Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Baráttusigur Hauka HAUKAR komust í gærkvöldi i annað sæti úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik er þeir báru sigurorð af Keflavík í hröðum og iengst af skemmtilegum leik f íþróttahúsinu við Strandgötu, lokatölur 88:81. Þar með eru Haukar með tíu stig að loknum sex umferðum ásamt ÍR og og UMFIM en Keflvíkingar sem voru vonsviknir að leikslokum verða að sætta sig við að vera einni skör lægra ítöflunni. Strax á upphafsmínútunum var ljóst hvaða stefnu leikurinn ætlaði að taka. Báðar fylkingar sóttu fast og um tíma virtist sem Benediktsson baráttan væri að skrifar fara ur bondunum. Hraðinn var alls- ráðandi beggja vegna og talsvert var um mistök. Þá var hittnin upp og ofan. Eftir að Keflvíkingar höfðu verið heldur skarpari á upp- hafsmínútnum náðu Haukar frum- kvæðinu en forystan varð aldrei meiri en sex stig. En Keflvíkingar með Guðjón Skúlason fremstan í flokki náðu að komast fram úr á ný. Haukum gekk illa að ráða við Guðjón og tókst honum að skora 13 stig í leikhlutanum. Vörn Kefla- víkur náði einnig betur saman er á leið og oft á tíðum virkaði sókn- arleikur Hauka hálfvandræðaleg- ur. Pétur Ingvarsson sem hafði ekki fundið sig framan af kom inn á undir lokin og hrifsaði félaga sína með sér í baráttugleði sinni og mikilvæg stig hans fleyttu Haukum fram úr fyrir hlé, en þá stóð 43:41. Haukar breyttu til í byijun síð- ari hálfleiks og settu Sigfús Gizurarson til höfuðs Guðjóni og það hreif og nægði til að slá skarpasta vopn gestanna úr hönd- um þeirra. Auk þess lék Sigfús vel í sókninni. Keflvíkingar áttu fá svör í sókninni og varnarleikur- inn varð þeim erfiður eftir að Haukar höfðu komist á bragðið. í stöðunni 54:53 gerðu Haukar 10 stig í röð þannig að þegar leik- hlutinn var hálfnaður var staðan 64:53 og fimm mínútum síðar 77:63 og eftir það var formsatriði að ljúka leiknum. Sigfús var bestur Hauka, þá var Shawn Smith sterkur en mik- ið mæddi á honum. Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingvarssynir urðu betri eftir því sem á leikinn leið. Hjá Keflavík var áður getið um frammistöðu Guðjóns en auk hans barðist Albert Óskarsson vel en mátti sín lítils. Þá átti Damon Johnson prýðisleik í sókninni síð- ustu 10 mínúturnar og virtist vakna af þyrnirósarsvefni, skor- aði 18 af síðustu 28 stigum liðs- ins. Barkley stal senunni Charles Barkley, sem nú leikur með Houston, stal senunni fyrstu leikhelgina í NBA-deiIdinni í körfuknattleik. Kappinn gerði 20 stig í sínum fyrsta leik með nýju liði og tók 33 fráköst, sem er persónulegt met. Shaquille O’Neal var með 35 stig þegar LA Lakers vann Min- nesota og Kobe Bryant, sem leikur með Lakers, varð yngstur til að leika í NBA, aðeins 18 ára gamall. Barkley var í banni þegar Houston lék fyrsta leikinn á föstudagskvöldið. En kappinn var ekki í banni þegar Houston hélt til Phoenix og þar kunni Barkley við sig enda á móti sínum fyrri félögum. Hann barðist eins og ljón allan leikinn og tók hvorki fleiri né færri en 33 fráköst sem er það mesta í NBA síðan í mars 1993. Barkley lék í 45 mínútur af þeim 48 sem leikurinn stendur og átti stórleik. Barkley vildi ekki láta hafa mikið eftir sér eftir leikinn, sagði aðeins: „Fólk fær það sem það á skilið," og vísaði til þess að stjómarmenn Phoen- ix létu hann fara í ágúst. En það voru fleiri sem ætluðu að eiga stórleik til að sýna stjórnar- mönnum að þeir væru ekki alvitrir. Anthony Mason ætlaði að leika eins og hann gerir best þegar New York Knicks fékk Charlotte í heimsókn, en hann var látinn fara frá heima- borg sinni til Charlotte í sumar. Búist var við mikilli rimmu milli hans og Larry Johnsons, sem tók stöðu hans hjá Knicks. Af þessu einvígi varð aldrei því Knicks rúllaði yfir Charlotte og framheijarnir höfðu sig lítið í frammi, Johnson gerði 12 stig og Mason 10. Lakers byijar vel, vann tvo leiki um helgina, og hefur ekki gert slíkt síðan í upphafi móts 1987 en þá vann liðið í fyrstu átta leikjunum. Á sunnu- daginn tók liðið á móti Minnesota og O’Neal var í stuðij gerði 35 stig og tók 19 fráköst. Atján ára táningur, Kobe Bryant, lék sinn fyrsta leik i NBA-deildinni en Lakers bindur mikl- ar vonir við þennan unga bakvörð. Hann lék í sex mínútur, brenndi af eina skotinu sem hann tók í leiknum og tók eitt frákast. Bryant er alinn upp á Ítalíu þar sem faðir hans lék körfuknattleik og sagði áður en mót- ið hófst að hann hafi alltaf stefnt að því að leika í NBA og það hafi í raun- inni alltaf verið Ijóst að hann myndi fara beint þangað, án þess að leika í háskóladeildinni fyrst. Pat Riley, hinn sigursæli þjálfari, sem nú stjórnar liði Miami Heat, náði enn einum merkisáfanga á þjálf- araferlinum. Miami vann 97:95 í Indiana og var þetta 800. sigurleikur Rileys sem þjálfara. Hann hefur stjórnað liðum í 1.139 leikjum í NBA og því aðeins tapað 339 leikjum í deildinni. Enginn þjáKari hefur náð 800 sigurleikjum í svo fáum leikjum. Það gengur illa hjá Spurs enda er David Robinson meiddur. Liðið tapaði heima fyrir Denver og gerði aðeins níu körfur í fyrri hálfleik. Morgunblaðið/Golli ERLA Þosteinsdóttir úr Keflavík skorar hér án þess að KR-lngarnir Elísa Vilbergsdóttlr, til hægri, og Sóley Sigurþórsdóttir, til vinstrl, komi nokkrum vörnum við. KR-stúlkur áhugalausar Skúli Unnar Sveinsson skrifar Keflavíkurstúlkur áttu ekki í nokkrum erfiðleikum þegar þær heimsóttu KR á laugardaginn. Gestirnir voru miklu ákveðnari og áhugalausar KR- stúlkur voru eins og leir í höndum Kefl- víkinga sem sigr- uðu, 64:49 - ótrúlega mikill munur á tveimur af bestu liðunum í deild- inni. KR var aðeins inni í myndinni fyrstu tíu mínúturnar en eftir það áttu stúlkurnar aldrei möguleika. Vesturbæjarstúlkur voru seinar í vörnina og í sókninni virtust þær alls ekki kunna þau leikkerfi sem leika átti, alla vega var ekki að sjá skynsamleg kerfi í sóknarleik þeirra. Keflvíkingar voru á sama tíma hrópandi og öskrandi um allan völl. Hraðaupphlaupin voru vel nýtt og sigurviljinn var greinilegur. KR reyndi svæðisvörn í upphafi síðari hálfleiks en greinilegt að stúlkurnar vissu ekki allar hvernig á að leika slíka vörn. Keflvíkingar hefðu átt að sigra með miklu meiri mun en létu 15 stig duga. Elísa Vilbergsdóttir má skjóta meira, hún byijaði ekki á þvi fyrr en í síðari hálfleik og það var allt of seint. Reyndar fékk hún ekki boltann oft í fyrri hálfleiknum og gat því ekki skotið mikið. Guðbjörg Norðfjörð lék þokkalega hjá KR og Kristín Magnúsdóttir átti ágæta innkomu, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Þær stöllur í Keflavík, Anna María Sveinsdóttir og Björg Haf- steinsdóttir, geta greinilega farið að hægja á sér því komnar eru ungar og góðar stelpur sem munu halda merki félagsins á lofti á næstu árum. Þar fara fremstar nöfnurnar Erla Þorsteinsdóttir og Reynisdóttir og Birna Valgarðs- dóttir er einnig öflug, sérstaklega í vörninni. ÞRJÁR kærur hafa borist skrif- stofu KKÍ síðustu sólarhringa. Sú fyrsta var frá Einari Einars- syni dómara, en hann var annar dómari leiks Keflvíkinga og KR í úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var. Einar kærir heimaliðið þar sem áhorfandi æddi inná völlinn, tók fast í handlegg hans svo á sá og lét ljót orð falla að auki. Keflvíkingar hafa einnig lagt fram kæru vegna umrædds leiks. Þeir kæra Óskar Kristjánsson, leikmann KR, fyrir óprúðmann- lega framkomu, en Óskar inun, að því er heimamenn telja, hafa hrækt að áhorfendum. Ekkert kæruleysi í körfunni Þriðja kæran barst KKÍ í gær og kom hún frá ísafirði. KFI kærir lið Grindvíkinga fyrir að hafa verið með ólöglega skipað lið í leik liðanna á Isafirði á föstudagskvöldið. Dagbjartur Willardsson, liðsstjóri Grindvík- inga lék þá með Iiðinu, en hann mun vera skráður félagi i körfu- knattleiksliði Golfklúbbs Grindavíkur (GG). „Það er hvert stig dýrmætt fyrir okkur og við látum reyna á þetta,“ sagði Guðni Guðnason, þjálfari KFÍ, við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að mönnum bæri ekki sam- an um það í hvaða liði Dagbjart- ur væri. „Mér skilst að einhver hafi falsað undirskrift hans á félagaskiptablaðið í fyrra, en engu að síður hefur Dagbjartur leikið með GG. „Við látum reyna á þetta,“ sagði Guðni. Árni Ingi til Fram EINN efnilegasti knatt- spyrnumaður Iandsins, Árni Ingi Pjetursson, sem hefur leikið 38 leiki með yngri landsliðum íslands, er geng- inn til liðs við Fram. Árni Ingi var leikmaður með KR, lék fimm leiki sl. keppnis- tímabil i 1. deild og skoraði eitt mark. Hann skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við Fram. Árni Ingi, sem er 17 ára sóknarleikmaður, bætist í stóran hóp unglingalands- liðsmanna hjá Fram, sem Ásgeir Elíasson, þjáífari, hefur tU að byggja upp fram- tíðarlið félagsins. „Ég er nyög ánægður með að Ánii Ingi er kominn. Hann er einn af efnilegustu knatt- spyrnumönnum okkar, sem á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Hann mun styrkja hóp okkar. Ég hef trú á að hann eigi eftir að leggja sitt af mörkum til að við getum teflt fram góðu og skemmtilegu liði á næsta keppnistimabili," sagði Ás- geir. Þá hefur unglingalands- liðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon, sem lék með Víkingi, einnig gengið í raðir Framara. Hann er 16 ára. Tapí fjórða leik ÍSLENSKA landsUðið í snók- er tapaði í gær síðasta leik sínum á heimsmeistaramót- inu í Tælandi. Að þessu sinni voru það írar sem lögðu ís- lenska Uðið 7:2. Þrátt fyrir tapið er Ijósi punkturinn í leiknum sá fyrir íslensku sveitina að Kristján Helgason sigraði í viðureign sinni við Ken Doherty 81:46 en hann er í 6. sæti heimslista atvinnu- manna í greininni. Edward Matthíasson hafði einnig bet- ur í leik við Stephen Murphy 71:59. Kristján náði bestum ár- angri íslensku spUaranna í mótinu, vann 8 ramma af tólf. Hann heldur nú frá Tælandi til N-Sjálands þar sem hann keppir ásamt Jóhannesi R. Jóhannessyni á heimsmeist- aramóti áhugamanna. Hammarby féllá marklínunni PÉTRI Marteinssyi og félög- um hans hjá StokkhólmsUð- inu Hammarby tókst ekki að vinna sér sæti í úrvalsdeiid- inni í knattspyrnu í Svíþjóð. Liðið tapaði öðrum leik sfn- um við Trelleborg, 2:3, eftir að hafa unnið heimaleik sinn 2:1. Oft munaði þó n\jóu að Hammarby næði að bæta við öðru marki, en einn varnar- maður Trelleborg bjargaði tvisvar skoti sóknarmanns Hammarby, Hans Eskilsson, á marklínu. Þar að auki átti Hammarby að fá vítaspymu í fyrri hálfleik, er Eskilsson var felldur í dauðafæri eftir frábæra stungusendiugu Pét- urs, sem lék vel í leiknum í stöðu miðvarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.