Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 1
B.LAD ALLR'A' L A N D S M A N N A PttrfmtiWaliílí 1996 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR31. OKTOBER BLAÐ C Fyrsta tapið á Old Traff- ordí40ár MANCHESTER United tapaði sín- um fyrsta leik í Evrópukeppni í 40 ár á Old Trafford í gærkvöidi, þegar tyrkneska liðið Fenebache gerði sér lítið fyrir og lagði Un- ited að velli, 0:1. Hér á myndinni liggur Peter Schmeichel, mark- vörður, á vellinum, eftir að hafa horft á eftir knettinum fara yfir sig og í netið. Logi fer ekki til Hollands „Þ AD eru ekki góðar fréttir fyrir okkur að fyrirliðinn, Guðni Bergsson, sé meiddur. Við verðum að vona hið besta," sagði Logi Ólafsson, landsliðs- þjálfari, sem er hættur við að fara til Hollands til að sjá Evrópuleik Eindhoven og Brann í k vtfl d. Logi ætlaði að fara til að sjá Ágúst Gylfason leika, en litlar líkur eru á að hann leiki vegna meiðsla. Leik- urinn er sýndur beínt á TV3N. Reuter Dapur afmælis- dagur hjá Diego Maradona KNATTSPYRNUKAPPINN Diego Maradona, sem varð 36 ára í gær, sagðist hafa upplifað daprasta af mælisdaginn sinn. Ástæðan fyrir því var að fyrr- um umboðsmaður hans og félagi, Guillermo Copp- ola, var settur í fangelsi, grunaður um kókaindreif- ingu. „Fólk hefur sagt mér að gleyma Guillermo. Það geri ég ekki því að ég mun aldrei gleyma vinum mínum. Ég mun gera allt til að fá Gullermo lausan úr fangelsinu," sagði Maradona. Coppola var handtekinn eí'tir að 400 grömm af kókaíni fundust í blómapotti í glæsiíbúð hans í Buenos Aires. Hinn 49 ára glaumgosi sagðist ekki eiga fíkniefnið. Ef hann verður fundinn sekur um að dreifa kókaíni á hann yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm. Hann sagði að ein af þremur komnn, sem voru í gleðskap í íbúð hans ásamt honum og Maradona, hefði komið fikniefninu fyr- ir i pottinum. Gleðskapurinn var viku áður en lögreglan gerði leit í íbúð hans. Maradona sagði að engin fíkniefni hefðu verið í gleðskapnum, aðeins hefði verið spilað á spil og dreypt á kampavini. Það hafa ekki margir trú á að „skátasamkoma" hafi verið í íbúðinni og marg- ir hafa kennt Coppola um að Maradona hafi orðið háður eiturlyfjum. Pétur þjálfar FH PÉTUR Ormslev, fyrrum landsliðsmaður í knatt- spyrnu úr Fram, hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs FH. Pétur, sem var þjálfari Framliðs- ins 1992, hefur þjálfað KA á Akureyri tvö sl. keppnistímabil í 2. deild. Oakley og Barkley byrja í banni CHARLES Barkley leikmaður Houston Rockets og Charles Oakley leikmaður New York Knicks f engu leikbann og sektir fyrir slagsmál í leik liðanna á föstudaginn var. Oakley fékk tveggja leikja bann og 670.000 kr sekt en Barkley eins leiks bann og 335.000 kr sekt. Þar af leiðir að Oakley verður fjarri góðu gamni þegar New York mætir Toronto á föstu- dag auk þess missir hann af fyrsta heimaleik liðsins á móti Charlotte ásunnudagskvöld. Bar- kley verður að bíta í það súra epli að vera með- al áhorfenda þegar Houston mætir Sacramento á f östudag. ¦ AlltumNBA/Cl,C2 Guðni meiddur og ólíklegt að hann leiki GUÐM Bergsson knattspymumaður meiddist íleik með Bolton gegn Reading í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hann verður frá keppni um tíma og ólíklegt er að hann verði með í landsleikn- um við Ira ytra þann 10. nóvember. Atvikið átti sér stað þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Eg hætti mér í sóknina, aldrei slíku vant, var kominn inn í vítateig andstæðinganna og ætlaði að stökkva upp í sendingu og lagði mig greinilega svo mikið fram að ég togn- aði illa framan á lærvöðva á spark- vissa fætinum," sagði Guðni í sam- tali við Morgunblaðið í gær og var léttur í bragði þrátt fyrir áfallið. „Sparkvissi fóturinn er sá hægri," bætti Guðni við. Guðni sagðist hafa eytt öllum gærdeginum í skoðunum og ekki væri komið í ljós hversu lengi hann yrði frá en tognunin væri slæm og það myndi taka sinn tíma að komast á skrið á ný. „Það eru verulegar lík- ur á að ég missi af landsleiknum gegn írum. Á þessu stigi er erfitt að fullyrða, en útlitið er ekkert sér- lega bjart." „Auðvitað er það slæmt að lenda í þessum meiðslum því það er mikið af erfiðum leikjum framundan og við í baráttunni um sæti í úrvalsdeild- inni, en það verður að taka því," sagði Guðni en um næstu helgi leikur Bolt- on við Huddersfield á heimavelli. „Vegna meiðsla í hásin missti ég af hluta af undirbúningstímabilinu og fyrstu leikjum deildarinnar. Síðan ég komst á fullt hef ég leikið tíu GUÐNI Bergsson leiki og það er kannski skýring á meiðslunum að mig vantaði í hluta af undirbúningnum og fer síðan á fulla ferð, álagið hefur verið of mik- ið á stuttum tíma." Bolton bar sigur úr býtum, 2:1, styrkti stöðu sína enn frekar í efsta sæti deildarinnar, en sigurinn var ekki áreynslulaus af hálfu leikmanna Bolton því það að missa Guðna útaf var ekki eina skakkafallið sem liðið varð fyrir. Þegar hálftími var eftir og staðan 2:1 var markverði Bolton vísað af leikvelli fyrir að stöðva knöttinn með hendi utan vítateigs. John McGinley sem skoraði sigur- markið fó'r þá í markið. „McGinley var ekki sá stærsti á vellinum og það var skondið að sjá hann í markinu, en hann stóð sig bara vel og varði meðal annars í tvígang glæsilega," sagði Guðni. „Síðan vörðumst við vel og náðum að halda fengnum hlut." KNATTSPYRNA: „EKKIBERA RONALDO OG PELE SAMAN" / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.