sem fékk sér- staka umsögn. Lárus fékk þar með þá ósk sína uppfyllta að fá að leika á Highbury, heimavelli Arsenal, en eins og fram kom í viðtali við hann í Morgunblaðinu í gær, hefur hann verið aðdáandi Lundúnaliðsins lengi. „Það var auðvitað frábært að leika gegn Dennis Berg- kamp og Ian Wright og það var ekki eins erfitt og ég hélt að það yrði og sýnir að þeir eru bara menn eins og ég,“ sagði Lárus og kvaðst vera ánægður með framgöngu sína í leiknum. Hann hefði ekki verið í hringiðunni þegar Wright skoraði jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. „Þetta mark var dæmigert fyrir Wright. Hann hafði ekki sést í leiknum þangað til hann fékk knöttinn í miðjum teign- um, sneri af sér einn varnarmann og þrumaði í netið. Það sem hann gerði, því er hann bestur í og fær líka borgað vel fyrir.“ Stoke komst yfir um miðjan fyrri háifleik með marki frá Mike Sheron. „Við lékum skynsamlega, vorum með einn frammi, fimm á miðjunni og fjóra í vörn og gáfum hvergi eftir. í síðari hálfleik bökkuðum við meira en þeir voru ekkert að gera fyrr en markið kom.“ Lárus sagði Arsenal- liðið hafa verið meira með knöttinn í síðari hálfleik en ekki náð að vera nægilega skapandi í aðgerðum sínum. „Mér gekk mjög vel allan leikinn og það segir eflaust meira en mörg orð að maður er svekktur með jafntefli gegn jafnsterku Iiðið og Arsenal." Síðari leikur liðanna verður eftir tvær vikur. „Það verður erfiður leikur, mun erfiðari en þessi, en allt getur gerst. I kvöld voru áhorfenda- stæðin þétt skipuð, 26.000 manns voru þar, stemmningin var einstök og virkilega gaman að vera á meðal þátttak- enda.“ Knattspyrnustjóri Stoke, Lou Macari, var ánægður með frammistöðu sinna manna að sögn Lárusar og hrósaði öll- um leikmönnum sínum inni í klefa að leikslokum, nokkuð sem ekki er daglegur viðburður á þeim bæ. Jafnframt minnti hann á að menn mættu ekki gleyma sér því framund- an væri erfiður leikur í deildinni á laugardaginn í Ports- mouth. Um það hvort frábær frammistaða hans yrði til þess að auka áhuga úrvalsdeildarliðanna á honum vildi Lárus lítið segja. „Vonandi, það væri mjög gaman að leika í hverri viku gegn snillingum eins og Bergkamp og Wright. Ef það gerist þá verður það uppbót, en annars gæti það líka gerst á næsta vetri með Stoke að við náum að vera í hópi þeirra bestu. Ég er ánægður hjá félaginu og vildi gjarnan vera með því í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. En hvað framtíð- in ber í skauti sér veit enginn.“ LÁRUS Orri Slgurðsson fékk mjög góða dóma í gærkvöldi. SAMEINING NORSKU ÍÞRÓTTAHREYFINGARINNAR / C8 Bjarni farinn frá Lask í Austurríki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.