Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHtnrgmtMabfö C 1996 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER BLAD KNATTSPYRNA Reuter VARNARMAÐURINN Marclano Vink og félagar hans hjá Eindhoven, ur&u að hneigja sig og játa sig sigraða eftir viðureignina við Birkl. Hammerby með vænlega stöðu HAMMERBY, liðið sem Pétur Marteinsson leik- ur með í Svíþjóð, er með vænlega stöðu eftir fyrri leikinn gegn Trelleborg um sæti í 1. deild. Hammerby fagnaði sigri heima, 2:1, og leikur seinni leikinn í Trelleborg á sunnudaginn. Sparkfræðingar i Svíþjóð segja að Hammerby mæti með leiks með gott veganesti, en tejja Trelleborg þó sigurstranglegri. Umeá er með góða stöðu, eftir sigur á Ljung- skile í fyrri leik liðanna, 0:1. Leikurinn fór fram í Ljungskile, sem er smábær fyrir norðan Gautaborg og var leikið kl. 14, þar sem engin flóðljós eru á velli liðsins. Snókerlands- liðið tapaði fyrir N-írlandi KRLSTJÁN Helgason heldur uppi heiðri íslands á heimsbikarmótinu í snóker sem fram fer í Bankok þessa dagana. í gær lék íslenska sveit- in við Norður-íra og tapaði 6:3. Kristján vann tvo ramma, Dennis Taylor, fyrrum heimsmeist- ara, 72:63 og Terry Murphy, 65:57, en tapaði fyrir Joe Swail, 15:80. Jóhannes B. Jóhannesson vann Taylor, 67:34, en tapaði fyrir hinum, 11:66 fyrir Swail og 45:74 fyrir Murphy. Edward Matthíasson tapaði sinum þremur leikjum, 29:65 fyrir Swail, 44:73 fyrir Taylor og 8:77 fyrir Murphy. Þess má geta að Swail er í 12. sæti heimslistans, Taylor í 32. sæti og Murphy í þvi 44. Strákarnir eiga frí í dag en mæta síðan írum og Ný Sjálendingum um helgina. Hammerby með vænlega stöðu HAMMERBY, liðið sem Pétur Marteinsson leik- ur með I Svíþjóð, er með vænlega stöðu eftir fyrri leikinn gegn Trelleborg um sæti í 1. deild. Hammerby fagnaði sigri heima, 2:1, og leikur seinni leikinn í Trelleborg á sunnudaginn. Sparkfræðingar í Svíþjóð segja að Haramerby mæti með leiks með gott veganesti, en telja Trelleborgþó sigurstranglegri. Umeá er með góða stöðu, eftir sigur á Ljung- skile í fyrri leik liðanna, 0:1. Leikurinn fór fram í Ljungskile, sem er smábær fyrir norðan Gautaborg og var leikið kl. 14, þar sem engin flóðljós eru á velli liðsins. „MENN voru mjög niðurlútir eftir leik- inn. Já, hreinlega í rusli. Þetta er mikið áfall fyrir félagið og hollenska knatt- spyrnu - að láta Brann slá sig út,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmað- ur með PSV Eindho- ven, eftir hinn sögu- lega leik liðsins gegn Brann. „Leikmenn Eindhoven sóttu lát- laust allan leikinn og fengu fjölmörg tæki- færi til að skora, en það voru Norðmenn- imir sem skoruðu tvö fyrstu mörkin gegn gangi leiksins. Birkir átti n\jög góðan leik í markinu. Þessi leik- ur mun seint gleym- ast, áfallið er mikið í herbúðum Eindho- ven,“ sagði Eiður Smári. Leikmenn Brann gerðu ævintýraferð til Hollands Birkir sendi Eind- hoven út í kuldann BIRKIR Kristinsson var hetja Brann frá Bregan, þegar liðið gerði sér lítið fyrir og skeilti PSV Eindhoven í Evrópu- keppni bikarhafa, gerði óvænt jafntefli 2:2 og komast áfram þar sem liðið vann í Bergen 2:1 - og er liðið annað norska liðið sem kemst í 8- liða úrslit í Evrópukeppni. Leikurinn er uppreisn æru fyrir Birki, þar sem honum var kennt um að Brann náði ekki þriðja sætinu í norsku 1. deildarkeppninni á dögun- um. Birkir fór á kostum á Philips- leikvanginum, þar sem nítján þúsund áhorfendur og forráðamenn stóðu sem þrumulostnir í rigningunni. í fréttaskeyti frá Reuter var sagt að líklega hafi Birkir leikið besta leikinn á keppnisferlinum, varið hreint stór- kostlega hvað eftir annað. Geir Ha- sund skoraði fyrst fyrir Brann á 35. mín. og síðan bætti Tore Andre Plo öðru marki við á 59. mín. Það var ekki fyrr en á 74. mín. að Birkir varð að játa sig sigraðan, þegar Rene Eykelkamp kom knettinum framhjá honum með aðstoð varnar- manns Brann, Geirmundar Brende- sether. Sjö mín. fyrir leikslok náði Boudewijn Zenden að jafna fyrir Eindhoven og þrátt fyrir látlausa sókn heimamanna náðu þeir ekki að koma knettinum í netið hjá Birki aftur, þannig að leikmenn Brann fögnuðu geysilega. Þeir héldu beint í leiguflugi frá Eindhoven til Bergen, en þess má geta að mikill fögnuður var í Bergen í gærkvöldi. Birkir fékk mikið hrós í fjölmörg- um sjónvarpsstöðum, sem sýndu leik- inn. HANDKNATTLEIKUR: TILBUNIRISLAGINN GEGN EISTLANDI / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.