Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 C 3 KÖRFUKNATTLEIKUR Miðvesturriðill Meiðsli margra lykilmanna kost- uðu Houston Rockets tækifærið á að vinna þtjá meistaratitla í röð. Forráðamenn Rockets tóku hins veg- ar gífurlega áhættu í sumar þegar þeir sendu tvo bestu ungu leikmenn sína (auk tveggja annarra leik- manna), þá Robert Horry og Sam Cassell, til Phoenix fyrir Charles Barkley. Liðið fékk einnig til liðs við sig reyndan miðherja, Kevin Willis, sem lengi lék hjá Atlanta. Houston hefur því fjóra mjög reynda leik- menn, þá Hakeem Olajuwon, Clyde Drexler, Barkley og Willis. Ef þessir kappar eiga enn eitthvað eftir í tank- inum þegar úrslitakeppnin byijar gæti liðið sett strik í reikninginn hjá hvaða liði sem er. San Antonio Spurs reiðir sig allt of mikið á einn ieikmann. Áður en miðheijinn David Robinson kom úr sjóhernum til liðsins 1989 hafði það ekki náð að vinna svo mikið sem helming leikja sinna sex ár í röð. Síðan þá hefur liðið unnið 383 leiki en tapað 190. Þegar að úrslitakeppn- inni kemur gildir öðru máli. Spurs hefur aðeins unnið einum leik meira en það hefur tapað í úrslitakeppninni á sama tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að flest lið spila mun betri vörn í úrslitakeppninni og Robinson hefur ekki getað haldið liðinu á floti þegar halda mannskapnum við efnið í deild- arkeppninni. „I vetur dugar ekki að spilað gömlu plötuna frá síðasta keppnistímabili. Við verðum að beina athyglinni að einum leik í einu og finna ánægjuna í hveijum sigri,“ sagði Jackson nýlega. Indiana Pacers hefur veitt Chicago hörðustu keppnina undan- farin ár í þessum riðli. Liðið bætti hins vegar ekki mannskapinn og missti þar að auki Mark Jackson sem var aðalleikstjórnandi þess. Indiana gæti átt erfitt með að ógna meistur- unum en í úrslitakeppnina fer liðið vegna Reggis Millers, sem gerði nýj- an langtímasamnign í sumar. Ekki má gleyma Hollendingnum Rik Smit sem lék vel í fyrra. Charlotte Hornets varð fyrir mikilli blóðtöku þegar tveir bestu menn liðsins voru seldir. Hornets sendi miðheijann Alonzo Mourning til' Miami í vor en hann var hvort eð er á leið í burtu. Þá sendi liðið Larry Johnson til New York í skiptum fyr- ir hörkutólið Anthony Mason. Til að bæta fyrir missinn á Mourning lét Hornets ungan nýliða (Kobe Bryant) til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir miðheijann Vlade Divac. Þrátt fyrir að forráðamenn liðsins hafi verið í erfiðri aðstöðu telja flestir að ekkert lið eigi að láta sterkan mið- heija fara, hvað sem það kostar. Það mun Hornets e.t.v. læra á næstu misserum. Atlanta Hawks er lið sem gæti gert usla í úrslitakeppninni. Liðið fékk Keníubúann Dikembe Mutombo frá Denver í vor og er með nokkuð sterkt byijunarlið en lítið meira. Atl- anta er með áhugaminnstu áhang- endurna í deildinni, svo virðist sem íbúar hvítu úthverfanna í borginni þori hreinlega ekki inn í miðbæinn á kvöldin á leik. Kannski að þeir ranki við sér nú þegar Ólympíuleikarnir eru búnir. Milwaukee Bucks, Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons eru allt lið sem gætu ógnað betri liðunum í deildinni, en leikmannaskipti á miðju keppnistímabili gætu breytt myndinni hér. Toronto Raptors mun enn vera í uppbyggingu en framkvæmdastjóri liðsins, Isiah Thomas (fyrrum stór- stjarna Detroit), er á réttri leið. Vesturdeild Koma Shaquilles O’Neals til Los Angeles Lakers hefur breytt mikið styrkleika liðanna og skipti Charles Barkley frá Phoenix til Houston fyr- ir þijá leikmenn gætu gefið Rockets enn eitt tækifæri á meistaratitlinum. Lakers, Houston og Seattle verða að teljast sigurstranglegust hér. ÞAÐ er ekki alltaf nóg að vera stór. Shaquille O’Neal, sem er kominn tll LA Lakers, verður að horfa á eftir frákasti til baráttujaxlins Dennis Rodmans hjá Chicago Bulls. SCOTTIE Pippen er einn af máttarstólpum meistara Chicago Bulls. þangað er komið. Ekki er ástæða til að ætla að breyting verði á í vetur. Búast má við liðinu sterku í deildar- keppninni, en án mannabreytinga verður erfitt að spá því velgengni í úrslitakeppninni. Fá lið nú til dags geta státað af því að geta haldið tveimur stórstjörn- um saman eins lengi og Utah Jazz. John Stockton hefur verið þar í tólf ár og Karl Malone í ellefu. Þeir hafa hvor um sig misst af fjórum leikjum á þessum tíma! Báðir komu þeir frá minni háskólaliðum og hafa lengst af ekki fengið viðurkenningu sem þeim ber. Jazz hefur komist i lokaúr- slit vesturdeildar á árum sem enda með sléttri tölu (1992, ’94 og ’96), en gengið verr á árum sem enda á oddatölu. Hvort það sama verður upp á teningnum í ár er erfitt að segja en margir halda að Stockton og Malone hafi þegar spilað sín bestu keppnistímabil. Liðið missti miðheij- ann Felton Spencer og gæti þess vegna lent í erfiðleikum þegar í úrsli- takeppnina kemur. Dallas Mavericks hefur náð að næla í þijá unga leikmenn á síðustu þremur árum sem allir eru álitnir stórstjörnur. Þeir Jason Kidd, Jim Jackson og Jamal Mashburn komu allir til liðsins í gegnum háskólavalið og ættu að vera nógu góðir til að koma því langt. Vandamálið er hins vegar að þeir þola ekki hver annan! Mashburn gefur aldrei knöttinn og Jackson svarar í sömu mynt. Kidd, sem er leikstjórnandi liðsins, hefur gagnrýnt þá báða fyrir eigingirni - er rétt hægt að ímynda sér hve vin- sælt það er meðal hinna tveggja. Þar til þessir leikmenn haga sér eins og fullorðið fólk er ekki hægt að spá liðinu frama. Von er hins vegar bund- in við að Derek Harper - sem lék lengi með liðinu áður en hann fór til New York - geti skólað strákana til. Koma nýs þjálfara gæti einnig bætt hér um. Denver Nuggetts missti mið- heijann - og besta leikmann sinn — Dikembe Mutombo í sumar til Atl- anta. Framkvæmdastjóri Nuggets brá því á það ráð að umbylta liðinu. Hann fékk þijá reynda ieikmenn - þá Mark Jackson frá Indiana, Ervin Johnson frá Seattle og Sarunas Marciulionis frá Sacramento - og þeir gætu hjálpað liðinu nokkuð ef það kemst í úrslitakeppnina. Minnesota Timbervolwes og Vancouver Grizzlies munu tæpast komast í úrslitakeppnina. Bæði liðin eru að reyna að byggja upp og enn vantar nokkuð upp á að þau komist í úrslitakeppnina. Kyrrahafsriðill Los Angeles Lakers fylgdi gam- alli uppskrift í sumar. Liðið fékk miðheijana Wilt Chamberlain og Kareem Abdul-Jabbar á árum áður og með þeim vann Lakers samtals sex meistaratitla. Í sumar fékk framkvæmdastjóri liðsins, Jerry West, leyfi eiganda þess til að skrifa 120 milljóna dala ávísun fyrir sjö ára samning við Shaquille O’Neal (hann getur fengið sig lausan eftir þrjú ár). Kappinn umbreytir liðinu. Leikmenn þess verða nú að gefa mun meira af boltanum miðað við síðasta keppnistímabil en Magic Johnson gagnrýndi þá fyrir að vera of eigingjarnir í úrslitakeppninni. Ljóst er að slíkt verður ekki liðið með O’Neal inni á. Lakers er geysi- sterkt á pappírnum - kannski með besta mannskapinn af öllum liðum. Hvort það nægir verður tíminn að leiða í ljós. Nick Van Exel, Cedric Ceballos, Eddie Jones og Elden Campbell eru allir mjög fjölhæfir leikmenn og ef þeir vinna vel saman verður liðið hættulegt. Þrátt fyrir komu O’Neals og þá leikmenn sem minnst var á að ofan, gæti ungur nýliði komið mest á óvart hjá Lak- ers. Liðið fékk bakvörðinn Kobe Bryant í skiptum fyrir Vlade Divac frá Charlotte og hann hefur verið hreint frábær í æfingaleikjum þess undanfarið. Bryant kom beint úr gagnfræðaskóla inn í deildina og á framtíðina fyrir sér enda aðeins 17 ára_ gamall. Á síðasta keppnistímabili náði Seattle SuperSonics loks að standa undir þeim væntingum sem gerðar hafa verið til liðsins á undanfömum árum (það var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvö ár í röð). Sonics kemur að mestu óbreytt til leiks nú og mun sem fyrr reiða sig á sterka vörn. Bakvörðurinn Gary Payton og framheijinn Shawn Kemp verða sem fyrr aðalmennirnir. Þeir ættu að koma liðinu í lokaúrslit vest- urdeildar, en hvort það nær lengra verður tíminn að skera úr um. Kemp hefur verið nokkuð óánægður að fá ekki nýjan samning og gæti sett lið- inu úrslitakosti verði ekki leyst úr því máli. Sonics hefur misst miðheij- ann Ervin Johnson en það ætti ekki að saka mikið. Phoenix Suns umbylti iiði sínu í sumar þegar Charles Barkley var sendur til Houston fyrir fjóra nýja leikmenn. Eini leikmaðurinn sem eft- ir er af mannskapnum sem komst í lokaúrslit 1993 er bakvörðurinn Ke- vin Johnson. Meiðsli settu stórt strik í reikninginn á síðasta keppnistíma- bili en yngri leikmenn ættu að bæta þar úr. Þeir verða líka að fylla upp í það skarð sem Barkley skilur eftir sig. Með Johnson, ásamt Robert Hori-y, Wesley Person, Sam Cassel, John „Hot Rod“ Williams, A.C. Green og Danny Manning, gæti Phoenix orðið hvaða liði sem er hættulegt í vetur. Lið Golden State Warriors og Portland Trail Blaizers voru í fyrra eins og bestu sápuóperur. Óánægðir leikmenn og þjálfarar, meiðsli, leik- mannaskipti og rifrildi. Bæði þessi lið eru að reyna að byggja upp kjarna fyrir framtíðina, en ólíklegt er að mikið breytist á komandi keppnis- tímabili. Sacramento Kings og Los Ang- eles Clippers gætu átt í erfíðleikum, einkum Clippers, sem er eitt verst rekna liðið í deildinni frá upphafi. Kings gæti smogið inn í úrslita- keppnina en bekkur liðsins er nokkuð veikur enn. Hálf öld frá fyrsta leiknum Á MORGUN, 1. nóvember, eru 50 ár liðin frá því að NBA- deildin hóf göngu sína með leik Toronto Huskies og New York Knickerbockers, og nú eru 104 ár liðin frá því að Kanadabúinn James Naismith bjó til leikreglumar í körfu- knattleik. Hætt er við að kapp- anum brygði í brún við að sjá keppnina í NBA-deildinni. Sjónvarp- að til 180 landa LEIKJUNUM í deildinni er sjónvarpað til Sbúa í 180 lönd- um og leikir hafa farið fram í Þýskaiandi, Japan, á Spáni og í Mexíkó á fjórum af síð- ustu sjö keppnistímabilum. Yfir 20 milljón miðar verða seldir á leikina í vetur, þ.ám. í heimalandi Naismiths í Kanada. Forráðamönnum NB A þótti þvi viðeigandi að halda upp á afmælið með þvi að byija keppnistímabilið á leik Toronto og New York á afmælisdeginum sjálfum í Toronto. Ekkert tré dafnar án róta NÝLEGA ræddu forráða- menn almannatengsladeildar NBA við Julius Erving, fyrr- um leikmann Philadelphia 76ers um þessi tímamót. „Gamalt orðatiltæki segir að ekkert tré dafni án róta,“ sagði hann. „Eitt það besta við deildina er sá grunnur sem hver kynslóð af leik- mönnum leggur eftir sig. Það er hughreystandi að vita að leikmaður eins og Grant Hill hjá Detroit skuli hafa mikið álit á þvi sem maður gerði á ferlinum. Ég veit að þegar ég byrjaði leit ég mikið upp til Jerrys Wests (fyrrumleik- manns og núverandi fram- kvæmdasijóra Los Angeles) og Oscars Roberts (eins besta leikmanns í sögu deildarinn- ar). Sá leikmaður sem hins vegar hafði mest áhrif á mig var Bill Russel (fyrrum leik- maður Boston Celtics, en hann er af mörgum talinn besti varnarmaður fyrr og síðar), en ég kaus að nota númer sex þjá Philadelphia af því aðhann var með það númer. Ég held að flestir nýir leikmenn hafi einhverjar slík- ar spumingar og það er gott.“ 92 leikjum sjónvarp- að beint ALLS verður 92 leikjum sjón- varpað í vetur um öll Banda- ríkin, auk allra leikja í úrslita- keppninni. Þar að auki er öll- um leikjum í deildinni sjón- varpað í kapalkerfum í þeim borgum þar sem liðin spila. Að auki er ótrúlegum fjölda frétta- og skemmtiþátta einn- ig sjónvarpað. Sannkallað draumaland NBA-aðdáenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.