Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 8
Frans Beckenbauer Beckenbauer á móti flölgun á leikhléum FRANZ Beckenbauer forseti Bayem Mtinchen blés í vik- unni á hugmyndir eigenda einkarekiima sjónvarpsstöðva í Þýskalandi um breytingar á knattspyrnuleikjum og sagði þær eina mestu þvælu aldar- innar. Hugmyndir stöðvanna voru á þá leið að skipta ætti knattspyrnuleikjum upp í þrjá hluta í stað tveggja eða þá vera með stutt Ieikhlé líkt og í körfuknattleik. Með þessu yrði hægt að fjölga auglýs- ingatúnum og auka tekjur stöðvanna. Beckenbauer tók sem dæmi viðureign Stuttgart og Gladbach um helgina en þar bar Stuttgart sigur úr býtum 5:0. „Ef leikmenn Gladbach hefðu getað tekið leikhlé í tíma og ótlma hefði þessi leik- ur verið eyðilagður. Enginn hefði viþ'að sjá það og þess vegnatel ég þessa umræðu eina mestu þvælu aldarinnar." Hugmyndir stöðvanna RTL og Satl voru settar fram um helgina um leið og forráða- menn þeirra sögðu að kostn- aður við kaup á sjónvarpsút- sendingum frá knattspyrnu- leikjum væri orðinn svo hár að allt stefndi í að í framtíð- inni yrðu beinar útsendingar frá leikjum aðeins sýndar í stöðvum sem seldu aðgang að einstökum dagskrárliðum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að svo yrði væri að auka auglýsingatekjurnar með fleiri leikhléum. Zagallo, landsliðsþjálfari Brasilíu: „Ekki bera Ronaldo og Pele saman“ Mario Zagallo landsliðsþjálfari Brasilíu valdi knattspyrnu- snillinginn Ronaldo og félaga hans hjá Barceiona Giovanni í landsliðshóp sinn sem mætir Kamerún í vináttu- landsleik á heimvelli 13. nóvember. Miðvallarleikmaðurinn Mauro Silva sem leikur með Deportivo La Coruna er einnig í hópnum. Zagallo hefur ekki tiikynnt hvaða leikmenn aðrir verða í hópnum en sagði einungis að hann yrði skipaður leikmönnum sem ieika utan Brasilíu. Endanlegur hópur verður tilkynntur í dag. Eftir lipurlega framgöngu á knattspyrnuvellinum á síðustu vik- um hefur Ronaldo verið líkt við Pele af löndum sínum og ekki minnkaði aðdáunin er hann skoraði öll mörk Brasilíu í viðureign við Litháen í byrjun þessa mánaðar. Zagallo biður menn að vera ekki að bera þessa tvo knattspyrnumenn saman. „Ekki bera Ronaldo og Pele sam- an. I dag leikur enginn vafi á að hann er besti knattspyrnumaður í heiminum í sinni stöðu. Ronaldo er ekki fortíðin heldur framtíðin í knattspyrnunni og það væri ekki sanngjarnt að bera þá saman." Snillingur BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo, 19 ára, hefur heldur betur slegið í gegn með Barcelona og landsliði Brasilíu - orðinn algjör dýrlingur á Nou Camp og í heimalandi sínu. SNOKER Tapífyrsta leik hjá landsliðinu ÍSLENSKA sveitin á heimsbik- armótinu í snóker í Bankok á Tælandi tapaði fyrsta leik sínum á mótinu í gær gegn Belgum, 6:3. Kristján Helgason vann all- ar sínar viðureignir sínar, Jó- hannes B. Jóhannesson og Edw- ard Matthíasson urðu að lúta í lægra haldi. Viðureignir Kristjáns fóru 55:43, 118:16 óg 78:32. Jóhann- es tapaði 1:63, 0:99 og 28:74. Edward gekk betur, tapaði 22:70, 34:62 og 15:76. Viðu- reingir hans voru þó mun jafn- ari en tölurnar gefa til kynna. Spilamennska Kristjáns í leiknum gegn Belgum vakti tals- verða athygli, en hann var fyrsti keppandinn í mótinu sem náði „breiki" er hann lék á 101. Næsti leikur íslands er gegn N-lrum. Morgunblaðið/Kristinn efu leikir án taps Þorbjörn Jensson og lærisveinar nálgast metið Gamlir refir og nýliðar ÍSLENDINGAR og Eistlendingar mætast tvisvar í undankeppni HM í handknattleik í Laugardalshöll- inni um helgin. Fyrri leikurinn varður annað kvöld og seinni leik- urinn á sunnudaginn. Hér fyrir ofan sjást tveir af gömlu refunum í landsliðshópnum ræðast við, fé- lagarnir Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson, aðrir á myndinni eru tveir af yngri leikmönnum liðsins, Eyjamaðurinn Gunnar Berg Vikt- orsson og Ingi Rafn Jónsson, Val. Islenska landsliðið í handknattleik hefur leikið ellefu leiki undir stjórn Þorbjörns Jenssonar án taps, tíu sigurleiki í röð, sem er met í sigurleikjum í röð, og jafnteflisleik gegn Grikkjum í Aþenu í síðasta leik sínum. Þorbjörn og lærisveinar nálgast met frá 1991-1992, þegar landsliðið lék fjórtán leiki í röð án taps undir stjórn Þorbergs Aðal- steinssonar - liðið lék ellefu sigur- Ieiki og gerði þrisvar jafntefli. Landsliðið lék þrettán landsleiki án taps undir stjórn Hilmars Björns- sonar 1972, vann níu ieiki og gerði fjórum sinnum jafntefli. Liðið lék tólf landsleiki án taps undir stjórn Þorbergs 1990, vann níu leiki og gerði þijú jafntefli. Til að slá metið, fjórtán lands- Ieiki án taps 1992, verður landslið- ið að ná góðum úrslitum í leikjunum tveimur gegn Eistlandi um helgina í Laugardalshöliinni og tveimur leikjum gegn Dönum, í Reykjavík 27. nóvember og í Álaborg 1. des- ember. ÍÞRÓmR Pl®r0wiMa«>líi HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.